Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 4

Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Ragnhildur Þrastardóttir Jóhann Ólafsson Ekkert nýtt smit kórónuveiru hef- ur greinst hérlendis síðan 2. maí og taka næstu tilslakanir á samkomubanni og aðgerðum vegna veirunnar að öllum líkindum gildi 25. maí næstkomandi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarna- læknis. Þá ætti að vera mögulegt að opna líkamsræktarstöðvar að nýju eins og eigendur þeirra hafa kallað eftir síðan Þórólfur sagði að sund- laugar yrðu að öllum líkindum opnaðar að nýju 18. maí. Þrátt fyrir að eldra fólk sé í áhættuhópi vegna Covid-19 er sjö af þeim átta sem greinst hafa með veiruna og eru um og yfir tírætt batnað. Einn á tíræðisaldri er þó enn með virkt smit. Enginn í þessum aldurshópi hefur fallið frá vegna veirunnar hérlendis. Flest virk smit eru hjá fólki á sextugsaldri eða sjö talsins en fæst hjá aldurshópum yfir hundrað ára og undir tólf ára en þar fyr- irfinnast engin virk smit. Þrír lágu á Landspítala vegna Covid-19 í gær en enginn á gjör- gæslu og hefur enginn verið á gjörgæslu vegna sjúkdómsins síð- an 28. apríl. Þá var Covid-19-sjúk- lingur síðast í öndunarvél á Land- spítala 26. apríl. Einungis 39 virk smit eru nú í samfélaginu. Ferðalög tekin til skoðunar Þrátt fyrir þessa miklu rénun smits og veikinda sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upp- lýsingafundi almannavarna í gær að eitthvað væri enn í land. „Það er óraunhæft að telja að þessi veira sé horfin.“ Þórólfur tilkynnti á fundinum í gær að unnið væri að því að opna aftur á ferðamennsku „á þann hátt að það gæti verið tryggt fyrir al- menning hér að veiran komi ekki inn aftur“. Eins og staðan er núna þurfa allir sem koma til landsins, ferða- langar og heimamenn, að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna. Þær reglur gilda til 15. maí en ekki er vitað hvað verður eftir þá dagsetningu. Þórólfur sagði að það væri ákveðin áskorun að reyna að opna fyrir ferðamennsku og tryggja að veiran kæmist ekki aftur til lands- ins. Nokkrar leiðir væru færar í stöðunni og eru þær nú til skoð- unar. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er mikill þrýstingur, eðli- legur þrýstingur, að reyna að opna landið eins mikið og hægt er,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði að það væri nauð- synlegt fyrir þjóðfélagið að rétta efnahagslega úr kútnum eins og hægt er og hann og þau sem staðið hefðu að upplýsingafundunum myndu svo sannarlega taka þátt í því. „Eins og ég hef sagt þá eru heilsufarssjónarmiðin efst á baugi hjá okkur en við reynum að aðlaga okkur og taka tillit til annarra sjónarmiða eins og mögulegt er.“ Ákveðið hefur verið að draga úr sóttvarnaaðgerðum á hjúkrunar- heimilinu Eir í áföngum en smit kom upp hjá starfsmanni endur- hæfingardeildar nýlega. Nú er þó komið í ljós að starfsmaðurinn var líklega kominn yfir Covid-19-sjúk- dóminn fyrir komu á Eir. 51.663 sýni hafa verið tekin 1.750 hafa náð bata 10 einstak-lingar eru látnir 3 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 39 einstaklingar eru með virkt smit og eru í einangrun 19.380 hafa lokið sóttkví 743 eru í sóttkví 1.799 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 Flestum um tírætt hefur batnað  Næstu tilslakanir taka líklega gildi 25. maí næstkomandi  Sjö af þeim átta sem eru um og yfir tírætt og hafa greinst með veiruna er nú batnað  Engin ný smit síðan 2. maí en veiran er þó ekki horfin Ljósmynd/Lögreglan Læknir Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að slakað yrði rólega á aðgerðum. 