Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
✝ Páll Helgasonfæddist 17.
september 1941 á
Gerði, Eskifirði.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 28.
apríl 2020 eftir
stutt veikindi. Páll
var sonur Helga
Pálssonar, fæddur
26. júní 1897 og lést
12. desember 1980
og Kristjönu Mekkínar Guðna-
dóttur, fædd 7. febrúar 1913 og
lést 23. janúar 1993. Þau bjuggu
lengst af í Gerði á Eskifirði og
átti Páll sex systkini.
Systkini Páls voru Haukur
Helgi, fæddur 1933 en fluttist til
Danmerkur og lést þar 1992. Á
Eskifirði bjuggu Rafn, fæddur
1935, Guðni, fæddur 1940 og
Hörður sem fæddur var 1945.
Þeir eru allir látnir. Eftirlifandi
yfir til útgerðarinnar Friðþjófs
hf. á Eskifirði sem gerði út Sæ-
ljón SU. Páll var þar ýmist 1. og
2. vélstjóri með Bjarna Stef-
ánssyni og svo á endanum yf-
irvélstjóri á nýja Sæljóni SU sem
smíðað var á Akureyri árið 1974.
Páll hafði mikla reynslu sem vél-
stjóri en til að ná sér í aukin rétt-
indi fór hann í vélstjórnarnám
árið 1985 til Reykjavíkur. Lengst
af var Páll vélstjóri á Sæljóni SU
þangað til sú útgerð hætti
rekstri. Síðustu ár sín sem vél-
stjóri var hann með Ísaki Valdi-
marssyni, skipstjóra á Guðrúnu
Þorkelsdóttur SU, og í afleys-
ingum með frænda sínum Grét-
ari Rögnvarssyni, skipstjóra á
Jóni Kjartanssyni SU. Eftir að
Páll hætti sjómennsku og fór í
land starfaði hann í mjöl- og lýs-
isvinnslu Eskju á Eskifirði.
Útför Páls fer fram í
Eskifjarðarkirkju 9. maí 2020 kl.
13, en vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu verða aðeins nánasta
fjölskylda og vinir viðstödd út-
förina.
eru systur Páls,
Erna Sigríður
Helgadóttir, fædd
1938 og Kristbjörg
María Helgadóttir
sem er yngst þeirra
systkina og fædd
1949.
Páll var ógiftur
og barnlaus.
Sem barn og
fram á unglingsár
var Páll mörg ár í
sveit á Skorrastað í Norðfirði hjá
Jóni Bjarnasyni en árið 1957, þá
aðeins 15 ára gamall, fór Páll
fyrst á sjó með Steini Jónssyni,
skipstjóra á Vetti SU. Páll var
lengi með Steini Jónssyni, á Haf-
þóri MK og Guðrúnu Þorkels-
dóttur SU. Páll réri á nokkrum
skipum frá Eskifirði áður en
hann réð sig á Krossanesið hjá
Árna Halldórssyni, skipstjóra og
útgerðarmanni, og fylgdi honum
Sunnudagurinn 26. apríl rann
upp ægifagur og ég gekk út í
Hólmanes og upp á Hólmaborg-
ina. Ég var nýkominn heim þeg-
ar Lilla frænka mín hringdi og
sagðist ekki ná sambandi við
Palla bróður sinn og bað mig að
fara og athuga með hann en
hann hafði það fyrir venju að
heyra í systrum sínum daglega.
Það var því miður sorgleg að-
koma og lést Palli frændi minn
tveim dögum seinna. Á dánar-
beðinum fannst mér ég ná sam-
bandi við frænda minn og gat
komið til hans góðum kveðjum.
Við vorum talsvert nánir og góð-
ir vinir og vorum alltaf í reglu-
legu sambandi, en Palli var
næstyngstur af fimm bræðrum
sem allir eru nú farnir yfir móð-
una miklu.
