Feykir


Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 11

Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 11
að vinna í honum, annars lagast hann aldrei. Það sem hefur kannski gerst síðustu ár er það að við höfum verið að taka öll óþægindi burtu og höfum verið að greiða leiðina svo mikið fyrir krakkana að þeir geta mjög illa tekist á við erfiða hluti. Og þegar við erum t.d. með skólaforðun eða annan kvíða þá er það versta sem við gerum að taka öll óþægindin í burtu og hleypa krökkunum í gegnum allt án þess að þurfa að takast á við hlutina af því að þá ganga þau alltaf á veggi.“ Heldurðu að þetta starf sé komið til að vera á Hvammstanga? „Ég veit það ekki. Þetta er ársverkefni, ég held það verði sótt um að það verði áfram en ég er auðvitað líka að móta starfið í vetur, þannig að það veltur líka svolítið á mér hvernig þetta gengur. Ég er auðvitað svo nýlega byrjuð. Og að sjálfsögðu væri best ef við gætum komið því þannig fyrir að það væri engin skólaforðun en þá yrði ég faktískt líka atvinnulaus! En það er líka svo margt annað sem við erum með hugmyndir um.. Ég hef verið að vinna dálítið í afmörkuðum málum sem voru komin aðeins af stað. Nú er ég t.d. byrjuð að fara inn í bekki og tala við krakkana varðandi skólaforðun og kvíða og þess háttar en það er svo margt sem ég gæti líka tengt inn í starfið eins og t.d. forvarnir ýmiss konar og fleira sem mér finnst stundum ekki vera nægur tími fyrir innan stundatöflu. Þetta spjall við krakkana, það er eitthvað sem ég sæi fyrir mér að væri gaman að koma inn í þetta vegna þess að það er svolítið erfitt að vinna sem einhver ráðgjafi fyrir krakkana ef ég missi algjörlega tenginguna við þau af því að ég er ekki lengur í skólanum. Þetta er auðvitað eitthvað sem kemur til með að þróast. Svo er námsráðgjafi við skólann líka í 75% starfi og ég vinn auðvitað þétt með honum.“ En svo við vendum okkar kvæði í kross. Nú hefurðu náttúrulega vakið talsverða athygli fyrir framgöngu þína í sambandi við Vatnsnesveg. „Já, þetta er auðvitað orðið eins og einhver þráhyggja!“ segir Guðrún kímin. Er það tilviljun eða ertu svona mikil baráttukona? „Ég er ógeðslega þrjósk og með mjög mikla réttlætiskennd. Það á sviðinu, ráðgjöf til fólks og ýmislegt sem til fellur. En í rauninni er þetta aðalmálið hjá mér.“ Eru sambærileg störf til víða á landinu? „Nei, þetta er tiltölulega nýtt, alla vega í því mæli sem við gerum þetta að það sé heill starfskraftur settur í þetta. Á Austurlandi hafa þeir verið með svona starf en það er líka varðandi fjarvistir nemenda sem hafa verið að aukast mjög mikið, ekki bara vegna skólaforðunar, heldur líka vegna leyfis. Krakkar eru að fara meira til útlanda og í alls konar leyfi og þetta er orðið rosalega mikið, miklu meira en áður var og það er auðvitað líka partur af því sem ég er að gera, ég er að reyna að snúa þessari þróun við, að reyna að gera foreldra og krakkana meðvitaða um það að sumt af þessu er óþarfi, þú þarft ekkert alltaf að taka leyfi. En þetta er auðvitað viðkvæmt málefni, maður þarf að stíga varlega til jarðar og ég finn það alveg strax að fólk er viðkvæmt þegar maður fer að ræða þessi mál.