Feykir - 22.05.2019, Síða 4
Feykir auglýsir eftir afleysinga-
blaðamanni á Feyki og Feyki.is.
Starfið felst í skrifum í blað og á
netmiðil Feykis, frétta- og efnis-
öflun ásamt tilfallandi störfum.
Ráðningartími er frá júní
og fram í ágúst.
Viðkomandi þarf að hafa gott vald á
íslensku, geta ritað í Word og talað í
síma. Bílpróf nauðsynlegt.
Áhugasamir sendi umsókn á netfangið:
palli@feykir.is fyrir 24. maí nk.
Frekari upplýsingar gefur ritstjóri
í síma 861 9842 og/eða 455 7176.
Feyki
bráðvantar
blaðamann
í sumar
ný
pr
en
t e
hf
. /
0
52
01
9
Húnvetningurinn Dagbjört
Dögg Karlsdóttir hefur gert það
gott í Domino's-deild kvenna
í körfunni undanfarin ár með
liði sínu, Val á Hlíðarenda, og
var hún m.a. valin besti ungi
leikmaður Domino's-deildar
kvenna 2017-2018. Hjá Val er
hún einn af burðarásum liðsins,
sem hirti alla titla sem í boði
voru á síðasta tímabili, deildar-,
bikar- og Íslandsmeistarar.
Einnig hefur hún verið í yngri
landsliðshópum og nú í
A-landsliðinu. Dagbjört Dögg
er fædd árið 1999, uppalinn
á Reykjaskóla í Hrútafirði en
flutti í Kópavoginn þar sem hún
stundar háskólanám meðfram
körfuboltanum. Dagbjört er
íþróttagarpur Feykis að þessu
sinni.
Hverra manna ertu? -Foreldrar
mínir eru þau Halldóra Árna-
dóttir og Karl B. Örvarsson.
Íþróttafélag: -Valur.
Helstu íþróttaafrek: -Evrópu-
mótið sumarið 2015 er mér efst
í huga, fyrir utan tímabilið sem
kláraðist nú í apríl. En þá varð
ég Evrópumeistari með U-16
ára unglingalandsliðinu í
C-riðli og var það minn fyrsti
alvöru liðstitill, en auk þess var
ég valin í úrvalslið mótsins.
Einnig dettur mér í hug
sumarið 2016 þegar ég var á
yngra ári í U-18 ára unglinga-
landsliðinu en þá áttum við
bullandi séns á að komast upp í
A-riðil en kláruðum það því
miður ekki. Við gengum samt
sem áður stoltar frá verkefninu
þar sem þetta var, og er enn,
besti árangur kvennalandsliðs
Íslands á EM frá upphafi.
Einnig finnst mér mikill heið-
ur að hafa verið tilnefnd til
íþróttamanns ársins frá mínum
heimaslóðum (USVH) fjórum
sinnum, þ.e. árið 2015, 2016,
2017 og 2018 en ég hef tvisvar
lent í 3. sæti og einu sinni í 2.
sæti. Annars held ég að tíma-
bilið 2018-2019 hafi skarað
mest fram úr þar sem við næld-
um í alla titlana þrjá, deildar-,
bikar- og Íslandsmeistaratitil-
inn og er fátt sem mun toppa
það. Þetta lið vann fyrsta titil-
inn í sögu Vals í körfuknatt-
leiksdeild kvenna, og því mikill
heiður að hafa verið partur af
þeim hópi sem hefur nú skrifað
sig í sögubækur félagsins.
Skemmtilegasta augnablikið:
-Ætli það sé ekki annað hvort
þegar við tókum bikar- eða
Íslandsmeistaratitilinn. En ég
held að bikarmeistaratitillinn
verði fyrir valinu því þá var
fyrsta ártalið kvennamegin í
kröfunni ritað á vegginn hjá
Val. Auk þess var hann minn
fyrsti liðstitill með mínu
félagsliði og því mjög merkur
áfangi fyrir mig.
Neyðarlegasta atvikið: -Þau eru
þó nokkur sem ég hef lent í þar
sem hugur minn getur stundum
verið hraður eða jafnvel fjar-
verandi. Fyrir valinu sem
neyðarlegasta atvikið er senni-
lega sundferðin fræga. Þannig
var að liðið ákvað að fara saman
í sund. Ákveðið var að fara í
Salalaugina í Kópavogi en ég
hafði misst af fyrra orðinu og
heyrði bara „Kópavogi.“ Skilj-
anlega skellti ég mér í sjálfa
Kópavogslaugina og beið eftir
liðinu en engin kom. Mér fannst
heldur neyðarlegt að mæta á
næstu æfingu eftir atvikið og
fannst það fremur hallærislegt.
