Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Við gætum fyllsta
hreinlætis og fylgjum
ráðleggingum um sóttvarnir
í öllum okkar viðskiptum.
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI • AKUREYR
VESTMANNAEYJUM
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra segir að þegar mest var
hafi um 140 starfsmenn unnið á
neyðarvakt borgaraþjónustunnar
vegna kórónuveirufaraldursins.
„Það hjálpaði okkur öðru fremur
að hafa gott starfsfólk sem var tilbú-
ið að leggja mikið á sig. Ég er mjög
stoltur af mínu fólki. Borgaraþjón-
ustan er alltaf til staðar en í þessu til-
felli þurfti að kalla til fólk sem er alla
jafna ekki að
sinna þessum
störfum. Viðhorf
og framganga
starfsmanna ut-
anríkisþjónust-
unnar var til
fyrirmyndar. Við
höfum fundið
mikla jákvæðni
hjá fólki sem
nýtti sér þjón-
ustuna og að-
standendum þeirra,“ segir hann.
Þá eigi það þátt í árangrinum að
ráðist hafi verið í breytingar á utan-
ríkisþjónustunni eftir að hann tók
við sem ráðherra, en um þær sé
fjallað í skýrslunni Utanríkisþjón-
usta til framtíðar. Það hafi meira og
minna allt komið til framkvæmda.
„Nýja skipulagið átti þátt í að við
gátum brugðist hratt við á skömm-
um tíma. Það var ekki einungis
starfsfólkið í ráðuneytinu á Rauðar-
árstígnum, heldur sömuleiðis starfs-
fólkið á sendiskrifstofunum víða um
heim sem lagði sitt af mörkum. Allir
lögðust á eitt um að hjálpa Íslend-
ingum að komast heim og ég held að
það megi segja að það hafi gengið
mjög vel,“ segir Guðlaugur Þór.
Að hans sögn sinna nú átta starfs-
menn ráðuneytisins verkefnum
vegna faraldursins, auk þess sem
aðrir átta skipta með sér vöktum um
kvöld og helgar. Jafnframt starfi að
minnsta kosti einn starfsmaður á 24
sendiskrifstofum um allan heim að
borgaraþjónustu tengdri veirunni.
Flestir komnir heim
Víða í Evrópu er verið að draga úr
ferðatakmörkunum sem settar voru
vegna faraldursins. Spurður hvort
margir Íslendingar séu á heimleið á
þessum tímamótum segir Guðlaugur
Þór að næstum allir Íslendingarnir
sem vildu hafi komist heim. Ein-
hverjir séu þó enn strandaðir ytra.
„Ég hef talað fyrir því á fundum
með norrænu ráðherrunum að þegar
ferðatakmörkunum verður aflétt og
landamæri opnuð verði Norðurlönd-
in í fararbroddi í þessu efni. Þannig
að þegar færi gefst getum við gengið
á undan með góðu fordæmi. Þá auð-
vitað með öllum fyrirvörum um að
gæta varúðar vegna faraldursins.
Við höfum enda ekki áhuga á að tefla
þeim árangri sem við höfum náð í tví-
sýnu,“ segir Guðlaugur Þór.
Aðferðafræðin í mótun
Guðlaugur Þór segir aðspurður að
aðferðafræðin við opnun landamær-
anna sé í mótun. Verkefnið sé ekki á
borði utanríkisráðherra heldur sé
hópur á vegum ríkisstjórnarinnar –
ráðherrar, embættismenn og sér-
fræðingar á heilbrigðissviði – að
skoða ýmsar leiðir til að geta heim-
ilað ferðalög að nýju. Meðal annars
sé til umræðu hvort sett skuli skil-
yrði fyrir ferðalögum. Mikil áhersla
verði lögð á að tryggja að ekki verði
bakslag í baráttunni.
Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi.
„Markmiðið er skýrt. Við munum
ekki ná fullum bata í efnahagslífinu,
hvorki við Íslendingar né aðrir,
nema landamæri verði opnuð á ný.
