Feykir - 22.05.2019, Síða 6
á sér og sjá um að aðlög-
unarferlið sé að ganga, að
styðja sjálfboðaliðana í að
styðja fólkið. Ég bý hér á
Hvammstanga í ár og verð
til staðar hér og á Blönduósi
ef flóttafólkið þarf á að halda
og ef það vantar eitthvað. Svo
skipulegg ég líka alls kyns
fræðslu og skemmtilegheit
og við Liljana munum hafa
samstarf um það svo að okkar
fræðsla skarist ekki. Samstarf
er gríðarlega mikilvægt í
svona verkefnum þannig að
ég kem til með að vinna mjög
náið með Liljönu.“
Nauðsynlegt að huga vel
að sálræna þættinum
Hlutverk Liljönu er margþætt.
„Við erum í raun að tryggja
þennan grunn. Fyrst og fremst
erum við að tryggja það að
fólkið fái húsnæði í eitt ár en
svo vorum við að festa það
í samningunum að það hafi
möguleika á að framlengja.
Svo er það öll þjónusta eins
og fjárhagsaðstoð frá ríkinu í
gegnum sveitarfélagið, skóla-
þjónusta, heilbrigðisþjónusta
o.s.frv. eða í rauninni bara
allt sem er grunnur í lífi hvers
einstaklings. Svo verð ég með
fræðslu fyrir allt starfsfólk
sem vinnur með flóttafólkinu.
Ég var með sameiginlega
fræðslu fyrir grunnskóla og
leikskóla og annað námskeið
fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þar
fór ég vel yfir þætti eins og
hvernig á að vinna með fólkið,
hverju við eigum að reikna
með og hvernig á að bregðast
við. Við þurfum að leggja
áherslu á sálræna þáttinn,
það er eitthvað sem gleymist
oft hér á landi, sérstaklega í
heilbrigðisþjónustunni. Þann-
ig að öll svona þjónusta er í
okkar höndum, það er bara
eins og hvert annað heimili.
Ég þarf að halda utan um allar
þessar stofnanir sem eiga að
vinna með fólkið og það er
mikið samstarf í innviðunum.
Við erum saman í teymi, ég,
yfirfélagsráðgjafinn og svið-
stjóri fjölskyldusviðs.“
„Þetta er mikið samvinnu-
verkefni,“ segir Guðrún. „Ég
kom inn í þetta fyrsta apríl
og mér fannst alveg einstakt
hvað þau voru langt komin
og búin að skipuleggja þetta í
marga mánuði og einstaklega
faglega að þessu staðið. Það er
svo algengt að sveitarfélög taki
ákvörðun seint og allt sé sett í
botn á síðustu metrunum og
oftast reddast það nú, það er
íslenska leiðin!“
Liljana segir að sveitar-
félagið hafi ákveðið að ráða
verkefnisstjóra mánuði fyrir
komu fólksins þannig að
hún hafi haft heilan mánuð
til að undirbúa verkefnið
og skipuleggja allt.“ Og svo
vorum við bara tilbúin að bíða
eftir fólkinu."
Liljana og Guðrún eru sam-
mála um að íbúar Hvamms-
tanga séu mjög jákvæðir
gagnvart þessu verkefni, vel
hafi gengið að fá sjálfboðaliða
til starfa og fólk hafi lagst á
eitt um að taka vel á móti
hópnum. „Ég vil bara segja að
ég hef mjög góða tilfinningu
fyrir þessu verkefni,“ segir
Guðrún, „við erum með alveg
úrvalsfólk eins og Liljönu
sem er algjörlega meiri háttar
og svo Ahmed núna.“ Hann
kemur til með að dvelja á
Sveitarfélögin annast undir-
búninginn í nánu samstarfi
við Rauða krossinn sem
gegnir þar stóru hlutverki og
hafa sjálfboðaliðar í Húna-
vatnsdeild Rauða krossins lagt
á sig ómælda vinnu til að sem
best verði hlúð að hópnum.
Þá hafa sveitarfélögin ráðið
til sín verkefnastjóra til að
stýra undirbúningi. Einnig
hefur verið ráðinn túlkur á
Blönduósi og unnið er að því
á Hvammstanga.
Guðrún Margrét Guð-
mundsdóttir er verkefnastjóri
á vegum Rauða krossins. Hún
hefur umsjón með móttöku
fólksins á Hvammstanga og
á Blönduósi og verður búsett
á Hvammstanga í ár. Verk-
efnastjóri Húnaþings vestra
er Liljana Milenkoska en hún
er hjúkrunarfræðingur við
Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands á Hvammstanga. Liljana
skrifaði lokaritgerð sína í
hjúkrun um sálræna líðan
sýrlenskra flóttabarna á Íslandi,
hvað við erum að gera á þessu
sviði og hvað við getum gert
betur.Feykir hitti þær að máli
á Hvammstanga á föstudag í
liðinni viku og spurði þær fyrst
um í hverju aðkoma þeirra að
móttökunni fælist.
Guðrún segir hlutverk
Rauða krossins aðallega vera
tvíþætt. Í fyrsta lagi að safna
innbúi í íbúðir og standsetja
þær sem sveitarfélagið útveg-
ar, sumt er keypt, t.d. frá
IKEA, en öðru var safnað
úr nágrenninu. „Þetta er allt
sjálfboðastarf þannig að þetta
er dálítil bilun. Í þessu tilfelli
eru þetta níu íbúðir, það er
puð að flytja í eina en níu er
dálítið stórmál. Ákvörðunin
var tekin seinna á Blönduósi
þannig að þar eru nokkrir
sjálfboðaliðar sem hafa varla
VIÐTÖL
Fríða Eyjólfsdóttir
Í vikunni sem leið settust átta sýrlenskar fjölskyldur að á Norðurlandi vestra. Fimm
þeirra komu til Hvammstanga, 23 manns, og þrjár til Blönduóss, alls 15 manns. Innan
skamms er svo von á einni fjölskyldu til viðbótar til Blönduóss og telur hún sex
manns. Undirbúningur fyrir komu fólksins hefur staðið í allnokkurn tíma en
sveitarstjórn Húnaþings vestra tók ákvörðun um að taka á móti hópnum um miðjan
desember og á Blönduósi var sambærileg ákvörðun tekin í febrúar.
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Liljana Milenkoska, verkefnastjórar á Hvammstanga
Íbúar Hvammstanga mjög
jákvæðir gagnvart verkefninu
Ahmed og Guðrún. MYNDIR: FE
gert neitt annað í nokkrar vikur,
ég er ekki að grínast,“ segir
Guðrún og nefnir sem dæmi
að einn hafi tekið sér frídag
í vinnunni rétt fyrir komu
fólksins af því hann vildi redda
ákveðnum hlutum. „Hins
vegar er það að mínu mati mun
skemmtilegri hluti starfsins
að sjá um þessa félagslegu
aðlögun fólks. Að setja upp
stuðningsfjölskyldukerfi eða
leiðsögumannakerfi eins og
það er kallað hjá Rauða kross-
inum. Þá gefur fólk sig fram
til að verða leiðsögumenn
eða stuðningsfjölskyldur í
eitt ár, það er skuldbinding
fólgin í því. Mitt starf héðan
í frá er að halda utan um
stuðningsfjölskyldurnar og
þá aðila sem hafa gefið kost
Liljana og Sigurður maður hennar.
Myndir frá samkomum sem haldnar voru til að bjóða fólkið velkomið.
6 20/2019