Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 37

Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 ✝ Sigríður VigdísBöðvarsdóttir, íþróttakennari og forstöðumaður Sundlaugar Húsa- víkur, fæddist í Brennu í Lundar- reykjadal 22. mars 1928 og lést 30. apríl 2020 á Skóg- arbrekku, Húsavík. Foreldrar henn- ar voru Ásthildur Björg Vigfúsdóttir, f. 13. apríl 1896, d. 10. ágúst 1939 og Böðv- ar Jónsson, f. 17. desember 1892, d. 16. mars 1962. Systkin Sigríðar voru Bjarni Haukur, f. 11. mars 1932, kenn- ari, d. 3. júní 1986 og Jón, f. 6. september 1936, bóndi, d. 22. júlí 2017. Sigríður Vigdís giftist Bjarna Sigurjónssyni, f. 19. október 1928, d. 22. september 2018, 25. 4) Valgerður Bjarnadóttir, f. 26. janúar 1961, grunnskóla- kennari, maki Kjartan Ólason, f. 26. ágúst 1961. Börn þeirra eru Melkorka, f. 1989, Elín Svava, f. 1995, börn Kjartans frá fyrri sambúð eru Haraldur Óli, f. 1981, Hjalti Þór, f. 1983, d. 2009. Langömmubörnin eru 12. Sigríður Vigdís ólst upp í for- eldrahúsum í Lundarreykjadal. Hún lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1948 og Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Stundakennari í handa- vinnu og íþróttum við Barna- og gagnfræðaskóla Húsavíkur 1951-1957. Vann við Sundlaug Húsavíkur frá 1961 sem for- stöðumaður og síðar gæslumað- ur þar til hún lét af störfum sjö- tug. Var virk í ýmsum félagasamtökum. Útför Sigríðar Vigdísar verð- ur gerð frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 9. maí kl. 14. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður útförinni streymt á Fa- cebook-síðu Húsavíkurkirkju. Stytt slóð: https://n9.cl/ca6kc. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. desember 1952. Börn þeirra eru: 1) Þórhallur Sig- urjón, f. 17. sept- ember 1950, tækni- fræðingur, maki Edda Jóhanns- dóttir, f. 17. febr- úar 1948. Börn þeirra eru Hjördís, f. 1974, Sigríður, f. 1976, Jóhann, f. 1979. 2) Ásthildur Bjarnadóttir, f. 29. ágúst 1953, leikskólakenn- ari, maki Ásmundur Sverrir Pálsson, f. 24. desember 1950. Börn þeirra eru Vigdís Þyri, f. 1973, Bryndís Vala, f. 1978. 3) Böðvar Bjarnason, f. 17. mars 1965, tæknifræðingur, maki Íris Víglundsdóttir, f. 24. apríl 1958. Börn þeirra eru Bjarni, f. 1979, Haukur, f. 1986, d. 2003, Símon, f. 1992. Sigríður var komin af sterkum stofnum í Lundarreykjadal enda kom það sér vel að henni var ekki fisjað saman. Hún missti móður sína barn að aldri og varð ekki hjá því komist að hún fyndi til ábyrgðar á yngri bræðrum sínum og heimilishaldi á æsku- heimilinu í Brennu. Fólkið, sem að henni stóð í dalnum, lagði mikla rækt við handmennt ým- iskonar og fór orð af vönduðum vinnubrögðum þess. Hjá því fór saman góð verkkunnátta og það hugarfar að ekkert verk væri svo lítilmótlegt að því bæri ekki fyllsta vandvirkni. Þannig var Sigga tygjuð að heiman. Á unglingsárum hleypti Sigga heimdraganum í skóla eins og margar konur í frændgarði hennar, fór suður til Reykjavík- ur til að ljúka gagnfræðaskóla. Að loknu landsprófi stóð hugur hennar til menntaskólanáms og enn frekara náms en lítil efni komu í veg fyrir þær fyrirætl- anir. Íþróttaskólinn á Laugar- vatni bauð hins vegar upp á að- stæður sem stúlka í hennar sporum gat nýtt sér. Sigga var öflug námsmanneskja og hafði einbeitingu sem ekkert fékk truflað. Hún var mikill lestrar- hestur, las bækur af öllu tagi og hafði taugar til borgfirskra skálda, ekki síst kvennanna úr því fallega héraði. Sá sem þetta skrifar fylgdist oft með því af að- dáun hvað hún las