Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Síða 20
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008
Danfoss tengigrindur
Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-,
snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl.
Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Áratuga reynsla stjórnbúnaðar
við íslenskar hitaveituaðstæður.
Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á
stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi.
Skútuvogi 6 104 Reykjavík
Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Danfoss hf
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Það er ekki víst að allir geri sér
grein fyrir því hversu fjölþættu
samfélagshlutverki
Slysavarnafélag Íslands hefur
gegnt í gegnum tíðina og allt
þar til Slysavarnafélagið
Landsbjörg tók við kyndlinum
við sameiningu björgunarsveita
og slysavarnadeilda í landinu
árið 1999.
Slysavarnafélag Íslands (SVFÍ) var
stofnað 1928. Haraldur Henrysson,
fyrrverandi hæstaréttardómari og
stjórnarmaður í SVFÍ í átján ár, þar af
varaforseti og forseti í ellefu ár, þekkir
sögu félagsins vel. Ekki eingöngu
vegna starfa sinna fyrir félagið heldur
og ekki síður vegna þess að faðir hans,
Henry Hálfdanarson, var fram-
kvæmdastjóri þess um áratugaskeið
en hann var sem kunnugt er jafnframt
aðalhvatamaðurinn að stofnun Sjó-
mannadagsins og formaður Sjó-
mannadagsráðs í Reykjavík og
Hafnarfirði á þriðja áratug. Saga Slysa-
varnafélags Íslands er því samofin ævi
Haraldar sem fæddur er árið sem
Sjómannadagurinn var fyrst haldinn
hér á landi árið 1938. Við báðum
Harald að segja okkur frá nokkrum
mikilvægum áföngum í sögu
Slysavarnafélagsins en starf þess
spannar víðtækt svið í slysavörnum og
björgunarmálum um allt land.
Allt að 12% starfandi
sjómanna fórust
„Meginástæða þess að Slysavarnafélag
Íslands var stofnað var gífurleg tíðni
sjóslysa við landið í upphafi síðustu
aldar þegar fórust hvorki meira né
minna en allt að 12% starfandi
sjómanna á ári, bæði á rúmsjó og við
strendur landsins, án þess að nokkuð
yrði við ráðið. Það var t.d. átakanlegt
fyrir Reykvíkinga þegar þeir horfðu á
kútter Ingvar farast í aftakaveðri á
Viðeyjarsundi árið 1906 án þess að
geta gert neitt. Þarna fórust 20 menn
fyrir augum fólks í landi. Þá hófst
mikil umræða og undiralda skapaðist í
landinu um mikilvægi þess að auka
þyrfti öryggi á sjó. En þó gerðist fátt
fyrr en með stofnun félagsins tuttugu
og tveimur árum síðar en það leiðir af
sjálfu sér að fyrstu aðgerðir félagsins
beindust að því að draga úr hinum
mikla mannskaða á sjó,“ segir
Haraldur.
Áttæringurinn Þorsteinn
Fyrsti merkisáfangi SVFÍ hófst með
komu björgunarbátsins Þorsteins,
aðeins um ári eftir stofnun félagsins.
Hann var fyrsti báturinn sem SVFÍ
fékk til björgunarstarfa og kom frá
Konunglega breska
sjóbjörgunarfélaginu árið 1929.
Báturinn, sem er áttæringur með vél,
þjónaði Faxaflóasvæðinu, fyrst frá
Sandgerði og síðan Reykjavík. Hann er
enn til og geymdur í Sandgerði.
Félagið safnaði fé til kaupa á fleiri
björgunarskipum á næstu árum fyrir
landshlutana.
Fluglínutækin
Slysavarnafélagið hófst strax í kjölfar
stofnunar þess handa um kaup á
nauðsynlegum búnaði fyrir deildirnar.
Þar voru fluglínutækin mikilvægasti
búnaðurinn en þau áttu eftir að bjarga
á þriðja þúsund mannslífa úr
strönduðum skipum við landið. Þau
voru fyrst notuð 1931 er Cap Fagnet
frá Frakklandi strandaði á
Hraunsfjörum við Grindavík. Um borð
voru 38 manns sem hin nýstofnaða
slysavarnadeild, Þorbjörn í Grindavík,
bjargaði með snarræði með hinum
nýja búnaði. Frægasta björgunin með
slíkum tækjum átti sér stað í
desember 1947 er björgunarsveitin
Bræðrabandið bjargaði 12
mönnum úr enska togaranum
Dhoon sem strandaði undir
Látrabjargi. Núorðið, eftir að
öflugar björgunarþyrlur komu til
sögunnar, eru fluglínutæki
sjaldan notuð. Fluglínutæki var
þó síðast notað í nóvember 2001
er Núpur BA strandaði við
Patreksfjörð en þar var allri
áhöfn, fjórtán manns, bjargað
með fluglínu.
