Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Menningarfulltrúar sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu eru að bera saman bækur sínar varðandi hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn og aðra viðburði í sumar. Það auð- veldar starf þeirra að í gær gaf sótt- varnalæknir það út að tveggja metra reglan væri ekki algild eftir því sem leyfðar væru stærri samkomur. Að- eins þyrfti að gæta þess að þeir sem þyrftu og vildu ættu kost á tveggja metra svigrúmi. Brýnast er að skipuleggja hátíða- höldin 17. júní. Ljóst er að forsætis- ráðherra og Reykjavíkurborg munu ekki stefna fjölda fólks niður á Austurvöll, eins og lengi hefur verið siður. Ekki liggur fyrir hvernig að þessu verður staðið. Sú hugmynd hefur komið upp, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytji ávarp sitt í beinni útsendingu í sjónvarpi og fjallkonan muni sömu- leiðis lesa ljóðið á þeim vettvangi. Arna Schram, sviðsstjóri menn- ingar- og ferðamálasviðs Reykjavík- urborgar, segir stefnt að því að færa viðburði inn í hverfin. Sú hugmynd hafi komið upp að vera með tónlist- arfólk á bíl sem aki á milli hverfa. Allt sé þetta háð reglum samkomu- bannsins og leyfi almannavarna. Jafnframt verði lögð áhersla að prýða borgina enn meira en nú er með blómum og fánum. Funda um málið í dag Menningarfulltrúar sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu funda í dag um stöðuna, eftir að sóttvarna- læknir kynnti sína sýn á tveggja metra regluna. Hulda Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar, segir að halda þurfi alla viðburði með nýj- um hætti og verið sé að huga að því í stjórnkerfi bæjarins og með sam- starfsaðilum. Rafrænn forsætis- ráðherra 17. júní  Hugað að fyrirkomulagi viðburða Nýtt og fullkomið frystiskip, Ilivi- leq, kom til hafnar í Reykjavík í fyrradag, en það er í eigu dóttur- félags Brims á Grænlandi sem er í 100% eigu Brims. Skipið er skráð í Qaqortoq á Suður-Grænlandi og er eitt það fullkomnasta í Norður- Atlantshafi, segir í frétt á heima- síðu Brims. Skipið var smíðað í Gij- on á Norður-Spáni og er 81,8 metrar að lengd, 17 metra breitt og um 5.000 brúttótonn að stærð. Rolls Royce í Noregi hannaði skipið í samstarfi við Brim. Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi, sem og sjálf- virkni. Aðstaða skipverja er eins og best verður á kosið. Fullkominn búnaður er til flökunar og fryst- ingar og fiskimjölsverksmiðja frá HPP er í skipinu þannig að allur afli verður fullnýttur. Afkastageta vinnslunnar getur verið allt að 150 tonn á sólarhring. Flökunarvélar koma frá Vélfagi á Ólafsfirði. Skip- ið er búið nýrri kynslóð af vélum frá Bergen-Diesel og Rolls-Royce með 5.400 kW afli. Ilivileq til hafnar í Reykjavík í fyrradag, nýsmíði í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi Nýtt og fullkomið frystiskip Morgunblaðið/Eggert Í Sundahöfn Skipstjóri á heimsiglingunni frá Spáni til Reykjavíkur var Páll Þór Rúnarsson. Ilivileq er tæplega 82 metrar á lengd. HSVeitur hf. - Opið söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Kviku, fyrir höndHafnarfjarðarkaupstaðar, auglýsir eftir kauptilboðum í 15,42% hlut bæjarins í HS Veitum hf. Félagið var stofnað 1. desember 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðunesja hf. í HS Veitur hf. og HS Orku hf. HS Veitur eru á meðal leiðandi fyrirtækja á sínu sviði og starfa á Suðurnesjum, víða á Suðurlandi og á syðsta hluta höfuðborgarsvæðisins. Félagið sér um dreifingu og sölu á heitu vatni auk vatnsöflunar, dreifingar