Feykir - 22.05.2019, Qupperneq 1
Formleg opnun stærsta gagnavers á
Íslandi, sem staðsett er við Blönduós,
fór fram í gær að viðstöddum
fjölmörgum boðsgestum. Haldnar
voru ræður, klippt á borða og fólki
leyft að skoða aðstæður.
Dagskrá hófst með ávarpi Björns
Brynjólfssonar forstjóra Etix Every-
where Borealis, sem bauð fólk velkomið
og fræddi fólk um verkefnið. Bauð hann
Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og
barnamálaráðherra, orðið en hann er
jafnframt þingmaður Norðvesturkjör-
dæmis. Þá sté Valdimar O. Hermanns-
son, bæjarstjóri í pontu og loks Antoine
Gaury forstöðumaður Etix Blockchain.
Allir voru þeir sammála um að vel
hafi til tekist með byggingu gagnaversins
og þökkuðu afbragðsgóðum verktök-
um fyrir þeirra framlag sem og góðum
stuðningi sveitarfélaga á svæðinu. Byggt
var á mettíma en fyrsta skóflustungan
var tekin fyrir ári síðan eða 23. maí 2018.
Innan þriggja mánaða var fyrsta húsið
risið og starfsemi komin í gang en nú
eru komin upp sex hús og vonir standa
til að hægt verði að bæta við fleiri húsum
í framtíðinni.
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
á lya.is
Holræsa- og stífluþjónusta
Bjóðum alhliða lagnahreinsun
og lagnamyndun
Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958.
Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is
20
TBL
22. maí 2019
39. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 6–7
BLS. 4
Dagbjört Dögg Karlsdóttir
er íþróttagarpurinn
Vann alla titla
sem í boði voru
BLS. 8
38 nýbúar eru að koma sér fyrir
á Norðurlandi vestra
Sýrlensku flótta-
fólki tekið opnum
örmum á Blönduósi
og Hvammstanga
Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Stórprent í toppgæðum
Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og
plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum
Etix Everywhere Borealis
Formleg opnun
gagnaversins á Blönduósi
Meirapróf - Vinnuvélanámskeið
Ökunám - Endurmenntun
Birgir Örn Hreinsson
Ökukennari
S: 892-1790
bigh@simnet.is
HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU
Heitur matur kr. 1.490 | Súpa og brauð kr. 1.100
www.ommukaffi.is
Sigurður Jóhann Hallbjörnsson,
brottfluttur Króksari, tekur
í áskorendapennann
Lífið er golf
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á
það í markaðssetningu sinni vítt og
breytt um heiminn hve gagnaverið er
umhverfisvænt með sína grænu orku.
Þá er tekið fram að umhverfishitinn á
Íslandi gerir það að verkum að kælingin
sé náttúruleg og sparar þar með orku og
kostnað. /PF
Björn Brynjúlfsson, Ásmundur Einar Daðason, Antoine Gaury og Valdimar O. Hermannsson klippa á borðann.
MYND: LEE ANN MAGINNIS
Berum sameiginlega ábyrgð á umhvefinu
Umhverfisdagar í Skagafirði
Umhverfisdagar voru haldnir í Skagafirði í síðustu viku
og tókust vel, að sögn Ingibjargar Huldar Þórðardóttur,
formanns umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar,
enda var ákveðið að gera meira úr átakinu þetta árið
þar sem 30 ár voru frá fyrsta umhverfisdeginum í
sveitarfélaginu.
„Það tókst vel til og ég fann fyrir mikilli jákvæðni og
ánægju með átakið í samfélaginu. Veðrið hefur alltaf
einhver áhrif en umhverfisvitund og virðing ræður mestu í
svona átaki. Umhverfismál eru mikið í umræðunni og við
berum sameiginlega ábyrgð og allir eiga að geta lagt sitt af
mörkum,“ segir Inga Huld. Henni fannst þátttakan vera
góð og sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með fyrirtækja-
áskoruninni. /PF