Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 ✝ GuðmundurÞór Wium Hansson fæddist á Asknesi í Mjóafirði í S-Múlasýslu 2. mars 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 30. apríl 2020. Foreldrar hans voru hjónin Anna Ingigerður Jóns- dóttir, f. 1.12. 1908 á Melum, Valþjófsstaðarsókn, N-Múl., d. 6.10. 1977, og Hans Guðmundsson Wium, f. 21.10. 1894 í Minni-Dölum, Mjóafjarð- arsókn, S-Múl., d. 24.7. 1982. Anna og Hans hófu búskap á Asknesi en fluttu síðar að Reykj- um í sömu sveit eftir að flóð eyddi byggð á Asknesi. Systkini Guðmundar eru: Þórunn Stefanía, f. 1928, d. 1991; Guðný Jóna, f. 1930; Inga, f. 1933, d. 1996, maki Bjarni Hólm Bjarnason; Þórarna Sess- elja, f. 1936, maki Nikulás Már Brynjólfsson, d. 1997; Jón Arn- ar, tvíburabróðir Guðmundar, f. 1938, d. 1997; Gísli Wium, f. víkur. Árið 1979 fluttu þau bú- ferlum í Engidal í Bárðardal þar sem þau bjuggu allar götur síð- an, ásamt því að hafa einnig að- setur á Húsavík og svo á Ak- ureyri síðustu ár. Guðmundur var stýrimanns- menntaður og starfaði alla tíð sem sjómaður. Hann var lengst af stýrimaður á loðnubátunum Keflvíkingi KE 100 og síðar Erninum KE 13. Árið 1981 keypti Guðmundur trilluna Ösp ÞH 205 sem hann gerði út frá Húsavík. Árið 1990 seldi hann þá trillu og keypti ásamt Elíasi syni sínum stærri trillu sem fékk einnig nafnið Ösp ÞH 205, gerð út frá Húsavík. Þeir feðgar voru á handfærum mörg sumur, allt þar til Guðmundur varð að hætta vegna heilsubrests. Í sveitinni var Guðmundur ávallt liðtækur við að aðstoða Kristlaugu við búskapinn en þar var hún bóndinn og virti hann það í lengstu lög, þó svo að Kristlaug þæði ætíð góð ráð frá sínum manni. Hann taldi það ekki eftir sér að keyra á milli Húsavíkur og Engidals á milli róðra. Guðmundur verður jarðsung- inn í dag, 7. maí 2020, frá Gler- árkirkju á Akureyri. Vegna að- stæðna sem uppi eru í þjóðfé- laginu mun útför Guðmundar fara fram í kyrrþey. 1941, d. 1997, maki Sigurlína Sveins- dóttir; Ólafur Ósk- ar, f. 1943; Nanna Guðfinna, f. 1945, maki Karl Jenssen Sigurðsson, d. 2011; Sigríður Lilja, f. 1948, maki Steinþór Hálfdan- arson; Arnfríður Wium, f. 1951, d. 2017, maki Stefán Rúnar Jónsson. Guðmundur kvæntist Krist- laugu Pálsdóttur úr Engidal í Bárðardal 3. maí 1969. Synir þeirra eru: 1) Hans Wium, f. 14.3. 1968, búsettur í Dan- mörku, sambýliskona hans er Tanja Wium. Börn hans eru Þór- unn og Úlfur Wium. 2) Elías Wium, f. 10.9. 1970, kvæntur Elínu Sif Sigurjóns- dóttur. Börn þeirra eru Þór Wi- um, Freyr Wium, Kristlaug Eva Wium og Viktor Wium. Guðmundur og Kristlaug hófu búskap sinn í Reykjavík ár- ið 1966, fljótlega fluttu þau í Kópavog og þaðan til Grinda- Í dag er lagður til hinstu hvílu kær frændi minn og vinur, Guð- mundur Wium, ættaður frá Reykjum í Mjóafirði eystri. Mér finnst ég hafa þekkt Guðmund frá því að ég man eftir mér, en hann var tíður gestur á æsku- heimili mínu í Neskaupstað. Það fór aldrei framhjá neinum ef Guðmundur var í heimsókn, heyrðist jafnan vel í honum og hláturinn smitandi. Ég minnist bíltúra í rússajeppa og Guðmund- ar við stýrið í rauðköflóttri skyrtu með forláta hálsklút. Kynni okkar Guðmundar end- urnýjuðust seinna á lífsleiðinni þegar ég flutti