Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 55
Sigrún Björg Ólafsdóttir Körfuknattsleikskonurnar Sigrún Björg Ólafsdóttir og Þóranna Kika- Hodge Carr munu frá og með næsta vetri leika í bandaríska háskólabolt- anum. Sigrún mun leika með háskól- anum í Tennessee í borginni Chatt- anooga. Liðið leikur í SoCon- deildinni og hefur oft komist í úr- slitakeppni háskólaboltans og er um öflugan skóla að ræða. Sigrún, sem er fædd árið 2001, lék sinn fyrsta landsleik þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Skoraði hún 7,1 stig, tók 3,3 fráköst og gaf 3 stoð- sendingar að meðaltali með Haukum í vetur. Hefur hún leikið með Hafn- arfjarðarliðinu allan ferilinn og var m.a. í stóru hlutverki hjá liðinu er það varð Íslandsmeistari 2018. Alls hefur hún leikið sjö A-landsleiki. Þóranna mun leika með Iona Gaels-háskólanum í New York í Metro Atlantic-deildinni. Þóranna, sem er fædd árið 1999, hefur leikið með uppeldisfélaginu Keflavík alla tíð og tvisvar orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari. Hún skoraði 9 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðtaltali í leik á 27 mínútum í vetur. Þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Íslands, m.a. U20 ára landsliðinu. Efnilegar körfuknattleikskonur til Bandaríkjanna Þóranna Kika Hodge-Carr ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Sagt er að yfirstandandi kór- ónuveirufaraldur, sem bless- unarlega virðist á miklu undan- haldi hérlendis, muni skilja eftir sig eitt og annað jákvætt. Meðal annars betri skilning almennings á sóttvörnum þar sem aukinn handþvottur og sprittun muni hjálpa til við að halda alls kyns óværu í skefjum. Kannski verður veiran líka til þess að útrýma endanlega þeim einkennilega ósið sem virð- ist að mestu einangraður við fót- boltafólk, að vera stöðugt hrækj- andi í leikjum. Þetta sést varla í öðrum íþróttum. Hugsið ykkur ef þeir sem stunda handbolta, körfu- bolta, blak, fimleika og karate væru stöðugt að hrækja á gólfið í íþróttahúsunum. Ég man vel þegar „hallarbylt- ingin“ varð í íslenska fótbolt- anum á fyrstu árum þessarar aldar. Þegar fótboltahúsin voru tekin í notkun eitt af öðru var vakin athygli á þessum ósið. Það gengi ekki að leikmenn væru stöðugt hrækjandi á gervi- grasið í höllunum – þar sem hrákinn yrði áfram til staðar í vellinum en hyrfi ekki ofan í jarð- veginn eins og utanhúss. Í sumum húsanna var dóm- urum beinlínis skipað að áminna leikmenn sem yrðu uppvísir að hráka, enda þótt það væri um- deilt þar sem það stangaðist á við knattspyrnureglurnar. En nú er komin full ástæða til þess að þessi ósiður verði lagður af í eitt skipti fyrir öll. Ég held að þegar heimilt verð- ur að hefja keppni í fótbolta á ný muni leikmenn og áhorfendur líta það öðrum og alvarlegri aug- um en áður ef leikmaður tekur sig til og skyrpir út úr sér vænni slummu á miðjan völlinn. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Útlit er fyrir að íslensku hand- boltadeildirnar, bæði í karla- og kvennaflokki, verði enn sterkari á næsta keppnistímabili en þær voru í vetur. Á undanförnum vikum hafa tíu íslenskir handboltamenn, fimm karlar og fimm konur, snúið heim og samið um að leika með íslensk- um liðum frá og með næsta keppnistímabili. Stærsti „pakkinn“ í því sam- bandi var kynntur í gær og það var enginn smáræðis „fjölskyldu- pakki“ því landsliðsfólkið Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir hef- ur ákveðið að flytja búferlum frá Danmörku og til Akureyrar. Þar hefur Ólafur nú samið við KA og Rut við KA/Þór, bæði til tveggja ára. Rut sigursæl í Danmörku Rut hefur leikið lengst samfleytt erlendis af íslenskum handknatt- leikskonum á seinni árum. Hún fór frá HK til Tvis Holstebro aðeins átján ára gömul árið 2008 og hefur leikið í Danmörku síðan. Með Holstebro í sex ár, síðan með Randers og Midtjylland, en með Esbjerg frá 2017. Heimkoman þýðir að hún missir líklega af því að spila með danska liðinu í undan- úrslitum Meistaradeildar Evrópu en útlit er fyrir að Esbjerg leiki þar seint á þessu ári. Rut er dansk- ur meistari með Esbjerg en vann áður danska bikarinn með Randers og EHF-Evrópukeppnina með Tvis Holstebro. KA/Þór fær gríðarlegan liðs- styrk með Rut sem er með leikja- hæstu landsliðskonum Íslands. Ak- ureyrarliðið hefur verið að styrkja stöðu sína í handboltanum síðustu árin og tímabilið sem lauk svo skyndilega í vor er það besta í sögu þess. KA/Þór var reyndar í sjötta sæti af átta liðum en var enn með í baráttu um sæti í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og þá komst það í fyrsta sinn í bikarúr- slitaleikinn þar sem það tapaði fyr- ir Fram. KA/Þór endaði í 5. sæti deildarinnar 2018-19 og á papp- írunum er það því besta tímabil liðs- ins, sem vann 1. deildina á sannfær- andi hátt 2017-18. Ólafur vann Meistaradeildina Ólafur hefur verið atvinnumaður erlendis frá 2012 þegar hann fór frá FH til þýska félagsins Flensburg, að undanskildu tímabilinu 2016-17 þegar hann kom heim og lék með Stjörnunni. Annars hefur hann leik- ið með Aalborg í Danmörku og síðan með Kolding frá 2017. Ólafur var í liði Flensburg sem vann Meist- aradeild Evrópu vorið 2014. Með tilkomu Ólafs hefur KA þétt sinn hóp enn frekar en hann mun styrkja liðið gríðarlega hvað varnar- leikinn varðar, ásamt því að vera öflug skytta. Samherji hans hjá Kolding síðasta vetur, hornamað- urinn Árni Bragi Eyjólfsson, kom til KA fyrr í vikunni og þá hefur liðið bætt við sig færeyska landsliðs- markverðinum Nicholas Satchwell. KA gerði ekki meira en að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í vetur en liðið fékk aðeins 11 stig í 20 leikjum og tapaði öllum sex leikjum sínum eftir áramót. Niðurstaðan varð tí- unda sæti, fyrir ofan HK og Fjölni sem féllu. Birna og Mariam komnar Rut er þriðja landsliðskona Ís- lands sem flytur heim og semur við íslenskt lið fyrir næsta tímabil. Birna Berg Haraldsdóttir er komin til ÍBV frá Neckarsulmer í Þýska- landi og Mariam Eradze er komin til Vals frá Toulon í Frakklandi. Þá hefur Stjarnan krækt í tvo unga leikmenn erlendis frá en Anna Karen Hansdóttir kemur frá Hor- sens í Danmörku og Liisa Bergdís Arnarsdóttir frá Kongsvinger í Noregi. Björgvin og frændurnir frá Akureyri Auk þeirra Ólafs og Árna Braga hafa þrír handknattleiksmenn sem hafa leikið erlendis undanfarin ár samið við íslensk félög fyrir næsta tímabil. Björgvin Páll Gústavsson lands- liðsmarkvörður samdi við Hauka strax um jólin en hann kemur heim frá Skjern í Danmörku í sumar. Hann fyllir skarð Grétars Ara Guð- jónssonar sem á dögunum samdi við Nice í Frakklandi. Þá eru frændurnir frá Akureyri báðir á