Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Endurbygging elstu hlöðu á Íslandi, Skjaldbreiðar á Kálfatjörn á Vatns- leysuströnd, reist af þáverandi ábú- endum staðarins um 1850 og í notk- un alveg fram til 1999, er vel á veg komin og setur hlaðan mikinn svip á umhverfið eins og hún gerði forðum. Steinsnar frá stendur Kálfatjarnar- kirkja, ein stærsta og sumir segja fallegasta sveitakirkja á Íslandi, reist 1893. Aðeins er um hálftíma akstur frá Reykjavík að þessum forna kirkjustað þar sem menn geta notið einstakrar náttúru og skoðað margvíslegar minjar um búskap og útræði fyrri tíðar. Þar er líka Golf- klúbbur Vatnsleysustrandar með eftirsóttan golfvöll. Forysta áhugamanna Það er Minja- og sögufélag Vatns- leysustrandar sem forystu hefur haft um endurbygginguna. Það er 15 ára gamalt og hefur það að mark- miði að stuðla að varðveislu minja í sveitarfélaginu Vogum þar sem íbú- ar eru rétt um þrettán hundruð. Skjaldbreið er ekki eina verkefni félagsins. Það stendur einnig fyrir endurbótum á Norðurkoti, hinu gamla skólahúsi Vatnsleysustrand- ar, byggt 1903. Þá hefur félagið haft umsjón með viðgerð á gömlum báti, súðbyrðingi með engeysku lagi sem smíðaður var á fjórða áratugnum af bóndanum á Litlabæ, sem var í ná- grenni Kálfatjarnar. Verkin hafa verið unnin í samstarfi við sveitar- félagið og fleiri aðila og notið opin- berra styrkja. Jón Ragnar Daðason, húsa- og bátasmiður, er yfirsmiður endur- byggingar Skjaldbreiðar. Hann hef- ur mikla reynslu á þessu sviði, m.a. unnið fyrir Síldarminjasafnið á Siglufirði og Minjastofnun. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að lengi hefði verið óvissa um hve göm- ul hlaðan væri en skjöl sem nýlega fundust í Þjóðskjalasafni sýndu að hún væri byggð um 1850 og væri því eldri en hlaðan í Ólafsdal sem talin hefur verið hin elsta uppistandandi hér á landi. Grjótið úr nágrenninu Steinhleðsla Skjaldbreiðar er sögð einstök, en hún er tvöföld, þ.e. ytri og innri og loftbil á milli. Grjótið mun hafa komið úr næsta nágrenni, líklega fjörunni, en árið 1926 þegar fjós var byggt við hlöðuna var suður- veggur hennar steyptur upp en grjótið notað til þess að drýgja steypuna. Nokkur útlitsbreyting hefur orðið á hlöðunni í tímans rás. Þannig var settur kvistur á hana norðanverða 1946 til að auðvelda að- komu dráttarvélar með hey. Í desember 2007 fauk þak hlöð- unnar og hrundi þá einnig suður- veggur hennar frá 1926. Þetta óhapp varð til þess að meiri kraftur var settur í áform um endurbygginguna. Jón Ragnar segist hafa haft mikla ánægju af því gera Skjaldbreið upp og markmiðið sé að þar sé allt í sem upprunalegasta horfi þegar verkinu lýkur. En það sé ekki nóg að gera upp gömul hús, finna verði þeim hlutverk við hæfi svo ekki sæki allt í fyrra horf að nýju. Hann sér fyrir sér að Skjaldbreið gæti að hluta nýst sem minjasafn um búskap og útræði á Vatnsleysuströnd fyrr á tíð. Öflug útgerð var á staðnum um aldabil, enda fengsæl fiskimið ekki fjarri ströndinni, og þar bjuggu margir stöndugir útvegsbændur og höfðu þeir fjölda fólks í sinni þjón- ustu. Skjaldbreið væri líka hægt að nota fyrir fyrirlestra og samkomur, m.a. í tengslum við kirkjulegar at- hafnir í Kálfatjarnarkirkju. Elsta hlaða landsins endurbyggð  Gömul skjöl sýna að hlaðan Skjaldbreið, steinsnar frá Kálfatjarnarkirkju, er byggð um 1850  Eftir endurbygginguna getur hlaðan nýst sem minjasafn og fyrir ýmiss konar samkomuhald Morgunblaðið/Björn Jóhann Endurbygging Verkið er vel á veg komið eins og hér má sjá. Býli Búskapur var á Kálfatjörn til 1999 þegar þessi mynd var tekin. Vegleg Hleðslan er tvöföld með loftbili á milli, grjótið kemur úr fjörunni. Bygging Hlaðan, sem byggð var um 1850, stendur aðeins spölkorn frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Ljósmynd/Aðsend Morgunblaðið/Björn JóhannLjósmynd/Aðsend LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.