Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 40

Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Stúdenta- myndatökur Einstökminning Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Þótt Eurovision verði ekki haldið með eðlilegu sniði í ár ætlum við að gera okkar besta til að reyna að halda uppi eðlilegu stuði. Þessi dag- skrá á föstudagskvöldið verður hluti af því,“ segir Páll Óskar í samtali við K100.is og Morgunblaðið. „Þetta verður Pallaball í beinni eins og venjulega en með sterku eurovisionbragði,“ segir hann. Hann segir að áherslan verði á Eurovision og sögu söngvakeppn- innar en hann muni einnig taka eigin lög inn á milli. „Og úr því að það er eurovision- þema fæ ég Regínu Ósk með mér sem sérstakan gest. Hún er nátt- úrlega hokin af reynslu þegar kemur að því að syngja eurovisionlög. Við ætlum að keyra þetta partí áfram saman,“ segir Palli sem hvetur alla til að fylgjast með á föstudagskvöld. „Ég vona bara að sem flestir hlusti og hækki í botn. Þetta er nátt- úrlega „stuðprógramm“ þannig að fólk getur alveg dansað með fyrir framan skjáinn,“ bætir hann við. Fylgstu með Eurovision-Pallaballi í beinni með Regínu Ósk á morgun klukkan 20:00 í útvarpinu eða sjón- varpinu á K100.is, í Nova TV sem er opið öllum og á rás 9 í Sjónvarpi Símans. Eurovision-Pallaball í beinni á K100 á morgun Páll Óskar lætur aflýs- ingu á Eurovision þetta árið ekki slá sig út af laginu heldur slær upp Eurovision-Pallaballi á K100 á morgun, föstu- daginn 8. maí, kl. 20:00, ásamt eurovision- dívunni Regínu Ósk sem verður sérstakur gestur kvöldsins. Morgunblaðið/Eggert Eurovisiongleði Páll Óskar mun halda uppi stuðinu og hækka í gleðinni með Eurovision-Pallaballi sem verður streymt í beinni á K100 á morgun. Díva Regína Ósk mun halda partíinu gangandi með Palla á morgun. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Við byrjuðum á þessu í fyrrasumar, að setja fókusinn á ákveðin svæði á landinu og kynna hvað hægt sé að gera þar. Það gekk svo vel að í kjöl- farið ákváðum við í haust að næsta sumar skyldum við gera enn betur og ferðast til þessara staða sjálf og senda þaðan út,“ segir Siggi í sam- tali við K100.is og Morgunblaðið um dagskrá K100 í sumar. Munu stjórn- endur útvarpsþáttanna Ísland vakn- ar og Síðdegisþáttarins gerast ferðamenn í eigin landi, hengja hjól- hýsið aftan í bílinn á föstudögum og ferðast um landið með hlustendum. „Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni. Við hlökkum til þess að skella útsendingar-hjólhýsinu okkar á kúluna og halda af stað. Kynnast skemmtilegu fólki sem er að gera spennandi hluti í ferðaþjónustu,“ segir hann og bætir við að verkefnið hafi verið skipulagt löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „En það hittir vel á að við séum að fara í svona veglegt verkefni til þess að kynna ferðaþjónustuna hér á Ís- landi, oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir Siggi. „Það verða morgun- og síðdegis- þátturinn sem verða í forgrunni í þessu verkefni og mun Ísland annað hvort vakna á einhverjum spennandi stað eða við taka skemmtilegri leið- ina í gegnum hann,“ segir hann. Ferðasumarið mikla á K100 K100 ætlar að kynnast landinu betur í maí og júní og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir lands- menn innanlands í sumar. Morgunþátturinn Ísland vaknar mun vakna víðsvegar um landið og Siggi og Logi ætla að taka lengri og skemmtilegri leiðina heim. Ferðasumar Siggi Gunnars er spenntur fyrir sumrinu sem verður sannkallað ferðasumar á K100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.