Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Síða 27

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Síða 27
2730. MAÍ 2008 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Heilsunuddpottar 2008 línan er komin Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Fax: 414 1001 • www. tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • Fax: 414 1051 • tengi@tengi.is Hollvinasamtök varðskipsins Óðins voru stofnuð á haustdögum 2006. Markmið samtakanna er að varðveita þetta sögufræga skip. Hollvinasamtökin voru stofnuð að frumkvæði Sjómannadagsráðs eftir að Guðmundur Hallvarðsson, formaður ráðsins, lagði fram tillögu þessa efnis. Hugmynd Hollvinasamtakanna er að gera verðskipið Óðinn að sögusafni þorskastríðanna og að þar verði einnig varðveitt björgunarsaga íslenskra varðskipa. „Varðskipið Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar 200 mílur. Óðinn er því sögulegt tákn um sigur lítillar eyþjóðar yfir heimsveldi Breta,” segir Guðmundur Hallvarðsson. Hugmynd Guðmundar hlaut mikið fylgi og húsfyllir var á stofnfundi Hollvinasamtakanna. Meðal ræðumanna á stofnfundinum voru forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Einu og hálfu ári eftir stofnfundinn er draumur Guðmundar og félaga hans orðinn að veruleika. ,,Nú á 70 ára afmæli Sjómannadagsins er Óðinn kominn loksins kominn í örugga höfn. Árni Matthiesen fjármálaráðherra og Björn Bjarnason dómsmálráðherra hafa fyrir hönd ríkisins afhent Hollvinasamtökunum skipið. Óðinn var ekki lengi í okkar vörslu, því samtökin fólu í kjölfarið Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík skipið til varðveislu. Nú liggur Óðinn við bryggju við Víkina og er hluti af þessu merkilega safni,” segir Guðmundur. „Ég skora á sem flesta og gera sér ferð í Víkina og skoða þetta glæsilega skip sem beinlínis angar af sögu. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að ganga um skipið sem smíðað var árið 1960 og sjá með eigin augum hvernig búið var að skipverjum og íbúð skipherrans á örugglega eftir að koma mörgum á óvart. Inn af henni er gestaíbúð, svo kölluð forsetaíbúð, en Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseti okkar, nýtti sér það alloft að ferðast með Óðni.” Sigrún Magnúsdóttir, forstöðu- maður Víkurinnar, segir að vandfundinn sé glæsilegri safngripur en varðskipið Óðinn. „Það er mikill fengur í skipinu og Óðinn verður mikil lyftistöng fyrir Víkina, sjóminjasafn Reykjavíkur. Óðinn kominn í höfn

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.