Feykir - 22.05.2019, Side 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Júdó
Vormót Tindastóls
Keppendur á Vormóti Tindastóls í júdó 2019 ásamt þeim Huldu Guðmundsdóttur (vinstra megin) og Sesselju Margréti
Albertsdóttur (hægra megin), fyrstu konunum sem hófu að æfa júdó á Íslandi. MYND: KATHARINA SOMMERMEIER
Vormót Tindastóls í júdó var haldið í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag.
Fimmtíu keppendur mættu til leiks frá
fimm júdófélögum: KA á Akureyri, Pardus á
Blönduósi, Reykavíkurfélögunum júdódeild
Ármanns og Júdófélagi Reykjavíkur auk
júdódeildar Tindastóls í Skagafirði. Fyrstu
konur sem hófu að æfa júdó á Íslandi
heiðruðu keppendur með nærveru sinni..
Einar Hreinsson, þjálfari júdódeildar Tinda-
stóls, segir á heimasíðu deildarinnar að það sé
orðinn fastur liður í starfinu að halda opið
júdómót í lok vorannar en þetta er fimmta árið
í röð sem Vormót Tindastóls í júdó er haldið.
Markar það jafnframt lok annarinnar og þar fá
júdóiðkendur tækifæri á því að spreyta sig í
keppni við iðkendur frá öðrum júdófélögum.
Að þessu sinni mættu fimmtíu keppendur til
leiks, 21 stelpa og 29 strákar, sem kepptu í
fimmtán þyngdar- og aldursflokkum.
Eftir mót fór fram verðlaunaafhending og að
þessu sinni afhentu þær stöllur Sesselja Margrét
Albertsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir
verðlaunin, en þær eru fyrstu konurnar sem
hófu að æfa júdó á Íslandi. Það var því mikill
heiður að fá þær á mótið og njóta þeirra
nærveru, skrifar Einar á Tindastóll.is. /PF
Inkasso-deild kvenna : Tindastóll – FH 4–6
Hörð lexía sem Stólastúlkur fengu hjá FH
Tindastóll og FH mættust á
sunnudag á Sauðárkróksvelli
í Inkasso-deild kvenna. Stóla-
stúlkur gerðu sér lítið fyrir í
1. umferð og lögðu lið Hauka
en rauða hluta Hafnarfjarðar
hafði verið spáð 2. sæti í
deildinni af spekingum. Lengi
framan af leik á sunnudag
leit út fyrir að FH-liðið, sem
spáð er toppsæti deildarinnar,
þyrfti að lúta í gras líkt og
grannar þeirra en þegar til kom
reyndist reynsla svarthvítu
gestanna drjúg og þeir
snéru leiknum sér í vil í síðari
hálfleik. Lokatölur, í gríðarlega
fjörugum leik, 4-6 fyrir FH.
Lið Tindastóls mætti til leiks
af fullum krafti og var hreinlega
mun betra en gestirnir fyrsta
hálftímann og hefði getað
skorað fleiri mörk en þær
gerðu. Gestirnir nýttu færin
betur. Jackie Altshuld skoraði
úr horni snemma leiks en lið
FH jafnaði úr sinni fyrstu sókn.
Stólastúlkur svöruðu með
tveimur mörkum Murr og
Jennýar og stöngin bjargaði liði
FH skömmu síðar. FH-ingar
fengu síðan umdeilda víta-
spyrnu og minnkuðu muninn í
3-2 og þannig stóð í hálfleik.
Reikna mátti með strembn-
um síðari hálfleik en engan
óraði fyrir að lið FH yrði búið
að jafna eftir mínútu. Allen í
marki Tindastóls gerði sig þá
seka um hroðaleg mistök,
missti framhjá sér sendingu inn
á teiginn og Nótt Jónsdóttir gat
ekki annað en skorað annað
mark sitt í leiknum. Bæði lið
fengu ágæt færi eftir þetta en
vörn FH stóðst nokkrar ágætar
tilraunir frá Murr. Nótt full-
komnaði þrennuna með marki
á 64. mínútu, átti þá ágætt skot
sem Allen hefði átt að höndla
betur en henni tókst ekki að slá
boltann yfir markið og hann
söng því í netinu. Staðan orðin
3-4. Eftir þetta tók FH yfir
leikinn og stjórnaði miðjunni
gjörsamlega þar sem þær fengu
alltof mikinn tíma til að athafna
sig. Gestirnir bættu við tveimur
mörkum en það var Vigdís
Edda sem átti síðasta orðið
fyrir lið Tindastóls og lokatölur
því 4–6.
