Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 33
Amma gegndi hlutverki bak-
ara á hótelinu og töfraði fram
hverja kræsinguna á eftir ann-
arri. Tertur, bollur, skipakökur,
lummur og alltaf var hægt að
koma við í bakaríinu og smakka.
Pönnukökur voru bakaðar á
tveimur pönnum í einu, amma
lagði lófann á pönnukökurnar á
heitri pönnunni eins og hún væri
með fingur úr stáli. Hún bakaði
alltaf afmæliskringlu fyrir af-
mælisbörn úr a.m.k. einu smjör-
stykki með marsipanfyllingu og
möndluflögum, hefð sem er kom-
in til að vera Reynihlíðarfjöl-
skyldunni.
Amma sást sjaldan heima án
prjóna við höndina, hún var mikil
handverkskona og eftir hana
liggja líklega milljónir ullarsokka
og –vettlinga sem hún gaukaði sí-
fellt að afkomendum sínum. Þá
er ekki amalegt að geta sofið með
rúmföt með harðangursbekk eft-
ir ömmu á jólunum.
Síðustu árin hennar ömmu í
Reynihlíð sat hún iðulega á pall-
inum eða við stofugluggann með
útsýni yfir alla torfuna. Hún
fylgdist með umferð ferðamanna
og vinnusemi starfsfólksins, kall-
aði yfir túnið hvort ég ætlaði nú
ekki að koma og fá mér kaffi.
Eins og öðrum í fjölskyldunni
fannst henni fátt skemmtilegra
en að fá gesti og hún var líka
mikil veislukona.
Síðustu vikurnar voru henni
afar erfiðar og hún hafði á orði að
hún hefði nú ekki búist við að
drepast úr leiðindum. En ég veit
að hún situr nú lukkuleg fyrir of-
an okkur og útsýnið eins og best
verður á kosið, getur fylgst með
öllum okkar ferðum.
Ég var nýflutt til Svíþjóðar
þegar amma lést en ég er þakklát
fyrir að hafa getað sýnt og sagt
henni frá ævintýrum mínum síð-
astliðnar vikur. Á sama tíma þyk-
ir mér erfitt að komast ekki heim
til að kveðja og votta henni virð-
ingu mína sem ég hefði svo inni-
lega viljað gera. Í staðinn vil ég
senda henni vorkveðju frá meg-
inlandinu, en við amma áttum
okkur sameiginlegt uppáhalds-
ljóð sem var
Ég bið að heilsa eftir Jónas
Hallgrímsson. Með þessum orð-
um vil ég kveðja ömmu mína og
þakka fyrir allt.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal, að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og rauðan skúf, í
peysu;
þröstur minn góður, það er stúlkan
mín.
Ástríður Pétursdóttir.
Guðný Halldórsdóttir, „Guðný
í Reynihlíð“, er látin.
Hún og Snæbjörn eftirlifandi
maður hennar bjuggu núna í Hlíð
á Akureyri, en Guðný hefur glímt
við erfið veikindi um skeið. Þegar
leiðir lágu saman var hún ætíð
glöð og með fallegt bros, en er
núna hvíldinni fegin.
Þau Snæbjörn bjuggu og
störfuðu langa ævidaga í Reyni-
hlíð, lengst af tengt Hótel Reyni-
hlíð. Þar byggðu þau stórt íbúð-
arhús með öllum þægindum auk
allra athafna við hótelið. Þar í
eldhúsinu bakaði Guðný og aldrei
vandræði. Þau Snæbjörn gerðu
sér ofn fyrir „hverabrauðið góða“
í flaginu þar sem undir kyndir
eldstöðin sem kennd er við
Kröflu gömlu.
Ég hef á seinni árum verið tíð-
ur gestur í Reynihlíð með hópa
ferðamanna og notið upplifunar
með þeim. Með þessu fólki má
einnig minnast á nýsköpun
margra kynslóða sem að baki
liggur t.d. jarðböðunum í Mý-
vatnssveit. Gamli bærinn stend-
ur enn fyrir sínu með andblæ og
veitingum auk þessa magnaða
umhverfis. Að lifa í hraunjaðri
Kröfluelda 1724-1729 og búa við
átökin úr iðrum jarðar 1975-1984
verður varla með orðum lýst.
