Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 49
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
verður haldinn á skrifstofu félagsins,
Fitjabraut 2, fimmtudaginn 14. maí kl.16.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 13. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórnin.
Raðauglýsingar 569 1100
Tilkynning um hvenær yfirkjörstjórnir í Reykjavíkur-
kjördæmum norður og suður, Norðvesturkjördæmi,
Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvestur-
kjördæmi taki á móti meðmælum væntanlegra
frambjóðenda í forsetakosningum 27. júní 2020.
Yfirkjörstjórnir hafa tilkynnt dómsmálaráðuneytinu um að þær komi saman til fundar á eftirtöldum stöðum
til að veita viðtöku meðmælendalistum til embættis forseta Íslands og jafnframt fara yfir rafræna skráningu
meðmælenda:
Reykjavíkurkjördæmi norður og suður:
18. og 20. maí 2020, kl. 12.00 - 14.00 báða dagana í fundarsal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur við
Tjarnargötu.
Norðvesturkjördæmi:
19. maí 2020, kl. 13.00 - 14.00 að Borgarbraut 61 í Borgarnesi, 2. hæð, Lögmannsstofu Inga Tryggvasonar.
Norðausturkjördæmi:
20. maí 2020, kl. 10.00 - 12.00 að Setbergi í Hofi á Akureyri.
Suðurkjördæmi:
18. maí 2020, kl. 16.00 - 17.00 í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4 á Selfossi.
Suðvesturkjördæmi:
15. maí 2020, kl. 13.00 - 15.00 í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Mæli einstaklingur með fleiri en einum frambjóðanda verður nafn hans fjarlægt sem meðmælanda með öllum
frambjóðendum. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmælendalista, séu þeir
ritaðir á pappír. Óskað er eftir því að þeir listar séu blaðsíðusettir. Unnt er nálgast eyðublöð fyrir meðmælendur
eftir landsfjórðungum á kosning.is. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar
verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á Ísland.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar.
Heimilt er að safna meðmælendum með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á Ísland.is, en allar nánari
upplýsingar um það er unnt að nálgast á vef Þjóðskrár Íslands, skra.is. Lokað verður fyrir rafræna söfnun
meðmælenda kl. 23.59 hinn 19. maí 2020. Ef nauðsynlegt er að safna meðmælum eftir þann tíma, skal sú
söfnun einungis fara fram á pappír. Slíkum meðmælum skal skila til viðkomandi yfirkjörstjórnar samkvæmt
samkomulagi við hana.
Í framhaldi af móttöku og yfirferð yfirkjörstjórna á meðmælendum munu þær gefa út vottorð um meðmælendur
forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands. Yfirkjörstjórn gefur eingöngu
út vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi.
Frekari upplýsingar um framboð til forseta Íslands er unnt að nálgast á kosning.is.
Dómsmálaráðuneytinu,
6. maí 2020.
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Blönduhlíð 13, Reykjavík, fnr. 203-0436 , þingl. eig. Þórður
Guðmundur Hermannsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og
ÍL-sjóður, mánudaginn 11. maí nk. kl. 10:00.
Miklabraut 42, Reykjavík, fnr. 202-9792 , þingl. eig. Ámundi Óskar
Johansen, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, mánudaginn 11. maí nk.
kl. 10:30.
Skúlagata 40, Reykjavík, fnr. 200-3482 , þingl. eig. Helgi Geirsson,
gerðarbeiðandi Skúlagata 40-40b,húsfélag, mánudaginn 11. maí nk.
kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
6. maí 2020
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Heiðargerði 7-8, Flóahreppur, fnr. 234-6926, þingl. eig. Fóðurstöð
Suðurlands ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Flóahreppur,
þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
6 maí 2020
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Hátún 11, Fjarðabyggð, fnr. 217-0235 , þingl. eig. Aleksandra Monika
Macieja, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Arion banki hf.,
þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Austurlandi
6. maí 2020
Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl. 9-15, með takmörk-
unum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í alla
viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og
biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning
og allar upplýsingar í síma 411 2701 og 411 2702. Hlökkum til að sjá
ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á
félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir
svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að
handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er
út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411 2790. Nánari
upplýsingar í síma 411 2790. Hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Bókband á Skólabraut í samráði við leiðbeinanda.
Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu i
salnum, eingöngu fyrir þá sem ekki búa á Skólabraut. Á morgun
föstudag verður leikfimi með Evu kl. 11, eingöngu fyrir íbúa á
Skólabraut og kl. 13 fyrir aðra íbúa Seltjarnarness. Munið að þvo og
spritta og haldið 2 metra reglunni.
Félagsstarf eldri borgara