hratt, hverri bókinni af annarri var lokið á undraskömmum tíma. Að íþróttaskólanum loknum fékkst hún við sk. umferðar- kennslu um landið og á þeirri leið kynnist hún Bjarna Sigur- jónssyni á Húsavík og gengu þau í hjónaband. Eftir stunda- kennslu í sundi og handmennt um tíma tók hún að sér að veita nýrri sundlaug á Húsavík for- stöðu og með því slóst hún í hóp fyrstu kvenna þar í bæ til að tak- ast á hendur ábyrgðarstarf af því tagi. Til að valda hlutverkinu betur stundaði hún nám í stærð- fræði, bókhaldi, tungumálum o.fl. í Bréfaskóla SÍS og var það ærin viðbót við fulla vinnu utan heimilis og húsmóðurstörf sem hún kastaði ekki höndunum til. Þannig var tengdamóðir mín: henni óx ekkert í augum, hún var æðrulaus, órög og sjálfstæð – og mögnuð kona. Það er varla hægt að koma tölu á alla þá sem hún kenndi sundtökin á Húsavík og víðar. Sigga setti sér og öðrum strangan ramma hvort heldur sem móðir eða kennari, hún var prinsippföst án undanbragða þannig að á stundum þótti nóg um. Þetta var ein hliðin. Önnur hlið var sú sem leyfði ærsl og uppátæki og var þá ósárt um að röð og regla á heimilinu færi úr skorðum um stund, tók enda þátt í öllu saman. Á ferðalögum innanlands sem utan var hún í essinu sínu og sjálfstæði hennar mest á ókunnum slóðum. Hún var atkvæðamikil íþróttakona á sínum yngri árum, var alla tíð hraust og vel á sig komin og kunna menn engar sögur af því að henni hafi nokk- urn tíma orðið misdægurt. Menntunar sinnar vegna bar hún meira skynbragð en gekk og gerðist á heilsusamlegt líferni og var ólöt að halda því að sínu fólki. Ég naut mikillar ræktarsemi þeirra hjóna í nær fimm áratugi og kveð nú tengdamóður mína með virðingu og þökk. Ásm. Sverrir Pálsson. Ég var heimagangur hjá Siggu og Bjarna í Snælandi frá því fyrst ég man, frændsystkin mín, Þórhall, Ásthildi, Böðvar og Valgerði var nær að kalla systk- in þá og Snæland mitt annað heimili. Diddi og ég, jafnaldrar og óaðskiljanlegir, áttum ófáar stundirnar þar heima við leiki í Vesturherberginu eða dútl við skíðin okkar í gamla eldhúsinu; ígildi verkstæðis, að ekki sé minnst á ævintýraheim kjallar- ans stóra. Þar leyndust krókar og kimar sniðnir til leikja með sjálfsmíðuð vopn og bíla eða reiðhjólaviðgerðir. Bæði unnu þau hjónin úti, Sigga sundkennari, svo sund- laugarstjóri, laugin oftast opin langt fram á kvöld og Bjarni, lengst af hjá Rafveitu Húsavík- ur. Börnin fjögur gengu því ein um heimilið er skóla lauk og ól- ust upp við að ganga í störfin og sýna heimili sínu virðingu. Jafnaðargeði Siggu var við- brugðið en skap hafði hún. Aldr- ei heyrðust skammaryrði og varla hastað á okkur frændur. Vel mátti skynja eðlislægan aga og reglufestu sem hún bjó yfir ásamt ríkulegri réttlætiskennd og sanngirni og vænti hins sama af öðrum. Eiginleikar þessir nutu sín í kennslunni svo jafnvel ærslafyllstu drengir, mitt í útrás orku sinnar, mátu og virtu ag- ann. Tryggð Siggu og Bjarna hélst alla tíð síðan þótt ég hleypti heimdraganum ungur og kæmi þangað sjaldnar eftir það, stund- um með kærustu, síðan eigin- konu, son og stjúpbörn. Öll fengu þau sömu alúð og ég frá því þau stigu þangað fyrst inn fæti. Viðmót Siggu, hvenær sem ég birtist, eins og hún hefði einmitt átt von á mér, kaffi sett yfir og spurt hvaða ferðalag væri á mér núna. Frændi kom í hægðum sínum þegjandi, milt brosið ljóm- aði, tók undir kjálkabörðin og smellti kossi á kinn, fagnandi. Maður var einhvern veginn alltaf kominn „heim“ í Snælandi. Oftast var húsið ólæst er mann bar að garði en væru