Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 21

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 21
230. MAÍ 2008 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Vinningur í hverri viku Að Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag Íslands, Félag íslenskra loftskeytamanna, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Félag bryta. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjómannadagsráðs. Stjórn Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði skipa: Guðmundur Hallvarðsson formaður, Sjómannafélagi Íslands. Hálfdan Henrysson varaformaður, Félagi Skipstjórnarmanna. Guðjón Ármann Einarsson gjaldkeri, Félagi skipstjórnarmanna. Ásgeir Guðnason ritari, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Birgir H. Björgvinsson varagjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. Aðildarfélög Sjómannadagsráðs Heiðraðir voru á Sjómanna- deginum 2007 Ragnar E. Gunnarsson, háseti Magnús G. Jónsson, háseti Þröstur Sigtryggsson, skipherra Jóhann Gíslason, vélstjóri Bjarni Jónsson, myndlistarmaður áhöfnina sakaði ekki. Þess er einnig vert að minnast að félagið var lengi í samstarfi við Björn Pálsson flugmann sem um árabil stundaði sjúkraflug og sótti sjúklinga í alla landshluta, oft við erfiðar aðstæður.“ Tilkynningarskyldan Þá segir Haraldur að ekki megi gleyma Tilkynningarskyldu íslenskra skipa sem félagið beitti sér lengi fyrir og hóf rekstur á 1966. Tilkynningarskylduna rak félagið allt til ársins 2003 er Vaktstöð siglinga tók við hlutverki hennar með lögum frá Alþingi. Slysavarnaskólinn Haraldur kveðst stoltur af því að hafa átt þátt í stofnun Slysavarnaskóla sjómanna 1985. Sem formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa hefur hann kynnst því vel hve mjög skorti á að sjómenn hefðu næga þekkingu og þjálfun til að takast á við erfiðar aðstæður, þegar vá bar að höndum, og fara með björgunar- og öryggistæki. Nauðsynlegt var t.d. að þeir fengju þjálfun í að taka á móti þyrlum á hættustund. Í samvinnu við sjómannasamtökin, samband útvegsmanna og ríkið var ráðist í að bæta úr þessu og hefja námskeiðahald fyrir sjómenn um allt land. Þannig eignaðist félagið gamla varðskipið Þór sem breytt var í skólaskip og fékk nafnið Sæbjörg. Hún þjónaði hlutverki sínu til ársins 1998 er SVFÍ fékk ferjuna Akraborg til eignar. Nú er það lögbundið að allir sjómenn skuli fá slíka fræðslu. Haraldur telur engan vafa á því að stofnun Slysavarnaskólans hafi haft veruleg áhrif til að stuðla að auknu öryggi sjómanna og björgun mannslífa. Landsbjörg Slysavarnafélagið Landsbjörg var stofnað 2. október 1999 en þá sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita sem stofnað var 1991 við samruna Landssambands Hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita. Telur Haraldur að þetta hafi verið farsæl ákvörðun og mjög til framdráttar öllu starfi að slysavörnum og björgunarmálum. Hann leggur einnig áherslu á hversu mikilvægt það er fyrir samfélagið að hafa starfandi slík samtök sjálfboðaliða sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er. Mikil fræðsla Haraldur segir að hlutverk SVFÍ hafi alls ekki verið einskorðað við björgunarstörf á sjó og landi. „Félagið hefur líka alla tíð lagt áherslu á fræðslu í forvarnarskyni og beitti sér t.d. á upphafsárum félagsins mjög fyrir sundkennslu um allt land. Félagið réð líka eigin starfsmann á fjórða áratugnum, Jón Oddgeir Jónsson, til að sinna slysavörnum á landi. Hann ferðaðist um landið og sinnti m.a. umferðarfræðslu og kennslu í skyndihjálp. SVFÍ kom einnig að fræðslumálum við undirbúning á upptöku hægri umferðar árið 1968. Einnig má nefna sérstakt átak fyrir börn sem hófst 1992 og kvennadeildir SVFÍ tóku þátt í ásamt öðrum félagasamtökum, þ.á m. Rauða krossinum, undir heitinu Vörn fyrir börn. Ég vil geta þess að lokum að styrkur Slysavarnafélagsins fjárhagslega til að takast á hendur hin ýmsu verkefni hefur ekki síst byggst á ötulu og fórnfúsu starfi kvennadeildanna um allt land,“ segir Haraldur Henrysson, fyrrverandi forseti SVFÍ, að lokum.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.