Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
✝ Richard HenryEckard fæddist
1. október 1945 í
Hafnarfirði. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
í Reykjanesbæ 20.
apríl 2020.
Foreldrar hans
voru Richard Car-
roll Eckard, liðs-
foringi í banda-
ríska hernum, f.
25.6. 1921, d. 1987, og Vilborg
Hansdóttir, húsmóðir og
saumakona, f. 28.7. 1922, d.
30.7. 2006. Stjúpfaðir Richards
var Rósmundur Sigurðsson, sjó-
maður og verkamaður, f. 3.9.
1924, d. 2010. Richard var ann-
að barn móður sinnar, eftirlif-
andi systkini hans eru Elísabet
Kolbrún Hansdóttir, f. 8.11.
1943, og Rósmundur Hans Rós-
mundsson, f. 22.7. 1959.
Richard kvæntist hinn 28.12.
1968 Oddnýju Bergþóru Guð-
Hafnarfirði. Þegar hann var 19
ára vann hann á köfunarskipinu
Goðanesi í þrjú ár sem kafari
við að skera úr skrúfum úti í
sjó og vann við það alla sína tíð
samhliða sjómennskunni. Hann
var 20 ár á sjó, sem vélstjóri,
bæði hér á landi og í Alaska í
tvö ár á frystitogara. Eftir að
hann hætti á sjónum starfaði
hann sem eldvarnareftirlits-
maður hjá slökkviliðinu hjá
hernum á Keflavíkurflugvelli.
Hann vann sem kranamaður
hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja
í sjö ár, síðar vann hann hjá
Keflavíkurverktökum og ÍAV í
yfir 20 ár. Eftir það sinnti hann
ýmsum störfum hjá Áhaldahús-
inu í Sandgerðisbæ þar til hann
fór á eftirlaun.
Dick og Oddný kynntust árið
1967, Dick þá 21 árs og Oddný
16 ára. Þau hófu búskap saman
í Hafnarfirði 1967 og giftu sig
28. desember 1968. Árið 1969
fluttu þau suður í Sandgerði á
heimaslóðir Oddnýjar og
bjuggu þar alla tíð.
Útför Richards fer fram frá
Sandgerðiskirkju í dag, 7. maí
2020, klukkan 14. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu er útförin
aðeins fyrir nánustu ættingja.
jónsdóttur, f. 27.7.
1950. Börn þeirra
eru: 1) Vilborg Rós
Eckard, f. 30.5.
1973. Hún er gift
Sigurði Óskari Sól-
mundarsyni, f.
1969. Þau eiga
fjögur börn og tvö
barnabörn. 2) Rak-
el Ósk Eckard, f.
9.7. 1975. Hún á
tvö börn. 3) Rich-
ard Henry Eckard, f. 19.4.
1979. Hann er giftur Ásdísi
Eckard, f. 1973. Þau eiga sex
börn og þrjú barnabörn. 4)
Dagný Helga Eckard, f. 13.5.
1982. Hún á tvö börn. 5) El-
ísabet Kolbrún Eckard, f. 3.10.
1983, hún er gift Jóhanni Jó-
hannssyni, f. 1981. Þau eiga
þrjú börn.
Richard Henry, eða Dick eins
og hann var ávallt kallaður, ólst
upp í Hafnarfirði. Hann byrjaði
á sjó 14 ára gamall á togurum í
Ég man að ég sat hátt uppí
tré sem ég hafði klifrað upp í og
grét því ég þorði ekki að klifra
niður. Þú klifraðir upp og sóttir
mig í þinn sterka faðm.
Þannig var samband okkar
alltaf. Þú gast sko alveg verið
uppstökkur eða skapillur því við
vorum oft fyrirferðamikil og
áttum alveg inni tiltal á stund-
um.
En um leið og ég hætti mér
út fyrir dyrnar í lífið stóra þá
var aldrei neitt sem var ekki
hægt að leita til þín með. Sama
hver feilsporin eða gáleysið var,
var því mætt með skilningi og
ró, gefin góð ráð og ef þurfti til
þá bara klifraðirðu uppí tré til
mín og sast þar með mér þang-
að til hægt var að leiða mig nið-
ur.
