Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 41
       atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Sveitarstjóri Capacent — leiðir til árangurs Skútustaðahreppur er hálendasti hreppur landsins og jafnframt einn sá víðfeðmasti. Í Reykjahlíð er þéttbýliskjarni en einnig er all þéttbýlt á Skútustöðum og í Vogum. Svæðið er þekkt fyrir einstakt lífríki og náttúrufegurð en eldsumbrot hafa mótað landslagið þar frá örófi alda. Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en landbúnaður og orkuvinnsla eru einnig stórar atvinnugreinar. Í sveitarfélaginu hefur íbúum fjölgað á undanförnum árum og eru nú um 500 talsins og verið mikill uppgangur í tengslum við ferðaþjónustuna. Þar er rekinn m.a. grunnskóli, leikskóli, íþróttamiðstöð, bókasafn, félagsheimili, áhaldahús, þekkingasetur o.fl. Í stjórnsýslu hreppsins starfa auk sveitarstjóra skrifstofustjóri, skrifstofufulltrúi, skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi. Samstarf við nágrannasveitarfélög er mikið m.a. um brunavarnamál og skóla- og félagsþjónustu. Upplýsingar og umsókn capacent.is Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf sem nýtist í starfi. Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og sveitarstjórnarmálum er æskileg. Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum. Þekking og reynsla af stefnumótun og breytingastjórnun er kostur. Reynsla af skipulags- og umhverfismálum er kostur. Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, ásamt reynslu af miðlun upplýsinga. · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 17. maí Starfssvið: Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af sveitarstjórn. Sveitarstjóri undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins sem og starfsmannamálum. Skútustaðahreppur auglýsir starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem er reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi starf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og hafa brennandi áhuga á að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf einnig að eiga auðvelt með að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins og vera talsmaður þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla. Kennarastöður við Menntaskólann í Reykjavík Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við Kennarasamband Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020. Umsóknum skal skilað inn á Starfatorg (www.starfatorg.is) og þar eru nánari upplýsingar. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá MR. Rektor Lausar eru til umsóknar kennarastöður í eftirtöldum námsgreinum: stærðfræði – íslensku – sögu Hæfni- og menntunarkröfur: • Háskólapróf í kennslugrein eða skyldum greinum • Leyfisbréf (sbr.lög nr. 95/2019) • Kennslureynsla á framhaldsskólastigi • Góð samskipta- og skipulagshæfni • Áhugi á að starfa í öflugu skólasamfélagi Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða Tæknifræðing / verkfræðing af orkusviði til starfa • Æskilegt er að viðkomandi sé véltæknifræðingur af orkusviði. • Hafi góða færni í notkun Autodesk Inventor og Autocad. • Hafi góða færni í mannlegum samskiptum. • Hafi góða færni í ensku. • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Kælismiðjan Frost ehf. er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöð í Garðabæ, hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 60 starfsmenn. Frost fæst aðallega við hönnun og uppsetningu á frysti- og kælikerfum til iðnaðarnota, bæði land- og skipakerfa, auk þess að sinna viðhaldi slíkra kerfa. Íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki eru mikil- vægustu viðskiptavinir Frosts. Undanfarin ár hefur yfir helmingur af veltu fyrirtækisins verið vegna verkefna erlendis. Áhugasamir vinsamlega sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar á gunnar@frost.is Íþróttakennarar Laus eru til umsóknar staða íþróttakennara við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit frá 1. ágúst 2020. Nánari upplýsingar er að finna á www.skutustadahreppur.is og www.skutustadahreppur.is/skolinn atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.