Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Arion banki tapaði 2.171 milljón
króna á fyrstu þremur mánuðum
ársins og jafngildir það neikvæðri
arðsemi á eiginfé bankans upp á
4,6%. Tap af áframhaldandi starf-
semi Arion banka var 1.282 milljónir
og felur það í sér neikvæða arðsemi
á eigið fé upp á 2,7%. Á sama tíma-
bili í fyrra var afkoma bankans já-
kvæð sem nam 1.018 milljónum
króna.
Þrír þættir höfðu mest að segja
um hina neikvæðu afkomu á fjórð-
ungnum nú. Hreinar fjármunatekjur
voru neikvæðar um tvo milljarða
króna, einkum vegna gangvirðis-
breytinga hlutabréfa vegna óhag-
stæðrar þróunar á mörkuðum, hrein
virðisbreyting var neikvæð um 2.860
milljónir, einkum vegna forsendna
sem fram komu í IFRS 9-líkönum
sem bankinn styðst við en þar hefur
vænt þróun um aukið atvinnuleysi
og verri horfur í ferðaþjónustu haft
neikvæð áhrif. Þá hafði aflögð starf-
semi, þ.e. starfsemi sem bankinn er
með í söluferli, einnig mikil neikvæð
áhrif og námu þau 889 milljónum
króna vegna þriggja dótturfélaga.
Dótturfélög þung í skauti
Líkt og í fyrra hefur starfsemi
greiðslukortafyrirtækisins Valitor
verulega neikvæð áhrif á afkomu
bankans. Þannig nemur hlutdeild
bankans í tapi fyrirtækisins á fyrsta
fjórðungi 900 milljónum króna en í
fyrra nam tapið á sama fjórðungi
1.219 milljónum. Arion banki hefur
um langt skeið stefnt að sölu fyrir-
tækisins en ekki gengið. Í bókum
bankans hefur endurmat á eignum
félagsins Stakksbergs ehf. sem fer
með eignarhlut bankans í United
Silicon jákvæð áhrif upp á 413 millj-
ónir króna. Það sem dregur hins
vegar afkomuna enn frekar niður er
tap af félaginu Sólbjarg ehf. en það
heldur utan um eign Arion banka í
TravelCo hf. sem bankinn tók yfir í
júní 2019. Nemur tapið af þeim eign-
arhlut 402 milljónum króna. Heild-
areignir bankans námu 1.188 millj-
örðum króna í lok marsmánaðar en
voru 1.082 milljarðar í árslok 2019.
Laust fé bankans jókst þar sem
horfið var frá 10 milljarða arð-
greiðslu, þá gaf bankinn út skulda-
bréf undir viðbótareiginfjárþætti 1 í
febrúar og innlán jukust yfir tímabil-
ið um 9,4% og segir bankinn að það
helgist af því að hann hafi lagt aukna
áherslu á þau við fjármögnun sína.
Benedikt Gíslason bankastjóri segir
í tilkynningu að fjárhagsleg mark-
mið bankans hafi ekki breyst „þótt
mögulega sé lengra í að þau náist“.
Tap Arion banka nam
2,2 milljörðum króna
Morgunblaðið/Eggert
Taprekstur Dótturfélög Arion banka hafa reynst honum þung í skauti.
Arðsemi eiginfjár -4,6% Eiginfjárhlutfallið hækkar
Sterk staða
» Heildar eiginfé bankans var
184 milljarðar í lok mars.
» Lækkaði um sex milljarða
vegna kaupa á eigin bréfum.
» Eiginfjárhlutfall er 27,5% en
var 24% í árslok 2019.
» Eiginfjárgrunnur óx um 23,3
milljarða frá áramótum, eink-
um vegna 100 milljóna dollara
skuldabréfafútboðs og frest-
unar arðgreiðslu.
áskorunum sem alheimsfaraldur
veldur. Þá segir hún að aðgerðir eins
og tímabundin frestun afborgana og
vaxta af lánum hafi verið kynntar.
Ennfremur segir Birna að rekstrar-
niðurstaða bankans á fjórðungnum
sé lituð af neikvæðri virðisrýrnun og
tapi af veltubók verðbréfa og niður-
færslu eigna í fjárfestingarbók. „Arð-
semi eigin fjár er undir markmiði
sem skýrist af aðstæðum í kjölfar Co-
vid-19-faraldursins sem eiga sér enga
hliðstæðu,“ segir Birna.
Hún segir að það sé þó ánægjulegt
að sjá að rekstrarkostnaður á fyrsta
ársfjórðungi lækki um 8,4% á milli
ára og einnig að vaxtatekjur hafi auk-
ist um 8,1% á milli ára.