Réttlætiskenndin þín var
ekki eingöngu í orðum heldur
verkum, eins og úr klassísku
bókunum sem við elskuðum að
lesa og deila með hvor öðrum
um riddarana, réttlætið og heið-
urinn var meðal annars um-
ræðuefnið, um leið kenndir þú
mér að vera vakandi í lífinu og
sá sem tekur þátt, hjálpar til og
gefur af sér.
Að gera aldrei neitt nema þú
ætlir að gera það vel, ef þú
enga áhættu tekur þá græðiru
ekkert og því er eina leiðin við
að elska, að gefa hjartað sitt
allt, skilyrðislaust.
Gera góðverk eins oft og þú
getur án þess að falast eftir við-
urkenningu eða verðlaunum,
gefa öðrum gallana sína og ekki
gagnrýna heldur horfa framhjá
þeim og umfram allt halda höfð-
inu hátt þegar einhver bregst
mér eða svíkur Þá heyri ég þig
segja við mig „Það fer með hon-
um, ekki þér“.
Það að vera ósammála sé að
eiga í áhugaverðum umræðum
ekki rifrildi. Þess vegna gátum
við rætt um allt á milli himins
og jarðar þó við værum ekki
endilega sammála um alla hluti.
Um leið gafstu mér sterka
sannfæringu um að engin eigi
sér meiri tilverurétt en hver
annar.
Ég man alltaf söguna um
skipstjórann á þínum ungu há-
setadögum sem henti lakkskón-
um sínum í þig á leið í land og
gargaði á þig að pússa þá fyrir
hann. Þegar komið var í land
aðspurður hvar skórnir væru
svaraðir þú sallarólegur og
bentir í norðurátt „þrjá mílur í
þessa átt“.
Já, þú varst með einhvern
takt sem er ekki hægt að herma
eftir, heldur er hann lærður af
því að sjá svo margt í lífinu, já
bæði ljótt en líka gott og vera
ákveðinn í að faðma einungis
það góða.
Þú varst minn besti vinur og
við gátum endalaust spjallað um
allt það sem ég eða þú vorum að
gera og hugsa, hvort sem það
voru flókin lífsvandamál eða
bara svo einfalt sem að velja
nýja ristavél vildirðu vera með
mér í því. Alla daga heyrðumst
við eða hittumst og þá tókum
við upp spilin og fannst báðum
allra skemmtilegast að spila við
hvorn annan eða saman í liði því
við vissum næstum alltaf hvað
hinn var að hugsa.
Ég segi bara eins og alltaf,
takk fyrir síðast og vill ég
minna á lokaorðin mín til þín
þegar við kvöddum hvorn annan
„ef þú ert að fara á vit ævintýr-
anna í lokaferðalagið þitt þá
skaltu gera það samviskulaust
því þú ert búinn að skila þínu
og meira til, elska þig pabbi
minn og við spjörum okkur, þú
sást til þess“.
Ég tala meira við þig seinna
elsku pabbi minn ég þarf að
fara út og sækja Christó litla
sem situr fastur uppi í tré. Ég
þarf að viðhalda taktinum. Þinn
sonur,
Richard Henry Eckard jr.
Elsku pabbi okkar hefur
kvatt lífið og til okkar streyma
falleg orð, kærleikur og hug-
ulsemi ættingja og vina. Þau
ylja hjarta okkar á þessum erf-
iða tíma.
Mamma og pabbi hafa saman
umvafið okkur kærleika og
visku, leiðbeinandi hönd þeirra
hefur verið leiðarljós okkar
allra í lífinu með öllu sem því
fylgir.
Það var örugglega ekki alltaf
auðvelt að ala upp fimm kraft-
mikla krakka og láta enda ná
saman. Við erum ennþá með
samviskubit yfir öllum heima-
símunum og hlutunum sem við
eyðilögðum en það sem ein-
kenndi æsku okkar var öryggi,
kærleikur, gleði og hlátur. Við
höfum alltaf notið þessa að vera
saman, öll ferðalögin bæði hér
heima og til útlanda, matarboð-
in, spilakvöldin, grillmatur á
glitrandi sumardögum, hlátra-
sköll og samvera. Þetta heldur
okkur uppi núna þegar við
hugsum til baka og þakklæti er
okkur efst í huga yfir að eiga
allar þessar góðu minningar.