heimleið, miðjumaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason hef- ur samið við Selfyssinga eftir að hafa leikið með West Wien í Aust- urríki undanfarin tvö ár og skyttan Geir Guðmundsson kemur til Hauka frá Cesson Rennes í Frakklandi en þangað fóru hann og Guðmundur saman frá Val árið 2016. Ennfremur fjölgar enn fær- eyskum landsliðsmönnum í deild- inni. Áður hefur markvarðarins hjá KA verið getið en auk þess hefur Fram samið við þá Rógva Dal Christiansen, línumann frá Kyndli, og Vilhelm Poulsen, örvhenta skyttu frá H71 Hoyvík. Straumurinn liggur heim  Íslenskt handknattleiksfólk kemur úr atvinnumennsku og semur við íslensk félög  Tíu leikmenn þegar komnir fyrir næsta keppnistímabil AFP Landsliðið Ólafur Gústafsson á 22 landsleiki að baki og tekur hér vel á spænskum leikmanni á HM í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Rut Jónsdóttir í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í haust. Hún hefur leikið 89 landsleiki. Körfuknattleiksþjálfarinn Darri Freyr Atlason hætti nokkuð óvænt með kvennalið Vals í vikunni, en hann tók við liðinu árið 2017 og gerði það að þreföldum meisturum á síðasta ári. Í samtali við mbl.is í gær sagði Darri framhaldið í óvissu, en þó hefði hann rætt við félög. „Ég hef átt í einhverjum viðræðum við nokk- ur karlalið en það er ekkert fast í hendi. Ég vil taka við liði þar sem ég stýri sjálfur hlutunum og liði sem getur barist um meistaratitla,“ sagði Darri og bætti við að til greina kæmi að taka sér frí. Hefur rætt við nokkur félög Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Óvissa Þjálfarinn Darri Freyr Atla- son er óviss með framhaldið. Körfuknattleiksdeild Hauka til- kynnti í gær að Lovísa Björt Henn- ingsdóttir hefði samið við félagið og mun hún leika áfram á Ásvöllum. Kom hún til Hauka síðasta sumar eftir fjögur ár í bandaríska há- skólaboltanum, en hún er uppalin hjá félaginu. Lovísa skoraði tólf stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar í 23 leikjum á tímabilinu. Var hún í lykilhlutverki og einn allra besti íslenski leikmaður liðsins á leiktíðinni. Þá lék hún sinn fyrsta A- landsleik gegn Búlgaríu í nóvember á síðasta ári. Landsliðskona áfram í Haukum Morgunblaðið/Hari Ásvellir Lovísa Björt Hennings- dóttir leikur áfram með Haukum. Alþjóðaknatt- spyrnu- sambandið, FIFA, hefur haf- ið rannsókn á kaupum Man- chester United á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í lok janúar á þessu ári. United keypti Fernandes fyrir 55 milljónir evra (47 milljónir punda) 31. janúar og hann var fljótur að setja mark sitt á liðið á þeim vikum sem fótboltinn var enn í gangi í febrúar og mars. Nú hefur ítalska félagið Sampdoria sent kvörtun til FIFA um að Sporting skuldi því enn fjórar milljónir punda vegna sölunnar á Fernandes. Sport- ing keypti Fernandes af Sampdoria árið 2017 fyrir 8,5 milljónir evra en samkvæmt skilmálum sem þá voru gerðir átti Sampdoria að fá tíu pró- sent af þeim hagnaði sem portú- galska félagið fengi af sölu á leik- manninum. Fram kemur að ekkert bendi til þess að Manchester United hafi unnið til neinna saka í þessu máli. Fernandes hefur leikið níu leiki fyrir United í öllum keppnum og skorað í þeim þrjú mörk. Kaup United á Fernandes rannsökuð Bruno Fernandes
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.