Svona er það nú bara.
Einhver sérviska eða hjátrú?
-Fyrir svona 1-2 árum síðan var
ég rosaleg í þeim málum og hef
því reynt að draga aðeins úr því
svo það trufli mig ekki of mikið.
Þó hef ég haldið í nokkrar
hefðir, m.a. hef ég tekið ákveðna
lukkugripi með mér í keppnis-
ferðir en ég verð líka að hitta
ofan í körfuna áður en leikurinn
byrjar. Finnst það alveg hreint
ómögulegt að byrja að spila leik
þegar síðasta karfan í upphit-
uninni er ekki ofan í.
Uppáhalds íþróttamaður? -Ég
horfi upp til svo margra íþrótta-
manna og ekki aðeins úr
körfuboltanum heldur líka úr
öðrum íþróttum en sú fyrsta
sem kom upp í hugann var
Heather Buttler en hún var
bandaríski leikmaðurinn okkar
á síðasta tímabili. Hún kenndi
mér mjög margt tengt körfu-
boltanum en líka andlegu
hliðinni þar sem hún er mjög
sterk á því sviði og er frábær
karakter sem ég hreifst af, full af
jákvæðri orku.
Ef þú mættir velja þér andstæð-
ing, hver myndi það vera og í
hvaða grein mynduð þið spreyta
ykkur? -Myndi skora á Stephen
Curry í keilu.
Hvernig myndir þú lýsa þeirri
rimmu? -Hann er kannski betri
en ég í kröfubolta en ég myndi
klárlega slá hann út í keilu-
Vann alla titla sem í boði voru
Dagbjört Dögg með Íslandsmeistarabikarinn,
AÐSENDAR MYNDIR
ÍÞRÓTTAGARPURINN
Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona úr Hrútafirði
keppninni. Sé þetta alveg fyrir
mér, svakaleg keppni.
Helsta afrek fyrir utan íþrótt-
irnar? -Áður en ég valdi mér
körfubolta sem aðal íþrótta-
grein æfði ég frjálsar og fótbolta
af fullum krafti. Verðlaunin
urðu ekki veglegri en þátttöku-
medalía í fótboltanum en ég
fékk ýmsar viðurkenningar og
verðlaun í frjálsunum fyrir t.d.
spretthlaup og langstökk. En ég
hætti í frjálsum í 7. bekk ef ég
man það rétt. Ég hef alla tíð
verið alin upp við mikla tónlist
og æfði á píanó, harmonikku og
söng. Tók svo þátt í söngva-
keppni í grunnskóla og lenti þar
einu sinni í 1. sæti sem var
skemmtilegt afrek. Annars lít ég
á litlu sigrana sem afrek, þ.e. að
setja sér markmið og trúa því
og treysta að þau gangi upp
með vinnusemi og ekki gleyma
að þykja vænt um árangurinn
sinn og stefna svo hærra.
Lífsmottó: -Mér hefur ávallt
þótt mikilvægt að samgleðjast
öðrum ef honum gengur vel í
því sem hann tekur sér fyrir
hendur í stað þess að öfunda,
því engin græðir á því. Þannig
getur maður lært af öðrum og
hinn aðilinn bætir sig í leiðinni
með því að miðla reynslu, því ef
þú sáir einhverju góðu, verður
uppskeran góð.
Helsta fyrirmynd í lífinu: -Mínar
helstu fyrirmyndir eru foreldrar
mínir. Þau eru algjörir dugn-
aðarforkar og hafa kennt mér
að setja mér markmið, trúa á
þau og vera tilbúin að leggja á
sig vinnu til að ná þeim.
Hvað er verið að gera þessa
dagana? -Þessa dagana er ég að
klára fyrsta árið mitt í lögfræði
við Háskólann í Reykjavík.
Einnig standa úrtaksæfingar
hjá A-landsliðinu yfir þessa
daganna og reyni ég að berjast
við aðra leikmenn um að
komast í lokahópinn sem fer á
Smáþjóðaleikana sem fram fara
í Svartfjallalandi í maí 2019.
Hvað er framundan? -Þegar
skólinn klárast byrja ég að
vinna í sumarvinnunni minni í
Reykjavík og svo fara U-20
úrtaksæfingarnar að hefjast
fljótlega þar sem æft verður af
krafti fyrir Evrópumótið sem
haldið verður í Kosovo þetta
árið. Þannig að það er eins gott
að halda vel á spöðunum fram-
undan, vera dugleg og æfa vel.
UMSJÓN
Páll Friðriksson
Með þjálfarnum Darra Frey Atlasyni.
Dagbjört er fastamaður í landsliðinu.
4 20/2019