þau hjón úti tók kötturinn mjálmandi á móti, vafði sér um fætur manns og bauð mann velkominn. Við fjölskyldan nutum þess líka ósjaldan að bjóðast „vist“ á Litla Hrauni – sumarparadís þeirra í Aðaldalshrauni. Ekki yfirgaf reglufestan Siggu við að komst á eftirlaun eftir fjóra áratugi í sundlauginni. Hún hélt sínu striki, mætti í sundið sitt hvern morgun fram á hinstu stund. Heilbrigt líf, hreyfing og regla á hlutum áttu án vafa stóran þátt í heilsuhreysti hennar alla tíð. Sjónvarpsgerðarmenn sem unnu að þáttum um sundkennslu á Íslandi fréttu af sundkennara á Húsavík, á tíræðisaldri, sem enn stundaði sund daglega, hvernig sem viðraði. Auðsótt mál var að fá viðtal við Siggu og að fylgja henni í daglegri göngu sinni úr Snælandi, út í sundlaug. Morg- unninn sem tökur skyldu fara fram var dimmur og kominn ka- faldsbylur að norðan. Sigga spurði hvort ekki væri rétt að bíða af sér veðrið. Svarið var á aðra lund: Nú væri einmitt óska- veðrið fyrir þessa senu. Ekki verður framar stokkið upp tröppurnar á Snælandi í nokkrum skrefum, eins og fyrr- um, útihurðinni hrundið upp og kallað inn: „Einhver heima!?“ Þess verður saknað. Við Katla og Palli og stjúp- börn mín sendum öllum afkom- endum Siggu og Bjarna í Snæ- landi innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Pálsson. Nemendur í heimavistarskól- um koma inn í einstakt fé- lagslegt umhverfi sem er ólíkt í öðrum skólum og nálgast miklu frekar að vera heimili en vinnu- staður. Þessar heimilisaðstæður leiða til náinna félags- og vin- áttutengsla. Við skólasystkinin á Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1948-1949 náðum að tileinka okkur íþróttafræðin og heilsusamlegt líferni en ekki síst að þróa þá lífshamingju sem þetta skólaheimili veitti okkur. Á fyrstu starfsárunum voru tíð bréfaskipti okkar á milli. Þar var greint frá kennslunni og upphafi hjúskapar og áhugaverðum verkefnum sem okkur hlotnuð- ust í starfinu. Á fyrsta kennslu- ári Sigríðar mun forsjónin hafa vísað borgfirska kvenkostinum norður yfir heiðar. Hún var í „umferðarkennslu“ í nokkrum skólum fyrsta árið en á Húsavík var fleira að finna en góðan kennslustað. Þar hitti hún Bjarna sinn og upphaf lífsham- ingjunnar. Sigríður var dugleg í öllum íþróttum. Sérstaklega var sundið henni vinsælt. Hún var skrið- drjúg þegar hún skellti sér í sundið. Sundkennslan mun hafa verið eftirlætisverkefni hennar. Þar kom í ljós ábyrgðartilfinning hennar gagnvart nemendum. Það er ekki öllum ljóst að á með- an nemandinn er niðri í lauginni getur augnabliks vangá eða gleymska kennarans varðað líf nemandans. Árum saman nutum við þess að hittast og njóta minninga frá skóladvölinni og fá fréttir af starfinu og fjölskyldum okkar. Sigríður lét sig ekki muna um að skreppa suður og koma á þessar samverustundir, sem fjölgaði er árin liðu. Eftirminnilega hópferð fórum við skólasystkinin til þeirra hjóna norður og nutum mikillar gestrisni og ánægju hjá þeim á Húsavík. Það fækkar smátt og smátt í hópnum okkar en minningin lifir. Alúðarviðmót Sigríðar er mjög eftirminnilegt, bæði hlýtt og elskulegt. Þessar minningar geymum við í huga okkar. Við færum venslafólki hennar inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar skólasystur. Hjörtur Þórarinsson. Sigríður Vigdís Böðvarsdóttir Okkur setti hljóð þegar við heyrðum af andláti Öddu nú fyrr í mánuðinum. Adda hafði starfað með okkur í nærri tvo áratugi, fyrst hjá okkur á Aðalendurskoðun sf. og síðan Íslenskum endurskoðend- um Bíldshöfða slf. eftir samein- ingu við aðra skrifstofu. Hún hætti störfum hjá okkur seint á síðasta ári. Við erum þakklát fyrir sam- fylgdina þessi ár; þakklát fyrir störf hennar og félagsskap alla tíð. Við viljum kveðja Öddu með nokkrum erindum úr ljóði Dav- íðs Stefánssonar, Nú sefur jörðin: Arnheiður Ragnarsdóttir ✝ ArnheiðurRagnarsdóttir fæddist 4. sept- ember 1960. Hún lést 6. apríl 2020. Útför Arnheiðar hefur farið fram í kyrrþey. