Feykir - 22.05.2019, Blaðsíða 12
Styrkjum til atvinnumála kvenna
var úthlutað þann 17. maí og
fengu 29 verkefni náð fyrir
augum dómnefndar alls kr. 40
milljónir. Ásmundur Einar
Daðason, félags- og
barnamálaráðherra, afhenti
styrkina í athöfn sem fór fram í
Hörpu. Þrír styrkjanna rötuðu
í Skagafjörðinn.
Styrkjum til atvinnumála kvenna
hefur verið úthlutað síðan 1991
og eru þeir ætlaðir frumkvöðla-
konum eða fyrirtækjum í þeirra
eigu. Skilyrði styrkveitinga eru
þau að verkefnin séu í meiri-
hlutaeigu kvenna, stjórnað af
þeim og feli í sér nýnæmi eða
nýsköpun af einhverju tagi. Í ár
bárust 135 umsóknir og hefur
ráðgjafarnefnd metið umsóknir á
undanförnum vikum. Nefndina
skipa þær Herdís Á. Sæmundar-
dóttir, Guðrún Stella Gissurar-
dóttir, Elín Gróa Karlsdóttir, Elín
Sigríður Þórðardóttir og Kolbrún
Ágústa Guðnadóttir.
Verkefnin eru af ýmsum toga
en hæsta styrkinn, eða fjórar
milljónir, hlaut Anna Bryndís
Blöndal fyrir verkefni sitt „Lyfja-
fræðileg umsjá“. Þrír styrkjanna
koma í hlut kvenna í Skaga-firði
og hlaut Hilma Eiðsdóttir í
Stekkholti, Hilma – hönnun og
handverk – kr. 1.500.000 til mark-
aðssetningar, vöruþróunar, hönn-
unar og efniskostnaðar á verk-
efninu „Þaraband“.
Stefanía Hjördís Leifsdóttir,
Brúnastöðum í Fljótum, fær kr.
1.000.000 til vöruþróunar fyrir
„mjöltun sauð- og geitfjár og
ostavinnsla auk heimavinnslu úr
ær- og geitakjöti“ og í hlut
Elínborgar Erlu Ásgeirsdóttur,
Breiðargerði í Lýdó, komu kr.
896.000 til vöruþróunar og
efniskostnaðar vegna verkefnisins
„Lífrænar baunir og ertur“. /PF
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
20
TBL
22. maí 2019 39. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Rúmar þrjár milljónir í Skagafjörð
Atvinnumál kvenna
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ásamt fríðum hópi styrkþega. MYND: ATVINNUMALKVENNA.IS
Sauðárkrókur
Vilja byggja fjölda íbúða
á Freyjugötureitnum
Hrafnshóll ehf. hefur áhuga á því að byggja allt að 90
íbúðir á Freyjugötureitnum svokallaða á Sauðárkróki,
þar sem áður stóðu verkstæði KS. Á fundi skipulags- og
byggingarnefndar Skagafjarðar sl. föstudag var tekin
fyrir umsókn fyrirtækisins um byggingarsvæðið en
þar kemur fram að reiknað sé með að reiturinn verði
fullbyggður innan tíu ára.
Óskað var eftir því að Hrafnshóll ehf. fengi heimild
til að vinna deiliskipulag af svæðinu og að félaginu yrði
úthlutað því til framkvæmda. Samkvæmt fundargerð
reikna umsækjendur með því að byggja 10-15 íbúðir
strax á fyrsta ári.
Áætlað er að reiturinn verði fullbyggður innan 10
ára, þá með 50 til 90 íbúðum, eftir því hvaða útfærsla
verði fyrir valinu. Skipulags- og byggingarnefnd tók
jákvætt í erindið og vísaði því til Byggðarráðs. /PF
Freyjugötureiturinn svokallaði myndaðist eftir að húsnæði bílaverkstæðis
KS var rifið fyrir nokkrum árum ásamt einhverjum húskofum og hest-
húsum nokkru fyrir aldamót. MYND: PF
FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI
Nánari upplýsingar á www.fnv.is eða í síma 455 8000
Brautskráning og skólaslit Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra verða
föstudaginn 24. maí kl. 14:00 í
Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Allir velunnarar skólans velkomnir.
Skólameistari
Frá Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra
Norðurland vestra
Flóttafólkið komið
til síns heima
Sýrlenska flóttafólkið sem kom til landsins í síðustu viku
eftir langt ferðalag frá Líbanon hefur allt komið sér vel
fyrir í nýjum húsakynnum í sínum nýju heimabæjum,
Hvammstanga og Blönduósi. Nú í upphafi viku voru
fólkinu haldnar veislur og það boðið velkomið á svæðið.
Í Feyki þessa vikuna er rætt við verkefnastjóra
beggja staðanna og kemur þar fram að sýrlensku
fjölskyldurnar hafi allar búið í Líbanon við bágbornar
aðstæður síðustu þrjú til fimm árin og hafa væntanlega
upplifað ýmislegt. Forvitnileg viðtöl i opnu blaðsins
sem fróðlegt er að lesa. /PF
Mynd frá samkomu sem haldin var fyrir nýbúana á Hvammstanga.
MYND: FE
Blönduósbær
Ársreikningur 2018
Sveitarstjórn Blönduósbæjar tók ársreikning
sveitarfélagsins fyrir árið 2018 til fyrri umræðu á
fundi sínum þann 14. maí.
Arnar Árnason, endurskoðandi frá KPMG fór
yfir ársreikninginn og útskýrði helstu liði hans en
helstu tölur eru þessar: Rekstrartekjur námu 1.071
milljónum króna en fjárhagsáætlun með viðaukum
gerði ráð fyrir tekjum upp á 1.035 milljónir króna.
Rekstargjöld voru 965 milljónir króna, fjármagns-
gjöld voru 49,6 milljónir króna og niðurstaða úr
rekstri er afkoma A og B hluta neikvæð sem nemur
850 þúsund krónum en fjárhagsáætlun með
viðaukum gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu sem
nam einni milljón króna.
Eigið fé Blönduósbæjar í árslok 2018 nam 764
milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.
Skuldir og skuldbindingar: 131,4% Skuldaviðmið
skv. reglugerð: 119%. /PF