Pabbi sá fegurðina í litlu
hlutunum, hann vissi svo margt
því hann leitaði fróðleiks alls
staðar, talaði reiprennandi
ensku, las mikið og uppáhalds-
sjónvarpsefni hans var Dicovery
Channel, National Geographic
og margskonar heimildþættir
og fræðiefni, eins hlustaði hann
mikið á útvarpið, bæði sögur
þar og viðtöl um allt á milli him-
ins og jarðar. Hann spáði mikið
í hlutina og það var svo gott að
spá í og spjalla við hann um lífið
og tilveruna. Hann kenndi okk-
ur svo mikla manngæsku og
virðingu fyrir náunganum.
Pabbi gat gert við allt og þá
meinum við allt, meira að segja
hluti sem átti ekki að vera hægt
að gera við. Enda ef eitthvert
uppáhldsdót eða leikföng brotn-
uðu hjá börnunum okkar þá var
yfirleitt viðkvæðið: ég fer bara
með þetta til afa og hann gerir
við það.
Hann var mikill græjukall
enda fyrrverandi vélstjóri á sjó.
Því fylgdist hann vel með öllum
tækninýjungum kunni á tölvur,
e-mail, heimabanka og allt. Átti
alltaf gsm-síma og var duglegur
að senda okkur skilaboð ef hann
var ekki að hringja í okkur og
segja okkur að hætta að tala
svona mikið þegar hann talaði
manna mest.
Hann átti það til að vera sér-
vitur og ótrúlega pirrandi á
köflum, hann var að gera okkur
systkinin og mömmu brjáluð á
tímabili með Post it miðum en
það er gott að geta hlegið að því
núna.
Æ það er svo margs að minn-
ast og við gætum haldið enda-
laust áfram en við látum staðar
numið um sinn.
Það var erfitt að horfa upp á
hann glíma við veikindi sín þó
hann hafi tekið á því með sinni
stóísku ró og æðruleysi, verst
var að heyra hann missa rödd-
ina og vera kominn með barka-
túpu síðustu vikurnar. Hann
þrjóskaðist við og var enn að
koma í mat til okkar og spila
kana við okkur fram á síðustu
stund.
Núna stendur hann keikur og
hraustur í móðurskipinu með
pípuna og viskí á kantinum og
kannar óravíddir himingeims-
ins, fylgist með okkur og vernd-
ar þangað til við hittumst á ný.
Við kveðjum hann með orð-
unum sem hann kvaddi okkur
svo oft með. Góða nótt og guð
geymi þig, elsku pabbi okkar.
Þín elskandi börn,
Vilborg Rós Eckard, Rakel
Ósk Eckard, Dagný Helga
Eckard og Elísabet Kol-
brún Eckard.
Richard Henry
Eckard
✝ Erna Aðal-heiður Mar-
teinsdóttir fæddist
27. apríl 1936 á
Sjónarhóli í Norð-
firði og þar ólst hún
upp en flutti síðar
suður og bjó lengst-
an aldur í Garðabæ.
Hún lést á Land-
spítalanum 16.
mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru þau María Steindórs-
dóttir, f. 20. mars 1898, d. 29.
desember 1959, og Marteinn
Magnússon, f. 19. apríl 1887, d.
17. desember 1964. Þau ráku
stórt heimili á Sjónarhóli, stund-
uðu búskap, útgerð og ýmislegt
fleira. Erna Aðalheiður var
Gísli, Kolbeinn og Erna Að-
alheiður, 3) Ingibjörg, f. 29.4.
1964, gift Hans Jakobi Beck.
Börn þeirra eru Unnsteinn og
Erna María, 4) Ester, f. 21.4.
1968, gift Þresti Jenssyni. Börn
þeirra eru Arnór og Telma.
