Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 4
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra afhenti lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu nýja landamærabifreið í gær. Bæði dómsmálaráðuneytið og innri öryggissjóður lögreglunnar standa straum af bifreiðinni, að sögn Áslaugar. Bifreiðin er býsna tæknivædd og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún er komin hingað til lands vegna kröfu frá Schengen um eflt eftirlit á höfnum höfuðborgarsvæð- isins og Reykjavíkurflugvelli, að sögn Áslaugar. „Hér er um að ræða eina bifreið sem getur sinnt öllum þeim kröfum sem eru um landamæraeftirlit á stór-höfuðborgarsvæðinu. Fyrir ör- fáum árum gerði Schengen úttekt hérlendis sem hafði í för með sér at- hugasemdir um eftirlitið. Ákveðið var að bregðast við at- hugasemdunum með einni bifreið sem gæti þá sinnt landamæraeft- irliti með öflugum hætti hér á stór- höfuðborgarsvæðinu og hjálpað til í löggæslu þegar farið er að athuga ferðaskilríki og annað,“ segir Ás- laug. Í bifreiðinni er meðal annars að finna búnað sem sker úr um það hvort ferðaskilríki séu gild eða föls- uð en Jóhann Karl Þórisson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Áslaugu bílinn í gær og sýndi henni hvernig bíllinn myndi nýtast landa- mæraeftirlitinu. Áslaug segir aðspurð að það sé Morgunblaðið/Árni Sæberg Afhending Sigríður B. Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Áslaug, Jóhann K. Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hulda E. Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Ásgeir Þ. Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fengu nýja landamæra- bifreið vegna Schengen  Dómsmálaráðu- neytið greiðir fyr- ir hluta bílsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Landamærabíll Áslaug Arna fékk ítarlega sýningu á bílnum sem er sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Honum er ætlað að sinna landamæraeftirliti. ekki venjan að dómsmálaráðherra afhendi lögreglunni bifreiðar. „Þetta er auðvitað sérstakt verk- efni og dómsmálaráðuneytið kom sérstaklega að kostnaði á þessum bíl þar sem þetta er úttekt sem er reglulega gerð af Schengen.“ Nú á frekari vinna sér stað vegna úttektar Schengen. „Nú um stundir eru lagabreyt- ingar í þinginu sem miðast að því að uppfylla breytingar vegna sömu Schengen-úttektar,“ segir Áslaug. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is COVID-19, alþjóðlega heitið á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran veldur, hefur stimplað sig inn í málvitund Íslendinga. En þótt flestir viti merk- ingu orðsins er deilt um ritháttinn. Á ensku nefnist sjúkdómurinn coronavirus disease 2019. Misjafnt er hvernig fjölmiðlar heims hafa rit- að skammstöfunina. Þannig hafa sumir notast við COVID, aðrir Covid og enn aðrir covid. Þá hefur jafnvel CoviD sést á blaði. Jóhannes B. Sigtryggsson, rann- sóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, segir stundum enga eina góða lausn í augsýn. Nauðsynlegt sé þó að velja einn rit- hátt til að tryggja stöðugleika. „Þetta er dálítið vandræðaorð og reglur um skammstafanir eru ekki eins hjá okkur og í ensku. Það má kannski líkja þessu við SARS sem líka var stytt í HABL á sínum tíma. Það var ritað með hástöfum en kannski aðeins einfaldara því SARS stendur fyrir Severe Acute Respiratory Syndrome en í tilfelli COVID eru stafirnir C og D upp- hafsstafir orða. Að rita COVID með hástöfum er skásta leiðin,“ segir hann og bendir á að ekki séu ritaðir punktar í skammstöfunum sem rit- aðar eru með hástöfum, s.s. HÍ, BHM, HABL og SARS. Þá segir Jóhannes læknisfræðileg hugtök almennt rituð með litlum upphafsstaf, óháð því hvort þau eru dregin af sérheiti eða ekki. Dæmi um þetta er asíuflensa, stokkhólms- heilkennið og stórabóla. COVID sé hins vegar skammstöfun og fellur því ekki undir þá reglu. Á samfélagsmiðlum leggja menn yfirleitt áherslu á orð sín með því að rita þau í hástöfum, eins konar öskur í netheimum. „En ef menn vilja fylgja ritreglum þá er engin önnur góð lausn en að nota hástafi.