Feykir


Feykir - 28.08.2019, Page 9

Feykir - 28.08.2019, Page 9
Fyrstu verkefnin, sem konurnar í kvenfélagi Akrahrepps beittu sér fyrir voru aðkallandi. Þær voru stórhuga og vildu létta líf hreppsbúa. Þær vildu fegra mannlífið og gæða það gleði. Þær vildu efla heimilisiðnaðinn og héldu til þess námskeið og fegruðu umhverfið með jurta- og trjárækt við híbýli sín. Eitt hið fyrsta verk þeirra var að fá hingað spunavél og mann til að spinna á hana. Spunavélin var í notkun í aldarfjórðung, mörgum heimilum til framdráttar en umsýsla hennar kostaði einnig talsverða vinnu. Svo virðist sem spunavélinni hafi verið lagt, þar sem erfitt var orðið að fá varahluti í hana, en í fundargerð 1942 er skráð að alveg verði að hætta að lána utanfélagsfólki hana, þar sem illmögulegt sé orðið að fá maskínuverk til vélarinnar. Þetta er í miðri síðari heimsstyrjöldinni og er þetta eina vísan til ófriðarins mikla í fundargerðum félagsins. Til samanburðar var gluggað í bæði fundargerðir sýslunefndar Skaga- fjarðar, þar sem hvergi er minnst á heimsstyrjöldina, og í fundargerðir hreppsnefndar Akrahrepps. Þar er ritað 12. apríl 1941 að ekki sé unnt að ráðast í stofnun fóður- birgðafélags vegna breyttra aðstæðna, m.a. vegna stríðsins. Af öðrum stórum ætlunar- verkum kvenfélagskvenna, sem svo sannarlega voru vel til fundin, en náðu ekki fram að ganga, má nefna þessi: Þær leituðu lengi vel eftir því að fá hjúkrunarkonu til starfa í hreppinn, en allt kom fyrir ekki. Síðar vildu þær ráða vinnustúlku til starfa til hjálpar á ýmis heimili, en ekki tókst þeim þetta heldur. Þær vildu láta tryggja konum vatnsnot við Reykjarhól og að reisa skýli þar, en af þessu varð ekki. Velta má því fyrir sér hvort verkefnin hafi verið óraunhæf eða of stór, eða þær ekki náð eyrum samstarfsaðila, en ekki verður annað séð en að þau hafi verið brýn og hefðu létt verkþunganum af konum. Á þeirri öld sem senn er liðin frá stofnun Kvenfélags Akra- hrepps hafa þjóðhættir breyst verulega svo og almennur hagur fólks. Lagst hefur af að fátæk heimili séu styrkt eða að börn þurfi ný klæði til jólanna, sem kemur fram í fundargerðum frá fyrstu árum félagsins. En annað margt er það í starfi félagsins sem furðu er líkt nú og því sem fyrr gerðist. Kvenfélagið svarar sem fyrr þörfum samfélagsins. Það styrkir líknar- og menningarstarf innan hrepps og utan. Á síðari áratugum hefur það sinnt veitingasölu og séð um alls kyns veislur og má segja að, ef um er beðið, sé það nálægt á stórum stundum á mannsævinni og á mannamótum í hreppnum. Félagið hefur í tvígang safnað efni í og gefið út bækur, í bæði skiptin á afmælisári. Í tilefni 85 ára afmælis félagsins árið 2004 birtist bókin Burknar með frumsömdu efni eftir kvenfélagskonur. Fimm árum síðar kom út bókin Næring og Nautnir. Sú bók geymir matar- og kökuuppskriftir, margreyndar af heimilum kvenfélagskvenna, en auk þess má þar finna æviágrip og samtöl við nokkrar kvenfélags- konur. Bókin hefur farið víða og er eftirsótt, enda margendurprentuð og þegar eitthvað þykir sérlega gómsætt, er iðulega spurt: „Er þetta úr Bókinni?