Til þess að geta opnað á einhverjar
ferðir þarf að viðhafa allra handa
varúðarráðstafanir sem við erum að
skoða og auðvitað aðrir líka. Hvað
varðar utanríkisþjónustuna hef ég
lagt áherslu á þetta í samtölum mín-
um við kollega mína á Norðurlönd-
um og í Eystrasaltsríkjunum. Sömu-
leiðis hef ég falið sendiráðunum að
kanna með óformlegum hætti hvort í
löndum sem hafa náð bestum
árangri í baráttunni gegn veirunni sé
vilji til tvíhliða samskipta.“
Of snemmt að nefna daginn
Spurður hvort jafnvel verði hægt
að heimila ferðalög til norræna landa
í ágúst telur Guðlaugur Þór ótíma-
bært að ræða dagsetningar í þessu
efni. Þá ítrekar hann að málið sé ekki
á forræði utanríkisráðuneytisins
heldur sé um að ræða samvinnu-
verkefni ríkisstjórnarinnar.
„Það sem skiptir máli er að vera
tilbúin þegar tækifærin gefast. Það
þurfa allir að vera á sama stað en
löndin eru á misjöfnum stað hvað
faraldurinn varðar. Ég legg áherslu
á að þeir fiska sem róa og að við sitj-
um ekki með hendur í skauti og bíð-
um eftir að eitthvað gerist, heldur
höfum frumkvæði þegar færi gefst.
Það er ljóst að á einhverjum tíma-
punkti munu landamærin opnast og
þá er best að vera búin að vinna und-
irbúningsvinnuna til að svo megi
verða. Við höfum sem þjóð orðið
fyrir gríðarlegu tekjufalli og það er
mjög mikilvægt að auka verðmæta-
sköpun eins hratt og mögulegt er.
Það er og verður í forgangi hjá utan-
ríkisþjónustunni að styðja við út-
flutningsfyrirtækin í landinu sem
aldrei fyrr,“ segir Guðlaugur Þór.
Árangur skapar tækifæri
- Ólafur Ragnar Grímsson, fv. for-
seti Íslands, segir það fela í sér mikil
tækifæri fyrir Ísland hversu vel hafi
gengið að halda faraldrinum niðri.
Tekurðu undir það?
„Ég held að í þessari erfiðu stöðu
séu tækifæri og það er góð saga að
segja frá því hvernig við höfum tekið
á þessum málum. Við þurfum þó auð-
vitað að vera meðvituð um að sig-
urinn er ekki í höfn og að það geti
alltaf komið bakslag í þessi mál, bæði
hjá okkur og annars staðar. Landið
og ferðaþjónustan er þannig byggð
upp að Ísland ætti að vera mjög að-
laðandi fyrir þá sem vilja ferðast.
Hér er ekki mikil mannmergð, land-
ið er stórt og bent hefur verið á
mögulegar lausnir fyrir ferðalög
meðan þau eru svona takmörkuð,“
segir Guðlaugur Þór. Það hafi farið
víða hversu vel baráttan gegn veir-
unni hafi gengið á Íslandi.
Fjarfundir festa sig í sessi
Spurður hvort faraldurinn muni
hafa varanleg áhrif á starfsemi utan-
ríkisráðuneytisins segist hann hafa
sett á fót stýrihóp sem kanni hvaða
lærdóm megi draga af faraldrinum.
„Hvað snertir utanríkisþjón-
ustuna er eitt af því sem er að mínu
áliti jákvætt í þessu erfiða ástandi,
að við höfum haft miklu fleiri fjar-
fundi en áður. Við höfum kallað eftir
því í samskiptum við önnur ríki en
það hefur verið takmarkaður áhugi á
því til þessa. Það er hins vegar aug-
ljóst, sérstaklega þegar um náin og
mikil samskipti er að ræða, til dæmis
á Norðurlöndum, og þegar fólk
þekkist vel og hefur lengi átt sam-
starf, að það sé auðvelt að kalla sam-
an svona fundi með skömmum fyrir-
vara sem geta verið árangursríkir.
Það er minn vilji að svo megi verða.“
Forsenda viðreisnar hagkerfisins
Morgunblaðið/Eggert
Í Bankastræti Þegar veiran var farin að breiðast um heiminn mátti sjá ferðamenn með grímur.