Við, afkomendur Gunnars-
staðasystkina fyrri aldamóta,
höfum margs að minnast. Þess
andblæs sem fylgdi þeim tel ég
að við höfum notið, samheldni,
bjartsýni og glaðværð.
Nokkrar frænkur mínar hlutu
ungar vist hjá „frænku“, Guð-
björgu Árnadóttur, f. 1898, sem
var matráður á fyrstu árum
Garðyrkjuskólans á Reykjum.
Að eiga slíka frænku var dýr-
mætt, en sjálfur var ég sem barn
í pössun hjá Guðbjörgu um það
leyti sem þau Guðný og Snæ-
björn kynntust þar. Þarna var og
er dásamleg umgjörð ræktunar
og ávaxta sem fólk býr að sem
kynnist.
Þegar pabbi, Gunnar Árnason,
f. 1901, fékk „Villa“ 1946,
Willys-blæjujeppa, var lagt í
langferð á æskuslóðir hans í
Gunnarsstaði. Skrölt var á vega-
slóðum með möl, mold og ryki, en
allir kátir. Þá voru það forrétt-
indi að geta lagt í slíka ferð. Á
Gunnarsstöðum bjuggu þá þrjú
systkin pabba, Ingiríður í Holti,
Þuríður (móðir Guðnýjar) og Jó-
hannes, öll bændur, en yngri
systkin þeirra voru Davíð, Sig-
ríður, Guðbjörg, Gunnar og Mar-
grét. Síðasta stórættarmót var á
Gunnarsstöðum 1988, en þar
mættu á þriðja hundrað manns
yfir langa helgi, ógleymanlegt.
Í júlí 1965 áttum við hjónin El-
ín Jóna og ég, nýgift, nokkra sól-
skinsdaga í Mývatnssveit með
Grjótagjá og Ásbyrgi og bjugg-
um í húsi við Reynihlíð.
Seinna vorum við mætt í vetr-
ardýrð um páska með fjölskyld-
unni í Reynihlíð, skíðaganga með
Snæbirni, píslarganga og menn-
ingarveisla. Þreyta og harðsperr-
ur hurfu fljótt með heimafólki
undir gufuhatti í jarðbaðshólum.
Þetta eru gleðistundir sem
gleymast aldrei.
Þótt þessar glefsur séu nefnd-
ar er víst að Guðnýju mætti
lengst af langur og krefjandi
vinnudagur með sínu fólki. Við
sem kynntust henni í leik og
starfi munum geyma minningu
um hana með þakklæti og hlýju.
Snæbirni og afkomendum þeirra
óskum við Elín blessunar.
Vertu kært kvödd, frænka.
Gunnar Gunnarsson.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman
þakka ber drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú
við hittast munum aftur
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta
ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir)
Katrín Markúsdóttir
✝ Katrín Markúsdóttir fædd-ist 4. desember 1949. Hún
lést 1. apríl 2020.
Útför Katrínar fór fram 8.
apríl 2020.
Sorgin hún svíður og tærir
söknuður er í hjarta
en ljósið í myrkrinu færir
ástkæra minningu bjarta.
(SÓI)
Þín systir,
María.
✝ Elís Gíslasonfæddist á Grund
í Eyrarsveit 26. nóv-
ember 1932. Hann
andaðist á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Fellaskjóli,
Grundarfirði 26.
apríl 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Gísli
Karel Elísson, bóndi
á Grund og verka-
maður í Grafarnesi, Eyrarsveit,
f. 10. maí 1899, d. 25. desember
1973, og Jóhanna Hallgerður
Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí
1906, d. 4. maí 1937. Systur El-
ísar eru Vilborg Guðrún, f. 16.
júlí 1927, d. 2. júní 1979, Pálína,
fædd 27. janúar 1929, og Hólm-
fríður, fædd 6. september 1935.
Eiginkona Elísar er Hulda
asdóttir. Börn: Elís, Tinna og
Lára.