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júl- ínótt. Á túni sefur bóndabær, og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstin börnin fá þá bestu gjöf, sem lífið á. Nú sofa menn og saklaus dýr. Nú sofa dagsins ævintýr. Nú ríkir þögn við ysta ós, svo ekkert vekur Þyrnirós. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. Við vottum fjölskyldu Öddu innilega samúð. F.h. samstarfsfólks Íslenskra endurskoðenda Bíldshöfða slf., Björn Ó. Björgvinsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Melhaga 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 4. maí. Vegna samkomutakmarkana verður útförin ekki auglýst. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vildu minnast Auðar er bent á líknarfélög. Sigríður Jóhannsdóttir Ólafur Jóhannsson Þóra Harðardóttir Haraldur Jóhannsson Margrét Jóhannesdóttir Guðmundur Jóhannsson Anna Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁLFHILDUR HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR Suðurvör 8, Grindavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 13. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þorlákur Guðmundsson Helena Hólm Stefán Stefánsson Björgvin Þór Hólm Isabel Lilja Pétursdóttir Einar Hólm Linda Dögg Hólm Eggert Már Stefánsson Margrét Erla Þorláksdóttir Jóhannes Davíð Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR v.d. LINDEN, lést á dvalarheimilinu Hlíð 29. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. maí með fjölskyldu og nánustu ættingjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á deildinni Reynihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Ómar Þór Edvardsson Bára Einarsdóttir Arnar Chr. Edvardsson María Rán Pálsdóttir Jón Örvar Edvardsson Lind Hrafnsdóttir Pálmar G. Edvardsson Sólveig Jóna Geirsdóttir ömmu- og langömmubörn Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, mánudaginn 4. maí. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 13. Vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu og fjöldatakmarkana verður streymt úr kirkjunni, sjá vefslóð www.akraneskirkja.is. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Höfða fyrir einstaka umönnun, nærgætni og hlýju. Jón Sigurðsson Emilía Ólafsdóttir Þorvaldur Ólafsson Þóra Sigurðardóttir Guðbjörn Tryggvason Hlín Sigurðardóttir Guðni R. Tryggvason og ömmubörnin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, mágkona, amma og langamma, SIGURVEIG SIGURJÓNSDÓTTIR, Veiga, áður til heimilis á Túngötu 16, Sandgerði, lést á Hrafnistu Nesvöllum miðvikudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju fimmtudaginn 14. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna mun einungis nánasta fjölskylda vera viðstödd athöfnina. Sig. Berta Grétarsdóttir Elías Björn Angantýsson Gissur Þór Grétarsson Salóme Guðmundsdóttir Ester Grétarsdóttir Hjörtur Jóhannsson Sigurbjörn Grétarsson Jóhann Ingi Grétarsson Margrét Ingiþórsdóttir Elvar Grétarsson Aðalbjörg Alla Sigurðardóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Sævar Pétursson ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.