Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Dettifoss, nýjasta og stærsta skip ís- lenska kaupskipaflotans, mun sam- kvæmt áætlunum leggja af stað heimleiðis frá Kína seinnipart þess- arar viku. Gert er ráð fyrir að hún muni taka um 40 daga. Í áhöfninni eru 16 manns. Dettifoss mun sigla frá Guang- zhou, þar sem hann var smíðaður, til Taicang, þar sem farmur verður lestaður til Evrópu. Síðan mun skip- ið sigla frá Kína með viðkomu í Singapúr, Srí Lanka og gegnum Súesskurðinn inn í Miðjarðarhafið. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur þar sem það mun koma inn í sigl- ingaáætlun félagsins. Áætlað er að skipið komi til Íslands í fyrsta sinn seinni hluta júnímánaðar. Skipstjóri Dettifoss er Bragi Björgvinsson, margreyndur skipstjóri, og yfirvél- stjóri er Gunnar Steingrímsson. Eimskip hefur undirbúið öryggis- ráðstafanir vegna heimssigling- arinnar og öryggisverðir munu verða um borð einhvern hluta leið- arinnar. Menn eru minnugir þess þegar togararnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS komu heim frá Kína í apríl 2018. Þá þurfti sérstaka að- gæslu þegar siglt var um Adan- flóann og upp Rauðahafið. Menn ótt- uðust sómalska sjóræningja, sem um margra ára skeið hafa verið að- gangsharðir á svæðinu. Til að tryggja öryggið fóru báðir íslensku togararnir í skipalest um hættuleg- asta svæðið. Dettifoss og systurskip hans, Brúarfoss, verða stærstu gámaskip í sögu íslensks kaupskipaflota, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2.150 gámaeiningar. Gang- hraði verður 20,5 sjómílur á klukku- stund. Gert er ráð fyrir að seinna skipið, Brúarfoss, verði afhent undir lok þriðja ársfjórðungs, en afhending þess hefur tafist umtalsvert. Löng sigling heim hjá áhöfn Dettifoss Ljósmynd/Eimskip Í Kína Bragi Björgvinsson og áhöfn hans stilltu sér upp fyrir framan Dettifoss áður en lagt var af stað til Íslands. Heimild: Eimskip Reykjavík Indlandshaf Atlantshaf Áætlað er að sigling Detti foss frá Kína til Íslands taki 40 daga Heimsigling Dettifoss frá Guangzhou Guangzhou Singapúr Kólombó Taicang Árósar Þórshöfn K Í N A Borgarráð samþykkti í fyrrahaust að heimila umhverfis- og skipulags- sviði Reykjavíkur að bjóða út fram- kvæmdir við 1. áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd í Breiðholti. Þá var einnig unnið áfram að und- irbúningi og hönnun vegna síðari áfanga, en þeir verða alls þrír. Mikil þörf var talin á því að Mjóddin fengi andlitslyftingu. Fyrsti áfangi, torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10, verður tilbúinn eftir um tvær vikur. Svæðið hefur verið hellulagt og komið fyrir gróð- urbeðum, leikjasvæðum, bekkjum og lýsingu. Áætlaður kostnaður við verkið er 50 milljónir króna. Borgin mun svo halda áfram í sumar að fegra útivistar- og torg- svæðin í Mjódd. Torgið, sem er á milli Sambíóanna, Landsbankans og Þangbakka 10, er næst á dagskrá. Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði að bjóða út þær framkvæmdir. „Áhersla er á aukinn gróður og grassvæði. Skemmtileg lýsing bæði eykur öryggi fólks og lífgar upp á svæðið. Bekkir verða þar sem mesta sólin er og hægt verður að tylla sér niður. Hjólabogar verða settir upp til að mæta þörfum hjólandi vegfar- enda,“ segir í frétt frá borginni. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina er 50 milljónir króna. Hönnunarvinna við þriðja áfanga stendur nú yfir. Það verður svæðið austan Landsbankans, milli Þöngla- bakka 8-10 og verslunarmiðstöðvar- innar í Mjódd. sisi@mbl.is Endurbætur á torgum í Mjódd  Framkvæmdir við fyrsta áfanga verks- ins eru á lokastigi Ljósmynd/Reykjavíkurborg Mjóddin Eins og myndin sýnir er ekki vanþörf á að fegra svæðið. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sem fyrr hafa alþingismenn verið duglegir að leggja fram fyrir- spurnir til ráðherra á yfirstand- andi þingi, 150. löggjafarþinginu. Ötulastur er sem fyrr Björn Leví Gunnarsson pírati. Hann hóf í vikunni að bera fram fyrirspurnir til ráðherra um lögbundin hlutverk stofnana og kostnað við verkefni þeim tengd. Áætlar þingforseti að þær geti orðið á bilinu 60-80 áður en fyrirspurnaflóðinu lýkur. Fram til þessa hafa þingmenn borið fram 356 fyrirspurnir, sam- kvæmt yfirliti á vef Alþingis í gær- morgun. Búið er að svara 220 fyrirspurnum skriflega og 22 munnlega. Ein fyrirspurn var afturkölluð. Nú bíða 89 skriflegar fyrirspurnir svars ráðherra og 24 munnlegar. Björn Leví trónir efstur á blaði með 53 fyrirspurnir. Næstur í röð- inni er Þorsteinn Víglundsson, Við- reisn, með 38 fyrirspurnir. Þor- steinn var í efsta sætinu áður en Björn Leví hóf raðspurningaferil- inn í vikunni. Þorsteinn mun ekki leggja fram fleiri fyrirspurnir, því hann hefur sem kunnugt er sagt af sér þingmennsku. Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, hefur lagt fram 33 fyrirspurnir, Ólafur Ísleifsson Miðflokki 31 og Albert- ína Friðbjörg Elíasdóttir Samfylk- ingu 24. Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir Viðreisn og Þorsteinn Sæ- mundsson Miðflokki hafa öll lagt fram 22 fyrirspurnir. Fyrir tveimur árum var talsvert fjallað um fjölgun fyrirspurna al- þingismanna hér í blaðinu. Lýstu ráðuneytisstjórar yfir miklum áhyggjum af því hve mikil vinna væri lögð á ráðuneytin til að afla svara. Sagði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, að það gæti tekið 10-40 vinnustundir að undirbúa svar við einni fyrirspurn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Björn Leví upp í efsta sætið með raðfyrirspurnum Björn Leví Gunnarsson Þorsteinn Víglundsson  Þorsteinn Víglundsson einnig ötull

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.