Elís hóf sjómennsku ellefu
ára gamall. Hann var háseti,
kokkur, stýrimaður og vélstjóri
á fjölmörgum skipum sem gerð
voru út frá Grundarfirði. Lengst
af var hann skipstjóri og með-
eigandi af mb. Grundfirðingi SH
12. Á árunum 1988 til 1995 fór
hann í land og vann við útgerð-
ina m.a. við netafellingar og
sinnti veiðarfærum ásamt því að
leysa af. Árið 1995 keypti hann
smábátinn Byr SH 9 ásamt eldri
syni sínum og gerði hann út til
ársins 1998, er hann hætti sjó-
mennsku. Elís tók minna mót-
orvélstjórapróf frá Reykjavík
1954 og minna fiskimannapróf
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1958.
Útförin fer fram frá Grundar-
fjarðarkirkju í dag, 9. maí 2020,
með fjölskyldu, nánustu ætt-
ingjum og vinum.
Valdimarsdóttir, f.
13. maí 1936 á Kljá
í Helgafellssveit.
Börn þeirra hjóna
eru: 1) Valdimar, f.
8. janúar 1963,
maki Guðlaug
Sturlaugsdóttir.
Börn: Elís og
Svanhildur. Sonur
Svanhildar er
Bjarni Þór. 2) Jó-
hanna, f. 20. mars
1964, maki Gísli Bachmann.
Börn: Sigurður Karel og Njörð-
ur Elís. 3) Ragnheiður, f. 20.
nóvember 1966, maki Haukur
Tómasson. Börn: Hulda Kristín
og Anna Soffía. 4) Hugrún, f. 24.
febrúar 1970. 5) Katrín, f. 21.
nóvember 1973. Barn: Hulda
Þóra. 6) Gísli Karel, f. 25. janúar
1977, maki Vala Ólöf Jón-
Það var á fallegum vordegi sem
gamli skipstjórinn lagði upp í sína
hinstu för. Fjörðurinn hans
Grundarfjörður var spegilsléttur
og fagur. Ég held að hann hefði al-
veg viljað eiga lengri tíma þrátt
fyrir margra ára heilsubrest og
líkama sem var orðinn lúinn og
slitinn og hefti lífsgæði hans.
Pabbi var sjómaður og skip-
stjóri lengstan sinn starfsaldur og
vinnuþjarkur eins og fólk af hans
kynslóð. Hann var farsæll í sínum
störfum á sjó, aflakló sem þekkti
miðin eins og lófann á sér. Ég á
minningar um að heyra pabba
hringja í áhöfnina eftir að hafa
hlustað á sjóveðurspána um miðj-
ar nætur og segja „Það er ræs,
vinur“ með ljúfri röddu.
Hann var líka mikill fjölskyldu-
maður og þegar ég hugsa um það
var hann á undan sinni samtíð
þegar kemur að ýmsum störfum
innan heimilisins. Hann tók sér til
dæmis frí þegar mamma eignaðist
fjögur yngri systkini mín til að sjá
um okkur krakkana og heimilið.
Honum fórst það vel úr hendi
hvort sem var með þvotta eða
matseld og man ég eftir að hafa
fundist pabbamaturinn góður.
Mamma og pabbi voru samhent
hjón og ástríkir foreldrar sem
studdu okkur börnin sín vel og
létu okkar þarfir ganga fyrir sín-
um. Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hann svona lengi og hafa fengið að
styðja hann og mömmu þegar
heilsan fór að gefa sig.
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Jóhanna.
Ég kveð föður minn Elís Gísla-
son og langar til að minnast hans
með fáeinum orðum.
Pabbi var fjölskyldumaður,
naut þess að vera með sínum nán-
ustu og hélt afar vel utan um hóp-
inn sinn. Hann missti móður sína
þegar hann var barn að aldri og
ólst upp hjá einstæðum föður og
var afar kært á milli þeirra feðga
alla tíð. Pabbi eins og afi var kær-
leiksríkur faðir og lék við okkur
börnin, sagði okkur sögur fyrir
svefninn, sagan af Búkollu var
vinsælust. Hann tók okkur með að
veiða í vötnum, fór með okkur á
skauta og við systkinin fengum að
fara með honum þegar hann sigldi
til Reykjavíkur með skip sitt í
slipp. Á sumrin var ferðast um
landið með tjald og síðar tjald-
vagninn, allar hafnir heimsóttar
og sagðar sögur af skipum. Það
var farið í ferðalög um hverja
verslunarmannahelgi, m.a. í
Húsafell þar sem ég man eftir að
hafa heyrt í Spilverki þjóðanna.
