Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 26

Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag. Frekari upplýsingar hjá palmar@thingvangur.is, sími 896 1116.. Veitingarými - salir – gistirými Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu TIL SÖLU EÐA LEIGU HELLNAR Almenningur kannast við inngangsorð Víðis á upplýsinga-fundum þríeykisins undanfarið þegar hann kynnir frum-mælendur og bætir svo við eitthvað á þá leið að í dag séþað Árný sem túlkar. Íslenskt táknmál er eina minni- hlutatungumálið á Íslandi sem nýtur beinnar viðurkenningar og verndar samkvæmt lögum. Því er sjálfsagt og eðlilegt að stjórn- völd hugsi fyrir táknmálstúlkun á opinberum vettvangi og ekki síst þegar um brýna fræðslu og leiðbeiningar er að ræða. Íslenskt táknmál er sjálfstætt tungumál og er alls ekki einhvers konar sérútgáfa af íslensku. Það var raunar ekki fyrr en í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar að augu erlendra fræðimanna tóku að opnast fyrir því að táknmál heims- ins væru náttúruleg mál með eigin málfræði en ekki „táknuð raddmál“. Mál- fræðireglur íslensks tákn- máls eru sem sé frábrugðnar íslensku, t.d. hvað varðar orðaröð eða táknaröð. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál, fremur en íslenska. Enda þótt íslenskt táknmál eigi margt sameiginlegt með dönsku táknmáli þá er munurinn eigi að síður of mikill til að hægt sé að gefa sér að sá sem kann íslenskt táknmál skilji til fulls danskt táknmál og enn síður t.d. breskt táknmál. Jafnvel alþjóðleg heiti eru mismunandi frá einu táknmáli til annars. Þannig er landsheitið Malta táknað í íslensku með öðru handformi, öðrum myndunarstað og annars konar hreyfingu en gert er í dönsku táknmáli; og í bresku táknmáli er landsheitið stafað m-a-l-t-a með fingrastafrófi. Íslenskt táknmál er fyrsta mál u.þ.b. 250 innfæddra Íslendinga um þessar mundir. Nokkur erlend táknmál eru einnig notuð hér- lendis meðal nokkurra tuga innflytjenda en margir þeirra hafa jafnframt tileinkað sér íslenskt táknmál og þannig stækkað og styrkt málsamfélag þess. Töluverður hópur heyrandi Íslendinga, líkast til a.m.k. 1.000 manns, kann íslenskt táknmál að einhverju leyti. Það eru einkum aðstandendur og kennarar heyrnarlausra, fræðafólk og túlkar. Ekki eru nema örfáir áratugir síðan íslenskt táknmál var nánast „ósýnilegt“ í samfélagi okkar enda þótt um sé að ræða sjálfstætt málsamfélag innfæddra Íslendinga með eigin málmenningu, hefðir og rætur hérlendis. Íslenskt táknmál er hvergi notað að staðaldri nema á Íslandi. Það er því, líkt og íslenskan, meðal sérkenna og menningarverðmæta sem Íslendingum ber skylda til að rækta og varðveita. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál, frá 2011, felst ákveðin viðurkenning á íslensku táknmáli. Sú réttarbót kostaði meira en tveggja áratuga baráttu og umræður. Í þriðju grein laganna segir meðal annars: „Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Skulu stjórnvöld hlúa að því og styðja.“ Íslenskt táknmál Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Morgunblaðið/Eggert Það er gömul saga og ný að velgengni okkarhér á hjara veraldar byggist mjög á því semgerist á heimsbyggðinni allri. Ferðamenn-irnir koma ekki sjálfkrafa aftur þótt okkur gangi vel í baráttu við veiruna og ferskur fiskur selst ekki betur í útlöndum nema það gerist líka þar. Það gætir óþreyju í umræðum hér um varnar- aðgerðir gegn veirunni en sú óþreyja hefur engin áhrif á veiruna. Óþolinmæðin virðist aðallega á hægri kantinum en það er eins og