57 milljarða ný útlán
Ný útlán bankans á tímabilinu
námu 57 milljörðum króna, og innlán
jukust um 4,8% frá árslokum sam-
kvæmt tilkynningunni. Þau eru enn
sem áður meginstoð fjármögnunar
bankans, eins og einnig kemur fram í
tilkynningunni. tobj@mbl.is
Tap af rekstri Íslandsbanka var tæp-
ir 1,4 milljarðar króna á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs, en hagnaður á sama
tíma á síðasta ári var 2,6 milljarðar.
Munar þar mestu um að virðisbreyt-
ing útlána var neikvæð um 3.490
milljónir króna á fjórðungnum, sam-
anborið við 907 milljónir yfir sama
tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í
árshlutauppgjöri bankans sem birt
var í gær eftir lokun markaða.
Heildareignir bankans námu í lok
tímabilsins 1.255 milljörðum króna
og jukust á milli ára, en þær voru
1.199 milljarðar á sama tíma á síðasta
ári. Aukningin nemur 4,7% milli ára.
Eigið fé Íslandsbanka jókst um 3,4%
milli ára. Það var 179,5 milljarðar í
lok fjórðungsins en 173,6 milljarðar á
sama tímabili í fyrra. Heildareigin-
fjárhlutfall bankans var 21,9% í lok
mars, samanborið við 22,4% í lok árs
2019, sem er, eins og fram kemur í til-
kynningu bankans, vel umfram 17%
kröfu eftirlitsaðila. Þá segir í tilkynn-
ingunni að arðsemi eiginfjár bankans
hafi verið -3,0% á ársgrundvelli en
5,9% á sama tíma í fyrra.
Þegar skoðaðar eru tekjur bank-
ans þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6
milljarðar króna, sem er 8,1% meiri
tekjur en á sama tíma á síðasta ári
þegar vaxtatekjurnar námu 7,9 millj-
örðum. Hreinar þóknanatekjur voru
2,5 milljarðar króna og lækkuðu um
5,9% milli ára, en þær voru 2,6 millj-
arðar á sama tíma í fyrra.
Hreyfiafl góðra verka
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, segir í tilkynningu að
bankinn hafi með hlutverki sínu að
vera hreyfiafl til góðra verka skuld-
bundið sig til að vinna náið með við-
skiptavinum og styðja við þá í þeim
Tap Íslands-
banka 1,4 ma.
Fyrsta tap á fjórðungi frá 2011
Morgunblaðið/Eggert
Bankarekstur Eiginfé Íslandsbanka jókst um 3,4% milli ára.
Fjármál
» Eignir Íslandsbanka jukust
milli ára og nema nú 1.255
milljörðum króna.
» Eiginfjárhlutfall bankans var
21,9% í lok mars.
» Fjárhagsstaða Íslandsbanka
er sterk.
» Lausafjárhlutföll í erlendum
og innlendum gjaldmiðlum vel
yfir innri og ytri markmiðum.
7. maí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 147.06
Sterlingspund 183.21
Kanadadalur 104.63
Dönsk króna 21.377
Norsk króna 14.282
Sænsk króna 14.595
Svissn. franki 151.61
Japanskt jen 1.3776
SDR 200.67
Evra 159.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.783
Hrávöruverð
Gull 1696.3 ($/únsa)
Ál 1437.0 ($/tonn) LME
Hráolía 28.1 ($/fatið) Brent
● Rúmur fjórðungur stjórnarmanna ís-
lenskra fyrirtækja, sem skráð eru í hluta-
félagaskrá og greiða laun, voru konur í
lok árs 2019 eða 26,5%. Þetta kemur
fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Hlut-
fall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á
bilinu 21,3% til 22,3% á árabilinu 1999-
2005. Hækkaði það hins vegar í 25,5%
árið 2014 og hefur verið um 26% síð-
ustu ár.
Í fyrra voru 34,7% stjórnarmanna í
fyrirtækjum með 50 launþega eða fleiri
konur. Er hlutfallið 1,1 prósentustigi
hærra en árið 2018. Til samanburðar
nefnir Hagstofan að hlutfall kvenna í
stórum fyrirtækjum var aðeins 12,7% ár-
ið 2007 og 9,5% árið 1999. Árið 2010
voru samþykkt lög um að hlutfall hvors
kyns skyldi vera yfir 40% í stjórnum fyr-
irtækja með fleiri en 50 starfsmenn og
öðluðust þau að fullu gildi í september
2013. Því hefur enn ekki tekist að upp-
fylla lágmarkskröfur löggjafarinnar. Hlut-
fall kvenna í stjórnum fyrirtækja með
færri en 50 launþega var 26,1% á árinu
2019 og hækkaði um 0,2 prósentustig
frá fyrra ári. Hlutfall kvenna í stöðu fram-
kvæmdastjóra hækkaði lítillega milli ára
og var 23%. Þannig birtist hægfara fjölg-
un þeirra hlutfallslega allt frá árinu 1999.
Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna
félaga var 24,3% árið 2019.
Kynjahlutfallið þokast hægt upp á við