Feykir - 22.05.2019, Blaðsíða 2
Arctic Coast Way – Norður-
strandarleið var í gær valið á
topp 10 lista yfir þá áfanga-
staði í Evrópu sem best er að
heimsækja, að mati Lonely
Planet sem er einn vinsælasti
útgefandi ferðahandbóka í
heiminum.
Í tilkynningu frá Markaðs-
stofu Norðurlands segir að þetta
sé mikil viðurkenning fyrir allt
það starf sem nú þegar hefur
verið unnið við að koma Arctic
Coast Way af stað, en leiðin
verður formlega opnuð þann 8.
júní næstkomandi. Í umfjöllun
Lonely Planet segir meðal annars
að á leiðinni sé að finna allt það
besta sem Ísland hefur upp á að
bjóða, en um fáfarnari slóðir sé
að ræða. „Frá söguslóðum til
miðstöðva hvalaskoðunar, þá
býður hvert lítið þorp og bær
upp á innsýn inn í lífið á toppi
veraldarinnar,“ segir meðal ann-
ars í umfjölluninni.
Með þróun Norðurstrandar-
leiðar, verður til aðdráttarafl fyrir
ferðamenn sem vilja halda sig
utan alfaraleiðar og gera það með
því að fara meðfram strandlengju
Norðurlands. Samtals er leiðin
um 900 kílómetra löng, með 21
bæ eða þorpi og fjórum eyjum
sem hægt er að komast út í með
bát eða ferju. Ferðafólk sem fer
þessa leið fær tækifæri til að ná
betri tengslum við náttúruna,
litskrúðugt menningarlíf og
einnig hið daglegt amstur þeirra
sem búa í nálægð við norður-
heimskautsbauginn. /PF
Nú er það ljóst að framlag Íslands í Söngkeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva vakti mikla athygli, ekki bara fyrir keppnina heldur
einnig eftir hana líka. Fyrir keppni töluðu liðsmenn Hatara um
sambúð Ísraela og Palestínumanna og mátti á þeim skilja, þó ekki
væri allt ljóst sem þeir sögðu, að Palestínumenn ættu undir högg
að sækja í sambúð sinni við
nágranna sína. Í Ísrael, rétt fyrir
keppni og í keppninni sjálfri
vöktu Hatarar athygli fyrir að
segja ekkert um málið og síðan
kom stóra bomban í atkvæða-
greiðslunni sjálfri og Ísrael
skelfur. Bomban var lítill borði
sem á stóð Palestína.
Þessi gjörningur Hatara hefur
vakið ýmis viðbrögð um allan
heim og eru Íslendingar ekki á eitt
sáttir um hvernig eigi að bregðast
við. En allt fór þetta fram eftir
áætlun og tilgangur listamann-
anna náðist, að beina sjónum fólks að ástandinu milli landanna
tveggja. Þegar þessi pistill er skrifaður er ekki ljóst hvort Íslandi verði
meinuð þátttaka í söngkeppninni næsta ár eða ekki. Nefndinni sem
tekur þá ákvörðun er mikill vandi á höndum, því ef það verður gert er
Ísrael og hernámið í Palestínu enn og aftur komið í sviðsljósið.
Nú veit ég ekki hvaða handrit var skrifað fyrirfram hjá Höturum
og hvað er leikið af fingrum fram. BDSM búningarnir hafa vakið
athygli en það má draga þá ályktun að þeir spili stórt hlutverk í
rullunni. Skammstöfunin minnir á samtökin BDM sem láta sig
málefni palestínsku þjóðarinnar varða og berjast fyrir frelsi, réttlæti
og jafnrétti og halda í þá einföldu meginreglu að Palestínumenn eigi
að hafa kost á sömu réttindum og restin af mannkyninu.
Hvað svo sem verður um þátttöku Íslands í Júró næstu árin eða
hvort einhver refsing bíði Hatara á eftir að koma í ljós en eitt er víst
að málum þessara ríkja hefur verið kastað fram í sviðsljósið og ekki
bara til fullorðinna heldur yngra fólksins líka sem spyr foreldra sína
af hverju það sé svona rosalegt að halda á borða með nafni Palestínu
á. Ég gæti trúað að svarið vefjist fyrir flestum enda staðan flókin svo
ekki sé meira sagt.
Ófriður hefur ríkt á þessu landssvæði margoft síðustu árþús-
undin og hafa margar mismunandi landfræðilegar skilgreiningar
verið notaðar til þess að afmarka það svæði sem kallað er Palestína í
dag. Ísraelsríki var stofnað 1948 að atbeina Sameinuðu þjóðanna og
má segja að þá þegar hafi hafist heilagt stríð milli þjóðanna. Allar
friðarviðræður sem ég man eftir hafa runnið út í sandinn. Þó náðu
Yasser Arafat, formaður Frelsishreyfingar Palestínumanna, og
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, að komast nálægt lausninni
árið 1993 og hlutu friðarverðlaun Nóbels að launum, ásamt Shimoni
Peres, utanríkisráðherra Ísraels.
En ástandið í Palestínu er þó síst betra í dag og fyrirheit um
aukna sjálfstjórn hafa ekki verið efnd og því síður í sjónmáli. En við
getum þakkað Höturum fyrir að vekja máls á ástandinu og öryggis-
vörðunum þakka ég sérstaklega fyrir að hrifsa veifurnar úr höndum
þeirra því annars hefði þetta atriði ekki náð til fjöldans. Og nú krefst
Simon Wiesenthal-stofnunin þess að Íslandi verði bannað að taka
þátt í Evróvisíon í Hollandi á næsta ári. Takk fyrir það, það vekur
heimsathygli.
