Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 25

Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Þann 9. maí 1945, kl. 00:43 að staðartíma Moskvu, var und- irrituð yfirlýsing um skilyrð- islausa uppgjöf Þýskalands. Þar með var bundinn endi á föð- urlandsstríðið mikla. Það hófst þann 22. júní 1941 með svik- samlegri árás þýskra nasista og fylgiríkja þeirra á Sovétríkin, en lauk með algerum sigri á innrásaraðilum. Hið mikla föð- urlandsstríð Sovétríkjanna gegn Þýskalandi Hitlers er mikilvæg- asti og afdrifaríkasti hluti seinni heimsstyrjald- arinnar (1939-1945), mestu hernaðarátaka sög- unnar. Styrjöld þessi breytti gangi mannkynssög- unnar, örlögum manna og pólitísku landslagi heimsins. Sigurinn var hinu dýrasta verði keyptur: hann kostaði milljónir mannslífa. Í föðurlandsstríðinu mikla misstu Sovétríkin um 27 milljónir manna, en það eru 40% af öllu manntjóni í seinni heimsstyrjöldinni. Styrjöldin markaði spor í lífi sérhvers Sovétmanns; varla fannst sú fjölskylda sem hafði ekki misst föður, son, bróður eða eiginmann á vígstöðvunum. Sérhver maður drýgði sína hetjudáð, hvort heldur var í fremstu víglínu eða þar að baki, til þess að sigurdagurinn mikli mætti færast nær. Við berum mikla virðingu fyrir framlagi bandalagsríkja okkar til sameiginlegs sigurs á nasism- anum. Við metum mikils framtak Íslendinga, en þeir sigldu með hernaðarlega mikilvægan farm til Sovétríkjanna með Íshafs- skipalestum frá bandalagsríkjum okkar í stríðinu við Hitler. Þeir stefndu þar lífi sínu í hættu því að þýskum kúlum, sprengjum og tundurskeytum rigndi yfir þá. Í ágúst 2018 voru samtökin Bræðralag skipalesta banda- manna stofnuð í Reykjavík, en helsti tilgangur þeirra er að varðveita minn- inguna um skipalestirnar og sporna við fölsun á sögu seinni heimsstyrjaldarinnar. Í júlí 2019 andaðist María Aleksandrovna Mitrofanova, eina rússneska konan búsett á Ís- landi sem hafði gegnt herþjónustu í föðurlands- stríðinu mikla. Á stríðsárunum var hún loft- skeytamaður við herstjórnarráð Þriðju hvítrússnesku vígstöðvanna og tók beinan þátt í því að her Hitlers var gjörsigraður. Við minn- umst ævi hennar og hetjudáðar af hlýjum hug. Því miður hafa nú flestir sem tóku þátt í at- burðum seinni heimsstyrjaldarinnar yfirgefið þennan heim, líkt og María Mitrofanova. Það á stóran þátt í því að skilningur núlifandi kyn- slóða á seinni heimsstyrjöldinni hefur breyst. Ótti mannkyns við þá ógn að þessir hörmulegu atburðir endurtaki sig rénar dag frá degi, en minningin um þá verður oft tilefni ýmiss konar útlegginga og blátt áfram goðsagnasköpunar. Í sumum löndum hefur þessi tilhneiging því miður snúist upp í verkfæri pólitískra stund- arhagsmuna. Til þess að ná eigin skammtíma- markmiðum og minniháttar pólitískum ávinn- ingi eru sumir stjórnmálamenn reiðubúnir að endurskrifa söguna í eigin þágu – og endur- skoða þar á meðal sögu seinni heimsstyrjald- arinnar. Viðleitni þeirra er drifin áfram af löng- uninni til þess að gera lítið, jafnvel ekkert, úr framlagi Sovétríkjanna til frelsunar Evrópu og Asíu undan fasismanum; lönguninni til þess að leggja að jöfnu Sovétríkin og Þýskaland Hitlers og láta þau allt að því líta út fyrir að vera sam- sek þeim sem ollu því að stríðið braust út. Þess- ir tilburðir allir geta ekki annað en vakið rétt- láta reiði meðal þjóðanna sem báru á herðum sér þyngstu byrðarnar í baráttunni við mann- hatursstjórnarfar. Hafa ber hugfast að kerfi alþjóðasamskipta sem var mótað í kjölfar seinni heimsstyrjald- arinnar, kerfið sem hefur Sameinuðu þjóðirnar sem þungamiðju enn þann dag í dag, hefur tryggt Evrópu og heimsbyggðinni allri 75 ára tímabil án