Einnig var farið að Úlfljótsvatni
þegar við elstu vorum komin á
unglingsaldur og þar heyrði ég
fyrst í Megasi en pabbi hefði nú
sjálfur frekar kosið harmonikku-
tónlist. Hann var vel að sér um
landið okkar og fannst gaman að
fylgjast með líðandi stundu, hlust-
aði á alla fréttatíma á öllum miðl-
um og alltaf á veðurfréttir sem var
okkur systkinum stundum þraut-
astund en þá varð að hafa hljóð.
Hann hafði engan áhuga á stjórn-
málum en var áhugamaður um
náttúru og vísindi. Hann fór ung-
ur á sjó og var farsæll skipstjóri
og útgerðarmaður, síðar smábá-
tasjómaður og netamaður. Hann
var afar stoltur af okkur krökk-
unum sínum og studdi okkur til
mennta og rak tvö heimili í mörg
ár, annað í Grundarfirði og hitt í
Reykjavík á meðan við sóttum
framhaldsnám og háskólanám.
Það var afar kært á milli mömmu
og pabba og þau voru samhent
hjón. Þegar við systkinin fluttum
að heiman fóru pabbi og mamma
að ferðast til útlanda með vina-
fólki og síðar með okkur systkin-
unum og eldri borgurum. Hann
var mjög hrifinn af Þýskalandi,
fór til Hollands og Grænlands og
var yfir sig hrifinn þegar hann
heimsótti Færeyjar. Síðustu árin
voru ár veikinda en hann hafði
mikinn lífsvilja og lagði mikið á sig
til að ná betri líðan. Hann var okk-
ur afar þakklátur fyrir stuðning-
inn í veikindum sínum og okkur
var ljúft að fá að standa við hlið
hans og styðja. Hann fór sáttur.
Hans er sárt saknað.
Ragnheiður Elísdóttir.
Á þessari stundu langar mig að
minnast þess tíma þegar við pabbi
rerum saman á trillunni BYR SH
9 en pabbi var þá á sjötugsaldri.
Hann hafði gaman af þessari sjó-
mennsku og er ég ekki frá því að
honum hafi fundist þetta
skemmtilegra en að vera á stærri
bátum. Hann var virkur í að taka
veðrið, beita þegar á þurfti að
halda og hnýta slóða.
Á þessum árum kynntist ég
pabba enn betur þar sem við vor-
um oft saman heilu sólarhringana.
Við fiskuðum vel, lentum í ævin-
týrum og á sumrin fórum við oft
vestur á firði. Hann var sérstak-
lega hrifinn af Suðureyri við Súg-
andafjörð, fannst bæði gaman að
vera þar og umhverfið fallegt.
Pabbi þekkti Breiðafjörðinn
vel, bæði fjöllin og örnefnin, kunni
landmiðin eins og lófana á sér og
út frá þeim fiskimiðin enda hafði
hann lítið notað siglingatæki hér
áður fyrr.
Pabbi fylgdist mjög vel með líf-
inu á sjónum, t.d. hvort sæist síl-
isger. Honum fannst gaman að
reyna að ná í síli með háf og alltaf
sá hann ger þó svo að ég sæi aldrei
neitt. Stundum tókum við upp
færin í mokfiskeríi til að keyra í
gerið sem hann sá og var þetta á
stundum komið út í tóma vitleysu.
Við rerum yfirleitt saman en
eitt sitt komst ég ekki og þá fór
hann einn á sjó á trillunni. Hann
fór beint norður í Flákakant á ein-
hverjar gamlar netaslóðir sem
hann hafði landmið af. Þegar hann
var að kippa setti hann kross með
tússlit á skjáinn til að geta kippt í
sama punktinn aftur. Karlinn kom
í land með næstum fullan bát um
kvöldið, hátt í þrjú tonn.