“ Þetta eru væntanlega aðallega foreldravandamál „Það eru náttúrulega foreldramál, nær eingöngu. Og þessi skólaforðunarmál eru auðvitað mál sem gerast ekki á einni nóttu, þetta er þróun sem er búin að eiga sér stað í langan tíma og þessir krakkar sem við erum að reyna að hjálpa, við hefðum í rauninni getað pikkað þau út miklu fyrr en tækin voru ekki til staðar. En núna erum við að reyna að horfa í þessa snemmtæku íhlutun svo að þegar einhver merki um skólaforðun koma fram þá fer ég bara strax inn í málið til að reyna að koma í veg fyrir að þetta verði að einhverju vandamáli. Þannig að ég er alveg eins að fara að vinna með nemendur á miðstigi og yngsta stigi. Það hefur alltaf verið talað um þetta á unglingastiginu en þróunin er þannig að þeir krakkar sem eru að sýna þessi einkenni hverfa svolítið út úr skólakerfinu á unglingastiginu. Og þá ertu kannski komin með einstakling sem hefur t.d. verið að stjórna fullmikið heima hjá sér í svolítið langan tíma og þegar jafnvel líkamlegir burðir eru orðnir meiri en hjá foreldrum þá getur þetta orðið þróun sem getur verið erfitt að snúa við. Þannig að það er hugmyndin að vaða bara snemma inn í málin og hjálpa fólki og það vantar ekki að fólkið vill hjálp, það er mín reynsla, og líka sem kennari, að í langflestum tilfellum vilja foreldrar hjálpina en þeir eru oft á tíðum svolítið ráðalausir. Þróunin í samfélaginu er bara svo hröð, nú er ég bara 34 ára en unglingar í dag eru að upplifa allt önnur unglingsár en ég gerði, öll þessi tækni og hraði í samfélaginu. Foreldrar ná bara ekkert að fylgja þessu.“ Eru einhverjar tölur til yfir það hvað skólaforðun er víðtækt vandamál á landsvísu? „Í könnun sem velferðarvaktin lét gera meðal skólastjóra í öllum grunnskólum landsins kom fram að 2,2% nemenda í grunnskólum landsins eða um 1.000 börn glími við skólaforðun af einhverju tagi sem rekja má til kvíða, þunglyndis eða erfiðra aðstæðna heima fyrir. Þarna erum við auðvitað að tala um krakka sem eru hættir að mæta í skólann. Þessi einkenni koma fram hjá ótrúlega mörgum krökkum. Þau gera það kannski ekki þannig að þau séu alltaf til staðar en þau koma tímabundið og það getur verið að það sé eitthvað í gangi í skólanum, t.d. bara samskiptavandi innan vinahópsins eða eitthvað þess háttar sem gerir það að verkum að krakkarnir fara að finna fyrir einhverjum kvíða og vilja forðast þær aðstæður að fara í skólann. Þetta eru þessir ótrúlega venjulegu hlutir sem við þekkjum, t.d. þegar barnið segist vera veikt en það er enginn hiti og engin merki um að barnið sé veikt en það heldur því statt og stöðugt fram. Barnið er að hringja heim á miðjum degi og biðja um að láta sækja sig og við gerum það og svo kemur það heim og er stálslegið. Ég held að flestir foreldrar þekki þessi merki, þeir hafa séð þau hjá börnunum sínum, langflestir. Það er kannski eðlilegt að þetta geti komið fyrir einstöku sinnum en þegar þetta er farið að gerast ítrekað aða alltaf á sama deginum eða eitthvað þess háttar þá er þetta eitthvað sem maður vill geta skoðað. Og eins og ég sagði áðan, að geta gripið inn í og fundið þessa einstaklinga strax á yngsta eða miðstigi og geta hjálpað þeim svolítið í gegnum þetta er mikilvægt af þvi að kvíði er þannig að við þurfum að takast á við hann, við þurfum Í eldhúsinu heima á Sauðadalsá. MYND: FE Guðrún á toppi Þrælsfells, hæsta fjalls Vatnsness, ásamt hundinum Snæju. MYND ÚR EINKASAFNI fer rosalega í mig þegar ég sé ósanngirni gagnvart fólki, og ég held að það sé kannski rótin að þessu í kringum þennan veg, mér finnst svo ósanngjarnt að það sé ekki gert neitt. Þegar ég flutti hingað hafði ég aldrei skipt mér af þessum vegi. Ég hafði auðvitað keyrt hér um og oft heyrt á Facebook að íbúarnir voru að kvarta yfir þessu en ég hafði aldrei látið mig málið neitt varða. Svo var það í hittifyrra vetur einhvern tíma að ég fékk bara alveg nóg, hann var alveg hræðilegur vegurinn, og þá sendi ég bara skilaboð á eitthvað af fólki og Með keppnis-, smala- og dívuhestinum Hrannari. MYND ÚR EINKASAFNI 38/2019 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.