Feykir


Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 7

Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 7
Nú nýverið var enn eitt popplagið gefið út í þessum heimi okkar. Um er að ræða lagið Svo birti aftur til og er þetta fyrsta lag höfundateymisins Two Spirits Music en teymið skipa lagahöfundurinn Héðinn Svavarsson og Króksarinn Ólafur Heiðar Harðarson, sonur Möggu og Bassa, en hann sér um textagerð. Lagið er nú fáanlegt á öllum helstu dreifiveitum eins og Spotify og iTunes og smellti sér raunar í 26. sæti Vinsældalista Rásar 2 nú í vikunni. Það er söngkonan Jóna Alla sem syngur lagið. Tónlistaráhuginn er Óla, sem nú býr í Hafnarfirðinum, að sjálfsögðu í blóð borinn en pabbi hans, Hörður G. Ólafsson, jafnan kallaður Bassi, fór hér í denn margan sveitaballarúntinn með Hljómsveit Geirmundar og Herramönnum svo einhverjar sveitir séu nefndar en þekktastur er hann þó sennilega fyrir að hafa samið Eitt lag enn sem hann og Stjórnin fóru með til Zagreb í Eurovision 1990 og gerði lukku. Feykir plataði Óla til að svara nokkrum spurningum í tilefni af útgáfu Svo birti aftur til. Fyrst var Óli spurður út í nafnið á höfundateyminu. „Ástæðan fyrir enska nafninu á samstarfinu er að þorri laganna, sem við höfum samið, er og mun koma út á ensku. Two Spirits Music er lagahöfundateymi sem varð til í upphafi árs 2019 og hefur síðan samið vel á þriðja tug laga. Við urðum að koma þessu eitthvað út. Þetta staflaðist upp.” Hefurðu lengi fengist við textagerð? „Já, ég hef í gegnum árin samið nokkur hundruð texta og á orðið mikinn lager. Verið svona hliðar- hobbý að semja. Þá hefur Héðinn einnig alla tíð verið í kringum tónlist og að spila á hljóðfæri, gítar og píanó. Þannig að þarna var eitthvað sem átti að gerast finnst okkur og hefur verið frábært samstarf og bara vinátta. Auðvitað er þetta fyrst og síðast bara skemmtilegt hobbý.” En hver er sagan á bak við Svo birti aftur til? „Saga þessa texta og lags er sú að Héðinn óskaði eftir texta frá mér til að senda inn í keppni um Goslokalagið 2019, enda Eyjamaður. Þessi texti tók reyndar ekki langan tíma og small saman á einni klukkustund eftir að kallið kom. Lagið fylgdi síðan á eftir frá Héðni sama kvöld. Flest lögin verða til á einu kvöldi með nokkrum símsendingum. Fá smá hvíld og eru síðan pússuð til og löguð.“ Um hvað er textinn? „Svo birti aftur til fjallar um gosnóttina örlagaríku. Atburðarás næturinnar er lýst ásamt þeirri von og trú fólksins að endurheimta samfélag sitt að nýju. Síðan er lagið hugsað sem áminning til okkar allra að það er sama hvað á bjátar, það birtir alltaf aftur til. Það endaði þannig að lagið fékk tilboð um útgáfu og útsetningu frá þeim í Eyjum en við ákváðum að gefa það út sjálfir. Fengum í lið með okkur frábæran fagmann til að útsetja, Snorra Snorrason (Idol), og frábæra söngkonu, Jónu Öllu Axelsdóttur.“ Þess má geta að Jóna Alla er ung söngkona frá Akranesi sem m.a. tók þátt í Voice Ísland. Feykir óskar þeim félögum, Héðni og Óla, lukku á poppbrautinni. Hefur samið nokkur hundruð texta Svo birti aftur til – Ólafur H. Harðarson Ólafur H. Harðarson er í lagahöfundateymi Two Spirits Music sem varð til í upphafi árs 2019. Mynd af FB. Ólöf og Skúli. MYND: AÐSEND 38/2019 7 Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Að ég fékk ekki hest í fermingargjöf, heldur snyrtikommóðu sem var í tísku þá. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ljósmóðir. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Forláta dúkkuvagn sem ég fékk frá útlöndum. Besti ilmurinn? Af nýslegnu grasi í upphafi heyskapar. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Hann Skúla minn sá ég fyrst í hesthúsahverfinu á Selfossi fyrir rúmum 40 árum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Súpertramp. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Í heitum potti. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Missi af öllu, horfi afskaplega lítið á sjónvarp. Besta bíómyndin? Stella í orlofi og Pretty Woman. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Jón Arnar Magnússon frændi minn skorar hátt. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Taka til, og er fljót að því. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Rækjusalat, segir Skúli. Hættulegasta helgarnammið? Allt nammi er hættulega gott, en magnið er hættulegast. Hvernig er eggið best? harðsoðið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirferli og lygar. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? „Það fer aldrei ver en illa” og „það er ekkert víst að þetta mistakist”. Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var að ríða út með foreldrum mínum u.þ.b. 8 ára og talaði svo mikið að ég var hás þegar ég kom heim. Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Tia Toomey crossfitmeistari síðustu þriggja ára. Fara á æfingu og rústa þessu. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur (og af hverju)? Náðarstund skorar hátt, hafði mikil áhrif á mig. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Man ekki eftir neinu. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð (og af hverju)?Draumakvöldverðurinn er með fjölskyldunni, börnum og barnabörnum. Þetta er svo skemmtilegt fólk. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Nútíðin er alltaf best. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Það þýðir ekki að sitja heima og lesa. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Ítalíu Framlenging: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ekkert sérstakt sem mér finnst ég þurfa að gera nema kannski að prufa fallhlífarstökk, ef ég lofthrædda manneskjan, gef ekki upp öndina við það. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Ólöf Ólafsdóttir. ÁRGANGUR: 1956. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Skúla Einarssyni og við eigum fjögur uppkomin börn. BÚSETA: Tannstaðabakki, Hrútafirði. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er dóttir Ólafs Nikulássonar og Magneu Kristínar Sigurðardóttur. Fædd og uppalin á Selfossi. STARF/NÁM: Bóndi með verslunarpróf og fullt af námskeiðum tengdum búskap. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Haustið með sinni veðurblíðu og væntanleg Kínaferð. Hvernig nemandi varstu? Dugleg og samviskusöm. Ólöf á Tannstaðabakka

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.