Margir leikmanna Tinda-
stóls eiga ýmsilegt inni og hafa
möguleika á að sýna það nk.
föstudagskvöld þegar stelp-
urnar mæta sterku liði Þróttar í
Reykjavík. /ÓAB
Smáþjóðaleikar
Jóhann Björn og
Ísak Óli keppa
Þrír Skagfirðingar munu
fara með landsliði Íslands í
frjálsíþróttum á Smáþjóða-
leikana sem fram fara í Svart-
fjallalandi 27. maí til 1. júní í
sumar.
Á heimasíðu Tindastóls
kemur fram að í liðinu séu 22
íþróttamenn, þrettán konur og
níu karlar. Íþrótta- og
afreksnefnd FRÍ valdi þá Ísak
Óla Traustason, sem keppir í
110m grindahlaupi, langstökki
og boðhlaupi, og Jóhann Björn
Sigurbjörnsson, sem keppir í
100m og 200m hlaupum og
boðhlaupi og svo er Sigurður
Arnar Björnsson, þjálfari
Frjálsíþróttadeildar Tindastóls,
í þjálfarateymi liðsins.
Á Smáþjóðaleikunum eiga
keppnisrétt Evrópuþjóðir með
íbúatölu undir einni milljón og
hafa þeir verið haldnir annað
hvert ár frá 1985, segir á
Tindastóll.is. /PF
Stólastúlkur fagna fyrsta markinu í leiknum. Þá átti eftir að skora níu mörk til viðbótar
en því miður voru sex þeirra í mark Tindastóls. MYND: ÓAB
Frjálsíþróttakapparnir Jóhann Björn og Ísak Óli.
MYND AF TINDASTÓL.IS
Knattspyrna
Töp hjá strákunum
Þriðja umferð í 2. deild karla
hófst sl. laugardag og hélt lið
Tindastóls suður í Garð þar
sem þeir öttu kappi við spræka
Víðispilta. Heimamenn náðu
undirtökunum snemma leiks
og ljóst í hálfleik að Stólarnir
þyrftu að skora minnst þrjú
mörk í síðari hálfleik til að
fá eitthvað út úr leiknum.
Það hafðist ekki og 3-0 tap
staðreynd.
Ari Steinn Guðmundsson
gerði fyrsta mark leiksins á 5.
mínútu og á 19. mínútu bætti
Helgi Þór Jónsson við öðru
marki Víðis. Mehdi Hadraoui
gerði þriðja mark heimamanna
á 37. mínútu og staðan 3-0 í
hálfleik. Tindastólsmenn náðu
að fylla betur í varnargötin í
síðari hálfleik og héldu þá
hreinu en ekki tókst þeim að
koma boltanum í mark
Garðsverja.
Þriðja tapið í þremur
leikjum hjá Tindastólsmönnum
og markatala liðsins 0-8.
Fannar Örn Kolbeinsson, fyrir-
liði Stólanna, og Jonathan
Faerber, markvörður, spiluðu
fyrstu leiki sína í 2. deildinni
þetta sumarið og vonandi fara
strákarnir að breiða út vængina
og taka flugið.
Næsti leikur er gegn liði
Dalvíkur/Reynis nk. föstudag
kl. 19:15 og fer leikurinn fram á
Sauðárkróksvelli. /ÓAB
KB - Kormákur/Hvöt 3–1
Keppni í B-riðli 4. deildar fór af
stað um helgina og liðsmenn
Kormáks/Hvatar héldu suður í
Breiðholt þar sem þeir mættu
Knattspyrnufélagi Breiðholts.
Praveen Gurung náði
forystunni fyrir KB á 16.
mínútu og Aron Daníelsson
bætti við marki á 34. mínútu.
Heimamenn gerðu sjálfsmark á
64. mínútu en Patryk Hrynie-
wicki kom Breiðhyltingum í
3-1 á 69. mínútu og þar við sat.
Átta lið skipa B-riðil og eru
aðeins tvö þeirra utan af landi,
Kormákur/Hvöt og Snæfell og
verða Húnvetningar því stöð-
ugir gestir á höfuðborgar-
svæðinu í sumar. /ÓAB
20/2019 5