Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Við opnum á ný arionbanki.is Þriðjudaginn 12. maí n.k. munum við opna útibúin okkar um allt land. Opnunartími verður fyrst í stað skertur víða, en mun lengjast eftir því sem samkomuhöftum verður aflétt. Í stærri útibúum mælumst við áfram til að viðskiptavinir bóki tíma með því að panta símtal á arionbanki.is. Einnig hvetjum við til að allir sem eiga þess kost nýti stafrænar þjónustuleiðir bankans. Allar nánari upplýsingar um opnunartíma útibúanna er að finna á arionbanki.is/utibu. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér hefur alltaf þótt gaman aðpúsla. Ég hef púslað mjög mikiðum ævina, svo það var kærkomiðað hafa svona mikinn tíma til að sinna þessu áhugamáli nú á veirutímum,“ segir Jónína Björg Grétarsdóttir, eða Ninna eins og hún er alltaf kölluð, sem gerði sér lítið fyrir og púslaði ellefu risastór púsl í apríl- mánuði einum. „Ég er langt komin með tólfta púslið. Þetta voru allt þúsund bita púsl, nema eitt sem var fimm hundruð bita. Mér reiknast þá til að ég hafi handleikið og raðað tólf þúsund og fimm hundruð púslbitum í þessari covid- tíð,“ segir Ninna og hlær. „Og nóg er eftir, ég er ekkert hætt að púsla. Ég held ég eigi tíu púslpakka í viðbót sem ég get dregið fram, þetta eru fleiri en tuttugu púsl í það heila sem ég á til í geymslum mínum.“ Situr við þegar hún er á annað borð byrjuð Þegar Ninna er spurð hvað sé svona frá- bært við að púsla segir hún það fyrst og fremst vera róandi. „Þetta er líka spennandi, því öll mín púsl eru þannig að ég hef enga fyrirmynd til hlið- sjónar þegar ég byrja að púsla. Allt eru þetta púsl þar sem myndin sem á að púsla er af ein- hverju sem fólkið á myndinni á kassanum horfir á. Púslarinn hefur því ekki hugmynd um hvað það er. Maður verður bara að byrja einhvers staðar og svo kemur í ljós hvaða mynd þetta er. Mér finnst það gera þetta enn skemmtilegra, erfiðara og meira spennandi,“ segir Ninna og bætir við að hún púsli líka í tölvunni. „Ég fæ seint nóg af því að púsla.“ Þegar Ninna er spurð hversu lengi hún sé að púsla þúsund bita púsl segist hún oftast byrja á nýju púsli seinnipart dags og sé yfir- leitt langt komin með það þegar hún fer að sofa. „Ég sit nokkuð við þetta ef ég er á annað borð byrjuð. Þegar ég hef lokið við púsl rugla ég því jafnharðan aftur og pakka ofan í kassa, ég hef ekkert pláss til að láta þetta standa.“ Fór í fýlu í þrjú ár út í peysuna En Ninna lætur ekki duga að púsla af miklum móð, hún hefur líka nýtt heimavist í covid-tíð til að grípa í prjóna. „Ég hef dregið upp ýmislegt óklárað sem ég veit af inni í skápum hjá mér, til dæmis lopapeysu sem ég fór í fýlu út í fyrir þremur árum af því mér gekk svo illa með hettuna á henni. Ég henti henni bara inn í skáp þar sem hún hefur fengið að dúsa allan þennan tíma. Mér tókst að klára hana um daginn. Ég lauk líka við litla barnapeysu og nýtti garnafganga til að prjóna húfur á barnabörnin. Það er hægt að nýta tímann á svo margan hátt, ég kýs að gera það svona. Auðvitað förum við líka í göngutúra til að passa upp á hreyfing- una og tökum endalaust til heima hjá okkur,“ segir Ninna sem lenti í því líkt og margir að starfshlutfall hennar var minnkað niður í 25 prósent þegar covid-innilokun skall á. „Ég fer til vinnu tvisvar í viku eftir há- degi og einn dag fyrir hádegi, í þrjá tíma í senn,“ segir Ninna sem starfar hjá heildsölu. Árin 25 á Möðruvöllum voru góð Ninna og maður hennar Þóroddur Sveinsson fluttu til höfuðborgarinnar fyrir fjórum árum, en þau höfðu þá búið í 25 ár á Möðruvöllum í Hörgárdal. „Flutningarnir komu til af því að Þór- oddur var fluttur til í starfi, hann er lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og var tilrauna- stjóri á tilraunabúinu á Möðruvöllum. Við er- um bæði fædd og uppalin í Reykjavík, svo það er ekkert nýtt fyrir okkur að búa í höfuðborg- inni, en vissulega eru þetta viðbrigði, allt orð- ið stærra og umferðin þyngri en þegar við vorum yngri. Við förum auðvitað oft norður, við hefðum til dæmis verið fyrir norðan um liðna helgi, ef ekki væri fyrir veiruna, því barnabarnið okkar sem býr fyrir norðan á fjögurra ára afmæli. Erfiðust finnst okkur þessi einangrun frá öllum sem okkur þykir vænt um.“ Óstöðvandi púsldrottning í kófi Ninna hefur handleikið og raðað tólf þúsund og fimm hundruð púslbitum á kórónutímum. Hún er ekki nærri hætt, ætlar að bæta öðru eins við á næstu dögum. Þar fyrir utan púslar hún í tölvunni, dregur fram ókláraðar prjónaflíkur og leggur lokahönd á verkið, prjónar húfur úr garnafgöngum á barnabörnin og lætur sig hlakka til að fara norður í Hörgárdal þegar má. Ninna lætur sér ekki leiðast. Flott Peysan sem Ninna fór í fýlu út í. Úr afgöngum Flottar húfur á barnabörnin. Barnapeysa Ninna prjónaði þessa peysu á veirutímum. Morgunblaðið/Eggert Púsldrottning Ninna var að leggja lokahönd á tólfta púslið þegar ljósmyndara bar að garði. Hún er ekki lengi að því sem lítið er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.