Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 34

Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 E ins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. (Sálm. 42:2) Ég var í afmæli dóttursonar míns í gær hér í Danmörku þar sem ég er búsett í leyfi mínu frá prests- þjónustu. Við vorum fá og héldum okkur að sjálfsögðu við reglur heilbrigðis- yfirvalda. Heimsfaraldurinn er ósýnilegur hér í litla Hornslet á Jót- landi, en samt er hann yfir og allt um kring og við minnt á hann í fréttatímum og með sprittbrúsum og fólk finnur fyrir breyttri tíðni í and- rúmsloftinu. Eins og í öðrum afmælum var boðið upp á góð- ar veitingar, en þar sem við sátum að snæðingi fór fólk að minnast á covid- kílóin eða kórónu- fituna! Í Danmörku er gjarnan talað um að „hygge sig“ sem þýðir í raun bara að hafa það notalegt, en hér mun ég kalla það „að hugga sig“. Að hugga sig felur yfirleitt í sér að innbyrða mat og/eða drykk. Þörfin fyrir að hugga sig virð- ist hafa aukist í tíð kórónunnar, og afleiðingin er auðvitað þessi títt nefndu aukakíló. Hvers vegna vantar okkur huggun og hvað er það sem vant- ar enn meira í dag, þegar við er- um að upplifa „dauðans óvissan tíma“? Allir tímar eru reyndar tímar óvissu – og enginn veit sína ævina fyrr en öll er, en margir finna meira fyrir óvissu og örygg- isleysi nú en fyrir faraldur. Flest fólk þarf á öryggi að halda og að vita hvað er fram- undan. Óvissan hefur aukist og það vekur vanlíðan, eirðarleysi og jafnvel ótta. Það koma erfiðar til- finningar og hvað gerum við þá? Við huggum okkur! Við leitum að einhverju til að deyfa tilfinning- arnar og forðast tilfinningarnar. Í stað þess að anda djúpt, veita tilfinningunni athygli og mæta sjálfum okkur þar sem við erum stödd, þá sækjum við í flöskuna, snakkpokann, súkkulaðið – eða hvað það er sem við höldum að svali þörfinni. Geneen Roth er bandarískur höfundur bókarinnar „Women, Food and God“ og hún lýsir því hvernig kókosbollur urðu Guð fyrir henni. Hún hafði beðið Guð margsinnis að stöðva rifrildi for- eldra hennar, en allt kom fyrir ekki. Svo var það einn daginn að hún stalst í kókosbollur sem voru í eldhúsinu, fór með heilan pakka undir eldhúsborð og upplifði himnaríki. Stundum er líka talað um að fólk drekki Guð úr flösku. Fíkn er þrá í faðmlag. Nú eru faðmlögin færri og sumir fá eng- in. Í leyfinu mínu hér í Dan- mörku hef ég unnið við afleys- ingar á hjúkrunarheimili og þar, eins og á Íslandi, eru eldri borgarar sem ekki fá að hitta sína nánustu. Í morgunspjalli við bróður minn sagði ég honum frá því að ég kæmist ekki hjá því að vera í líkamlegri nánd við skjólstæð- inga mína, og sumir þyrftu enn meira á því að halda núna vegna fjarveru ætt- ingja. „Já, það er erfitt að vera í umönn- unarstarfi án þess að veita umönnun,“ svaraði hann til. Þó það geti tekið á, þá er það gefandi að annast um – og hugga. Ekki hugga með að rétta kex eða ölkrús, heldur að hugga með að annast um. Barn sem grætur er ekki endilega svangt, barn græt- ur þegar það þarf á faðmlagi að halda. Það er sárt að sakna faðm- lags, en það er gott að skilja hvers við söknum. Geneen Roth kunni ekki að nálgast sitt innra himnaríki, – en við höfum heyrt og lært að himnaríki er hið innra. Guð er ekki fjarri, við þurfum ekki að leita út á við. „Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð“ segir sálmaskáldið. Þorsti sálarinnar verður ekki slökktur með öðru en sálarfæði – og sálarfæði er andlegt fæði, sál- arfæði er Guð. Guð er ekki fjar- verandi og Guð er ekki í kókos- bollum eða kókaíni. Himnaríki Guðs er í þér – og það þarf ekk- ert að fara til að nálgast það – að- eins að segja „já takk“ og tengj- ast sjálfum sér – og Guði. Lokaðu augunum, leggðu hönd þína að hjartanu. Finndu Guð hugga þig og ann- ast um þig og leyfðu þér að finna faðmlag Guðs. Guð blessi þig og varðveiti alla daga og alla nætur. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/ÞÖK Faðmlög Margir sakna þess að geta ekki faðmað ástvini sína. Tímar óvissu Hugvekja Jóhanna Magnúsdóttir Höfundur hefur starfað sem sér- þjónustuprestur á Sólheimum í Grímsnesi og verið settur sóknar- prestur í afleysingum í Skálholts- prestakalli og Kirkjubæjarklaust- ursprestakalli. Jóhanna er í leyfi frá prestsþjónustu en er ein af fjórum umsækjendum um stöðu sendiráðsprests í Kaupmannahöfn. johanna.magnusdottir@kirkjan.is Jóhanna Magnúsdóttir Finndu Guð hugga þig og annast um þig og leyfðu þér að finna faðmlag Guðs. Viðskiptavinir Landsvirkjunar á stórnotendamarkaði munu njóta sérstakra kjara í 6 mánuði, frá 1. maí til 31. október 2020. Öllum stórnot- endum, sem greiða yfir kostnaðarverði Landsvirkjunar, býðst að lækka raf- orkuverð niður í kostnaðarverðið. Þannig sýnir Landsvirkjun stuðning sinn í verki á þessum óvenjulegu tímum. Sam- band fyrirtækisins við við- skiptavini þess er hornsteinn starfsemi Landsvirkjunar. Þessi fyrirtæki eiga það sameig- inlegt að raforka er stór hluti breytilegs framleiðslukostnaðar þeirra. Raforkuverð er þannig einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni við- skiptavina Landsvirkjunar, en þó ekki sá sem hefur úrslitaáhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Þar skiptir afurðaverðið, t.d. verð á áli og kísilmálmi, mestu máli. Af- urðaverð hefur farið lækkandi undanfarin misseri, m.a. vegna of- framleiðslu og birgðasöfnunar. Raforkuverð á erlendum raf- orkumörkuðum hefur lækkað tals- vert undanfarna mánuði vegna lækkandi verðs á jarðefnaeldsneyti og svo minnkandi eftirspurnar á þessu ári vegna COVID-19. Ljóst er að starfs- umhverfi við- skiptavina Lands- virkjunar er afar krefjandi um þessar mundir vegna áhrifa faraldursins. Til þess að styrkja samkeppn- ishæfni viðskiptavina á alþjóðamörkuðum og markaðssókn hefur Landsvirkjun ákveðið að fara í almennar að- gerðir á tímum CO- VID-19-faraldursins. Viðskiptavinir Landsvirkjunar á stórnotenda- markaði munu njóta sérstakra kjara í 6 mánuði, frá 1. maí til 31. október 2020. Öllum stórnotendum sem greiða yfir kostnaðarverði Landsvirkj- unar mun bjóðast lækkun raf- orkuverðs niður í kostnaðarverð Landsvirkjunar, sem er á bilinu $28/MWst til $35/MWst eftir því til hvaða virkjana er horft. Verð til stórnotenda, sem eru núna að borga yfir kostnaðarverði, lækkar því tímabundið um allt að 25%. Markmið aðgerðanna er að verja samkeppnishæfni við- skiptavina Landsvirkjunar og styðja við markaðsstarf þeirra við krefjandi ytri aðstæður. Horft er til þess að með aðgerðunum sé verið að hvetja núverandi við- skiptavini á stórnotendamarkaði til þess að styrkja eða auka við starfsemi sína á Íslandi, enda fara langtímahagsmunir Landsvirkj- unar og viðskiptavina saman. Gert er ráð fyrir að tekjur Landsvirkjunar muni lækka um allt að $10 milljónir vegna þessarar tímabundnu aðgerðar, eða um 1,5 milljarða króna. Lítil áhrif á smásölumarkað Fyrir utan stórnotendamarkað, þá þjónar Landsvirkjun einnig al- mennum markaði. Það gerist í gegnum heildsölumarkað þar sem smásölufyrirtæki í orkusölu kaupa raforku til skemmri tíma, þ.e. grunnorku og aðrar orkuvörur sem bjóða upp á breytilegt notkunar- mynstur. Verðmyndun í smásölu byggist á þessum heildsölukaupum, auk kostnaðar smásölufyrirtækj- anna af eigin vinnslu og álagningu. Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði er um 50%. Verðlagning Landsvirkjunar á raforku inn á almennan markað er ákveðin með reglubundnum hætti og er tekið mið af framboði og eftirspurn. Verð fyrir næstu fimm mánuði, maí-september 2020, hefur verið uppfært og er þar tekið tillit til þeirra aðstæðna sem nú eru á markaði. Með því móti er Lands- virkjun að koma til móts við smá- sölumarkaðinn, en hafa ber í huga að raforkan sjálf er ekki stór hluti raforkureiknings notenda á al- mennum markaði. Flutningur og dreifing eru þar fyrirferðarmeiri og munar því meira um það ef dreifiveitum er heimilað að lækka tímabundið flutnings- og dreifi- gjald til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun sýnir stuðning í verki Eftir Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur »Markmið aðgerð- anna er að verja samkeppnishæfni við- skiptavina Landsvirkj- unar og styðja við mark- aðsstarf þeirra við krefjandi ytri aðstæður Stefanía Guðrún Halldórsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógó- ið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarleg- ar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.