Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Betri svefn Melissa Dream er hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Valið besta bætiefni við streituhjá National Nutrition í Kanada „Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis. 9. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 147.51 Sterlingspund 182.39 Kanadadalur 104.76 Dönsk króna 21.325 Norsk króna 14.353 Sænsk króna 14.8 Svissn. franki 151.1 Japanskt jen 1.384 SDR 200.78 Evra 159.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.9108 Hrávöruverð Gull 1688.65 ($/únsa) Ál 1443.0 ($/tonn) LME Hráolía 29.64 ($/fatið) Brent ● Vettvangsathugun Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands hjá Lífeyrissjóði bankamanna, sem framkvæmd var í desember í fyrra, leiddi í ljós að brotalamir voru í áhættustýringu og áhættustýringarstefnu sjóðsins. Eru athugasemdir eftirlitsins í fjór- um liðum. Í fyrsta lagi er talið að skjalfesting innri ferla áhættustýr- ingar hafi ekki verið í samræmi við reglugerð. Í örðu lagi hafi núgildandi áhættu- og áhættustýringarstefna ekki verið sett fram með fullnægjandi hætti og í samræmi við gildandi reglugerð. Þannig hafi áhættuvilji sjóðsins og áhættuþol ekki verið sett fram með mælanlegum hætti eftir áhættuþáttum þar sem það á við og sé mögulegt. Í þriðja lagi hafi greining og eftirlit með rekstraráhættu ekki verið með fullnægjandi hætti. Í fjórða lagi hafi rýni stjórnar verið ábóta- vant auk þess sem verkferlar og verklag vegna eigin áhættumats hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra samkvæmt reglugerð. Lífeyrissjóður bankamanna er þrettándi stærsti lífeyrissjóður lands- ins með ríflega 84 milljarða króna í stýringu. Hrein raunávöxtun aldurs- deildar sjóðsins var 8,4% í fyrra en hlutfallsdeildin skilaði 3,9% raun- ávöxtun. Brotalamir hjá Lífeyris- sjóði bankamanna STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er sennilegt að raungengið sé orðið heldur lágt eins og það er núna og meira sem bendir til að það muni frekar þokast eitthvað upp á við á næstunni heldur en hitt.“ Þetta segir Jón Bjarki Bents- son, aðalhagfræð- ingur Íslands- banka, þegar hann er spurður út í þróun gengis íslensku krónunn- ar gagnvart helstu viðskipta- myntum að und- anförnu. Á síðustu níu mánuðum hefur krónan veikst um ríflega 22% gagn- vart breska pundinu, 19,4% gagnvart dollar og 15,4% gagnvart evru. „Það kemur ekki á óvart að stóru myntirnar styrkist í þessum aðstæð- um og að minni myntir gefi eftir. Fjárfestar leita í stóru myntirnar sem hafa öruggan seljanleika.“ Olían hefur áhrif í Noregi Spurður út þróun norsku krónunn- ar, sem hefur verið rykkjótt, segir hann að hún hafi markast mjög af ol- íumarkaðnum sem norska hagkerfið byggir í svo ríkum mæli á. Þá segir hann í sjálfu sér ekki koma sér á óvart að evran hafi ekki styrkst jafn mikið og dollari eða pundið. Það kunni ekki aðeins að skýrast af því að stór Evr- ópuríki á borð við Ítalíu og Spánn hafi orðið illa úti vegna kórónuveirunnar heldur einnig af því að staða hagkerfa þessara ríkja hafi verið veikburða fyr- ir faraldurinn. Þá segir Jón Bjarki að fleiri utanaðkomandi þættir, sem hafi ekki beint með íslenska hagkerfið að gera, hafi áhrif á gengi krónunnar. „Fjárfestingarsjóðir eru að verða fyrir tapi og þá er í mörgum tilvikum talsvert útflæði úr þeim vegna þess að fólk er að kippa fjármunum sínum út úr þeim. Þeir neyðast þá til að selja. Það hefur áhrif á ákvarðanir þeirra um að hverfa út úr hagkerfinu hér heima.