ásamt fjölskyldu minni til Húsavíkur, en þar stundaði hann trilluútgerð auk þess sem hann rak sauðfjárbú með Kristlaugu eiginkonu sinni í Engidal. Samverustundir urðu margar og eftirminnilegar, ekki síst heimsóknirnar í Engidal þar sem gjarnan var rennt fyrir sil- ung í bæjarlæknum eða Kálf- borgarárvatni. Það voru ekki síst börn okkar sem nutu góðs af samvistum við Engidalshjónin, en barngæska þeirra var einstök og ekki óalgengt að börn ætt- ingja eða vina dveldust hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Það þarf sterk orð til að lýsa manni eins og Guðmundi. Dugn- aður og hreysti ásamt ódrepandi seiglu eru þar ofarlega á blaði. Guðmundur greindist með ill- kynja sjúkdóm síðsumars árið 1994. Hafði hann þá kennt veik- inda um alllangt skeið en leitaði ekki læknis fyrr en hann var bú- inn að veiða kvótann sem honum var úthlutað það árið. Við tók erf- ið meðferð, skurðaðgerðir og lyfjameðferð og ljóst var frá upp- hafi að horfur voru ekki góðar en það var Guðmundi víðsfjarri að gefast upp. Hann tókst á við veik- indin af sama dugnaði og bjart- sýni og í öðru í lífinu og hafði að lokum fullan sigur. Stærsta gæfa Guðmundar í líf- inu var Kristlaug eiginkona hans og var einstakt að fá að fylgjast með samheldni þeirra og þeim stuðningi sem þau veittu hvort öðru í blíðu og stríðu. Ég kveð Guðmund frænda minn með þakklæti fyrir vænt- umþykju og hlýju sem hann sýndi mér og mínum alla tíð. Við Ásdís og börn okkar vottum að- standendum hans okkar dýpstu samúð. Sigurður V. Guðjónsson. Í dag kveðjum við elsku Gumma frænda, sem var tvíbura- bróðir pabba. Þegar ég var lítil stúlka, fannst mér mjög merki- legt að pabbi ætti tvíburabróður, það var fleira sem var merkilegt við þá tvo, þeir voru fæddir hvor sinn daginn, voru mjög ólíkir í út- liti og í sér, en þegar öllu er á botninn hvolft áttu þeir margt sameiginlegt. Gummi var enginn meðalmað- ur, hvorki til vinnu né annarra verka, alinn upp í stórum systk- inahópi á sveitabæ í Mjóafirði, eins og tíðkaðist þá byrjuðu krakkarnir snemma að taka þátt í bústörfunum með foreldrum sín- um og gæta yngri systkina sinna. Þegar Gummi var á unglings- aldri og Gísli, yngri bróðir hans, var veikur og þurfti nauðsynlega að fá lyf frá apótekinu í Neskaup- stað, gerði Gummi sér lítið fyrir og hljóp yfir fjallið fram og til baka að sækja lyfin, ég efast um að einhver hafi farið þetta hrað- ar, en hann gerði lítið úr þessu af- reki sínu og fannst þetta ekki til að tala um, þannig var Gummi. Þegar ég var í sveit hjá afa og ömmu í Mjóafirði kynntist ég Gumma og hans fjölskyldu vel, þegar þau komu á sumrin til að hjálpa til við búskapinn og það var alltaf stutt í stríðnina og prakkaraskapinn hjá honum. Kannski þótti einhverjum hann hrjúfur á yfirborðinu, en hann var með stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá. Þegar ég heimsótti hann og Laugu í Engi- dal, með Stefán minn lítinn, lék hann á als oddi og var svo sann- arlega á heimavelli með Laugu sinni í sveitinni þeirra. Þá var hann hættur á sjónum og var vinnumaður hjá Laugu sinni, eins og hann orðaði það, því að hún væri bóndinn. Ég og Stefán minn heimsótt- um Gumma og Laugu síðasta sumar og þrátt fyrir að kraftur- inn