þeir sem þar tjá sig átti sig ekki á að þótt allt yrði gefið frjálst hér á ný breytist ekkert nema það takist að hemja veiruna í öðrum löndum. Og jafnvel þótt það takist líka í öðrum löndum standa efnahagslegar afleiðingar hennar eftir – og hverjar eru þær? Í New York Times sl. miðvikudag var haft eftir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að hagkerfi þess myndi dragast saman um 7,4% á þessu ári. Og jafnframt að mikill samdráttur inn- an ESB og vaxandi atvinnuleysi þar myndi hafa neikvæð áhrif á efna- hagsþróun á heimsbyggðinni allri. Talið er að samdrátturinn muni nema um 9 prósentustigum á Spáni og Ítalíu en 9,7% í Grikklandi. Í Þýzkalandi verði samdrátturinn 6,5% og 8,5% í Frakklandi. Því er spáð að atvinnu- leysi verði að meðaltali um 9% í aðildarríkjum ESB en 19,9% í Grikklandi. Spáð er allt að 14% samdrætti í Bretlandi. Ástandið er svipað í Vesturheimi, svo og í Kína og fleiri Asíulöndum. Á meðan staðan er þannig um nánast heimsbyggð- ina alla skiptir einfaldlega litlu máli hvað litla Ísland gerir. Við erum svo örsmá eining í hagkerfinu á heimsvísu. Á þetta hafa bæði stjórnmálamenn hér og þríeykið bent en eftir sem áður er ótrúlega lífsseig sú skoðun, að ef við opnum allt upp á gátt verði allt eins og áður. Það mun ekki gerast. Og ástæðan fyrir því að þetta er staðhæft er sú að við eigum að vita það byggt á eigin reynslu. Efnahagslægðin sem hér gekk yfir 1967-1969 átti sér tvær ástæður. Annars vegar var mikill aflabrest- ur á síldveiðum og reyndar líka töluverður á þorsk- veiðum en hins vegar veruleg verðlækkun á fiski, sér- staklega á Bandaríkjamarkaði. Óðaverðbólgan sem hér skall á á áttunda áratugn- um átti sér rætur í gífurlegri verðhækkun á olíu í Mið-Austurlöndum í upphafi áttunda áratugarins og í lok hans vegna þess að olíuríkin voru að hrista af sér yfirráð vestrænna olíufélaga á þeirra eigin auðlind- um. Fleiri dæmi mætti nefna, þar sem lægðirnar og sveiflurnar voru ekki eins alvarlegar og þær tvær sem hér eru nefndar til sögunnar. Af þessum sökum leysir það engan efnahagslegan vanda þótt við stofnuðum fólki hér í lífshættu með því að ganga of langt í tilslökunum og of fljótt. Efnahagsleg velgengni okkar sem þjóðar byggist á því að vel gangi annars staðar. Í raun erum við að upplifa þá stöðu sem lýst er í Þjóðníðingi Henriks Ibsen, sem frumsýnt var árið 1882 en sýnt hér í fyrsta sinn 1908 og þrisvar sinnum síðar, seinna und- ir öðrum nöfnum. Íbúar í litlum bæ í Noregi höfðu byggt upp heilsu- hæli til þess að örva atvinnulífið á staðnum. Læknir á heilsuhælinu uppgötvaði að vatnið á staðnum var eitrað. Hann taldi sér skylt að upplýsa fólk um það með blaðagrein og á opnum fundi sem íbúarnir hefðu aðgang að. Bæjarstjórinn, sem var bróðir hans, taldi sýnt að slíkt mundi stofna fjárhag bæjarbúa í voða. Hann beitti ritstjóra bæjarblaðsins þrýstingi til að koma í veg fyrir birtingu greinarinnar og það tókst. Hann sneri íbúafundinum svo upp í skipulega herferð gegn bróður sínum, lækninum, og orðspori hans, og tókst það svo að úr varð „þjóðníðingur“, en síðari heiti leikverksins hér voru Fjandmaður fólksins og síðar Óvinur fólksins. Hér hefur að vísu engum dottið í hug að lýsa sóttvarnalækni og/eða landlækni sem óvinum fólksins vegna ráðlegginga þeirra um varnar- aðgerðir vegna veirunnar. En í raun var Henrik Ib- sen fyrir tæplega 140 árum að lýsa nákvæmlega þeirri stöðu sem nú er uppi á heimsvísu, þ.e. átökum á milli heilbrigðissjónarmiða og efnahagslegra hags- muna. Auðvitað eru þeir efnahagslegu hagsmunir miklir. Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa fallið, bíla- smiðjur sitja uppi með bíla sem seljast ekki, flugfélög um heim allan leita á náðir stjórnvalda. Og svo mætti lengi telja. En ætla einhverjir í raun að halda því fram að þeir efnahagslegu hagsmunir eigi að vera settir í fyrsta sæti og það hvort fólk lifir eða deyr í annað sæti? Rökin sem talsmenn sömu sjónarmiða og bæj- arstjórans í verki Ibsens beita nú eru þau að fleiri geti dáið vegna strangra aðhaldsaðgerða en ef meira og fyrr væri slakað á. Það eru „rök“ af því tagi sem of oft er beitt nú til dags og eru einfaldlega tilbúin rök, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Við höfum verið heppin – þessi litla þjóð – að hafa notið ráðgjafar lækna og annarra sérfræðinga sem hafa reynzt traustsins verð. Við höfum líka verið heppin að hafa ríkisstjórn, sem spannar yfir breitt svið í samfélagi okkar, sem hefur reynzt starfi sínu vaxin. Það eina sem hægt er að gera athugasemdir við er að það hefði verið æskilegt að meiri samstaða næðist á Alþingi og meira samráð milli stjórnar og stjórnar- andstöðu. Það virtist stefna í það í upphafi þessa máls en einhvers staðar villtist fólk af leið. En í stórum dráttum eigum við og getum fagnað því hversu vel hefur til tekizt. Heimsbyggðin og litla Ísland Hér mun lítið breytast nema heimsbyggðin öll nái sér á strik Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Svo virðist sem veirufaraldrinumsé hér að linna, þótt hann geisi enn víða erlendis. Hvað situr eftir? Ég hef áður leitt rök að því að frels- isunnendur hljóta að sætta sig við þá skerðingu á frelsi sem nauðsynleg er til að minnka smit. Frelsið er ekki frelsi til að bera smit, hvorki egypsku augnveikina haustið 1921 (svo að hið fræga drengsmál sé rifj- að upp) né veirusýkinguna á útmán- uðum 2020. Frelsisunnendur hljóta líka að samþykkja að ríkið noti fé skattgreiðenda til að hlaupa undir bagga með þeim sem harðast verða úti sökum faraldursins. Það er al- mennt samkomulag á Íslandi um að aðstoða fórnarlömb náttúruhamfara, eldgosa, jarðskjálfta og snjóflóða, og sama máli gegnir um veirufaraldur- inn. En á sama hátt og ekki ber að gera lítið úr vandanum má ekki heldur mikla hann fyrir sér. Í þess- um rituðu orðum hafa 3,6 milljónir manna smitast og um 250 þúsund manns látist af faraldrinum. Til samanburðar má nefna að 1,5 millj- ón manna látast úr berklum ár hvert, 770 þúsund úr alnæmi og 405 þúsund úr mýraköldu (malaríu), að- allega í fátækum löndum í suðri. Raunar hafði nærri því tekist að út- rýma mýraköldu upp úr 1960, þegar umhverfisöfgamönnum tókst að leggja bann við því að nota mik- ilvirkasta tækið gegn henni, sem er skordýraeitrið DDT, en það er hættulaust mönnum og dýrum líka, sé það notað í hófi. Lífið á dögum veirufaraldursins minnti á lífið við sósíalismann austan tjalds: auðar götur, allir heima hjá sér, enginn að skemmta sér, ekkert til að kaupa nema brýnustu lífs- nauðsynjar. Því skýtur skökku við ef menn reyna að nota faraldurinn til að auka ríkisafskipti. Raunar breytt- ist staðbundin drepsótt í heimsfar- aldur vegna mistaka stjórnvalda í sósíalistaríkinu Kína. Hefðu þau strax lokað landinu hefði veiran ekki breitt eins úr sér annars staðar og raun ber vitni. Besta vörnin gegn veiru er upplýsingar, og þær fást við frelsi. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vörn gegn veiru Sjálfstætt tungumál Íslenskt táknmál er fyrsta mál u.þ.b. 250 innfæddra Íslendinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.