gjöreyðandi heimsátaka. Með tilliti til nútíma tækniþróunar hefðu slík átök sann- arlega haft hörmulegar afleiðingar. „Sagnfræðileg endurskoðunarhyggja“ er einnig hættuleg að því leyti að hún grefur und- an undirstöðum heimsskipulags okkar tíma og skapar jarðveg fyrir útbreiðslu nýnasískra skoðana og útlendingahaturs. Full viðurkenn- ing á niðurstöðum seinni heimsstyrjaldarinnar, eins og þær settar fram í stofnsáttmála Samein- uðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum gern- ingum, þar á meðal í úrskurðum Nürnberg- réttarhaldanna, hlýtur því að vera afdráttarlaus skylda allra ríkja. Nú stendur mannkyn enn á ný frammi fyrir sameiginlegri og lífshættulegri ógn. Að þessu sinni er það heimsfaraldur kórónuveirunnar. Reynslan af fordæmalausri alþjóðasamvinnu á hinum erfiðu árum seinni heimsstyrjaldarinnar ætti að vera okkur öllum fyrirmynd dóm- greindar og pólitísks vilja þegar aðkallandi er að leggja ágreining til hliðar og leysa hnattræn vandamál í sameiningu. Eftir Anton Vasiliev » Í föðurlandsstríðinu mikla misstu Sovétríkin um 27 milljónir manna, en það eru 40% af öllu manntjóni í seinni heimsstyrjöldinni. Anton Vasiliev Höfundur er sérlegur sendiherra Rússneska sambandsríkisins. 75 ára sigurafmæli í föðurlandsstríðinu mikla Kvikmyndagerð á Íslandi hef- ur ávallt einkennst af ástríðu. Drífandi frumkvöðlar ruddu brautina og á þeirra vinnu er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins styrkir menningu í landinu og gleður hjartað heldur býr til gott orðspor og skapar þúsundir starfa. Þótt langt sé lið- ið frá brautryðjandastarfi Óskars Gíslasonar, Lofts Guðmunds- sonar, Vigfúsar Sigurgeirssonar og fleiri hefur heildstæð kvik- myndastefna fyrir Ísland ekki verið mótuð hér- lendis fyrr en nú. Vinna við gerð slíkrar stefnu til ársins 2030 hófst á síðasta ári og er nú á loka- metrunum. Þar birtist metnaðarfull og raunsæ framtíðarsýn. Af litlum neista Kvikmyndamenning á Íslandi hefur þróast hratt á síðustu áratugum. Neytendur hafa orðið kröfuharðari, gæðin hafa aukist og kvikmyndað efni sem byggist á íslenskum sögum fær sífellt meiri dreifingu hjá alþjóðlegum streymisveitum og miðlum. Fyrir liggur að COVID-19-heimsfaraldurinn hefur haft ómæld efnahagsleg áhrif um allan heim. Þar hafa menning og listir tekið á sig stórt högg, ekki síst vegna aðgerða sem hamla miðlun listar og menningar. Stjórnvöld hafa brugðist við með margvíslegum hætti, svo list- og verðmætaskapandi fólk geti sinnt sinni köll- un og starfi. Einn liður í því er 120 milljóna við- bótarframlag í Kvikmyndasjóð, sem skapar grundvöll til að setja ný og spennandi verkefni af stað og þannig sporna við samdrætti í at- vinnugreininni. Slíkur neisti getur haft gríð- arleg áhrif, skapað fjárfestingu til framtíðar, menningarauð og fjölda starfa. Framleiðsla á vönduðu íslensku efni skilar sér í auknum útflutningstekjum, aukinni sam- keppnishæfni Íslands og fleiri alþjóðlegum samstarfstækifærum. Margir ferðamenn hafa einmitt heimsótt Ísland eingöngu vegna ein- stakrar náttúrufegurðar og menningar sem birtist í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum víða um veröld. Ávinningurinn af slíkum heimsókn- um er mikill og samkvæmt hagtölum eru skatt- tekjur af þeim mældar í tugum milljarða. Þegar ferðalög milli landa verða aftur heimil munu kvikmyndaferðalangar aftur mæta til leiks. Upptökustaður nú og til framtíðar Yfir 15 þúsund manns starfa við menningu, listir og skapandi greinar á Íslandi eða tæplega 8% vinnuafls. Þar af starfa á fjórða þúsund manns við kvikmyndagerð með einum eða öðr- um hætti, og hefur atvinnugreinin þrefaldað ársveltu sína á einum áratug. Stjórnvöld