Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 26

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 26
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008 Hugmyndin að Öldubrjótnum varð til vegna skorts á starfsfólki í aðhlynningu. Um leið var hópur erlendra einstaklinga sem eru mjög frambærilegir að sækja um vinnu á Hrafnistu en ekki var hægt að ráða þá þar sem þeir töluðu ekki íslensku. Hrafnista hefur sett sér það markmið að ráða einungis starfsfólk sem talar íslensku í aðhlynningu. Hrafnista sá tækifæri í því að fara af stað með þetta verkefni og þjálfa þar með nýja framtíðarstarfsmenn. Mikill áhugi var fyrir þátttöku í Öldubrjótnum. Yfir 100 umsækjendur sóttu um og voru 17 konur valdar. Þær komu frá 9 þjóðlöndum; Namibíu, Tansaníu, Kenýa, Svíþjóð, Þýskalandi, Rússlandi, Póllandi, Búlgaríu og Filippseyjum. Bakgrunnur kvennanna er jafn misjafn og þær eru margar, nokkrar eru ungar konur með grunnskóla- eða stúdentspróf, tvær eru hjúkrunarfræðingar, ein með meistarpróf í ensku og hefur gefið út barnabækur í sínu heimalandi og ein er næringafræðingur svo einhver dæmi séu tekin. Sumar eru hér með fjölskyldur sínar, aðrar komu til Íslands einar og ætla að byggja hér upp framtíð sína. Eftir um það bil tveggja mánaða undirbúning hófst skólinn, þann 18. febrúar, með 4 vikna námi í íslensku sem Mímir símenntun sá um og í upphafi tóku nemendurnir stöðupróf í íslensku. Samfélagsfræðslan var í höndum ýmissa starfsmanna Hrafnistu og um verknámskennslu sáu Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingar. Því næst tók við 4 vikna starfsþjálfun á deild þar sem hver nemandi hafði sinn leiðbeinanda. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum Hrafnistu undanfarið vegna manneklu og þeir sem hafa leiðbeint nemum vita að það er krefjandi verkefni sem bætist við daglega vinnu. Þeir starfsmenn sem tóku þetta verkefni að sér stóðu sig allir með stakri prýði og eru flestir sammála um að þetta hafi ekki síður verið lærdómsríkur tími fyrir þá. Verkefni eins og Öldubrjótur er mikið verk fyrir stofnun eins og Hrafnistu og höfum við velt því fyrir okkur hvort það sé í okkar höndum að sjá um þannig mál. Hugmyndin að þessu verkefni kemur frá grasrótinni eða úr umhverfi þar sem áhrif manneklunnar hafa verið hvað mest. Þetta verkefni er líka í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um móttöku og menntun innflytjenda. Við höfum nú þegar fengið styrki bæði frá Heilbrigðisráðuneytinu og Menntamálaráðuneytinu, Eflingu og Starfsmenntaráði og við munum halda áfram að sækja um á fleirri stöðum. Áhrifin af þessu verkefni er margvísleg og meðal annars hefur Hrafnista fengið mjög jákvæða umfjöllun bæði í blöðum og sjónvarpi. Við höfum kynnt Öldubrjót víða, t.d. hjá Stjórnvísi, Rótarý, Innflytjendaráði, FAAS (Félag aðstandenda alsheimerssjúklinga) og í námi hjá heilbrigðisriturum. Verkefnið hefur líka vakið athygli ráðamanna á manneklu hjúkrunarheimila. Samhliða náminu í Öldubrjóti hafa flestir nemendurnir tekið þátt í Mentor verkefni Rauða kross Íslands, en það verkefni byggir á danskri fyrirmynd og hefur sópað að sér samfélagsverðlaunum þar í landi. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun kvenna af erlendum uppruna með jafningjasambandi við innlendar konur. Með þessu er byggt upp stuðningsnet og þær styrktar og efldar til að takast á við allt það sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða. Hvert er svo framhaldið? Núna eru nemendurnir ekki lengur formlegir nemendur Öldubrjóts, en fara allir í stöðupróf í íslensku í september til að meta árangur og einnig verður tekið viðtal við þá og nokkra starfsmenn Hrafnistu um hvernig til hafi tekist. Eins og sagt var í upphafi eru konurnar ekki útlærðar í íslensku, samfélaginu né vinnuálagi, en með samstilltu átaki allra er það trú okkar að við getum aðstoðað og hjálpað til við aðlögun og kennslu þannig að allir njóti þess sem við höfum upp á að bjóða. Hrönn Ljótsdóttir og Lovísa A. Jónsdóttir Árleg Sjómannadagsmessa verður í Dómkirkjunni kl. 11.00 að morgni Sjómannadagsins. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur við athöfnina, organisti er Marteinn H. Friðriksson og um trompetleik sjá Einar St. Jónsson og Guðmundur Haftseinsson Að venju sér Sjómannadagsráð um gerð messuskrár. Forsíðumynd messukrárinnar er af steindum glugga í Bessastaðakirkju sem Finnur Jónsson gerði. Myndina kallar Finnur Landsýn Papanna. Listasafn Íslands gaf Sjómannadagsráði góðfúslegt leyfi fyrir notkun myndarinnar í þessum tilgangi. Jón Ögmudur Þormóðsson, skrifstofustjóri í Viðskipta- ráðuneytinu orti ljóð um þennan glugga Finns og birtist það í bókinni Fegursta kirkjan á Íslandi. Bessastaðakirkja Steindu gluggarnir í Bessastaðakirkju sem Ásgeir forseti óskaði sér í afmælisgjöf: Ákvörðun til eftirbreytni. Landsýn Papanna eftir Finn: Fyrsta síða íslenskrar kristnisögu, skráð á litað gler. Minnstu þess, er þú horfir á töflu Muggs, hversu Kristur læknaði sjúka - og læknar enn. Mikill mannauður á Hrafnistu Þann 18. apríl síðastliðinn útskrifuðust 17 konur af erlendum uppruna úr Öldubrjóti, íslensku- samfélags- og verknámsskóla Hrafnistu. Í kjölfarið bíður þeirra ærið verkefni í að læra bæði okkar ástkæra ylhýra mál og allar þær skrifuðu og óskrifuðu reglur sem gilda í okkar samfélagi. Sjómannamessa í Dómkirkjunni

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.