Palli var dulur en ákveðinn
þegar á þurfti að halda, hann var
mikill mannþekkjari og hjálp-
samur og hugsaði vel um sína
nánustu. Því kynntist ég vel þeg-
ar ég byrjaði blautur á bak við
eyrun 24 ára gamall sem skip-
stjóri á Sæljóninu og Palli var
þar yfirvélstjóri. Held ég að ég
hefði varla komist í gegnum
þetta í byrjun án hans, hann
hvatti mig áfram og við áttum
þar mjög farsælt samstarf í rúm
sex ár. Hann var hörkuduglegur
og var aðdáunarvert að sjá hann
og vin hans Gylfa Óskarsson í
úrgreiðslunni þegar mikið var í.
Á mínum yngri árum þegar ég
var mikið á Gerði hjá ömmu og
afa kynntist ég bræðrum
mömmu auðvitað mjög vel, vin-
skapur okkar Palla jókst með ár-
unum og þegar ég var kominn
með bílpróf fannst honum ekkert
sjálfsagðara en ég fengi hans
bíla að vild á meðan hann var á
sjónum, það var ekki leiðinlegt
að rúnta um á Mercury Cougar,
Chevrolet Impala og Ford
Bronco.
Palli var mjög vanafastur og
fór ég margar ferðir með honum
til Reykjavíkur að kaupa nýjan
bíl, alltaf var farið á sömu bíla-
söluna og var hann orðinn vel
þekktur þar. Á sjónum brölluð-
um við ýmislegt saman sem ekki
verður tíundað hér en þó verð ég
að láta eina flakka, við vorum að
koma úr siglingu frá Hull í Eng-
landi og þar sem þetta var mín
síðasta veiðiferð á Sæljóninu
vildi hann að við tækjum vel ríf-
legan skammt af bjór sem var
settur til hliðar, og viti menn,
svartagengi tollvarða renndi nið-
ur á bryggju og hoppaði um
borð, fann auðvitað bjórinn sem
krafið var svara um eign á og
svaraði hann því strax til að
hann ætti allan bjórinn til að
bjarga frænda sínum frá sekt.
Svona var Palli. Hann var ein-
staklega barngóður og þótti öll-
um vænt um Palla og hann var
mjög örlátur og það var ekki
verið að gefa neitt klink, það
voru seðlar og ætli það kannist
ekki einhverjir við það að þegar
hann rétti þeim kom oft: „Fariði
með þetta, skítseiðin ykkar.“
Honum þótti mjög vænt um fjöl-
skylduna í Danmörku og fór
margar ferðir til að heimsækja
Hauk bróður sinn, börn og
barnabörn. Það var svo gaman
þegar þau komu fyrir þrem ár-
um að sjá hvað kært var á milli
þeirra og hvað þeim þótti vænt
um The Boss eins og þau kölluðu
hann. Þín verður sárt saknað,
elsku vinur.
Ungur að aldri hélt hann á sjávarslóð,
sjómennskan var honum sæla sviti og
blóð
og lífsgleði, þó að brimið kinnunginn
berði.
Vinur og hetja með sanna, leiftrandi
lund
lagður í ferð, sem endar á himneskri
grund.
Við minnumst og söknum Palla Helga í
Gerði.
(Ellert Borgar Þorvaldsson)
Hvíl í friði, Palli minn.
Grétar Rögnvarsson.
Móðurbróðir minn, Páll
Helgason, lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað eftir
stutt en erfið veikindi og kom
það okkur fjölskyldunni að óvör-
um en hann hafði verið hress og
liðið vel. Þó að maður reyni að
undirbúa sig í huganum með ást-
vini sína sem komnir eru á efstu
hæð þá var það mikið áfall að
heyra að Palli frændi minn hefði
verið fluttur á sjúkrahús og í
slæmu ástandi.