væri ekki sá sami og áður var glettnin og glampinn í augunum enn til staðar og hann grínaðist í unga frænda sínum, sem spurði þegar við komum út í bíl, hvort við gætum ekki hitt þau fljótlega aftur. Að leiðarlokum vil ég þakka Gumma frænda fyrir samfylgd- ina og Guð blessi minningu hans. Mikill höfðingi hefur kvatt. Innilegar samúðarkveðjur til Laugu, Ella, Ellu og barnanna þeirra, Hansa og barnanna hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Anna Jóns og Stefán Fannar. Guðmundur Þór Wium Hansson ✝ Júlíana Sigurð-ardóttir fædd- ist í Álftafirði við Ísafjarðardjúp 9. október 1922. Hún lést á Mánateigi, hjúkrunarheimili Hrafnistu, sunnu- daginn 26. apríl. Foreldrar hennar voru Ólöf Halldórs- dóttir frá Neðri-- Miðvík í Aðalvík, f. 1896, d. 1985 og Sigurður Hall- varðsson frá Búðum í Hlöðuvík, f. 1892, d. 1977. Systkini: Hall- dóra Kristjana, f. 1920, d. 2000, Þorsteina Guðrún, f. 1924, d. 2015, Ingunn, f. 1926, Þorsteinn, f. 1930, d. 2013 og Finnur Kári, f. 1937, d. 1999. Sonur Júlíönu var Ólafur Freyr, f. 19. janúar 1950, d. 27. mars 1968. Fað- ir hans var Hjalti Sigurðsson frá Flugumýrar- hvammi í Akra- hreppi, f. 1920, d. 1995. Útför Júlíönu Sigurðardóttur verður gerð frá Bú- staðakirkju 7. maí kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóð- félaginu fer útförin fram í kyrr- þey. Kistulagning er klukku- stund fyrr og einnig í kyrrþey í Ólafsstofu, en stofa sú er minn- ingargjöf um Ólaf Frey frá fjöl- skyldunni í Steinagerði til Bú- staðakirkju. Júlíana ólst upp hjá foreldr- um og systkinum í Litlabæ í Súðavík og ekki síst í skjóli föð- urömmu sinnar Sigríðar Dags- dóttur. Átta eða níu ára fékk hún sumarvinnu við að sendast með símskeyti og að kalla á fólk í símann á símstöðinni í þorpinu en þá var þar eini síminn í Súðavík. Hún bjó þá á meðan á símstöðinni svo segja má að snemma hafi hún hleypt heim- draganum, en auðvitað var hún með annan fótinn heima á Litlabæ. Árum saman hljóp hún um þorpið með skeyti og að sækja fólk í símann sama hvern- ig viðraði fyrir litlu sendistúlk- una. Alla tíð var hún mikill göngugarpur og víkingur til vinnu og fór flestra ferða fót- gangandi fram á elliár. Svo var þrekið mikið að löngu síðar þeg- ar hún var komin til Reykjavík- ur fór hún í fiskvinnu hjá Fisk- iðjuverinu, þá heimtaði hún karlmannslaun og fékk þau að mestu möglunarlaust, sem þá var fáheyrt. Eitt sumar var hún á síld í Djúpuvík. Veturinn 1938- 39 var hún á Húsmæðraskól- anum á Hverabökkum í Hvera- gerði og eftir það lá leiðin til Reykjavíkur og vann hún þar við fiskvinnslu sem fyrr segir en þá var öll fjölskyldan flutt til Reykjavíkur, aðallega vegna þess að Kári, yngri bróðirinn þurfti mikið að vera undir lækn- ishendi vegna meðfæddrar sjón- depru. Bjó fjölskyldan þá fyrst í bragga í Herskálakampi við Suðurlandsbraut eða þangað til bragginn eyðilagðist í eldsvoða og mikill hluti innbúsins einnig. Sigurður faðir Júlíönu, þá kom- inn um sextugt, fór þá fljótlega að byggja húsið í Steinagerði og lagði Júlíana gjörva hönd að verki auk þess sem hún lánaði foreldrum sínum fé sem um munaði til byggingarinnar. Þau sem fluttu síðan í nýja húsið voru auk þeirra hjóna, Ólafar og Sigurðar, Júlíana með son