Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikstjórinn Baldvin Z og sam-
starfsfólk hans hjá framleiðslufyrir-
tækinu Glassriver hefur í nógu að
snúast nú í miðju kórónuveirukóf-
inu. Þar á bæ eru nokkrar sjón-
varpsþáttaseríur á ólíkum fram-
leiðslustigum.
„Covid-ástandið stoppaði töku-
tímabilið hjá okkur sem átti að fara
af stað í lok mars og byrjun maí.
Allt fraus, allur
undirbúningur
stoppaði, skrif-
stofunni var lok-
að og við fórum
heim. En við
byrjum núna um
miðjan mánuð og
förum í tökur á
seríu sem kallast
Júrógarðurinn
sem er sería eftir
Arnór Pálma Arnarson sem gerði
Ligeglad, Hæ Gosi og nú síðast
Ráðherrann ásamt Önnu Svövu
Knútsdóttur, Dóra DNA, Steinda
Jr. og Audda Blöndal. Þættirnir
gerast í Húsdýragarðinum og eru
mjög skemmtilegt konsept, fyndið
en líka mikil dramatík,“ segir Bald-
vin.
Leikstýrir þáttum með
Víkingi og Ólafi Darra
Baldvin er sjálfur að fara í tökur
á lítilli, kósí seríu, Vegferðinni, í lok
júní.
„Hún er eftir Víking Kristjáns-
son og hann og Ólafur Darri Ólafs-
son fara þar með stærstu hlut-
verkin. Þetta er nánast tveggja
manna sería en ekki alveg, eitthvað
af gestaleikurum líka og allt annað
konsept en ég hef verið að gera
hingað til, í léttari kantinum. Svo
erum við að fara í Venjulegt fólk 3,
tökum hana á svipuðum tíma og
Vegferðina.
Í maí erum við líka að fara í
verkefni sem fæddist í Covid-
ástandinu,“ segir Baldvin og á þar
við sjónvarpsþættina Sápan sem
hefja bráðum göngu sína á Stöð 2.
Voru svartsýn á framhaldið
Baldvin er spurður að því hvort
óvenjumörg verkefni séu nú í píp-
unum hjá Glassriver, í ljósi þess-
arar löngu upptalningar. „Já, við
lentum í smááfalli á síðasta ári
þegar stórt verkefni sem við vor-
um að fara í stöðvaðist út af sam-
starfsslitum við erlendan aðila.
Verkefnið stöðvaðist og við vorum
svolítið svartsýn á framhaldið eftir
það, vorum búin að setja öll okkar
egg í þessa körfu. Þannig að við
fórum bara á fullt, að búa til verk-
efni og draga að okkur hæfileika-
fólk. Afraksturinn af því mun
koma í ljós næstu tvö árin, það
eru mörg spennandi verkefni fram
undan hjá okkur og svo fleiri í
haust og næsta vor.“
– Þau tengjast ekki Netflix eða
öðrum veitum?
„Nei, ekkert af þeim sem eru að
koma núna út en svo eru stærri
verkefni í burðarliðnum í haust og
næsta vor, stærri að umfangi. Við
þorum ekki að segja mikið um
þau,“ segir Baldvin.
Aukin eftirspurn og hraði
– Það virðist vera mikil gósentíð
í sjónvarpsþáttagerð?
„Já, bæði hafa veitur og sjón-
varpsstöðvar keyrt hraðar á efnið
sitt út af ástandinu af því að
áskrifendur sogast að sjónvarpi
þessa dagana og mánuðina. Eftir-
spurnin eftir nýju efni hefur aukist
mjög mikið en auglýsingasjón-
varpsstöðvar ströggla kannski
meira en áskriftarsjónvarps-
stöðvar og -veitur,“ svarar Baldvin
og bætir við að þættirnir Jarðar-
förin mín, sem Glassriver fram-
leiddi, hafi líka gengið mjög vel og
notið mikils áhorfs um páskana.
Laddi er þar í aðalhlutverki og
það dramatísku.
Baldvin segir starfsmenn
Glassriver mjög framtakssama. En
samkomubannið hlýtur að hafa
sett strik í reikninginn, eða hvað?
Jú, sem fyrr segir voru tökur
áætlaðar en Baldvin segir sam-
komubannið ekki hafa stöðvað
Glassriver. „Við fórum bara í það
að kynna sjónvarpsstöðvum hug-
myndir sem við gætum gert í
samkomubanninu, sem fylgdu þeim
reglum og við förum í tökur núna í
maí á þeim verkefnum, sem er
kærkomið eftir frostið undanfarna
tvo mánuði,“ segir Baldvin.
Sápa í maí
Eitt af þeim verkefnum er Sáp-
an, „Sitcom-sápu-murder mystery-
drama-comedy“, eins og Baldvin
lýsir því, sem verður á hverjum
föstudegi í maí á Stöð 2. Þáttunum
verður leikstýrt af Fannari Sveins-
syni og aðalhlutverk verða í hönd-
um Jóhannesar Hauks Jóhannes-
sonar, Kötlu Margrétar Þorgeirs-
dóttur, Arons Más Ólafssonar og
Arnars Jónssonar.
„Þetta er algjör snilld, tilraun
hjá okkur til þess að gera „soap-
com“-þætti í setti, nánast í raun-
tíma,“ segir Baldvin. Þættirnir
verði teknir upp sama dag og þeir
verða sýndir. „Allt getur klikkað,“
segir Baldvin um sjónvarpsþætt-
ina.
Dýrð í dauðaþögn sú næsta
Baldvin segir Glassriver hafa
nýtt stöðvunina, verkefnaþurrð og
samkomubann til að fara í þessa
hugmyndavinnu í gegnum fjar-
fundarbúnað og afraksturinn, eftir
að Stöð 2 kom inn, sé mikil vinna
fyrir bransann þegar frostinu lýk-
ur.
En hvernig er með næstu kvik-
mynd hans, hvað er að frétta af
henni?
„Hugmyndin er alla vega komin
á blað og við erum búnir að senda
inn fyrir fyrsta handritsstyrk. Við
vorum í heilt ár að skrifa það, ég
og Elías Kofoed-Hansen. Við erum
búnir að vera með konsept í þróun
á milli okkar í heilt ár ásamt fjór-
um aðalleikurum myndarinnar.
Mikil vinna fór í að móta þessa
pælingu okkar. Myndin kallast
Dýrð í dauðaþögn, ég virðist alltaf
enda með eitthvað tónlistartengt í
titlum kvikmyndanna minna,“ segir
Baldvin kíminn, en fyrsta breið-
skífa Ásgeirs Trausta ber einmitt
þann titil.
Á fullt stím í kófinu
Sápan Aron Már Ólafsson, sem kallar sig Aron Mola, Jóhannes Haukur
Jóhannesson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leika í Sápunni.
Morgunblaðið/Golli
Samstarfsmenn Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Krist-
jánsson í hljóðveri K100 þar sem þeir voru með útvarpsþátt árið 2017.
Sjónvarpsþátta- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Glassriver með nokkur verkefni í framleiðslu
Tökur eru fram undan á Júragarðinum, Vegferðinni, Venjulegu fólki 3 og Sápunni
Baldvin Z