Langömmubörnin eru orðin sjö.
Erna Aðalheiður lauk skóla-
göngu í Gagnfræðaskólanum í
Norðfirði og æfði með Þrótti
Neskaupstað bæði í handbolta
og sund með góðum árangri,
einkum í sundi. Eftir að skóla-
göngu lauk hóf hún störf hjá
Landsímanum, fyrst fyrir aust-
an og síðar í Reykjavík. Hún var
heimavinnandi húsmóðir í ára-
tugi en starfaði síðar um nokk-
urra ára skeið sem ritari hjá
Sýslumannsembættinu í Hafn-
arfirði og um árabil sem mót-
tökuritari hjá Heilsugæslunni í
Garðabæ.
Útför Ernu Aðalheiðar fer
fram frá Fossvogskirkju 7. maí
2020. Vegna aðstæðna verður
fjöldi viðstaddra takmarkaður.
næstyngst 13 systk-
ina en tvö þeirra
dóu í æsku. Eftirlif-
andi systir Ernu
Aðalheiðar er Sig-
ríður Marteins-
dóttir.
Erna Aðalheiður
giftist Þorsteini
Kristinssyni, f. 24.4.
1932, d. 20.10. 2009,
frá Reyðarfirði en
þau skildu 1978.
Börn þeirra eru: 1) Kristinn
Már, f. 13.2. 1957, sambýliskona
hans var Margrét Inga Karls-
dóttir, þau slitu samvistum. Syn-
ir þeirra eru Þorsteinn Már og
Andri Már, 2) María, f. 22.11.
1958, gift Karli Svavari Sigurðs-
syni. Börn þeirra eru Sigurður
Við erum svo heppin að eiga
hafsjó af minningum um Ernu
frænku. Ferðalög, heimsóknir og
mannfagnaður þar sem Erna oftar
en ekki var miðpunktur. Hún var
svo ótrúlega skemmtileg og orð-
heppin og átti að sjálfsögðu til að
ýkja frásagnir sínar svolítið, hvort
sem hún var að segja sögur af
sjálfri sér eða öðrum. Og mamma
hló manna mest sama þótt grínið
beindist oftar en ekki að henni.
Nýlega voru þær að fikta í spjald-
tölvu og hringdu óvart til okkar.
Það eina sem við heyrðum var
hláturtíst og síðan kom: „Sigga var
að kenna mér og hún kann ekki að
skella á.“ Þær voru alltaf eins og
unglingsstúlkur. Skemmtu sér og
hlógu og gátu endalaust talað sam-
an.
Erna hafði einlægan áhuga á
fólki og spurði mikið um hagi allra
í fjölskyldunni. Í Íslandsheimsókn-
um okkar hittumst við hjá
mömmu, borðuðum saman og átt-
um góðar stundir þar sem mikið
var skrafað og hlegið. Hún var
ekki sátt við að við skyldum ekki
búa á landinu. Hún vildi hafa fólkið
sitt hjá sér. Oft kom fyrir að ég
hringdi í mömmu þegar Erna
frænka var hjá henni og hún sagði:
„En fyndið, við vorum einmitt að
tala um þig.“
Erna frænka dó þegar sam-
göngur milli landa voru að lokast,
svo að við komum ekki að kveðja
hana. Við huggum okkur við minn-
ingarnar og þótt við fáum ekki
lengur fréttir af því hvernig Erna
frænka hafi það í dag, hvað Erna
frænka hafi sagt í dag eða hvað
þær systur hafi bardúsað höldum
við áfram að tala um hana, rifja
upp gamla tíma og gleymum
stundum að hún er ekki lengur
meðal okkar.
Söknuðurinn er mikill og við
sendum börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðju.
Inga María og Finnur.
Samheldni, samkennd og
tryggð einkenndi systkinahópinn
stóra frá Sjónarhóli í Neskaupstað
og samgangur milli fjölskyldna
þeirra var mikil. Úr hópi afkom-
enda eru margir af bestu vinum
mínum.