Samband okkar Palla hefur
alla tíð verið mjög náið en ég var
skírður í höfuðið á frænda mín-
um, sem honum þótti mjög vænt
um. Þegar ég var að alast upp
var hann aldrei kallaður annað
en Palli stóri og ég var Palli litli.
Við vorum mikið saman og ég
man alltaf hvað ég var spenntur
þegar frændi minn kom í land og
í heimsókn til okkar. Hann var
sjómaður, átti flotta bíla og við
vorum duglegir að fara saman út
í á að veiða eða rúnt í sjoppuna
og fá okkur slikk.
Palli var ávallt eins og einn af
fjölskyldunni og var með okkur
öll jól og áramót auk þess að
vera tíður gestur á heimilinu.
Palli frændi átti aldrei konu og
eignaðist engin börn en hugsaði
um okkur bræðurna eins og við
værum strákarnir hans. Ég
hugsa til baka þegar ég var barn
og þá man ég að stundum var ég
feginn að Palli ætti ekki konu og
ég fékk að njóta allrar athygl-
innar og góðmennskunnar sem
bjó í Palla. Hann var ávallt minn
velgjörðarmaður og studdi mig á
mínum uppvaxtarárum. Þegar
ég var unglingur átti Palli hús
við hliðina á okkur í Bleiksár-
hlíðinni og laust herbergi sem ég
fékk að hafa og var oftast með
allt húsið út af fyrir mig þegar
hann var á sjó. Þetta var góður
tími hjá mér að hafa þetta frelsi
og Palli ánægður að hafa fé-
lagsskapinn af mér og mínum
vinum.
Á árunum sem ég var í há-
skóla í Reykjavík og við Málm-
fríður konan mín vorum á leið
austur um sumarið og ég að fara
á sjóinn alveg auralaus eftir vet-
urinn þá keyrði kallinn á móti
okkur, fyllti tankinn á Höfn og
gaf okkur að borða. Svo keyrð-
um við í samfloti heim á Eski-
fjörð.
Palli hefur alltaf verið stór
partur af mínu lífi og í seinni tíð
þegar ég sjálfur hef eignast fjöl-
skyldu var frændi mikið hjá okk-
ur Málmfríði og okkur leið vel að
hafa hann á heimilinu. Hann
vildi aldrei láta hafa mikið fyrir
sér en við dekruðum við kallinn,
fórum og keyptum steikur og
gerðum vel við okkur. Krakkarn-
ir elskuðu að hafa hann enda var
hann alltaf sammála þeim í einu
og öllu í deilum við okkur for-
eldrana um uppeldið og okkur
þótti það líka skemmtilegt. Palli
hafði líka einstaklega gaman af
því að tala við mig um sjávar-
útveg og fá fréttir af fyrirtækinu
og skipunum og einnig öðrum
sjávarútvegsfyrirtækjum, en
hann hafði og hefur alltaf haft
brennandi áhuga á útgerð. Hann
fylgdist vel með og í litlu sam-
félagi eins og Eskifirði þar sem
hver einstaklingur er mikilvæg-
ur þá veit ég að fleiri eiga eftir
að sakna þess að spjalla við kall-
inn á bryggjunni á Eskifirði.
Það er gott að við Málmfríður
gátum lagt okkar af mörkum og
hugsað vel um Palla á hans efri
árum og endurgoldið allt það
sem hann veitti mér í gegnum
árin. Ég er sannfærður um að
honum hafi liðið vel og það var
okkur Málmfríði mjög kært að fá
tækifæri til að vera með honum
á sjúkrahúsinu síðasta sólar-
hringinn í hans lífi og veita hon-
um stuðning. Ég mun sakna þess
að heyra ekki í kallinum á hverj-
um degi en hugga mig við þá
hugsun að við eigum góðar
minningar um Palla frænda sem
munu lifa með okkur áfram.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Páll Snorrason.
Í dag fylgi ég móðurbróður
mínum Páli Helgasyni til grafar.