og sölu á köldu vatni á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Félagið annast dreifingu á rafmagni á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Garðabæ og í Árborg að öllu leyti eða að hluta. Höfuðstöðvar HS Veitna eru í Reykjanesbæ og hjá félaginu starfa um 95 manns. Hluthafar í félaginu eru fjórir en þeir eru: Reykjanesbær með 50,10% hlut, HSV Eignarhaldsfélag slhf. með 34,38% hlut, Hafnarfjarðarbær með 15,42% hlut og Suðurnesjabær með 0,10% hlut. Frá ogmeðfimmtudeginum7.maí 2020 getafjárfestar semundirrita ferlisbréf og skila umbeðnumupplýsingumumfjárhagslega getu fengið afhend sölugögnumfélagið. Áhugasamir fjárfestar eru beðnir um að hafa samband við fyrirtækjaráðgjöf Kviku með tölvupósti á netfangið hsveitur@kvika.is Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Sígaretta á frægri mynd af Bubba Morthens var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni vegna söng- leiksins Níu lífa sem fjallar um ævi Bubba Morthens rétt fyrir frum- sýningu í mars eftir að Borgarleik- húsinu bárust kvartanir vegna síg- arettunnar. Þetta staðfestir Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Borgar- leikhússins. Heimildir Morgunblaðsins herma að leikhúsinu hafi borist kæra vegna myndarinnar. „Við fengum ábendingar frá mörgum og fórum í smá skoðun með þetta. Við litum fyrst á það þannig að við værum þarna að nota mynd sem væri heimild um Bubba Morthens og væri orðin fræg. Svo komu fram raddir um að sígarettan stuðlaði að reykingum. Að skoðuðu máli vildum við ekki fara á móti því forvarnarstarfi sem hefur verið unnið,“ segir Pétur. Spurður hvort ekki sé um rit- skoðun að ræða segir Pétur: „Það er það sem við sögðum fyrst. Við vorum bara með íkoníska mynd af Bubba Morthens sem er heimild um hann. Ef maður fer í gegnum veggspjöld hjá leik- og kvikmyndahúsum um allan heim þá er mjög algengt að reykjandi fólk sé á þeim.“ „Mökkreykti“ á þessum tíma Síðar var leik- húsinu bent á að þar sem um aug- lýsingu væri að ræða væri ólög- legt að hafa á henni sígarettu, jafn- vel þótt ætlunin væri að auglýsa söngleikinn, ekki sígarettuna. Myndinni var fyrst breytt í face- bookauglýsingum Borgarleikhúss- ins á söngleiknum fyrir áramót. Um það segir Bubbi sjálfur: „Bubbi á þeim plakötum bara ákvað að hætta að reykja. Við erum komin í þjóðfélag þar sem stóri bróðir er kominn yfir og allt um kring, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Myndin er frá árinu 1980 og er tekin rétt hjá Naustinu í Vestur- bænum. Bubbi telur miður að ekki megi sýna sanna mynd af því sem var. „Ég byrjaði að reykja sex ára gamall og ég mökkreykti 1980. Það væri mjög ankannalegt að ætla að fara að ritskoða það með einhverj- um hætti. Það er bara kjaftæði.“ Bubbi segir að einhverjir haldi því fram að hann sé fyrirmynd og því sé hann að stuðla að reykingum ef hann sést með sígarettu í munn- viki. Það segir Bubbi fásinnu en hann sagði þó skilið við sígarettur árið 2005. Ekki náðist í Brynhildi Guðjóns- dóttur borgarleikhússtjóra vegna málsins. Breyttu „íkonískri“ mynd af Bubba  Sígaretta fjarlægð af öllu helsta markaðsefni Níu lífa  Bubbi segir miður að ekki megi sýna sanna mynd af fortíðinni  Heimildir Morgunblaðsins herma að leikhúsinu hafi borist kæra vegna myndarinnar Plaköt/Borgarleikhúsið Plaköt Hér má sjá hvernig myndinni hefur verið breytt á öllu helsta mark- aðsefni. Hana er þó enn að finna á einhverju efni að sögn Péturs Rúnars. Bubbi Morthens

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.