Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
SKOÐAÐU
ÚRVALIÐhjahrafnhildi.is
NÝSENDING FRÁ
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
SUMAR
GLAÐNINGUR
GERRY-WEBER | BETTY BARCLAY
20-60%afsl.
NÝTT
LAXDAL
NETVERSLUNLAXDAL.IS
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
Ársalir
fasteignamiðlun
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun, 533 4200
og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk
Vönduð 3ja herbergja íbúð á 9. hæð
í lyftuhúsi með frábæru útsýni og
innangengt í lokaða bílgeymslu,
þar sem fylgir eitt stæði. Íbúðin er
fyrir 60 ára og eldri. Frábært útsýni
til suðurs og vesturs. Sér geymsla
fylgir í kjallara. Íbúðin getur verið til
afhendingar fljótlega.
V. 52,5 m.
Gullsmári 9, 201 - Kópavogur
OPIÐ HÚS í dag, laugardag, kl. 14.00-14.30
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þessu kynningar- og söfnunarátaki
er ætlað að minna á mikilvægi Bibl-
íunnar, vekja athygli á sókn hennar
inn á nýja miðla og bjóða fólki að
gerast bakhjarlar Biblíunnar á Ís-
landi með því að styðja Biblíu-
félagið,“ segir séra Grétar Halldór
Gunnarsson, prestur í Grafarvogs-
sókn og formaður framkvæmda-
nefndar Hins íslenska biblíufélags
(HÍB). Sjónvarpsauglýsing félagsins
hefur vakið talsverða athygli.
Grétar segir að gerð myndbands-
ins hafi kostað 1,1 milljón króna og
auglýst hafi verið fyrir 1,4 milljónir á
RÚV, Sjónvarpi Símans og á Hring-
braut. „Það hjálpaði okkur að það
var vinur Biblíufélagsins sem sá um
gerð myndbandsins og sjálf-
boðaliðar sem komu að gerð þess.
Þar að auki var hægt að fá virkilega
hagstæð auglýsingatilboð á þessum
Covid-19-tímum,“ segir hann. Það
var Þorleifur Einarsson sem leik-
stýrði og útbjó myndbandið.
Elsta félag á Íslandi
Hið íslenska biblíufélag er elsta
félag á Íslandi, stofnað 1816. Mark-
mið þess er að vinna að útgáfu, út-
breiðslu og notkun Biblíunnar. HÍB
er samtök fólks úr öllum kirkju-
deildum og kristnum trúfélögum.
Grétar segir að í félaginu séu nú um
1.200, einstaklingar og fyrirtæki.
Félagsgjald er þrjú þúsund krónur á
ári.
Leita að bakhjörlum
Biblíufélagið leitar nú að fjárhags-
legum bakhjörlum til að styðja starf-
semina. Býðst fólki að greiða 1.000
krónur á mánuði, eða meira, til að
styðja við starf félagsins. Samhliða
auglýsingum hófst úthringingarátak
til að safna bakhjörlum. Grétar segir
að það hafi tafist örlítið vegna kór-
ónuveirufaraldursins.
„Við munum á komandi vikum
hringja í alla félagsmenn Biblíu-
félagsins og bjóða þeim að gerast
bakhjarlar. En allir sem hafa áhuga
geta skráð sig á vefnum biblian.is og
munu þá fá símhringingu,“ segir
hann.
Grétar segir að hefðbundið söfn-
unarátak, svo sem árlegar páska-
safnanir Biblíufélagsins, hafi verið
orðið mjög óhagstætt. „Það kostaði
allt upp í 800.000 kr. að útbúa gíró-
seðla og senda í bréfpósti og við
sáum að sú leið var ekki lengur sjálf-
bær. Við vildum því bæði fara nýjar
leiðir í fjáröflun og kynna fólki í leið-
inni hvað væri að frétta af Biblíunni
og Biblíufélaginu,“ segir hann.