Það var lítið af tækjum þegar
hann var skipstjóri. Í trillunni
voru aftur á móti alls kyns græjur
og þar á meðal NMT-farsími,
þannig að ég hringdi reglulega
heim. Einn daginn ræddi hann um
að hann ætti kannski að hringja í
mömmu. Ég hvatti hann til þess
og kenndi honum á símann. Loks-
ins dreif hann sig inn að hringja en
sneri við í dyrunum og spurði:
„Valdimar, hvað er símanúmerið
heima hjá mér?“ Hann hafði aldr-
ei verið með síma um borð í bát og
því ekki hringt heim til sín utan af
sjó nema í gegnum Gufunesradíó.
Í landi átti pabbi aftur á móti til
að vera smá göslari. Eitt vorið tók
pabbi að sér að botnmála trilluna.
Lengi á eftir mátti sjá á bílnum
hans og honum sjálfum hvaða lit
hann hafði notað á botninn á trill-
unni.
Fyrir nokkrum árum eignaðist
ég aftur trillu og fór að stunda
strandveiðar á sumrin frá Grund-
arfirði. Pabbi fylgdist spenntur
með aflabrögðum og ég kom alltaf
við hjá honum þegar ég kom í land
til að gefa honum skýrslu.
Síðasta vor hafði ekki gengið
nógu vel hjá mér. Hann spurði
mig þá hvort ég hefði ekki prófað
hólana norður í Flákakanti og gaf
mér landmið. Næsta dag ákvað ég
að finna þessa hóla skv. landmið-
inu. Ég ramba á þá og viti menn;
skammturinn tekinn á rúmum
klukkutíma og komið í land fyrir
hádegi. Pabbi var ægilega mont-
inn þegar ég sagði honum tíðindin.
Ég verð að segja að það verður
skrýtið að gefa pabba ekki skýrslu
þegar ég kem í land í sumar. Mér
heyrist þó sem mamma sé tekin
við hans hlutverki því hún spyr
mig um aflabrögð alltaf þegar ég
heyri í henni.
Blessuð sé minning pabba.
Valdimar Elísson.
Elsku pabbi okkar fór í sína síð-
ustu siglingu á sólríkum og falleg-
um vordegi nú í apríl. Við vorum
heppnar með pabba, hann var
skemmtilegur, duglegur, ráðagóð-
ur, útsjónasamur, ljúfur en stund-
um þver. Ótal minningar koma
fram í hugann nú eftir að hann er
fallinn frá, sendiferðir í sjoppuna
til að kaupa Half&Half í pípuna,
veiðiferðir, tjaldútilegur, slippur-
inn, báturinn, spjallið, fram-
kvæmdir, læknisferðir. Pabbi var
farsæll skipstjóri sem við vorum
stoltar af. Þegar hann var kominn
í land vann hann við netagerð og
stundum tók hann með sér verk-
efni heim.
Hann kenndi okkur yngri
systkinunum að setja möskva upp
á pípur, sem okkur fannst
skemmtilegt og var mikið kapp
hjá okkur að ná sama hraða og
hann. Ferðalögin voru fjölmörg,
farið var hringinn í kringum land-
ið oftar en einu sinni, Vestfirðirnir
þræddir og lent í ýmsum ævintýr-
um. Tjaldvagninn sem mamma
gaf pabba í 50 ára afmælisgjöf
stóð fyrir sínu og kom að góðum
notum. Þegar fækkaði í hreiðrinu
fóru pabbi og mamma að ferðast
til útlanda með Gulla og Jóhönnu,
var Þýskaland þar ofarlega á
blaði.
Þegar við urðum eldri fórum
við að leita upplýsinga hjá pabba,
en hann var eins og systur sínar,
stálminnugur. Hann var visku-
brunnur okkar þegar kom að því
að fá upplýsingar um hvernig
hlutunum hefði verið háttað í íbúð-
inni hennar Kötu þegar farið var í
framkvæmdir, því hann mundi vel
hvað hafði verið gert og hvernig
það var gert alveg fram á síðasta
dag. Hann var áhugasamur um
framkvæmdirnar í húsinu og var
alltaf að koma með ráðleggingar.