Palli frændi eða Palli stóri eins
og við kölluðum hann. Palli var
vélstjóri á Sæljóni SU 104 síðan
ég man eftir mér. Sæljónið var
gert út á net, troll, línu og nót.
Eins og var í denn þá sigldu bát-
arnir með aflann til Englands og
seldu aflann í hafnarborgunum
Hull eða Grimsby.
Þegar ég var ungur þótti mér
mjög spennandi þegar Palli stóri
var að kom úr siglingu, ég sat við
gluggann heima og beið eftir að
báturinn sigldi inn fjörðinn, þá
hljóp ég niður á bryggju til að
taka á móti honum sama hvað
klukkan var.
Þegar ég var 14 ára fór ég í
mína fyrstu siglingu með Palla
stóra og sigldum við til Grimsby.
Palli stóri var alltaf á flottum
amerískum bílum þegar hann
var ungur. Þar á meðal Mercury
Cougar, Ford Bronco og Chevr-
olet Impala.
Allir þekkja númerið hans
Palla U4. Oft hringdi ég í hann
og sagði honum að koma með bíl-
inn sinn því ég skyldi þrífa hann.
Palli var duglegur að hringja
og spyrja um fólkið sitt. Hann
hringdi alltaf í okkur feðga þeg-
ar við vorum á rjúpnaveiðum til
að athuga með okkur og fá frétt-
ir um veiði dagsins. Þegar við
fjölskyldan vorum á ferðalagi
hringdi hann alltaf til að athuga
hvert við værum komin og hvað
væri að frétta.
Síðastliðin ár eftir að Palli
hætti að vinna hringdi hann
reglulega í mig út á sjó til að
spyrja frétta, hvað skipin hefðu
verið að hífa.
Palli var mikið á ferðinni og
voru bryggjurnar í uppáhaldi hjá
honum. Þegar skip og bátar
komu í land þá var hann að
spyrja frétta um aflabrögð.
Palli hlustaði mikið á útvarp
og var Auðlindin eftirlætisþáttur
hans en sá þáttur hætti fyrir
mörgum árum. Palli missti aldr-
ei af fréttum og veðri í útvarp-
inu. Palli fylgdist vel með íþrótt-
um og hafði einkum gaman af
kvennafótboltanum.
Palli ferðaðist reglulega til
Danmerkur til að heimsækja
Hauk bróður sinn og fjölskyldu
hans. Hann flaug alltaf með Ice-
landair og gat ekki hugsað sér að
fljúga með öðru flugfélagi.
Palli á stóra fjölskyldu og var
vinsæll meðal barna í fjölskyld-
unni.
Hvíldu í friði, elsku Palli
frændi minn.
Þorsteinn Snorrason.
Í dag er borinn til grafar í
heimahögum á Eskifirði Páll
Helgason sjómaður.
Við Páll vorum samskipa stór-
an hluta af starfsævinni, lengst
af á Sæljóni SU 104 þar sem
hann var vélstjóri. Það skiptir
miklu að í hverja áhöfn veljist
þeir sem aðrir geta treyst og
reitt sig á. Þannig var því farið
með Pál. Hann var bæði áreið-
anlegur og úrræðagóður, vílaði
fæst fyrir sér. En það var ekki
síður lyndiseinkunnin sem gerði
skipsfélögunum allt léttara;
hann var hress og skemmtilegur
maður, greiðvikinn, hlýr og góð-
ur drengur.
Sjómennskan var þeim í blóð
borin, bræðrunum öllum frá
Gerði.
Það var víða farið, á vertíðir
til Eyja, í Norðursjóinn og um
miðin öll. Og það gilti einu hver
veiðiskapurinn var; net, lína,
troll eða nót. Eftir að í land var
komið ræktaði Páll frændgarð-
inn og sú ræktarsemi var end-
urgoldin.
Þegar Sæljónið var selt úr
landi, til Írlands, var það Palli
sem sigldi því suður um höf.
