Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 2

Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjöldi báta var á Pollinum á Akureyri í gær, sumir að koma inn til löndunar og aðrir að halda til veiða. Strandveiðar máttu hefjast á mánudag en strandveiðimenn í Eyjafirði kom- ust ekki út fyrr en í gær vegna veðurs. Veiðimenn sem rætt var við í gær töldu að þokkalegt fiskirí hefði verið hjá öllum. Athygli vakti að þorskurinn var stútfullur af loðnu. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Krökkt af strandveiðibátum á Pollinum þegar loks gaf til veiða Guðni Einarsson gudni@mbl.is Svartolíumengun sem skaðað hefur sjófugla við suðurströndina marar mögulega í kafi og sést því ekki á yfirborðinu. Umhverfisstofnun (UST) skoðar nú í samvinnu við Landhelgisgæsluna og með aðstoð haffræðings hjá Hafrannsóknastofn- un hvort mengunin geti tengst skips- flaki á hafsbotni. Nokkurn tíma mun taka að kanna það út frá hafstraum- um og öðrum nauðsynlegum gögn- um ásamt upplýsingum um staðsetn- ingu skipsflaka á svæðinu, samkvæmt frétt UST. „Við vonum að það komi fljótlega eitthvað út úr þessum líkanaútreikn- ingum og að það geti að minnsta kosti hjálpað okkur að skilgreina svæði sem ástæða er til að skoða nánar,“ segir Sigurrós Friðriksdótt- ir, teymisstjóri hjá UST. Fundist hafa yfir 100 olíublautir fuglar í fjörum í Vestmannaeyjum og við suðurströndina í vetur. UST hef- ur fengið flestar tilkynningar um svartolíublauta fugla á svæðinu frá Víkurfjöru og vestur fyrir Dyrhóla- ey, auk Vestmannaeyja. Eins eru dæmi um olíublauta fugla vestur við Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Mest hefur fundist af langvíu og æðarfugli en líka stöku skarfur og lundi. Samkvæmt greiningu á sýnum úr fjöðrum fuglanna er í öllum tilvikum um sams konar svartolíu að ræða. Ekki hefur orðið vart svartolíu- mengunar í fjörum þar sem fuglarnir hafa fundist. Þá hefur ekki heldur sést olíumengun á yfirborði sjávar í flugferðum Landhelgisgæslunnar yfir svæðið eða á gervitunglamynd- um frá Siglingaöryggisstofnun Evr- ópu (EMSA). Tilmæli um að láta vita Sigurrós segir að nú sé unnið eftir þeirri tilgátu að olíumengunin nái ekki upp á yfirborðið. Fuglategund- irnar sem hafa lent í svartolíunni eiga það sameiginlegt að kafa eftir æti, þótt þær fari misjafnlega djúpt. Mögulega hafa fuglarnir lent í olíunni þegar þeir kafa. Landhelgisgæslan sendi tilmæli til sjófarenda um að láta vita ef þeir yrðu varir við olíumengun á þessu svæði. Engin slík tilkynning hefur borist enn sem komið er, að sögn Sigurrósar. Olíumengunin líklega neðansjávar  Svartolíumengun gæti komið frá skipsflaki  Mengunin kann að mara í kafi  Sjófuglar sem kafa eftir æti hafa lent í olíunni  Margir fuglanna hafa drepist Ljósmyndir/Margrét Lilja Magnúsdóttir Langvía Svartolíublautur fugl og svo eftir hreinsun hjá Sea Life Trust. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir ljóst að það hefði verið mjög gott ef ríkið hefði lokið við sölu á Íslandsbanka fyrir heimsfaraldur kórónuveiru sem nú geisar og hefur haft mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sölu á Íslandsbanka og Lands- banka hefur verið frestað um óákveð- inn tíma vegna faraldursins. „Ég hef verið mjög áfram um að losa um eignarhlut ríkisins í bankan- um. Það hafa margir efast en í augna- blikinu er að minnsta kosti ljóst að það hefði verið mjög gott að vera búin að selja,“ segir Bjarni um Íslandsbanka. Höggið tvöfaldur sáttmáli Hluta af því sem fengist fyrir Ís- landsbanka átti að nota til að fjár- magna samgöngusáttmála höfuð- borgarsvæðisins. Bjarni segir að þótt sölu á Íslandsbanka hafi verið frestað þýði það ekki að forsendur fyrir sátt- málanum séu brostnar. „Viðbótarhalli ríkissjóðs er stærri en tvöfaldur höfuðborgarpakkinn sem átti að koma til framkvæmda á næstu tólf árum,“ segir Bjarni um samgöngusáttmálann. Þörf er á að yfirfara efnahagsáætl- un næstu ára og fjármögnun á út- gjöldum ríkissjóðs vegna faraldursins að sögn Bjarna. Hann bendir á að sveitarfélögin hafi kallað eftir stuðn- ingi og því óljóst hvort þau geti far- ið í þær fjárfest- ingar sem sam- göngusáttmálinn krefst. Útilokað hefði verið að fá gott verð fyrir Íslands- banka í faraldri. „Ég held einfaldlega að það sé ekki tímabært að taka neinar ákvarðanir um sölu á fjármálafyrirtæki við þess- ar aðstæður. Ef við ætlum að ávaxta virði bankans þurfum við að velja tímasetninguna vel,“ segir Bjarni. Hefði verið gott að vera búin að selja Íslandsbanka  Áform um sölu Íslandsbanka og Landsbanka sett á ís Bjarni Benediktsson Sea Life Trust í Vestmanna- eyjum fékk um 25 olíublauta fugla til hreinsunar í vetur, þar af einn úr Reynisfjöru. Um helmingurinn var mengaður af svartolíu og sá fyrsti svartolíu- blauti kom í lok febrúar. Allt voru það langvíur. „Það hefur gengið ágætlega að þrífa fuglana. Við erum með góða sápu og ágætis aðferðir,“ sagði Margrét Lilja Magnús- dóttir, líffræðingur hjá Sea Life Trust. Aðstaða til þrifa er hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Flestir náðu sér en sumir voru örmagna eða höfðu fengið olíu í lungu eða meltingarveg og drápust. Engir fuglar komu síð- asta mánuðinn. Flestum varð bjargað OLÍUBLAUTAR LANGVÍUR 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.