20% 15% 10% 5% 0% Mars Apríl Maí Sýkla- og veirufræðideild LSH Íslensk erfðagreining Heimild: covid.is Alls hafa 51.663 sýni verið tekin Hlutfall smita af fjölda sýna, 7 daga meðaltal Verkfall tæplega 300 starfsmanna Eflingar í Kópavogsbæ, Seltjarnar- nesbæ, Mosfellsbæ og sveitar- félaginu Ölfusi skall á af fullum þunga í gærmorgun. Húsnæði fjög- urra skóla í Kópavogi er lokað nem- endum vegna verkfallsins og áhrifa gætir í fleiri skólum og á leik- skólum. Á Seltjarnarnesi fá sumir nemendur nú aðeins að mæta annan hvern dag. „Mér sýnist samantektin eftir daginn vera sú að það voru ekki nein skýr verkfallsbrot eða ásetnings- brot, en það var ákveðinn skortur á samvinnuvilja hjá Kópavogsbæ, sem var mjög miður,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í gærkvöldi, en verkfalls- verðir á vegum félagsins kynntu sér aðstæður víða í gær. Sviðsstjóri velferðarsviðs Kópa- vogs neitaði að svara spurningum verkfallsvarða Eflingar og vísaði á upplýsingafulltrúa bæjarins eða Ár- mann Kr. Ólafsson bæjarstjóra. Grunur um eitt verkfallsbrot kom upp í Kópavogi. Ekki hefur verið boðað til samningafundar í kjaradeil- unni og Viðar vildi ekki tjá sig um það hvort viðræður milli samnings- aðila hefðu átt sér stað síðan síðast var fundað á mánudag. thor@mbl.is Engin skýr verkfallsbrot  Félagsmenn Eflingar í verk- fallsvörslu í gær Morgunblaðið/Eggert Verkfallsvarsla Verkfallsverðir gripu í tómt hjá velferðarsviði Kópavogs. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á mánudag að gera ráð fyrir því að öll þau 236 ungmenni sem sóttu um sumarvinnu hjá Garðabæ, á áð- ur auglýstum umsóknarfresti, muni fá sumarstörf hjá bænum. Áður höfðu 199 þeirra verið skráð á biðlista eftir störfum en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir að mun fleiri ungmenni, á aldrinum 17-25 ára, hafi sótt um sumarstörf hjá Garða- bæ nú en í fyrrasumar. Aukningin er sambærileg þeirri aukningu á aðsókn sem varð eftir hrun. „Við horfum til þess að það sé mikilvægt fyrir unga fólkið að hafa störf í sumar til þess að hafa rútínu á lífinu auk þess sem við lít- um svo á að við fáum ýmis verk unnin. Við erum að skoða ýmis ný störf en þetta er gríðarlegur kostnaðarauki fyrir okkur,“ segir Gunnar. Um 195 milljóna kostnaðarauka er að ræða en áður var gert ráð fyrir 120 milljóna króna launa- kostnaði fyrir sumarstörfin. Garðabær ætlar að sækja um fjárveitingar til Vinnumálastofn- unar vegna þeirra nýju starfa sem bærinn ætlar sér að skapa en einn liður í efnahagsaðgerðum stjórn- valda vegna COVID-19 er að skapa 3.000 sumarstörf fyrir námsmenn hjá hinu opinbera. Meðal nýrra starfa sem Garða- bær stefnir á að skapa fyrir sum- arið eru fjölbreytt umhverfisstörf, störf á sviði skapandi lista, störf sem snúa að stjórnsýslu og þjón- ustu við bæjarbúa, störf sem tengj- ast nýsköpun og stafrænni þjón- ustu sem og störf sem tengjast velferð og vellíðan í heilsueflandi samfélagi. „Það er auðvitað fullt af há- skólafólki sem er komið langt í sínu námi sem gæti hjálpað okkur við ýmislegt,“ segir Gunnar en störfin verða þó ekki bundin við námsmenn. ragnhildur@mbl.is Öll sem sóttu um fá störf  Garðabær stefnir á um 200 ný störf fyrir ungt fólk Gunnar Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.