Erna frænka og mamma voru
alla tíð einstaklega nánar systur
og stundum fannst mér að ég ætti
tvær mæður. Það skýrist meðal
annars af því að á uppvaxtarárum
mínum bjuggu systurnar í húsi í
Kópavogi sem Steini hennar Ernu
og pabbi byggðu saman fyrir fjöl-
skyldurnar tvær; Erna og fjöl-
skylda á efri hæðinni og við á
þeirri neðri. Með tímanum urðum
við sjö systrabörnin á svipuðu reki
í húsinu og þar urðu til lífstíðar-
bönd. Minningarnar frá þessum
árum ylja.
Allt hefur sinn tíma. Fjölskyld-
urnar fluttu úr Kópavogi, börnin
tíndust úr hreiðrinu, þær systur
urðu eldri borgarar í Garðabæ og
bjuggu báðar einar. Á þeim árum
hófst nærbúð þeirra, nú á efstu
hæð hvor í sínu fjölbýlishúsinu þar
sem þær gátu talast við af svölun-
um. Þannig var þetta um árabil,
þangað til tröppurnar urðu til traf-
ala. Þá færðu þær sig um set í hús-
næði sem hentaði betur en ögn
varð lengra á milli þeirra. Þær hitt-
ust framan af í reglulegum göngu-
túrum í Heiðmörk eða uppi við Víf-
ilsstaðavatn, með göngustafi og
ósjaldan klæddar í eitthvað bleikt.
Með tímanum urðu ferðirnar
styttri og strjálli en aldrei lögðust
þær af. Dagleg símtöl voru hluti af
rútínu seinni ára, stundum var tal-
að saman oft á dag, ekki síst ef eitt-
hvað merkilegt gerðist í pólitíkinni
eða eitthvað var svo fyndið að ekki
var hægt að bíða fram á næsta dag
með að deila því. „Þetta verð ég nú
að segja Ernu,“ sagði mamma
jafnan.
Líf Ernu frænku var ekki ein-
tóm gleði en kannski einmitt þess
vegna bjó hún yfir einstakri dýpt
og miklum mannkærleika. Smit-
andi hláturinn, kátínan, umhyggj-
an og allt það jákvæða sem hún
dreifði í kringum sig. Hún kunni
auk þess bæði listina að hlusta og
segja frá. Hún þekkti mömmu bet-
ur en nokkur annar, var besta vin-
kona hennar og bar hag hennar sí-
fellt fyrir brjósti. Missir mömmu
er mikill.
Ernu móðursystur mína kveð
ég með sorg og þakklæti í huga.
Kidda, Maju, Ingibjörgu, Ester og
fjölskyldum þeirra votta ég dýpstu
samúð mína.
Svanhildur Kristín.
Kæra Erna.
Þú varst aðeins rúmlega sextán
ára þegar ég kom inn í Sjónarhóls-
fjölskylduna og kynntist þér. Þá
varst þú orðin frækin íþróttakona,
Austurlandsmeistari í sundi. Þú
fluttir síðan suður til Reykjavíkur
en komst aftur austur þegar þú
hafðir kynnst Þorsteini, þínum
ágæta manni. Frumburð þinn áttir
þú hjá okkur Siggu systur þinni á
Melabrautinni í Neskaupstað og
þar dvaldir þú hjá okkur um tíma.
Samskipti fjölskyldnanna áttu
eftir að verða enn meiri og nánari
því nokkrum árum seinna byggð-
um við Þorsteinn hús og heimili
fyrir fjölskyldur okkar á Hlíðar-
vegi í Kópavogi. Þar ólum við
barnahópinn okkar upp eins og ein
fjölskylda væri. Það voru góðir
tímar, Erna mín, og þar urðu til
tengsl sem rofnuðu aldrei.
Ég kveð, elsku Erna mín, og
votta börnum þínum og fjölskyld-
um þeirra mína dýpstu samúð.
Sverrir Gunnarsson.