sinn Ólaf Frey sem þá var fárra ára gamall, Ingunn yngsta systirin og bræðurnir Þorsteinn og Kári. Júlíana fékk fljótlega starf í Breiðagerðisskóla. Þar vann hún næstu áratugina og minnist mörg stúlkan sem ólst upp í Bú- staðahverfinu hennar með hlýju. Þar eignaðist hún líka eina bestu vinkonu sína, Hrefnu, sem var sundkennari við skólann ár- um saman. Í Breiðagerðisskól- anum líkaði henni vel og svo gat varla verið styttra í vinnuna. Sólargeislinn í lífi hennar var Ólafur sonurinn ljúfi og góði sem ólst upp við mikið ástríki móður sinnar og afa og ömmu í Steinagerðinu. Efnispiltur bæði að andlegu og líkamlegu atgervi. Það var því mikið og hræðilegt áfall er Ólafur Freyr lést skyndilega aðeins átján ára gamall úr bráðahvítblæði. Hví- líkri sorg sem Júlíana gekk í gegnum eftir fráfall sonar síns er þýðingarlaust að reyna að lýsa, en með hjálp þeirrar guðstrúar sem henni hafði verið innrætt frá barnæsku komst hún í gegnum þessa erfiðu reynslu með stuðningi foreldra og systkina. Ingunn yngsta systirin og Tryggvi maður henn- ar reyndust henni sérstaklega vel því þegar gömlu hjónin Sig- urður og Ólöf voru fallin frá og hún orðin ein eftir í Steinagerð- inu buðu þau henni að búa hjá sér. Hún bjó síðan hjá þeim um átta ára skeið eða þar til hún flutti í þjónustuíbúð á Norður- brún 1. Síðast bjó hún á Mána- teigi, hjúkrunarheimili Hrafn- istu. Fyrir hönd systkinabarna, Ólöf S. Baldursdóttir. Kæra frænka mín. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óska- dætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Að leiðarlokum þínum vil ég minnast þín fáum orðum. Eftir hátt í sjötíu ára samvistir okkar á þessari jörð er margs að minnast og nú ertu áreiðanlega komin á þann stað sem þú vildir og rifja ég upp það sem við töl- uðum um í síðasta skiptið sem við hittumst þegar þú sagðir: „Nú nenni ég þessu ekki lengur, ég er orðin svo þreytt og ég held að þetta sé komið gott. Ég nenni ekki að verða hundrað ára.“ Þú varst fullkomlega sátt við að hverfa á braut og því finn ég ekki til minnstu sorgar held- ur sakna ég þess aðeins að geta ekki heimsótt þig á Mánateiginn framar og heyra fögnuðinn í röddinni eins og þegar þú kall- aðir upp þegar ég birtist: „Er þetta Nonni minn?“ Alltaf eins og þú hefðir beðið eftir að ég kæmi. Ofar í huga mér er þakk- læti fyrir að hafa haft slíka konu sem þú varst að bakhjarli allt mitt líf, alveg frá því ég man eftir mér fyrst að leik í Steina- gerðinu með Óla Frey syninum þínum kæra en hann var mér sem stóri bróðir, hjálpfús leik- félagi og vinur fram á unglings- ár. Þegar hann svo féll frá þá var harmur okkar allra svo óbærilega þungur en þinn þó allra mestur og ég skildi ekki fyrr en löngu seinna hvernig þú komst í gegnum þessa ólýsan- legu sorg, buguð en óbrotin. Þá skildi ég hvað einlæg guðstrú getur hjálpað þeim sem rata í erfiðar raunir sem þeir sjá ekki fram úr. Það var eftir fráfall Óla sem við urðum þeir vinir sem við vorum alla tíð síðan og rúmu ári síðar þurfti ég aftur að horf- ast í augu við sorgina á nýjan leik þegar faðir minn, sem einn- ig var minn besti vinur, féll frá. Þá fékk ég frá þér þann stuðn- ing sem ég þurfti til að halda áfram því námi sem ég var byrj- aður