fjár- festu í greininni fyrir tæpa 2 milljarða í fyrra, auk þess sem gott endurgreiðslukerfi laðar er- lenda framleiðendur til landsins. Endur- greiðslur vegna framleiðslukostnaðar sveiflast nokkuð milli ára og nam í fyrra um 1,1 milljarði króna. Ólíkt öðrum útgjöldum fel- ast góð tíðindi í aukinni endur- greiðslu, því hún eykst samhliða aukinni veltu greinarinnar – rétt eins og hráefniskostnaður í fram- leiðslu hækkar með aukinni vöru- sölu. Það eru góðar fréttir, en ekki slæmar. Árangur Íslands í baráttunni gegn COVID-19 hefur vakið at- hygli víða og meðal annars náð augum stærstu kvikmynda- framleiðenda heims. Erlendir fjöl- miðlar hafa m.a. greint frá því, að sjálft Hollywood líti nú sérstaklega til þeirra landa sem hafa haldið faraldrinum í skefjum. Raunar er staðan sú, að nánast öll sjónvarps- og kvikmyndaframleiðsla hefur verið sett á ís nema í Suður-Kóreu og á Ís- landi. Framleiðendur hafa þegar hafist handa og nú standa yfir tökur á nýrri þáttaröð fyrir Netflix hér á landi, undir stjórn Baltasars Kor- máks. Þetta eru gleðitíðindi! Fjögur markmið, tíu aðgerðir Með fyrstu heildstæðu kvikmyndastefnunni er vörðuð raunsæ en metnaðarfull braut sem mun styðja við vöxt og alþjóðlega samkeppn- ishæfni kvikmyndagerðar á Íslandi. Markmiðin eru fjögur. Í fyrsta lagi að hlúa að kvikmynda- menningu, styrkja íslenska tungu og efla miðl- un menningararfs. Í öðru lagi viljum við styrkja framleiðslu og innviði kvikmyndagerðar. Í þriðja lagi á að efla alþjóðleg tengsl og al- þjóðlega fjármögnun ásamt kynningu á Íslandi sem tökustað. Og síðast en ekki síst er stefnt að eflingu kvikmyndalæsis og kvikmyndamennt- unar sem nái upp á háskólastig. Hverju mark- miði kvikmyndastefnunnar fylgja tillögur að að- gerðum, kostnaðaráætlun og ábyrgðaraðili sem á að tryggja framkvæmd og eftirfylgni. Rík sagnahefð Íslendinga hefur skilað okkur hundruðum kvikmynda, heimilda- og stutt- mynda, sjónvarpsþátta og öðru fjölbreyttu efni á síðustu áratugum. Ísland er orðið eftirsóttur tökustaður og sífellt fleiri alþjóðlegar stór- myndir eru framleiddar á Íslandi. Fjárfesting í kvikmyndagerð er ekki bara gott viðskiptatæki- færi heldur einnig nauðsynlegt afl í mótun sam- félagsins. Íslensk kvikmyndagerð viðheldur og eflir íslenska tungu, leikur veigamikið hlutverk í varðveislu menningararfsins og eflir sjálfsmynd þjóðarinnar. Fjárfesting í þessari atvinnugrein mun því ávallt skila okkur ríkulega til baka, á fleiri en einn veg. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur »Með fyrstu heildstæðu kvik- myndastefnunni er vörðuð raunsæ en metnaðarfull braut, sem mun styðja við vöxt og al- þjóðlega samkeppnishæfni kvikmyndagerðar á Íslandi. Höfundur er mennta- og menningarmálaráð- herra. Lilja Alfreðsdóttir Kvikmyndir framtíðarinnar Ábyrgar fiskveiðar og sjálfbær nýting fiskistofna eru forsenda þess að íslenskur sjávarútvegur, og hin fjölbreytta starfsemi sem byggir á greininni, viðhaldi stöðu sinni í fremstu röð á heimsvísu. Stjórnun fiskveiða á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar er lykil- atriði til að tryggja þessar for- sendur, og þannig um leið ein meginstoð íslenskrar fisk- veiðistjórnunar. Allar kröfur um að ráðherra sjávarútvegsmála heimili veiðar umfram vísindalega ráðgjöf þarf að skoða í þessu ljósi. Veiðar umfram ráðgjöf Árin eftir útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 mílur árið 1976 var árlegur afli úr helstu nytjastofnum yfirleitt talsvert um- fram ráðgjöf vísindamanna. Undanfarna fjóra áratugi hefur stjórnkerfi fiskveiða ver- ið að mótast og Íslendingum auðnast að byggja ákvarðanir um heildarafla á vísinda- legri