Það var mikil gæfa fyrir Heilsu-
gæsluna í Garðabæ þegar Erna
gekk til liðs við lítinn hóp sem
skömmu áður hafði sett á laggirn-
ar starfsemi, sem áður hafði ekki
verið fyrir hendi í bænum. Þarna
hóf hún að sinna afar mikilvægu
hlutverki sem móttökuritari stöðv-
arinnar, sú sem fyrst hitti fólk þeg-
ar það kom inn úr dyrunum, sú
sem fyrst svaraði í símann þegar
hringt var og sú sem síðust kvaddi
þá sem gengu út að lokinni heim-
sókn. Þetta gat reynt mjög á lipurð
og háttvísi í mannlegum samskipt-
um en einnig gat það krafist kurt-
eislegrar ákveðni til að mál fengju
þá bestu úrlausn sem í boði var.
Allt þetta leysti Erna óaðfinn-
anlega. Glöð og létt lund ein-
kenndi hana, þrátt fyrir að hún
hefði ýmsa fjöruna sopið. Þrálát
og illskeytt gigt háði henni iðu-
lega, var hún því yfirleitt búin að
mýkja sig upp með sundlaugar-
ferð og heitum potti áður en hún
kom til vinnu um leið og opnað
var. Erna var allra félagi á vinnu-
staðnum, jafnt ungra sem leystu
af að sumarlagi sem þeirra sem
nánast töldust til húsgagnanna.
Þessi vinátta var sönn og djúp og
varð ævilöng hjá mörgum okkar.
Erna lét sig skipta framgang af-
komenda samstarfsfólksins,
mundi í smáatriðum það sem síð-
ast hafði verið nefnt um vöxt eða
skólagang barna og barnabarna.
Einna sterkast í minningunni
um Ernu er hláturinn. Hún var
hláturmild og dreifði smitandi
hlátri sínum í viðeigandi umhverfi,
átti spaugilegar sögur að segja, oft
með gríni af sjálfri sér. Það var
alltaf mikil upplífgun að nálægð
við hana, allt fram á það síðasta.
Við þökkum Ernu mikil, góð og
löng kynni, sem ekki munu gleym-
ast, um leið og við sendum öllum
ættingjum hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sveinn og Bjarni.
Þegar ég minnist elsku fallegu
Ernu okkar kemur fyrst í hugann
hláturinn, húmorinn og hlýjan.
Þvílíkt lán að hafa kynnst og haft
Ernu í lífi okkar. Ég var svo hepp-
in þegar ég var að vinna sumar-
störf á Heilsugæslunni í Garðabæ
að kynnast tveimur gæðakonum,
Ernu og Möggu. Síðar urðum við
allar nágrannar og góðar vinkon-
ur. Við hittumst reglulega og
komu þær stöllur til okkar til
Stokkhólms í heimsókn eitt sum-
arið og þar var mikið hlegið og
glens og gaman hjá okkur. Mörg
voru þau fínu kaffiboðin heima hjá
Ernu þar sem mikið var hlegið og
talað um lífið og tilveruna. Það var
alltaf svo gott að leita til hennar og
spjalla við hana. Hún gaf mér fyrir
12 árum svo fallega bók um lífið og
tilveruna og skrifaði svo fallegan
texta þar sem hún skrifaði eina til-
vitnun: „Sönn hamingja á ætíð
rætur sínar að rekja til rétts líf-
ernis.“ Mér finnst þessi tilvitnun
einkenna Ernu, hún talaði aldrei
illa um neinn og vandaði sig að lifa.
Hún mátti ekkert bágt sjá og vildi
hjálpa öllum. Það hefur verið hefð
hjá okkur fjölskyldunni í mörg ár
að koma alltaf til Ernu á Þorláks-
messu. Þar byrjuðu jólin við
kertaljós og spjall yfir konfekti og
kaffi. Takk fyrir, elsku Erna mín,
allt sem ég lærði af þér. Þú varst
dásamleg fyrirmynd og ríkidæmi
að fá að hafa þig sem samferða-
konu í lífinu. Við eigum eftir að
sakna þín mikið en þú fylgir okkur
áfram í hjörtum og hugum okkar.
Þín
Sigríður, Páll, Björn
Andri og Helga Sif.
Erna Aðalheiður
Marteinsdóttir
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.