Kannski er þetta allt samkvæmt áætlun, eins og liðsmenn Hatara
hafa sagt. Eitt skulum við samt muna, að Ísland hefur viðurkennt
Palestínu sem fullvalda ríki og það er einkennilegt að mega ekki
veifa fána þess eins og hverjum öðrum. Látum ekki hatrið sigra!
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Hatrið sigrað
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Í síðustu viku lönduðu 29 bátar á Skagaströnd og
var samanlagður afli þeirra rúm 54 tonn. Þrír bátar
lögðu upp á Hofsósi fjögur og hálft tonn og 16
skip og bátar lönduðu tæplega 446 tonnum á
Sauðárkróki. Engu var landað á Hvammstanga.
Heildarafli vikunnar er þá 504.448 kíló. /FE
Aflatölur á Norðurlandi vestra 12. – 18. maí 2019
29 lönduðu á Skagaströnd
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Alfa SI 65 Handfæri 2.493
Badda SK 113 Grásleppunet 4.035
Dísa SI 121 Handfæri 2.337
Drangey SK 2 Botnvarpa 211.947
Fannar SK 11 Landbeitt lína 1.799
Fálki SK 35 Grásleppunet 1.843
Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.802
Gjávík SK 20 Handfæri 1.196
Hafey SK 10 Grásleppunet 914
Hafey SK 10 Handfæri 1.022
Málmey SK 1 Botnvarpa 205.094
Maró SK 33 Handfæri 2.332
Már SK 90 Handfæri 2.414
Óskar SK 13 Grásleppunet 1.887
Skotta SK 138 Handfæri 150
Vinur SK 22 Handfæri 2.442
Ösp SK 135 Handfæri 2.015
Alls á Sauðárkróki 445.722
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Línutrekt 2.350
Arndís HU 42 Grásleppunet 452
Arndís HU 42 Handfæri 1.735
Auður HU 94 Grásleppunet 736
Auður HU 94 Handfæri 2.377
Ásdís ÓF 250 Handfæri 404
Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 508
Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 8.053
Blíðfari HU 52 Handfæri 1.199
Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.644
Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.098
Dagrún HU 121 Grásleppunet 3.357
Dísa HU 91 Grásleppunet 2.085
Dóra HU 225 Handfæri 2.172
Fengsæll HU 56 Grásleppunet 862
Geiri HU 69 Handfæri 2.384
Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 932
Hafdís HU 85 Grásleppunet 2.414
Hjalti HU 313 Grásleppunet 1.298
Hjalti HU 313 Handfæri 808
Húni HU 62 Handfæri 1.347
Jenny HU 40 Handfæri 1.334
Kambur HU 24 Grásleppunet 2.435
Kópur HU 118 Handfæri 114
Már HU 545 Grásleppunet 649
Loftur HU 717 Handfæri 1.700
Lukka EA 777 Handfæri 2.106
Ólafur Magnússon HU 54 Grásleppunet 1.384
Svalur HU 124 Handfæri 615
Sæunn HU 30 Handfæri 1.395
Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.678
Víðir EA 423 Handfæri 1.538
Alls á Skagaströnd 54.163
HOFSÓS
Geisli SK 66 Línutrekt 345
Von SK 21 Grásleppunet 2.947
Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 1.271
Alls á Hofsósi 4.563
Norðurstrandarleið
Einn besti áfangastaður Evrópu
Þann 29. janúar sl. barst sveitarstjórn
Skagastrandar erindi Brúar lífeyrissjóðs þar
sem óskað var eftir því að sveitarfélög, í sam-
vinnu við Hjallastefnuna ehf. myndu ganga til
uppgjörs við lífeyrissjóðinn vegna uppgjörs
Hjallastefnu við lífeyrissjóðinn á kröfum vegna
jafnvægissjóðs og varúðarsjóðs.
Í fundargerð sveitarstjórnar frá 14. maí kemur
fram að alls hafi ellefu sveitarfélög fengið erindið
en Hjallastefnan hefur samþykkt að greiða
framlag í lífeyrisaukasjóð með sérstöku iðgjaldi
en framlag í jafnvægissjóð og varúðarsjóð hefur
ekki verið greitt og telur Hjallastefnan sig ekki
bera skyldu til þess. Hefur Hjallastefnan vísað í
þjónustusamninga félagsins við sveitarfélög og að
ábyrgð á greiðslu sé sveitarfélaganna.
Haldinn var sameiginlegur fundur með full-
trúum umræddra sveitarfélaga, Brú lífeyrissjóði,
Hjallastefnu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga
þar sem efnið var rætt og niðurstaðan sú að
sambandið myndi taka saman minnisblað um
málið. Í erindi Sambandsins kemur fram að réttar-
staða vegna málsins sé óviss svo ekki er ljóst á
hverjum greiðsluskylda hvílir. /PF
Skagaströnd
Óvissa með jafnvægis- og varúðarsjóð
Reykir á Reykjaströnd er einn
viðkomustaða á Norðurstrandarleið.
MYND: MARKAÐSSTOFA NORÐURLANDS
2 20/2019