“ Ritnefnd þessarar bókar, [Blómarósir í Blönduhlíð Saga Kvenfélags Akrahrepps í máli og myndum] sem gefin er út til að fagna aldarafmæli kvenfélagsins hefur unnið tíma-frekt og dýrmætt starf sem bregður upp leiftrum úr sögu þeirra kvenna, sem gengu á undan okkur. Fyrstu árin og áratugi höfðu konurnar ekki bílpróf og á mörgum bæjum var enginn bíll til. Þótt þetta eina atriði af mörgum, sem skilur tíma þeirra frá okkar, sé nefnt, er það nóg til að dást að kjarki þeirra og elju við störfin. Kvenfélagskonur hittust fyrstu áratugina í þinghúsinu eða heima hver hjá annarri í dýrlegum fagnaði og veislu og það var stór stund 1961 er þær gátu hist í hinu nýbyggða félagsheimili á Ökrum, þar sem þær áttu mörg handtökin og sem félagið á ásamt Akrahreppi. Þær dreifðu gleði til hreppsbúa og léttu lífið, og ávallt kunnu þær að gera hver annarri glaðan dag, hversu duglegar voru þær ekki að halda böll; barnaball, sumar- málaball, veturnóttaball og að fara saman í ferðir. Á stofnfundinum sem haldinn var á Víðivöllum, tók Lilja Sigurðar- dóttir til máls og bar fram þá einlægu ósk að félagsskapurinn mætti hafa göfgandi áhrif á meðlimi sína og koma ýmsu góðu til leiðar. Megi þróttur og gleði áfram fylgja félaginu okkar. Dalla Þórðardóttir Helstu verkefni Verkefni Kvenfélagsins eru sem fyrr ótalmörg. Félagið hefur í áratugi staðið fyrir jólatrés- skemmtunum og hefur Jón í Miðhúsum, okkar tryggi undir- leikari, nú spilað fyrir fjórar kynslóðir! Réttarkaffi er fastur liður og hefur verið mjög lengi. Síðastliðin 20 ár hefur félagið sótt plöntur til Brynjars í Norður- skógum í Eyjafirði fyrir öll kvenfélögin í firðinum. Þá má nefna veitingar á hrútasýningum í hreppnum og hátíðarstund með veitingum 17. júní. Töðugjöldin okkar, Rúllan, hefur verið haldin nokkrum sinnum og þá er svokallað Pálínuboð, þ.e. sveitungar leggja til eitthvað gómsætt matarkyns á borð og skemmta sér saman. Öll met í vinsældum slær þó sprengidagurinn en þá býður hreppsnefnd Akrahrepps íbúum sínum í saltkjöt og baunir og Kvenfélagið sér um pottana! Félagið sér um veitingar við ýmis tilefni. Má þar nefna jarðarfarir, afmæli, brúðkaup, árs- hátíðir, fundi o.s.frv. Fyrir jólin gefum við konfektkassa til allra deilda Sjúkra- hússins auk Dagdvalar aldraðra. Ótaldir eru styrkirnir sem félagið veitir til ýmissa málefna, bæði líknar- og menningarmála. Konurnar gera sér þar að auki ýmislegt til skemmtunar. Farnar hafa verið þrjár utanlandsferðir; aðventuferð til Þýskalands, önnur ferð til Barcelona og sú síðasta til Þýskalands, Frakklands og Sviss. Í nóvember nk. verður farin aðventuferð til Salzburg. Óvissu- ferðir hafa verið nokkrar og Litlu jól einnig. Það er því í mörg horn að líta hjá kvenfélagskonum og ljóst að hlutverk félagsins í samfélaginu dylst engum. Sigurlaug K. Konráðsdóttir Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 Í mörg horn að líta hjá 100 ára kvenfélagi Óli Arnar Brynjarsson og Sigríður Garðarsdóttir þegar bókin Blómarósir í Blönduhlíð var sótt úr prenti. MYND: PF AÐSENT Það var margt um manninn sl. sunnudag þegar Kvenfélag Akrahrepps bauð til afmælisfagnaðar. MYND: PF 32/2019 9

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.