“ Stóð stöðug í fyrra Bendir Jón Bjarki á að gengi krón- unnar hafi í raun staðið nokkuð stöð- ugt í gegnum árið 2019 þrátt fyrir að blikur hafi verið á lofti. „Það hreyfðist í raun lítið og senni- lega hefur verið kominn uppsafnaður þrýstingur á lækkun. Það hafa eflaust einhverjir haldið í krónur en farið af stað út úr kerfinu þegar lækkunin hófst þar sem þeir hafa ekki viljað sitja eftir.“ Jón Bjarki segir að þegar litið sé aftur til fyrri gengissveiflna, t.d. árið 2001, í litlu bankakreppunni 2006 og eins þegar krónan gaf eftir þegar erf- iðleikar WOW air mögnuðust á árinu 2018 komi í ljós ákveðin fylgni. „Við virðumst oft sjá fall krónunnar sem varir í tvo til fjóra mánuði en svo tekur hún aftur við sér og nær nýju jafnvægi.“Jón Bjarki ítrekar að mikil óvissa sé uppi um þróun gengisins á komandi mánuðum, rétt eins og aðrar hagstærðir. „Svo lengi sem við verðum ekki fyr- ir varanlegu tjóni á hagkerfinu þá hefur þessi veiking styrkt samkeppn- isstöðu okkar og ef við sjáum fram á nettó-innflæði þegar ferðaþjónustan tekur aftur við sér þá mun krónan styrkjast.“ Gengið orðið heldur lágt Flökt » Gengisvísitala íslensku krónunnar er á svipuðum slóð- um nú og í árslok 2014. » Vísitalan stendur nú í 208 en fór hæst í 250 í desember 2008. » Vísitalan er því tæplega 17% lægri nú en þegar hún fór hæst í kjölfar falls bankanna.  Veikingin sennilega ekki komin til vegna minni trúar fjárfesta á íslensku hagkerfi Ný útlán lífeyrissjóðanna til sjóð- félaga námu ríflega 6,6 milljörðum í marsmánuði. Er það ívið meira en í sama mánuði í fyrra þegar útlánin námu 5,7 milljörðum. Það sem af er ári nema útlánin 25,7 milljörðum, sem er 3,5 milljörðum meira en lánað var út fyrstu þrjá mánuði ársins 2019. Athygli vekur að verðtryggð útlán sækja meira í sig veðrið en óverðtryggð og nam hlutdeild þeirra í marsmánuði tæplega 61% saman- borið við 55% í fyrra. Þegar litið er yfir fyrsta fjórðung þessa árs er hlutdeild verðtryggðra lána ríflega 58% en var 52% yfir sama tímabil í fyrra. Heildarfjöldi útistandandi sjóð- félagalána stendur nú í 40.565 og fjölgaði þeim um 118 milli mánaða. Ný útlán voru hins vegar 702 og því hafa 584 lán verið greidd upp milli mánaða. Eignir sjóðanna aukast á ný Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 4.950 milljörðum króna í lok mars og hækkuðu um 30,7 milljarða króna. Eignirnar hafa aldrei verið jafn miklar í bókum sjóðanna og í lok janúar síðastliðins, þegar þær námu ríflega 5.000 milljörðum króna. Inn- lendar eignir sjóðanna drógust sam- an um 2,6 milljarða milli febrúar og marsmánaðar en erlendar eignir jukust hins vegar um 33,3 milljarða og hefur þar veiking krónunnar veg- ið þungt. Þannig jukust innlán í er- lendum innlánsstofnunum um 11,2 milljarða og erlend útlán og mark- aðsverðbréf jukust um 21,6 milljarða að verðgildi. ses@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Greitt 584 sjóðfélagalán voru greidd upp í mars síðastliðnum. Verðtryggð útlán sjóðanna aukast  Eignir lífeyris- sjóðanna jukust í marsmánuði Níu mánaða gengisþróun krónunnar Breyting á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu (almennt gengi) frá 8. ágúst 2019 til 8. maí 2020 Heimild: Landsbankinn 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí 2019 2020 21,7% 19,4% 15,4% 4,14% EUR-ISK USD-ISK GBP-ISK NOK-ISK kr £ $ € Jón Bjarki Bentsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.