á, því að á tímabili virtist mér óyfirstíganlegt að halda náminu áfram, en þú frænka mín hvattir mig og studdir bæði með ráðum og dáð og einnig fjárhagslega og ég fann að það var þér sérstök ánægja að hjálpa mér þegar þú hafðir ekki drenginn þinn lengur, þó svo ég kæmi ekki bókstaflega í hans stað, enda það skarð vandfyllt. Löngu seinna þegar svo eldri dóttir mín fæddist fannst mér sjálfsagt mál að hún héti í höf- uðið á þér og var það auðsótt mál. Fjórir drengir sem ég veit um heita svo í höfuðið á Ólafi Frey. Þó stundum liði langur tími milli þess sem við hittumst, t.d. þegar ég var löngum fjarri, þá töluðum við alla tíð saman í síma tvisvar á ári: á afmælis- dögunum ykkar Óla 9. október og 19. janúar og minnist ég þess ekki að það hafi nokkru sinni brugðist. Júlíana frænka mín var ein- staklega barngóð, gjafmild, hlý- leg, góð og göfug kona og það er með gleði og söknuði að ég kveð þig nú, kæra frænka og vinkona, og það er mér sannur heiður að hafa verið þér samferða þennan langa spotta á lífsins braut. Jón Stefánsson (Nonni frændi). Okkar elsku Júlla frænka hefur kvatt. Ást og umhyggja er það fyrsta sem kemur upp í hugann er við hugsum til Júllu, hún fylgdist vel með því sem við bræðurnir tókum okkur fyrir hendur og reyndist mömmu okkar alltaf sönn vinkona þrátt fyrir að leiðir þeirra pabba skildu. Hún hafði svo góða nærveru og munum við seint gleyma rödd hennar sem var virkilega einstök og hlý. Það var stundum eins og tímaleysi að vera stadd- ur í heimsókn hjá henni, þar sem fortíðin tók á móti framtíð- inni, með hressileika og breiðu brosi. Eftir að Steina amma flutti í Norðurbrún var aldrei kíkt í heimsókn án þess að koma við hjá Júllu líka og oftar en ekki kom hún nánast á harðahlaup- um yfir til systur sinnar og var þá setið yfir spjalli. Sögur frá uppeldisárum voru sérlega skemmtilegar fyrir okkur sem höfum alla tíð búið í samfélagi sem er svo ólíkt bernskuárum hennar. Það var alltaf stutt í grínið og glensið þó maður vissi stundum ekki endilega hver var að gantast í hverjum, og auðvit- að var konfektmolinn alltaf inn- an seilingar. Þar sem við bræður höfum báðir búið erlendis síðustu árin voru tíminn og tækifærin til að kíkja í heimsókn ekki sjálfgefin, við reyndum því alltaf að koma til hennar þegar við vorum á landinu og svo var það jú árleg- ur siður að heimsækja Júllu á aðfangadag. Mun næsti aðfanga- dagur vera fátækari, en hefðin um heimsókn mun ekki breytast þó hún verði að vera með öðru sniði héðan af. Ofurmennið sem hún var virkaði oft á mann eins og hún væri ósigrandi, hún lét ekki mótlæti lífsins á sig fá, tók krabbameinið í bóndabeygju og sigraðist á því. Þrátt fyrir að vera orðin háöldruð var hún samt ótrúlega rösk og komst yf- ir mjaðmabrot á skömmum tíma. Manni leið hreinlega eins og Júlla myndi alltaf vera til staðar. Það er því sárt að kveðja, en Júlla hefur alltaf átt stað í hjarta okkar og mun eiga það áfram. Hún trúði því að hún myndi sjá hann Óla sinn aftur eftir að þessari tilvist væri lokið, og því hugsum við til þess með hlýju að hún sé nú sameinuð honum að nýju. Takk fyrir allt. Björgvin, Daníel, Hildisif. Júlíana Sigurðardóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.