Ekki skilaði hann sér alveg strax
úr þeirri för, enda gat hann verið
ævintýranna maður. Nú hefur
Palli leyst landfestarnar í síðasta
sinn og snýr ekki aftur – siglir
áfram um ókunn höf. Í þýðingu
Hannesar Hafstein á ljóðinu
Kveð mig heim eftir Björn-
stjerne Björnson segir svo:
verði dögg, er ég dey,
því að ljóð, sem ég kvað,
bera lifandi bar,
bera vott, hver ég var.
Syng mig heim, yfir haf.
Góða ferð, vinur.
Árni Halldórsson, Eskifirði.
Elsku Palli frændi, eða Palli
stóri eins og við krakkarnir köll-
uðum hann venjulega, hefur
kvatt jarðvist þessa eins og við
þekkjum hana. Ég var á leiðinni
út á sjó þegar pabbi hringdi í
mig og sagði mér að Palli frændi
væri mikið veikur, ég fór á sjóinn
og tveim dögum síðar fékk ég
fréttir um að Palli hefði kvatt.
Dagurinn var fallegur, sléttur
sjór og sól og mokfiskerí, mér
varð hugsað til Palla a meðan
trollið var á leiðinni inn á dekk,
hugsaði með mér … þetta hefði
Palli verið ánægður með.
Palli var frekar ákveðinn og
hörkulegur maður en samt með
stórt hjarta, oft þegar ég var á
leið í kaffi til ömmu kom hann út
í dyr hjá sér og spurði „voruð þið
að fiska“, sæmilega svaraði ég,
svo kom „var Óli með hann,“ já
svaraði ég og í því lokuðust
dyrnar. Það þurfti ekkert að orð-
lengja það meir.
Ég varð líka þess heiðurs að-
njótandi að fá að vera með Palla
á sjó, við vorum saman á kol-
munna og loðnu á Jóni Kjart-
anssyni, hann sagði mér margar
skemmtilegar sögur af árunum
þegar hann var ungur á sjó, við
ungu mennirnir hlustuðum dol-
fallnir á sögur um krár og pöbba
í Grimsby og Hull ásamt öðru
sem ekki verður tíundað hér.
Þegar ég var yngri átti Palli
alltaf flotta bíla, ég með mikla
bíladellu fannst gaman að fá að
líta vel út á götunum og oft þeg-
ar Palli var á sjó fékk ég Opelinn
hans lánaðan og skilaði honum
svo stífbónuðum og hreinum í
þakklætisskyni.
Einnig er mér minnisstætt
þegar Palli bjó í Bleiksárhlíðinni
á milli okkar Benna frænda.
Fórum við oft og bönkuðum upp
á og betluðum pening, dró hann
þá upp rautt leðurseðlaveski og
gaukaði sitthvorum 500 kallinum
að okkur Benna.
Minningarnar eru margar og
góðar.
Þennan dag var rjúkandi rok og kvika,
öskugrá öldu við himin bar.
Trollið var fast og við fundum slinkinn
sem færði okkur á kaf í öldurnar.
Vírarnir strekktir sem strengir á gítar,
lögðumst á hliðina ofurhægt.
Og drynur í lofti er vírarnir brustu,
augnablik var eins og hefði lægt.
Brimaldan hvíta, berðu þeim kveðju
er biðu heima eftir mér.
Segðu þeim ég hafi hugsað til þeirra
og í huga mínum var myndin af þeim.
Takk fyrir allt, Palli minn.
Þinn frændi
Eðvarð (Eddi).
Páll Helgason
✝ Benedikt Júl-íus Jónasson
fæddist í Reykja-
vík 14. janúar
1976. Hann lést á
heimili sínu 16.
apríl 2020.
Foreldrar
hans eru Pálína
Guðný Emils-
dóttir, f. 30.6.
1956, og Jónas
Sigurðsson, f.
