Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hreinlæti hef-ur veriðgrunnstef í vörnum gegn kór- ónuveirunni. Alls staðar eru spritt- brúsar og almenn- ingur er í sífellu minntur á að þvo hendur. Fyrir nokkrum vikum þótti sérviskulegt að ganga með sótthreinsandi efni á sér og bera á hendurnar reglu- lega, en nú þykir það meira en sjálfsagt. Augljóst má vera að þessi her- ferð hefur skilað sínu í átakinu til að hemja útbreiðslu kórónuveir- unnar, en einnig má spyrja hvort aukið hreinlæti hafi haft víðtæk- ari áhrif. Ein vísbending um það kom fram í frétt í Morgunblaðinu í lið- inni viku undir yfirskriftinni Færri dauðsföll en síðustu ár. Þar kom fram að miðað við fyrri ár hefði látnum á Íslandi ekki fjölgað vegna kórónuveirufarald- ursins. Var vitnað í tölur Hag- stofunnar þar sem fram kom að á fyrstu fimmtán vikum þessa árs hefðu 44 látist að meðaltali á viku, en meðaltalið árin 2017 til 2019 hefði verið 46 mannslát á viku. Vitaskuld er varasamt að draga of miklar ályktanir út frá tölum af þessu tagi, ekki síst á Ís- landi þar sem íbúar eru svo fáir að sveiflur geta haft mikil áhrif á hlutföll þótt aðeins skeiki nokkr- um einstaklingum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þó á einum af blaðamanna- fundum almannavarna fyrir mánaðamót að heildartölur and- láta þyrfti að skoða vel, en engar vísbendingar væru um að um- framdauði væri í samfélaginu af völdum COVID-19-sjúkdómsins og miklar sveiflur væru milli ára. Sú spurning hefur líka vaknað hvort nú sé almennt minna um smit í samfélaginu vegna auk- innar áherslu á hreinlæti. Heyrst hefur af leikskólum þar sem dregið hafi úr veikindum barna eftir að faraldurinn hófst og nær- tækast sé að rekja það til þess að nú eru leikföng og snertifletir hreinsaðir mun reglulegar en áður. Sama má segja úr grunn- skólum, þar sem áður hafi tveir til þrír jafna verið veikir í hverj- um bekk, en undanfarnar vikur hafi fjarvistir vegna veikinda þurrkast út. Ekki er ýkja langt síðan menn áttuðu sig á mikilvægi hreinlætis við að koma í veg fyrir smit. Lækninum Ignazi Semmelweis hefur verið eignaður heiðurinn af því að átta sig á smithættunni sem fylgdi því að þvo sér ekki um hendur. Hann var læknir á sjúkrahúsi í Vín um miðja nítjándu öld þar sem voru tvær fæðingardeildir, önnur fyrir kon- ur af heldri stéttum, hin fyrir al- múgakonur. Á þeirri fyrri voru menntuðustu læknar borgar- innar við störf, en á hinni síðari tóku ljósmæður á móti börn- unum. Á fyrri deild- inni dó ein af hverj- um tíu konum skömmu eftir barns- burð, en á þeirri síð- ari var dánartíðnin aðeins í kringum tvö prósent. Semmel- weis komst að því að ástæðan fyrir hinni háu dánartíðni var sú að læknarnir fóru beint úr krufningu í líkhúsinu á fæðingardeildina án þess að gæta hreinlætis. Hann kom því til leiðar að skylt var að sótt- hreinsa hendur og snarlækkaði dánartíðnin og varð sú sama og á deildinni þar sem ljósmæðurnar voru við störf. Semmelweis var mjög ákafur í málflutningi sínum fyrir hand- þvotti og lagðist ákafi hans illa í virðulega kollega hans, sem voru ekki tilbúnir að axla ábyrgð á hinni háu dánartíðni. Auk þess hafði hann ekki vísindaleg rök fyrir máli sínu, enda aldarfjórð- ungur í uppgötvanir Louis Pas- teurs sem mörkuðu upphaf ör- verufræðinnar. Semmelweis hrökklaðist frá Vín til Búdapest, þar sem hann lét lífið á geð- sjúkrahúsi aðeins 47 ára gamall. Nú hefur hann hins vegar fengið uppreisn æru og fyrir utan sjúkrahúsið í Vín er minnisvarði um hann. Þótt niðurstöður Semmelweiss hafi nú verið óumdeildar í rúma öld hefur gengið hægt að fá fólk til að fara eftir þeim. Á tvö hundruð ára afmæli hans fyrir tveimur árum var blásið til hrein- lætisherferðar á sjúkrahúsum með áherslu á handþvott. Didier Pittet, sérfræðingur í smitvörn- um hjá Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni, WHO, steig þá fram fyrir skjöldu og sagði að handþvotti væri verulega ábótavant og þvæði heilbrigðisstarfsfólk hend- ur helmingi sjaldnar en æskilegt væri þótt með því mætti draga úr sýkingum á sjúkrahúsum um 50- 70%. Hann sagði að í löndum Evrópusambandsins sýktust 3,2 milljónir manna árlega á sjúkra- stofnunum og 100 manns létu líf- ið daglega af þeim sökum. Ætla mætti að