Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 hjolhysi.com Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið virka daga kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16 Uppblásin fortjöld og hjólhýsahreyfar Hjólhýsa mover Verð frá 169.000 kr. TRIGANO Lima 410 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 169.000 TRIGANO Lima 300 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 149.000 TRIGANO Bali XL Getur staðið eitt og sér. L 300 d 310 h 250-280 139.000 STÓR- KOSTLEGT VERÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hjá okkur gengur fé mikið saman í opnum löndum. Mikilvægt er að vera með eyrnamörkin ásamt plötumerkj- um og öðru. Það er liður í mjög öruggu merkingakerfi þar sem hægt er að rekja fé til eiganda, besta merkingakerfi sem þekkist í heim- inum,“ segir Ólafur R. Dýrmunds- son, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands og nú markavörður fyrir Landnám Ingólfs. Leitað var álits hans á frumvarpi landbúnaðarráðherra um að fella nið- ur skyldu bænda til að marka fé sitt. Frumvarpið er liður átaki stjórnarráðsins að grisja lög og reglugerðir á málasviði ráðherrans. Með því og öðru frumvarpi hans sem snýr að sjávarútvegi, fiskeldi og veiðimálum verða felldir á brott 34 lagabálkar. Nota lítil særingamörk Liður í því að einfalda stjórnsýslu við merkingu sauðfjár er að afnema markanefnd og skyldu bænda til að eyrnamerkja búfé sitt. Þau rök eru færð fram í athugasemd með frum- vörpunum sem nú eru til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd Alþingis að með svokölluðum plötumerkingum sé ekki sama þörf og áður á eyrna- mörkum. Lagt er til að sett verði í vald hvers og eins bónda að ákveða hvort hann eyrnamerki fjárstofn sinn. Talið er að með þessari breyt- ingu verði nokkur vinnusparnaður hjá bændum. „Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Það væri fróðlegt að vita við hverja haft hefur verið samráð,“ segir Ólaf- ur þegar leitað er til hans. Hann nefnir að eyrnamörkun hafi verið við lýði hér á landi frá landnámstíð og hafi verið og sé sums staðar enn not- uð í öðrum norrænum löndum og á Bretlandseyjum. Ólafur segir að ekkert í reglum Evrópusambandsins komi í veg fyrir notkun eyrnamarka, það hafi verið staðfest af eftirlitsmönnum, enda séu þau notuð í löndum innan ESB. Hér séu einnig notuð plötumerki eins og úti í Evrópu. Hann segir að dýravelferð sé eina hugsanlega ástæðan. „Ég er marka- vörður fyrir Landnám Ingólfs og hef lagt til að menn reyni að nota ekki mikil særingamörk, heldur lítil og nett mörk. Ég hef sjálfur sýnt for- dæmi í því og nota alheilt hægra og stig aftan vinstra. Það er fínt mark sem kallar á litla særingu.“ Hann bendir á að plötur geti dottið úr eyra. Það myndi frekar halda að hafa plötu í báðum eyrum en segir jafnframt að það yrði ekki í anda dýravelferðar að gata bæði eyrun og láta lömbin ganga með stórar plötur í báðum eyrum. „Ég lít þó mest á notagildi eyrna- markanna þegar verið er að draga fé í sundur í réttunum. Ef féð er ekki með mark og platan dettur úr þá er fénu ekið beint í sláturhús og afurð- unum hent,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að mikilvægt sé að rekja sláturafurðir heim á bú, ef upp koma sjúkdómar. Þá vilji margir neytendur vita hvaðan mat- vælin koma. Gefa sjálfir út markaskrár Þá er í frumvarpinu heimild til að fela öðrum aðila en Bændasamtökum Íslands að hafa umsjón með sam- ræmingu og gerð nýrra markaskráa og upptöku nýrra marka. Ólafur hafði umsjón með síðustu lands- markaskránni sem gefin var út 2012. Samkvæmt lögum á að gefa út markaskrá á átta ára fresti og þess vegna eru markaverðir landsins nú að undirbúa nýjar markaskrár. Segir Ólafur að þeir sem vilji birta mörkin sín í markaskrá standi undir kostn- aðinum. Þótt skrárnar séu gefnar út í samræmi við lög sé það gert án kostnaðar fyrir stjórnvöld. Stjórnvöld vilja leggja niður „besta merkingakerfi í heimi“  Búvísindamaður er gáttaður á áformum um að afnema skyldu til að marka lömb Morgunblaðið/Ómar Réttir Til þess að féð sé dregið í rétta dilka og fari heim á rétta bæi þarf merkingin að vera í lagi. Eyrnamarkið er talið öruggast í því efni. Gert var ráð fyrir því í drögum að frumvarpi land- búnaðar- ráðherra að fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni. Vinna dúnmatsmanna yrði þá felld niður og ábyrgð á gæðum æðardúns færð í hendur fram- leiðenda sjálfra. Æðarræktar- félag Íslands varaði við þessum breytingum sem og Bænda- samtök Íslands. Ráðherra féll frá þessum áformum og er ekki gert ráð fyrir breytingunum í frumvarpinu sem nú er til með- ferðar á Alþingi. „Ég andaði léttar þegar ég heyrði að ráðuneytið hefði hætt við þetta, að sinni,“ segir Guð- rún Gauksdóttir, formaður Æð- arræktarfélags Íslands. Hún segir að íslenskur dúnn hafi verið ráðandi á mark- aðnum. Gæðin hafi ekki alltaf verið nógu mikil og það hafi varpað rýrð á dúninn. Eftir að opinbert dúnmat varð lögbund- ið hafi kaupendur getað treyst því að fá aðeins dún sem upp- fyllti gæðakröfur. Hún segir hægt að hugsa sér annað kerfi, en það þurfi þá að vera tilbúið áður en núverandi fyrirkomulag verði lagt af. Dúnn verður metinn áfram BREYTT ÁFORM Guðrún Gauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.