Feykir


Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 16

Feykir - 09.10.2019, Blaðsíða 16
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 38 TBL 9. október 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Húnaþing vestra Stóði smalað til Víðidalstunguréttar Stóðréttir og smalamennska voru í Víðidal um síðustu helgi. Að vanda var stóðinu smalað á föstudegi og tók fjöldi manns þátt í rekstri þess frá Kolugili í næturhólf skammt frá Víðidalstungurétt. Réttarstörf hófust á laugardagsmorgni í allhvössu en hlýju veðri. Að sögn Magnúsar Ásgeirs Elíassonar á Stóru-Ásgerisá má ætla að um 250-300 hross hafi verið rekin til réttar og fóru réttirnar vel fram svo og aðrir viðburðir í tengslum við þær. MYNDIR: FRÍÐA EYJÓLFSDÓTTIR /FE Pönk og rokktónleikar í Bifröst Föstudagskvöldið 11. okt. kl. 21 munu DDT skordýraeitur og Tríó Pilla Prakkó leiða saman trunturnar sínar á sviðinu í Bifröst og fremja mikið ódæði. DDT skordýraeitur kemur frá Neskaupstað en í henni trommar Króksarinn Ágúst Ingi Ágústsson, Guðmundssonar trymbils. Sveitin spilar pönkskotið rokk sem oft á tíðum er í þyngri kantinum. Tríó Pilla Prakkó er næstum óþarfi að kynna þar sem sveitin er sú allra vinsælasta á gjörvöllu Sauðártúninu en fyrir þá fáfróðu er rétt að taka fram að rokkið er allsráðandi í bandinu. Verðum kannski með miða í forsölu en alla vega við inngang, 2000 kall stykkið. Engin kort. Það er enginn peningur fyrir alvöru fólk. Láttu sjá þig. Ærslabelgur Hollvinasamtökin Leikum á Króknum stóðu fyrir söfnun á þessum ærslabelg – einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök styrktu verkefnið og þökkum þeim kærlega fyrir. # sauðárkrókur Það er komið að því... Blásið verður í belginn fimmtudaginn 10. október kl. 10:30. Skólahópur leikskólans Ársala ætla að byrja að hoppa og skoppa og vonumst til að sjá sem flesta og fagna með okkur. Það verður loft í belgnum frá kl. 09:00 - 22:00, alla daga á meðan veður leyfir. Söfnun stendur enn yfir fyrir fleiri leiktækjum fyrir samfélagið okkar. Hvetjum alla til að leggja okkur lið með að leggja inn á 0161-26-005612 kt.: 561216-0450, margt smátt gerið eitt stórt. HOPPUM Á króknum ;)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.