Ungverjar hafa lagt fram sérkröfur um ráðstöfun fjár
úr uppbyggingarsjóði EES og Noregs til Ungverjalands.
Fjallað hefur verið um málið í norskum fjölmiðlum
og hefur Ine Marie Eriksen, utanríkisráðherra Noregs,
sagt að ekki verði orðið við kröfum Ungverja.
Guðlaugur Þór segir aðspurður að afstaða íslenska
utanríkisráðuneytisins sé skýr í þessu efni. Fylgja
verði umsóknarreglum til að fá styrki úr sjóðnum.
„Við höfum ekki viljað hvika frá þeim prinsippum
sem lagt var upp með og þeim reglum sem eru til stað-
ar. Það er samstaða um það meðal EFTA-ríkjanna að
frá þeim verði ekki hvikað,“ segir Guðlaugur Þór.
Spurður hvort komið hafi til umræðu að endurmeta
fjárhæðirnar sem varið er í þessa styrki, með hliðsjón
Munu ekki verða við kröfum Ungverja
DEILUR UM UPPBYGGINGARSTYRKI
af því að mörg löndin sem þiggja styrkina hafa þróast
efnahagslega á þessari öld, bendir Guðlaugur Þór á að
nú séu önnur umsóknarríki en í upphafi. Núverandi ríki
taki mið af stækkun ESB til austurs á síðasta áratug.
„Ég hef rætt þessi mál við forystumenn Evrópusam-
bandsins. Mín skoðun er að þegar við erum að taka
þátt í verkefnum sem þessum þurfi auðvitað meðal
annars að taka tillit til þess að við erum ekki með full-
an markaðsaðgang að fiski inn í Evrópusambandið.
Sömuleiðis þegar kemur að tollasamningum við
Evrópusambandið en ég hef talið eðlilegt að ræða
þessi mál öll saman,“ segir Guðlaugur Þór. Framlag Ís-
lands til sjóðsins sé mismunandi milli ára, að jafnaði
hundruð milljóna á ári.
Utanríkisráðherra segir þjóðina hafa gríðarlega hagsmuni af að greiða fyrir utanríkisviðskiptum á ný
Unnið sé að tillögum um ferðalög Um 140 manna starfslið hafi tryggt að Íslendingar kæmust heim
Guðlaugur Þór
Þórðarson
„Í ljósi ástandsins var nauðsynlegt
að endurskoða stöðuna í kaupum á
þyrlum, í stað þess að kaupa nýjar
erum við að framlengja núverandi
leigusamninga og þannig spara
ríkinu 11,5 milljarða,“ segir Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála-
ráðherra en eins og kom fram í
Morgunblaðinu í gær hefur útboði
á kaupum á þremur þyrlum fyrir
Landhelgisgæsluna (LHG) verið
frestað til ársins 2022.
Áslaug Arna bendir á að í fyrir-
liggjandi fjármálaáætlun 2020-
2024 sé gert ráð fyrir að verja 12,1
milljarði króna til verkefnisins, til
viðbótar 1,9 milljörðum sem veittir
voru á fjárlögum 2019, sem sam-
tals geri 14 milljarða króna. Á
móti hafi verið gert ráð fyrir 1.406
milljóna króna lækkun leigu-
greiðslna.
Hún segir leigu tveggja þyrlna
sem nú eru í rekstri Landhelgis-
gæslunnar vera fullfjármagnaða af
rekstrarfé.
„Endanlegt leiguverð þriðju
þyrlunnar liggur ekki fyrir og fer
eftir aldri, afkastagetu og búnaði.
Þá er gert ráð fyrir að söluverð-
mæti TF-LIF geti verið allt að 660
millljónir króna. Markmið útboðs-
ins er að tryggja að LHG fái af-
hentar þrjár fullkomnar björgun-
arþyrlur. Það verður einnig tryggt
með leigunni og útboðinu frestað
til 2022,“ segir Áslaug Arna í skrif-
legu svari til Morgunblaðsins
Nauðsynlegt var að
endurskoða stöðuna
Leiga á tveimur þyrlum fjármögnuð