“ Ritað COVID, Covid, covid eða CoviD? Morgunblaðið/Eggert Varnarbúnaður Mjög hefur dregið úr smitum kórónuveiru hér á landi.  Alþjóðlegt sjúkdómsheiti veldur nokkrum vandræðum á lyklaborðum blaðamanna  Vilji menn fylgja ritreglum er engin önnur góð lausn en að nota hástafi, segir rannsóknarlektor á málræktarsviði Nokkuð hefur borið á því að rit- að sé kórónaveira og fyrri hluti orðsins þannig látinn vera óbeygður. Jóhannes segir hins vegar eðlilegra að beygja hann, þ.e. kórónuveira, enda vísar út- lit veirunnar til kórónu eða krans. „Þótt við höfum kórónafötin þá er það meira vörumerki frá þeim tíma sem menn beygðu ekki. Varðandi kórónuveiru þá er engin ástæða fyrir því að beygja ekki orðið,“ segir Jóhannes. U í stað a VÍSAR TIL KÓRÓNU Snorri Másson Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Ekkert nýtt tilfelli kórónuveiru var tilkynnt í gær og hafa því einungis þrjú smit veirunnar verið greind það sem af er maímánuði. Smit af veirunni hafa einnig verið greind án sýnatöku hérlendis. Sýna- taka er ekki alltaf nauðsynleg heldur er klínísk athugun í sumum tilfellum látin duga, að sögn Más Kristjáns- sonar, yfirlæknis smitsjúkdóma- deildar Landspítalans. Slík klínísk athugun getur farið þannig fram hjá nokkurra manna fjölskyldu að veikindi eru staðfest með sýnatöku hjá tveimur en ein- faldlega ályktað um veikindi hjá öðr- um fjölskyldumeðlimum, það er að segja ef þeir sýna sömu einkenni. Þannig er gengið út frá því að þeir hafi fengið sjúkdóminn, án þess að endanlega sé gengið úr skugga um það með sýnatöku. Samkvæmt heim- ildum mbl.is hefur slík klínísk athug- un jafnvel verið tekin fram yfir sýna- töku og fólk því verið greint með veiruna vegna einkenna þrátt fyrir að veirusýni reynist neikvætt. Starfshópur skoðar opnun Á upplýsingafundi almannavarna sem fram fór í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hann myndi leggja til við heilbrigðisráð- herra að ráðstafanir varðandi far- þega sem koma hingað til landsins yrðu framlengdar en þær falla úr gildi 15. maí. Ef það gengur eftir munu allir sem koma til landsins, bæði ferða- langar og heimamenn, áfram fara í tveggja vikna sóttkví við komuna. Þórólfur sagði að ákvörðunina yrði að taka með afstöðu til heil- brigðis- og efnahagslegra sjónar- miða. Hann horfi á málið út frá heilsufarslegum sjónarmiðum en ljóst er að á einhverjum tímapunkti þurfi að opna landamærin. Sérstak- ur starfshópur skoðar mögulega opnun landamæranna. Í viðtali við Morgunblaðið sem birtist á fimmtudag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að brýnt væri að opna landið á ný. Efnahagslífið mun ekki ná fyrri styrk nema landamærin verði opnuð að nýju, að sögn Guðlaugs. Tilfellin alls þrjú í maí  Greina smit án sýnatöku  Fram- lengja sóttkví við komu til landsins Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Þórólfur Guðnason segir að ákvörðun um sóttkví ferðalanga verði að taka með tilliti bæði til heilbrigðis- og efnahagslegra sjónarmiða. 1.765 hafa náð bata 1.801 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 10 einstaklingar eru látnir 19.462 hafa lokið sóttkví 699 eru í sóttkví 3 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 0 ný smit tilkynnt í gær 26 einstaklingar eru með virkt smit og eru í einangrun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.