Grundargata 13a var heimili
þeirra sem þau byggðu saman og
fluttu inn árið 1964, þá komin með
tvö ung börn. Þar bjuggu þau all-
an sinn búskap, eða fram til 2017
þegar þau fluttu í íbúðir aldraðra
að Hrannarstíg 18. Það skref var
þeim þungbært enda ætlaði pabbi
sér aldrei að fara af Grundargöt-
unni nema þá yfir fjörðinn. Þegar
hlutirnir voru komnir í fastar
skorður leið þeim vel þar.
Eftir að mamma og pabbi fluttu
upp á Hrannarstíg var það í dag-
legri rútínu okkar að koma við hjá
þeim eftir vinnu, stundum aftur að
kvöldi enda þurfti margt að gera
eins og að sendast í búðina og út-
rétta fyrir þau, laga sjónvarpið
sem virkaði ekki eins og það hafði
gert rétt áður og fleira. Heim-
sóknirnar urðu enn skemmtilegri
eftir að Hulda Þóra fæddist. Það
sem honum þótti vænt um hana.
Hulda Þóra gaf honum svo mikið.
Þegar við komum í heimsókn
sögðumst við vera mættar með
það sem virkaði best á hann til
þess að hann gleymdi verkjunum.
Það lifnaði yfir honum þegar við
settum Huldu Þóru í fangið á hon-
um. Hann og mamma voru bestu
barnapíurnar enda kepptust þau
við að fá að hafa hana í fanginu.
Við vildum óska að pabbi hefði
fengið aðeins lengri tíma til þess
að kynnast henni enn betur en við
lifum á minningunum sem okkur
tókst að búa til þessa fyrstu átta
mánuði hennar Huldu Þóru.
Elsku pabbi okkar er núna
kominn á góðan stað og minning-
arnar lifa í hjartanu. Við munum
vera duglegar að halda nafni hans
á lofti hjá Huldu Þóru enda eigum
við margar góðar myndir og
minningar af þér með hana í fang-
inu.
Katrín Elísdóttir.
Lítill drengur missir móður
sína fjögurra ára gamall, þær til-
finningar sem bærast hjá litlu
barni vitum við ekki hverjar eru.
Það vissu ekki margir hvernig
honum leið, hann var svo dulur.
En í höndina á honum hélt pabbi
alla tíð í óeiginlegri merkingu.
Þeir skildu aldrei.
Þegar Elli var 11 ára stofnaði
pabbi heimili í Grafarnesi með
Ella og Pálínu systur okkar og í
Nesinu áttu þau heima upp frá
því. Elli fór ungur á sjó á litlum
bátum og svo seinna í Stýri-
mannaskólann og varð skipstjóri á
stórum bátum. Sjórinn var starfs-
vettvangur hans alla tíð. Hann
sagði að hann vildi heldur vakna
klukkan fimm og fara á sjóinn en
vakna klukkan átta og fara í vinnu
í landi. Elli tók þátt í stóra æv-
intýri Íslendinga, síldarævintýr-
inu.
Eitt sinn þegar ég var ungling-
ur og var hjá þeim pabba og Pöllu
í Grafarnesi kom Elli heim með
saltaða síld, eins konar kryddsíld.
Hún var að vísu ekki flökuð og því
bað hann mig, litlu systur sína, um
að sjá um flökunina og borgaði
mér heilar tvær krónur fyrir
hverja síld. Því miður á ég ekki
margar slíkar minningar um okk-
ur systkinin úr æsku, mikið hefði
það verið gaman að kynnast Ella
bróður mínum betur á þessum ár-
um.
Mesta gæfa í lífi Ella var konan
hans, Hulda Valdimarsdóttir, sú
mikla myndarkona og húsmóðir
enda bar heimili þeirra þess vitni.
Þau eignuðust sex börn og eiga nú
marga niðja, þetta er það sem við
skiljum eftir okkur.
Nú kveð ég bróður minn og
syrgi það að við gátum ekki alist
upp saman. Hann siglir inn í
bláma hafsins og mun lifa áfram
hjá þeim sem muna hann.
Ég sendi konu hans, börnum,
tengdabörnum og niðjum þeirra
samúðarkveðjur.
Hólmfríður Gísladóttir.
Elís Gíslason