Feykir - 22.05.2019, Qupperneq 8
Loks rennur laugardagurinn
upp bjartur og fagur,
miðaldra karlmaðurinn rís úr
rekkju í þriðja skiptið (maður
er víst ekki með sterka
samkvæmisblöðru lengur),
egg og beikon á pönnuna,
hjartalyfin, magalyfin og
verkjalyfin tekin til og eftir
morgunmatinn er farið að
klæða sig í golffötin sem
gætu saman staðið af
köflóttum buxum, þröngri
innanundirpeysu, pólóbol í
skærum lit (sem passar ekki
við litinn á buxunum) og
peysu/vesti með tíglamynstri
sem passar engan veginn
við buxurnar og pólóbolinn.
Punkturinn yfir i-ið er svo
annaðhvort sixpensari sem er
snúið öfugt eða derhúfa með
einhverju golfmerkja-logoi.
Síðan er golfsettinu skellt
í skottið og brunað á
golfvöllinn. Þegar á völlinn er
komið og búið að ganga frá
helstu formsatriðum (greiða
vallargjöld, kaupa nesti og
fara á klósettið einu sinni
enn) er skundað á fyrsta
teig ásamt spilafélögunum.
Næstu klukkustundir fara í
að rembast við að slá litla
hvíta kúlu í þar til gerðar
holur á vellinum. Eftir að
hafa horft á golf í sjónvarpi
virðist þetta vera leikur einn.
En miðaldra karlmaðurinn
er ekki atvinnumaður í golfi
og er árangurinn eftir því.
Hækkaður blóðþrýstingur,
hjartsláttartruflanir,
skapsveiflur, hlátur, grátur,
einstaka YEEEESSSSS, en
með reglulegu millibili heyrist
„Ég ER HÆTTUR Í GOLFI,
HVER VILL EIGA GOLFSETTIÐ
MITT” eru einkennandi
tilfinningar fyrir miðaldra
karlmanninn.
Og eftir að hafa skrifað undir
skorkort með þriggja stafa
tölu, sem er álíka há og
blóðþrýstingurinn, þá dirfist
einn meðspilarinn að spyrja:
„Eigum við að spila aftur á
morgun?“ Með blóðhlaupin
augu og svitaperlur á enni
lítur miðaldra karlmaðurinn
á meðspilarann með
undrunarsvip og segir:
„JÁ, AUÐVITAÐ!“
- - - - -
Ég skora á Brynjar Rafn
Birgisson að koma með
næsta pistil.
Þar sem ég er fæddur á
því herrans ári 1969 mun
ég fagna 50 ára afmæli
seinna á árinu. Á þessum
tímamótum telst ég víst
vera miðaldra af jafnöldrum,
gamalmenni í augum
barnanna og fjörgamall í
augum barnabarns.
En hvað er miðaldra
karlmaður að dunda sér við
í frítíma sínum? Jú, eins og
svo margir jafnaldrar mínir
þá stunda ég golf (oft meira
af vilja en mætti). Mörgum
finnst ég vera full ungur til að
stunda þessa „gamalmenna”
íþrótt, en það verður að
segjast að ég sé mest eftir
því að hafa ekki byrjað að
iðka þessa dásamlegu íþrótt
mikið fyrr.
En hvernig eyðir þessi
miðaldra karlmaður
frítíma sínum um helgar.
Það má segja að helgin
byrji á miðvikudegi þegar
karlinn byrjar að undirbúa
íþróttaiðkun helgarinnar.
Þá er byrjað að kíkja á
uppáhalds heimasíðurnar
eins og vedur.is, yr.no,
belgingur.is og blika.is til að
athuga hvar mestu líkurnar
eru á þurru veðri og hægum
vindi og ekki væri verra ef
hitabylgja (10+C) væri á
viðkomandi svæði. Eftir
að hafa spottað út líkleg
leiksvæði er hinn heilagi gral
vefsíða heimsóttur, þ.e.a.s.
golf.is, til að athuga hvort
ekki sé örugglega laust pláss
á væntanlegu leiksvæði
og jú, heppnin var með
mér í þetta skiptið og
ég kemst út að leika um
helgina.
Fimmtudagur og föstudagur
fara í að kíkja reglulega á
veðurspásíðurnar góðu og
vonast til að veðurspáin
breytist ekki og jafnvel
kíkt í golfbúð eða tvær til
að athuga hvort einhver
ný hjálpartæki séu komin
á markaðinn sem gætu
bjargað helginni.