árlega drægju slík smit fimm til átta milljónir manna til dauða um allan heim. Viðbrögðin við kórónuveirunni sýna hvað hægt er að gera þegar mikið liggur við. Veiran er vissu- lega óþekkt vá, en smit á sjúkra- húsum eru þekkt. Þar með er þó ekki sagt að þau séu sjálfsögð. Vísbendingarnar sem raktar voru hér fyrir ofan um að hrein- læti hefði haft áhrif á gengi sjúk- dóma í samfélaginu almennt gefa líka tilefni til að staldra við. Þekking er til staðar, en það er eitt að vita, annað að gera. Iðu- lega er talað um að ekkert verði eins eftir kórónuveirufaraldur- inn og flest er það að líkindum of- mælt, en eitt mætti þó að ósekju breytast og það eru viðmiðin í hreinlætismálum. Sú breyting gæti skipt sköpum. Fyrir nokkrum vikum þótti sérviskulegt að ganga með sótt- hreinsandi efni á sér og bera á hendurnar reglulega, en nú þykir það meira en sjálfsagt} Handþvottur og heilbrigði E nn einn fjáraukinn var kynntur til sögunnar á Alþingi í fyrradag. Hann er jákvæður fyrir ein- hverja, en sannarlega ekki fyrir alla. Sem 2. varaformaður fjárlaganefndar skrif- aði ég undir nefndarálit fjáraukans með fyr- irvara. Ég vil nota þetta tækifæri til að greina frá því helsta sem mér þykir þar betur hafa mátt fara. Ég tel að þó breytingartillögur nefndarinnar séu um margt jákvæðar þá gangi þær ekki nógu langt í að tryggja stuðning við viðkvæmustu þjóðfélagshópana. Almanna- tryggingaþega, atvinnulausa og fátækar fjöl- skyldur. Fólk sem bjó við fátækt fyrir heimsfarald- urinn er hvergi nefnt í þessum svokölluðu björgunar- aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Sá þjóðfélagshópur hefur rétt eins og aðrir nú orðið fyrir tekjumissi og út- gjaldaaukningu. Gengi krónunnar hefur fallið um 17% gagnvart dollar frá áramótum. Í fjárlaganefnd hef ég bar- ist undanfarið fyrir því að í stað þess að greiða einungis 20 þús. kr. eingreiðslu til öryrkja nú 1. júní nk., þá yrði þessi uppbót framlengd 1. hvers mánaðar næstu þrjá mánuði. Þetta færi til allra almannatryggingaþega sem hefðu ekki úr neinu öðru að spila en strípuðum greiðslum frá TR. En þrátt fyrir að til séu hundruð milljóna til að styrkja einka- rekna fjölmiðla sem jafnvel eru í eigu auðmanna og bein- tengdir við stjórnmálaflokka þá er svarið NEI! Skilaboðin eru skýr. Fátækt fólk skiptir engu máli, það getur haldið áfram að éta það sem úti frýs. Það er með hreinum ólík- indum að þurfa að horfa upp á þetta misrétti og ótrúlega mannvonsku stjórnvalda gegn þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Þá er í nefndaráliti gert ráð fyrir fjár- framlögum til SÁÁ gegn því að samið verði um ráðstöfun þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Hér er um einskiptisaðgerð að ræða sem hugs- uð er til að mæta hluta af því tekjutapi sem samtökin hafa orðið fyrir vegna Covid-19. Því er afar mikilvægt að greiðslan berist strax og milliliðalaust svo ekki verði um skerðingu á þjónustunni að ræða. Nauðsynlegt er að styrkja enn frekar hjálp- arsamtök sem gefa fátæku fólki að borða, um- fram þær 25 milljónir sem gert er ráð fyrir í nefndaráliti. Miðað við þau hundruð milljarða sem setja á í björgunaraðgerðir er ótrúlegt að ekki skuli vera gert ráð fyrir því að gefa svöngum að borða. Við verð- um að tryggja að allir þeir sem gefa fólki mat geti starfað af fullum krafti á meðan við göngum í gegnum erfiðleik- ana. Þá er dapurt að sjá að ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir stór- felldar hækkanir á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána. Nú þegar hratt er gengið á gjaldeyrisvaraforðann og gjaldeyristekjur í lágmarki er nauðsynlegt að setja 2,5% þak á vísitölu neysluverðs. Ellegar er hætta á að fjöldi landsmanna missi heimili sín líkt og í kjölfar efnahags- hrunsins 2008. Inga Sæland Pistill Fyrirvari við fjárauka Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Friðun birkiskóganna á Þórs-mörk er eitt af merkilegriverkefnum 20. aldar í nátt-úruvernd,“ segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógræktinni. Árið 1919 fóru 40 bændur úr Fljóts- hlíð fram á það að Skógræktin tæki að sér vörslu Þórsmerkur og girti landið af því að það væri í stór- hættu vegna upp- blásturs. Það gekk eftir og í dag er liðin ein