Mjög jákvæð viðbrögð
„Þau sem hafa styrkt félagið frá
degi til dags hingað til eru fyrst og
fremst einstaklingar í landinu sem
þykir vænt um Biblíuna. Þannig
hljóðrituðum við Nýja testamentið
allt fyrir ári til notkunar í snjall-
tækjum og tölvum og var það hóp-
fjármagnað með söfnun á Karolina
fund. En við fáum líka drjúgan
stuðning frá kirkjum í landinu sem
vita að starfsemi Biblíufélagsins
skiptir máli. Á liðnum árum hafa
kirkjur og kristnir söfnuðir verið að
veita á milli 2-3 milljónir í starfsemi
okkar á árlega,“ segir Grétar.
Meira en fimmtán þúsund manns
hafa hlaðið niður í síma sína sér-
stöku Biblíuappi og náð í íslensku
Biblíuþýðinguna. Grétar segir að
margir hlusti líka á Nýja testament-
ið á appinu, en aðrir á biblían.is eða á
Storytel.
„Við erum elsta starfandi félag á
Íslandi,“ segir Grétar, „en með okk-
ur er nú ferskur kraftur og við finn-
um fyrir miklum meðbyr. Við-
brögðin við auglýsingunni hafa verið
vægast sagt jákvæð,“ segir hann.
Guðsorð Ungt fólk les Biblíuna í snjallsíma. Úr sjónvarpsauglýsingu Biblíufélagsins sem sýnd er þessa dagana.
Elsta félag Íslands
notar nýjustu tækni
Biblíufélagið auglýsir í sjónvarpi og býður upp á app
Ákveðið hefur verið að fjarlægja tímabundið
grenndargáma á vegum Reykjavíkurborgar sem
staðið hafa við Endurvinnsluna í Knarrarvogi. Í
bréfi sem Endurvinnslan hefur fengið frá Sorpu,
sem hefur haft umsjón með gámunum, segir m.a.
að þarna hafi verið ,„langvarandi óþrif og mis-
notkun á stöðinni“.
Stöðin hefur verið mikið notuð, að sögn Helga
Lárussonar, framkvæmdastjóra Endurvinnsl-
unnar. ,,Nú er hins vegar ljóst að þeir sem nýttu
gámana þarna þurfa að leita annað vegna þess að
sumir hafa misnotað þessa aðstöðu,“ segir Helgi.
Fyrir þremur vikum var greint frá óþrifnaði við
gámana í Morgunblaðinu, en þá lágu pappakass-
ar, plastpokar og fleira drasl þar eins og hráviði.
Grenndargámar á vegum borgarinnar eru ætlaðir
fyrir pappír, plast og gler sem kemst inn um lúg-
una. Annað á að fara í pressugáma á stöðvum
Sorpu. Helgi segir að ekkert hafi breyst síðustu
vikur og enn sé hent þarna plastpokum og drasli,
jafnvel heilu sófunum. aij@mbl.is
Í Knarrarvogi Sóðaskapurinn við grenndargámana hefur verið mörgum til ama og alls konar drasli, sem á heima hjá Sorpu, verið hent þar.
Fjarlægja grenndargáma vegna óþrifa
Mikilvægt er að passa að hafa húð-
ina ekki óvarða úti í sólinni lengur
en í skamma stund. Á það sér-
staklega við um börn en sólbruni
veldur húðskemmdum sem jafn-
framt geta leitt til húðkrabbameins
síðar á ævinni. Þetta kemur fram í
grein á vef Geislavarna ríkisins.
Ástæðan að baki greininni er sú
að með hækkandi „maísól“ eykst
styrkur útfjólublárrar geislunar frá
sólinni. Því er tilefni til að vara fólk
við hugsanlegum kvillum sem slíkir
geislar geta valdið.
Ef skoðaður er mælikvarði á
styrk útfjólublárrar geislunar mið-
að við heiðskírar aðstæður, svokall-
aður UT-stuðull, telst nauðsynlegt
að verja sig ef framangreindur
stuðull er þrír eða hærri. Sé horft
til síðustu mælingar frá 29. apríl sl.
má sjá að á þeim tíma var um-
ræddur stuðull 3,2. Ætla má að
styrkur útfljólublárra geisla muni
jafnframt aukast þegar líða tekur á
sumarið. Hvetja Geislavarnir rík-
isins því fólk til að bera á sig sól-
arvörn áður en haldið er af stað út.
aronthordur@mbl.is
Varast verð-
ur geisla frá
maísólinni