Feykir - 22.05.2019, Side 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Klauf
Feykir spyr...
Hvað fannst þér
um Palestínufána
Hatara?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„Jú,jú, mér fannst það
alveg í lagi.“
María Sif Gunnarsdóttir
„Flottur fáni.“
Gróa Guðmunda Haraldsdóttir
„Ég hef svo sem ekki neina
sérstaka skoðun á þessu
fánamáli Hatara en ef það
hjálpar Palestínumönnum
eitthvað er það hið besta mál.“
Arnar Kjartansson
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Stærstu fjársjóðirnir eru þeir sem augun greina ekki
en hjartað finnur. – Judy Garland
Sudoku
Ótrúlegt – en kannski satt...
Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska
sæfarann Magellan þó hann hafi ekki náð að ljúka henni sjálfur
þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ótrúlegt en
kannski satt, þá er hægt að sigla beina leið kringum hnöttinn á
60. breiddargráðu suður.
„Þeir voru frekar litlir.“
Sigurbjörn Björnsson
Það eru þau Inga Jóna Sveinsdóttir, íþróttafræðingur og grunn-
skólakennari og Árni Max Haraldsson, byggingariðnfræðingur
sem gefa lesendum uppskriftir að þessu sinni. Þau búa á
Skagaströnd með börnin sín þrjú en þangað fluttu þau frá Reykja-
vík fyrir þremur árum.
„Árni sér yfirleitt um eldamennskuna enda afbragðs kokkur!
Inga sér aftur á móti um allan bakstur. Vinsælasti maturinn hjá
okkur er lambalæri og ís í eftirrétt en allir á heimilinu elska það!“
segja þau.
AÐALRÉTTUR
Kjúklingaréttur
4 kjúklingabringur
1 stór sæt kartafla
1 paprika
1 rauðlaukur
1 Mexikóostur
1 dolla rjómaostur
2 dl rjómi
spínat
salt og pipar
rjómi
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.
Skrælið sæta kartöflu og skerið í
bita. Látið kartöflubitana í eldfast
mót, setjið smá ólífuolíu yfir, saltið
og piprið og setjið inn í ofn í 15
mínútur eða á meðan kjúklingurinn
er undirbúinn.
Skerið kjúklingabringurnar í
bita og steikið stutt (lokið þeim) á
heitri pönnu. Kryddið eftir smekk
(okkur þykir t.d. gott að nota
kjúklingakrydd, salt og pipar).
Skerið Mexikóost og setjið í
pott. Bræðið með rjómaosti og
rjóma. Skerið papriku og lauk
niður.
Þegar kartöflurnar hafa verið í
ofninum í 15 mínútur eru þær
teknar út. Setjið spínat yfir sætu
kartöflurnar og kjúklinginn yfir
spínatið. Stráið papriku og rauðlauk
yfir og hellið að lokum rjóma-
sósunni yfir allt. Setjið í ofn og
bakið í 25 mínútur.
EFTIRRÉTTUR
Frönsk súkkulaðikaka
2 dl sykur
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
Girnilegur
kjúklingaréttur og
eitthvað sætt á eftir
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Inga Jóna og Árni Max matreiða
Árni Max og Inga Jóna. AÐSEND MYND
1 dl hveiti
4 stk. egg
Aðferð: Þeytið eggin og sykurinn vel
saman. Bræðið smjörið og súkku-
laðið saman við vægan hita í potti.
Blandið hveitinu saman við eggin og
sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu
og smjörinu að lokum varlega út í
deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi
(ath. ekki lausbotna) við 170°C í 25
mínútur.
Krem:
150 g suðusúkkulaði
70 g smjör
2-3 msk síróp
Látið allt saman í pott og bræðið
saman við vægan hita. Kælið bráðina
svolítið og berið hana síðan á kökuna
þegar hún hefur kólnað.
Kakan á að vera blaut í miðj-
unni. Gott er að bera hana fram með
rjóma eða ís og berjum, til dæmis
jarðarberjum eða bláberjum.
GOTT MEÐ KAFFINU
Döðlugott
400 g döðlur
120 g púðursykur
250 g smjör
3-4 bollar Rice Krispies
200 g suðusúkkulaði
Aðferð: Bræðið saman smjör og
sykur, hrærið vel saman. Döðlurnar
saxaðar smátt niður. Þegar sykurinn
er bráðnaður og vel uppleystur er
döðlunum blandað saman við. Látið
malla þar til döðlurnar eru orðnar
mjúkar og allt blandast vel saman.
Blandið Rice Krispies saman við og
hrærið vel. Byrjið á þremur bollum
og bætið meiru við ef ykkur þykir
þörf á. Setjið bökunarpappír í köku-
form eða eldfast mót og þjappið
deiginu ofan í. Bræðið suðusúkku-
laðið og smyrjið því ofan á deigið.
Setjið í ísskáp og leyfið að harðna.
Skerið í bita og njótið.
Verði ykkur að góðu!
Við skorum á Guðnýju Nönnu
Þórsdóttur, formann kvenfélagsins
Einingar á Skagaströnd.
20/2019 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
FEYKIFÍN AFÞREYING
Oft við nagla er mér beitt.
Er í karlmannsbuxum.
Samnefnt býli er sunnlenskt eitt.
Á sauðfénaði og uxum.