Sæbjörg
SVFÍ fékk björgunarskútuna
Sæbjörgu 1938 en hana lét SVFÍ
smíða í Danmörku til að líta eftir
fiskibátum við Faxaflóa á
vertíðum. Sæbjörg var jafnframt
eitt fyrsta skipið hér á landi sem
búið var ratsjártækjum um borð
en það gerðist er skútan var
endurbyggð 1945. Skútan var
fyrst í umsjá SVFÍ en síðan fór
hún undir Landhelgisgæsluna þar
sem hún þjónaði bæði hlutverki
varðskips og björgunarskips.
Neyðarskýlin
Saga neyðarskýla á Íslandi hófst á
Skeiðarársandi árið 1904, í kjölfar
hörmulegs slyss árið áður þegar
þýskur togari fórst. Fyrsta neyðarskýli
á vegum Slysavarnafélagsins var reist
á Ingólfshöfða 1912 en umtalsverð
uppbygging á þessu sviði varð ekki
fyrr en um 1940 er SVFÍ fór að reisa
skýli á söndum Skaftafellssýslna. Upp
úr 1950 byrjaði félagið að reisa skýli
uppi á hálendinu og við vegi landsins
og eru skýlin nú 67 talsins, öll í eigu
björgunarsveita eða slysavarnadeilda
sem sjá alfarið um þau. Þau eru nú
flest búin neyðartalstöð.
Fleiri björgunarskip
„SVFÍ og deildir þess um allt land
stóðu síðan lengi að söfnun fjár til
kaupa á björgunarskipum sem ýmist
hafa verið í umsjá þess eða
Landhelgisgæslunnar. Meðal þeirra
skipa, sem nefna má, eru
björgunarskipið María Júlía sem
bættist við flota landsmanna 1950.
Hún var keypt fyrir fé úr
Björgunarskútusjóði Vestfirðinga.
Skipið var í umsjá
Landhelgisgæslunnar og þjónaði lengi
sem björgunar-, varð- og
hafrannsóknarskip. Skipið er enn til
og er verið að gera það upp á Ísafirði.
Við getum líka nefnt Gísla Johnsen
sem nafni hans og stórkaupmaður frá
Vestmannaeyjum gaf félaginu 1956.
Báturinn var áberandi við
Reykjavíkurhöfn þar sem hann var
geymdur í húsi SVFÍ við Grandagarð.
Hann er enn til og geymdur í
Sandgerði. Björgunarskipið Albert var
einnig keypt fyrir fé sem safnaðist á
vegum SVFÍ og björgunarskútusjóðs
Norðurlands. Albert kom 1957 og var
lengi í þjónustu Landhelgisgæslunnar,
m.a. í þorskastríðunum. Hann var
sérstyrktur til siglinga í ís en
vélarvana og var einu sinni dreginn
aftur á bak af breskum togara þegar
hann ætlaði að klippa aftan úr
honum,“ segir Haraldur.
Á síðari árum hefur félagið lagt
áherslu á að efla flota sérhannaðra
björgunarskipa sem staðsett eru víðs
vegar umhverfis landið og sér félagið
sjálft og deildir þess um rekstur
þeirra. Þessi skip hafa verið keypt af
systurfélögum okkar í nálægum
löndum, einkum frá Bretlandi, og
gegna þau þýðingarmiklu hlutverki til
að tryggja öryggi skipa á grunnslóð.
Höfuðstöðvar
Haraldur nefnir einnig byggingu
höfuðstöðva SVFÍ við Grandagarð
sem voru teknar í notkun 1960.
Húsnæðið var mikil lyftistöng
fyrir starfsemi félagsins og lengi
áberandi kennileiti við höfnina,
ekki síst vegna björgunarbátsins
Gísla Johnsen sem hægt var að
hífa úr sjó og geyma undir skýli
inn undir húsinu sjálfu.
Fyrsta þyrlan
„Þyrla kom hingað til reynslu árið
1949 að frumkvæði
Slysavarnafélagsins. Félagið lagði
fram söfnunarfé sem notað var til
kaupa á fyrstu björgunarþyrlu
landsins árið 1965 fyrir
Landhelgisgæsluna. Hún hét TF-
EIR. En fyrsta öfluga
björgunarþyrla landsins, Gná, var
keypt árið 1972, einnig m.a. fyrir
söfnunarfé frá SVFÍ. Hún var
sérstaklega hönnuð til
gæslustarfa yfir sjó. Gná brotlenti
á Skálafelli 3. október 1975 eftir
að öxull í stélskrúfu brotnaði en
Örfáir áfangar
í sögu slysavarna
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði allri 0 manna áhöfn netabátsins
Þorsteins GK frá Grindavík, er skipið fékk í skrufuna undan
Krísuvíkurbergi 0. mars 7. Skipið rak uppí kletta, valt á hliðina
og gereyðilagðist þar. Myndina tók Ragnar Axelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins.
Haraldur Henrysson.