ráðgjöf og þannig stuðlað að sjálf- bærum veiðum. Þrátt fyrir þetta geymir sagan margvíslegar kröfur um að ráðherra sjávarútvegsmála heimili veiðar umfram vísindalega ráðgjöf. Undanfarið misseri hafa tvær slíkar hugmyndir verið settar fram. Annars vegar komu fram hugmyndir í byrjun þessa árs um að gefa út lágmarks- kvóta í loðnu, þrátt fyrir að Hafrann- sóknastofnun teldi ekki forsendur fyrir slíku. Hins vegar hafa slíkar hugmyndir, og í sumum tilvikum kröfur, verið settar fram vegna veiða á grásleppu á þessu fisk- veiðiári, en þær veiðar voru stöðvaðar ný- verið þar sem fyrirséð var að afli myndi fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar um heildarafla. Hagsmunaaðilar og þingmenn hafa á undanförnum dögum komið fram og gert kröfu um að ráðgjöfin verði endurskoðuð svo hægt verði að auka aflann. Þeirri kröfu hefur Hafrann- sóknastofnun þegar svarað, bæði fyrir og eftir að ákvörðun var tekin um að stöðva veiðar. Í málflutningi stofnunarinnar hefur komið fram að ekki séu forsendur til að endurskoða ráðgjöfina. Þrátt fyrir þessa skýru afstöðu hafa komið fram kröfur um að það þurfi samt að hækka heildarafla – þvert á vísindalega ráðgjöf. Slíkur málflutn- ingur er að mínu mati óábyrgur. Í báðum þessum málum hef ég farið yfir þær hugmyndir sem fram hafa komið. Tekið þær til skoðunar í mínu ráðuneyti og kallað eftir sjónarmiðum Hafrannsóknastofnunar. Mín niðurstaða hefur á endanum verið að fylgja þeirri vísindalegu ráðgjöf sem sett hefur verið fram. Til grundvallar þeim ákvörðunum liggja þau sjónarmið sem ég rakti hér að framan, þ.e. að það sé í hinu stóra samhengi mikilvægast að standa vörð um þá meg- inreglu að við stjórnum fisk- veiðum okkar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og tryggjum þannig sjálfbærar fiskveiðar. Um leið er með því verið að gæta að þeim al- þjóðlegu vottunum sem skipta íslenskan sjávarútveg miklu máli. Að því sögðu er ég sam- mála þeirri gagnrýni að það sé lítil sann- girni í að sumir grásleppusjómenn fái nokkra daga en aðrir fái 30 eða 40 daga. Þetta er hins vegar fylgifiskur þess að haga veiðum með þessum hætti. Vísindin þurfa aðhald Að mörgu leyti hefur verið jákvætt að fá þessar hugmyndir fram enda er samstaða, eða að minnsta kosti sameiginlegur skiln- ingur, um hina vísindalegu ráðgjöf mikilvæg fyrir alla sem koma að íslenskum sjávar- útvegi, ekki hvað síst Hafrannsóknastofnun. Í því samhengi má ekki gleyma því að sjálf vísindin ganga jú ekki síst út á að kynda undir neistum efans og útiloka aldrei að ný þekking verði til þess að aðlaga þurfi fyrri kenningar nýrri vitneskju eða að þeim verði jafnvel kollvarpað. Það er því beinlínis nauðsynlegt að fá fram gagnrýni og aðhald á hina vísindalegu ráðgjöf. Varðandi næstu grásleppuvertíð hef ég beint þeim tilmælum til Hafrannsóknastofn- unar að farið verði yfir, í samráði við sjó- menn, öll þau gögn sem liggja til grundvall- ar ráðgjöfinni. Meðal annars til að endur- meta eldri aflatölur og skoða möguleika og forsendur fyrir aflaráðgjöf. Burðarás Með því að standa vörð um hina vís- indalegu ráðgjöf er um leið verið að stuðla að því að íslenskur sjávarútvegur verði áfram burðarás í atvinnulífi Íslendinga og verðmætasköpun þjóðarinnar. Hér eru því ekki einungis í húfi hagsmunir fyrirtækja eða sjómanna, heldur samfélagsins alls. Eftir Kristján Þór Júlíusson » Stjórnun fiskveiða á grund- velli vísindalegrar ráð- gjafar er lykilatriði til að tryggja ábyrgar og sjálfbærar fiskveiðar. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísindaleg ráðgjöf er ein meginstoð íslenskrar fiskveiðistjórnunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.