ÁSKORENDAPENNINN
Sigurður Jóhann Hallbjörnsson (Siggi Jói) brottfluttur Króksari
Lífið er golf
UMSJÓN
Páll Friðriksson
Siggi Jói að slá garð... nei, á golfvellinum. AÐSEND MYND
Það er alltaf rík ástæða til að þakka
það góða sem menn fá að upplifa hér
í heimi og eins að horfa í trú og von
til ljóssins handan landamæranna:
Minningar um marga stund
móta okkar kenndir.
Eilíf von um endurfund
upp til himna bendir.
Ekki deyja hér allir gamlir. Kunningi
minn minntist angurvær á einn, sem
fór fyrir tímann eins og sagt er, og ég
svaraði orðum hans eftirfarandi:
Ég veit að mikill vinur hans
þú varst og þekktir drenginn.
Og fannst þar gróið gildi manns
í gegnum hjartastrenginn.
Þegar dauðinn vinnur – að okkur
finnst – sinn sigur, megum við samt
aldrei gleyma því að sá sigur er
tímabundinn og lífið verður hinn
endanlegi sigurvegari. En sár er
aðskilnaður ástvina og við eitt slíkt
sorgartilfelli orti ég:
Fátt við löngum getum gjört
og grátlegt margt að bera.
Svo ásýnd lífsins Engilbjört
fær ekki lengi að vera.
Svo sárt á okkur herjar Hel
og hjartafriðinn skaðar.
En samt á bak við sortaél
er sólin enn til staðar.
Það huggi alla er eiga bágt
að allt mun bölið víkja,
er Dauðinn verður lagður lágt
og lífið eitt mun ríkja!
Þegar Skarphéðinn Einarsson, frændi
minn frá Dagsbrún á Skagaströnd,
lést nýlega, tileinkaði ég honum þessa
kveðjuvísu:
Fram þér vísi um friðarveg,
frændi - og lendur skrýddar,
dýrðarfull og dásamleg
Dagsbrún hærri víddar.
En þegar fyrir liggur að sérgæskan
veður yfir allt og samgæskan fær
hvergi að njóta sín, getur maður átt
það til að kveða í vonbrigðatón yfir
öllu hérlífsergi mannsins:
Hverfa lönd og lýðir,
lítið mannkyn prýðir.
Týnast gefnar tíðir,
tapast allt um síðir!
En þegar samhjálp og betri siðir ráða,
veit maður að byggt er undir
heilbrigða farsæld til framtíðar og þá
er bjart fyrir augum:
Þjóðleg reisn með þroska góðum
þokar dáðum fram á veg.
Sinnir allra sálarljóðum,
sýnir gildin dásamleg!
Nýlega kom ég í Jónshús í Kaup-
mannahöfn. Það var íslensk upplifun:
Hér ég stend í húsi Jóns,
hugsun sérhver gleðst við það.
Hjartað rödd hins hreina tóns
heyrir vel á slíkum stað.
Og svo settist ég við skrifborð Jóns og
kvað:
Sælt er að fá að setjast hér,
sál mín vel það finnur,
að það er eitthvað inni hér
sem áfram starf sitt vinnur.
Og þegar ég kvaddi þessa íslensku
eyju í dönsku höfuðborginni, var það
með þessum orðum:
Fyrir Ísland afrek mörg,
öll með vilja góðum,
unnu Jón og Ingibjörg
úti á Hafnarslóðum.
Þau hjónin urðu sannarlega ekki
minni Íslendingar við að dvelja
erlendis. Sú staðreynd mætti verða
mörgum nú á tímum áminning um
meiri og betri þjóðrækni.
Alltaf finnur maður fyrir vaxandi
gildi þeirrar lífssýnar sem maður ólst
upp við og hugsar hlýtt til manngæsku
þeirrar sem svo víða bjó í hjörtum í
gamla daga og tók ekki mið af tál-
sýnum tilfinningalausrar efnishyggju:
Man ég það sem var svo vel,
vil því aldrei gleyma.
Öll mín þrá og allt mitt þel
á þar líf sitt – heima!
Ritað á Skagaströnd 10. maí 2019,
Rúnar Kristjánsson
Rúnar Kristjánsson
Lífið sigrar allt að lokum
8 20/2019