5.7. 1956, d. 21.4. 2004. Stjúp-
faðir Benedikts er Guðlaugur
Fr. Sigmundsson, f. 20.2.
1945.
Systkini Benedikts eru Sig-
mundur Fr. Guðlaugsson, f.
23.4. 1981, Birgir Már Guð-
laugsson, f. 8.9. 1984, Sigríð-
ur Fanney Guð-
laugsdóttir, f.
14.10. 1989.
Einnig átti
Benedikt stjúp-
systur, Höllu
Kristínu Guð-
laugsdóttur, f.
13.12. 1970.
Benedikt eign-
aðist fimm börn,
þau eru: Áslaug
María, f. 1.3.
1993, Hrafnhildur Lára, f.
2.4. 1997, d. 14.4. 2000, Sig-
urður Rúnar, f. 2.4. 1997,
Guðni Veigar, f. 9.9. 1999,
Elísa Björt, f. 23.5. 2006.
Í ljósi aðstæðna fór útför
Benedikts fram 24. apríl
2020 í kyrrþey.
Yndislegi Benni okkar.
Með söknuð í hjarta kveðjum
við þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín verður sárt saknað.
Mamma og pabbi.
Þær eru margar góðar minn-
ingarnar sem koma upp þegar við
systkinin setjumst niður til að
skrifa minningargrein um Benna
bróður.
Benni hafði þann sérstaka
hæfileika að geta alls ekki átt far-
artæki í langan tíma, á einhvern
óskiljanlegan hátt tókst honum að
gera bílana óökuhæfa á svo stutt-
um tíma og er okkur sérstaklega
minnisstætt eitt augnablik þegar
okkar maður var í umferðinni og
pabbi fær símtal: „Pabbi komdu
eins og skot! Bíllinn er úti um allt
á Nýbýlaveginum.“
Þarna hafði eitt dekkið skoppað
undan bílnum. Þetta var ekki
fyrsta og ekki síðasta óhappið
tengt bílum en bílar áttu bara
hreint ekki við hann.
Benni var einstaklega góður
drengur, vildi allt fyrir sitt fólk
gera og var duglegur að minna
okkur á að ef eitthvað amaði að
væri hann boðinn og búinn að
koma okkur til aðstoðar. Eitt
skiptið kom litla systir hans inn
heima grátandi, þá líklega ekki
mikið eldri en 10 ára en þá höfðu
einhverjir guttar verið vondir við
hana. Benni var á svipstundu
kominn í skó og þotinn út og náði
drengjunum til þess að tilkynna
þeim það að við systur sína væru
þeir ekki vondir. Yndislegur stóri
bróðir.
Benni upplifði margt, varð fyrir
ótal hindrunum á leið sinni í gegn-
um lífið. Aldrei heyrðist kvart í
Benna bróður. Hann eignaðist sitt
fyrsta barn ungur að aldri, hana
Áslaugu, aðeins 17 ára gamall.
Eftir það átti hann eftir að eignast
þau nokkur en 1997 komu síðan
tvíburarnir Hrafnhildur og Diddi.
Hrafnhildur okkar kveður svo
þennan heim aðeins þriggja ára
gömul eftir að hvítblæðið hafði
sigrað. Þetta áfall var mikið og
jafnaði Benni sig aldrei á missin-
um. Svo kom Guðni og örverpið
hún Elísa.
Áföll, slys og veikindi tóku því
miður of mikinn toll af hans lífi,
miklu meiri en manni fannst að
hægt væri að leggja á einn mann.
Megir þú hvíla í friði og ró, laus
við allan sársauka, bæði þann lík-
amlega og ekki síst andlega.
Við ætlum að halda í allar góðu
minningarnar sem við eigum og
eru okkur svo dýrmætar í dag.
Takk fyrir að vera okkur góður
stóri bróðir.
Þín systkini,
Sigmundur (Simmi), Birgir
(Biggi) og Sigríður (Sigga).
Benedikt Júlíus
Jónasson