Feykir


Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 10

Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 10
Guðrún er Húnvetningur í báðar ættir, uppalin í Víði- dalnum á bænum Galtarnesi þar sem foreldrar hennar bjuggu en móðir hennar er frá Skagaströnd og faðir hennar úr Víðidal. Síðustu þrjú árin hefur Guðrún búið á Sauðadalsá ásamt manni sínum, Þormóði Inga Heimissyni, og eiga þau samtals fjögur börn, hún á eitt og Þormóður þrjú börn sem dvelja hjá honum aðra hvora viku en sonur Guðrúnar heldur að mestu til hjá þeim svo það er nóg að gera á stóru heimili. Elstu börnin tvö, sonur Guðrúnar og dóttir Þormóðs, eru orðin þrettán ára gömul en þau yngri eru sex og tíu. Guðrún er grunnskóla- kennari að mennt og hefur starfað sem slíkur við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga í átta ár. „Ég sótti um í búvísindadeild á Hvanneyri og á sama tíma í Kennaraháskólanum og fékk inni á báðum stöðum svo valið stóð á milli þess að fara í búvísindin og flytja á Hvanneyri eða vera í fjarnámi. Ég gat fengið vinnu í grunnskólanum sem skólaliði og það varð úr. Ég var með svona öryggisnet í kringum mig hérna, ég var einstæð með lítið barn og það varð úr að ég fór í kennaranámið og sé engan veginn eftir því, þetta er alveg það sem ég vil lifa og hrærast í. Ég hef mikinn áhuga á menntamálum og finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég fór í fjarnám og vann með náminu sem stuðningsfulltrúi og fékk svo bara vinnu strax og byrjaði að kenna.“ VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Nýtt starf við skólaforðun Það var svo snemmsumars á þessu ári sem ákveðið var að ráða starfsmann til reynslu í eitt ár á fjölskyldusvið hjá Húnaþingi vestra til að sinna þeim börnum sem af einhverjum ástæðum forðast að mæta í skólann og var Guðrún ráðin til starfans. „Ég kem inn til að vinna að átaksverkefni í skólaforðun í grunnskólanum og er búin að vera á kafi í því í haust, hef bæði verið að vinna með einstaklinga sem voru þegar farnir að kljást við þetta og líka í forvarnarvinnu til þess að koma í veg fyrir þetta. Svo er ég líka í annars konar vinnu Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir á Sauðadalsá Gott að búa á Vatnsnesi þó vegurinn sé vondur Guðrún er mikil hestakona. Hér er hún á hestinum Ljósa Pétri í vinkonureiðtúr á síðasta sumri. Mynd úr einkasafni. Guðrún með ána sína hana Móu. MYND: ÁRBORG RAGNARSDÓTTIR. Sé minnst á Vatnsnesið eru það trúlega vondir vegir sem koma fyrst upp í huga ansi margra landsmanna þar sem vegamálin hafa gert það að verkum svæðið hefur býsna oft ratað í fréttirnar síðustu misserin. Flestir vita þó einnig að Vatnsnesið er þekkt fyrir náttúrufegurð og dýralíf sem laða þúsundir ferðamanna til svæðisins árlega og á það svo á auðvitað sinn þátt í því hve ástand veganna er slæmt. Þeir sem fylgst hafa með fréttum af Vatnsnesi hafa væntanlega veitt athygli skeleggri ungri konu sem verið hefur í framvarðasveit íbúanna í baráttu þeirra fyrir bættum samgöngum og gjarnan verið talsmaður þeirra. Kona þessi er Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, bóndi á Sauðadalsá á vestanverðu Vatnsnesi. Guðrún er einnig ráðgjafi á fjölskyldusviði Húnaþings vestra þar sem hún byrjaði í haust í nýju starfi sem felst fyrst og fremst í því að sinna börnum sem kljást við svokallaða skólaforðun. Blaðamaður Feykis heimsótti Guðrúnu á dögunum og spjallaði við hana um nýja starfið og hin ýmsu hugðarefni hennar. Fjölskyldan á Sauðadalsá. Guðrún og Þormóður ásamt börnum sínum, f.v. Styrmir Logi 6 ára, Tumi Þór 10 ára, Þórólfur Hugi 13 ára og Bjarkey Rós 13 ára. Þórólfur heldur á hænu, Bjarkey er með kindina sína, Karakter. Höfðingjarnir Spói og Hrannar eru einnig með í för. MYND ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.