öld frá því að samningur um friðun Þórs- merkur var fullgiltur, en skógurinn þar er hluti þjóðskóganna. Birkiskógunum bjargað Eftir Kötlugosið 1918 var svæðið þakið ösku og ekki hægt að beita fé þar fyrstu mánuðina. Líklega hefur það ástand stuðlað að því að hug- myndir um friðun skóganna fengu meðbyr, en í þessari samantekt er byggt á upplýsingum frá Skógrækt- inni og Hreini Óskarssyni. Friðunin var gerð að tilstuðlan bænda og ábú- enda jarða í Fljótshlíð auk Odda- kirkju. Árið 1927 var gert sams konar samkomulag við Breiðabólstaðar- kirkju sem átti beitirétt á Goðalandi. Beitirétti var afsalað og Skóg- ræktinni falið að vernda svæðið fyrir beit svo hægt væri að bjarga þeim birkiskógum sem þar var enn að finna. Er þetta samkomulag líklega eina dæmi þess hér á landi að beiti- réttarhafar hafi afsalað sér beitirétti á afrétti til að vernda skóga. Þórsmörk og nærliggjandi af- réttir voru skógi vaxið svæði við land- nám. Þar viðhéldust skógar langt fram eftir öldum enda svæðið nokkuð einangrað af jöklum og jökulám. Skógarnir voru hins vegar nánast horfnir um 1800, ekki kolablað að fá, eins og það var orðað. Með því var átt við að ekki var lengur birki til kola- gerðar í sýslunni og hafði þá verið gengið nærri skóginum. Skógur á um 1.500 hekturum Um 1900 var lágvaxið kjarr á um um 250 hekturum. Eftir friðunina 1920 var ráðist í að koma upp girð- ingum 1924 og jókst þekja skóganna, var um 360 hektarar 1960. Við algera beitarfriðun eftir 1990 stórjókst út- breiðslan og er nú skógur á 14-1.500 hekturum, en þá er miðað við meira en 10% þekju trjáa. Auk þess er gisn- ara kjarr víða í hlíðum fjalla, í giljum langt inni á Þórsmörk, Goðalandi og nærliggjandi afréttum. Hreinn telur að birkiskógar á Þórsmerkursvæðinu séu það sem næst kemst því að vera líkt þeim birkiskógum sem uxu hér fyrir land- nám. Lífbreytileiki er orðinn mikill og hátt í 200 plöntutegundir hafa fundist á svæðinu, þá eru mosategundir, skófir eða fléttur ekki taldar með. Margir hafa komið að starfinu á Þórsmörk; Skógræktin, Land- græðslan, ferðafélög, ýmis samtök og sjálfboðaliðar. Í þessu sambandi má nefna vernd fyrir beit með girðing- um, stjórn á grisjun skóganna frá 1920-1950, uppgræðslu með áburði og lokun á rofabörðum með birkihrísi frá upphafi friðunar. Þegar fyrstu girð- ingarnar voru reistar 1924, var girð- ingarefni flutt á hestum yfir Markar- fljót og voru flestir staurarnir gerðir úr járnbrautarteinum sem legið höfðu úr Öskjuhlíð að Reykjavík- urhöfn. Hreinn rifjar upp að Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógrækt- arstjóri, hafi sagt að ef ekkert hefði verið að gert í friðun Þórsmerkur hefði svæðið blásið upp að stórum hluta og skógar eyðst að mestu. Svo því sé haldið til hafa þá hafa Vestur- Eyfellingar frá árinu 2012 nýtt rétt sinn til að beita 60 tvílembum á afrétt í Almenningum norðan Þórsmerkur. Eldskírn í gosinu 2010 Eldskírnina fengu nýir skógar á Þórsmerkursvæðinu í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 þegar aska dreifðist yfir stóran hluta þeirra. Gróður á skóglausum svæðum í nær- liggjandi sveitum og afréttum átti í vök að verjast vegna öskufalls og öskufoks. Á hinn bóginn sá ekki á skógum á Þórsmerkursvæðinu. Þvert á móti nutu þeir góðs af öskunni sem veitti þeim næringu. Viðhald gönguleiða og uppbygg- ing göngustíga á Þórsmerkursvæðinu er nú eitt helsta verkefni Skógrækt- arinnar þar. Svæðið er opið almenn- ingi allan ársins hring. Þórsmerkur- svæðið er vinsælt útivistarsvæði, landslagið stórbrotið og fjölbreytt, og er talið að milli 100-150 þúsund gestir hafi komið þar árlega síðustu árin. Mikið starf hefur verið unnið á Þórsmörk og nágrenni síðustu ár við gerð göngustíga fyrir styrki frá landsáætlun um innviði ferða- mannastaða sem og Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða. 100 ár friðunar og ræktunar á Þórsmörk Ljósmynd/Howell Steinboginn í Stóra-Enda Miklar breytingar hafa orðið á gróðurfari á Þórsmörk Myndin til vinstri var tekin 1900, sú til hægri 2018. Birkiskógar eru nú á um 1.400 hekturum, en friðunin fyrir 100 árum var gerð að tilstuðlan bænda. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Hreinn Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.