Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 50

Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, „Það er heilmikil kúnst að baka súrdeigsbrauð. Súrdeigsbökunar- æðið sem hefur gripið um sig er tím- anna tákn. Það er andstæðan við hamsturs-hugarfarið, að hugsa bara um eigið skinn og skeyta ekki um aðra, sem voru algeng fyrstu við- brögð við samkomubanninu. Mér var gefin súrdeigsmóðir sem getur vaxið út í hið óendanlega við að vera að skipt á milli manna. Peningar og hlutir minnka þegar þeim er skipt. Súrdeigsmóðir er hins vegar forboði nýs hagkerfis gnægðar sem kemur í stað skorts- og skuldahagkerfis. Jörðin á nóg til að fæða heiminn. Stefnum að súrdeigsmóður- hagkerfi gnóttar, samstöðu og heil- unar jarðar og okkar sjálfra! Ég þýddi með fallegri ljóðum síð- ari tíma, „Love After Love“ eftir Derek Walcott. Þetta ljóð er um að til þess að elska aðra þurfum við að læra að elska okkur sjálf. Sjálfsást hefur ekkert með sjálfselsku eða sjálfhverfu að gera. Eymd sjálf- hverfu er að einblína á hvernig aðrir spegla mann. Sjálfselskuna skortir allt súrdeig og getur hvorki nærst á sjálfri sér né gefið. Sjálfsást er hins vegar að gefa gaum að eigin hjarta sem hefur ævinlega viljað þér vel þótt þú hafir kannski ekki alltaf tek- ið eftir því. Vertu þín eigin vinkona /þinn eig- in vinur!“ Ást eftir ást Sú stund mun renna upp er þú fagnandi heilsar sjálfri þér þar sem þú stendur á dyraþrepinu, í þínum eigin spegli, og hver um sig brosir við kveðju hinnar, og segja, fáðu þér sæti. Lát nærast. Á ný muntu elska þessa ókunnugu sem varst þú sjálf. Gef vín. Gef brauð. Gefðu hjarta þínu sjálft sig aftur, þessari ókunnugu sem hefur elskað þig all tíð, og sem þú vanræktir vegna annarrar, sem kann þig utanbókar. Taktu ástarbréfin úr bókahillunni, ljósmyndirnar, örvæntingarskrifin, kroppaðu eigin ímynd af speglinum. Sit. Í fögnuði eigin lífs. „Didier Eribon, einn þekktasti félagsfræðingur Frakklands, skrifaði bókina Að snúa aftur til Reims. Hann kemur úr fátækri verkamanna- fjölskyldu sem hann rauf tengsl við og varð frjáls- lyndur, vinstrisinnaður, samkyn- hneigður menntamaður. Eftir dauða ofbeldisfulls föður tekur hann aftur upp samband við móður sína en mik- ið skilur enn á milli. Eribon hlustar og leitast við að skilja hvernig frönsk verkamannastétt hefur breyst úr kjósendum kommúnista- flokksins í fylgjendur þjóðernissinn- aðra flokka. Þessar andstæður, hann og upprunafjölskyldan eru samt sama fólkið. Reynum að skilja og dæmum ekki of fljótt! MINISOPHY eða SMÁSPEKI er vefrit sem ég held úti ásamt Katrínu Ólínu hönnuði-hugsuði. Við dreifum örtextum og myndverkum á Face- book og Instagram. Smáspeki fjallar um málefni sem akademíska heim- spekin sem er orðin svo sérhæfð skilur oft eftir á vegarkantinum. Þetta er núvitundarheimspeki, hversdagheimspeki og smáspekileg- ar æfingar. Myndmál og textar til að glæða hugsun um hluti og fyrirbæri sem eru næst okkur. Við erum öll smáspekingar. Hvílum í eigin hugsun!“ Mælt með í kófinu Ljósmynd/Catrine Val Hugsun Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, hvetur lesendur til að hvíla í eigin hugsun því öll séum við smáspekingar. „Súrdeigsmóðir er forboði nýs hagkerfis“ Speki Katrín Ólína og Sigríður halda úti vefritinu SMÁSPEKI. Morgunblaðið/Ómar Gnægð Sigríður segir það heilmikla kúnst að baka súrdeigsbrauð. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tæplega hundrað ljósmyndir frá liðnu ári eru á ljósmynda- sýningunni Myndir ársins, sem opnuð verður almenningi í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í dag. Dómnefnd valdi myndirnar, sem eru alls 96 tals- ins, úr 836 inn- sendum myndum íslenskra blaða- ljósmyndara. Blaðaljós- myndarafélag Íslands stendur að sýningunni og segir Kristinn Magnússon, for- maður félagsins, að sýningin sé mikilvæg fyrir blaðaljósmyndun hérlendis. „Sýningin stuðlar að sýnileika blaðaljósmyndunar og heim- ildaþáttur þessarar sýningar er mjög mikill. Við gefum út bók samhliða árlega sem er mynda- annáll yfir atburði þessa árs.“ Úr myndunum 96 valdi dóm- nefndin svo átta verðlaunamyndir, eina úr hverjum þeirra sjö flokka sem myndunum er skipt í, sem og eina verðlaunamynd sem er þá mynd ársins. Flokkarnir sjö eru eftirfarandi: fréttamyndir, myndir af daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir. Dómnefndin sem valdi mynd- irnar er skipuð sjö ljósmyndurum, sem flestir eru atvinnuljósmynd- arar. Dómnefndin er óháð og skip- uð af stjórn Blaðaljósmyndara- félags Íslands. Arnaldur Halldórsson, Bragi Þór Jósefsson, Brynjar Gunn- arsson, Kristinn Ingvarsson, Rut Sigurðardóttir, Sigríður Kristín Birnudóttir og Catalina Martin- Chico skipa dómnefndina. Martin-Chico er formaður dóm- nefndarinnar, en hún er margverð- launaður ljósmyndari af spænsk- um og frönskum ættum. Spurður til hvers dómnefndin hafi litið þegar hún valdi mynd- irnar sem fengu að komast að á sýningunni sem og verðlauna- myndirnar segir Kristinn: „Það er rosalega persónubundið í hvert skipti hvaða áherslur dóm- nefndin hefur. Hún fær þó alltaf leiðbeiningar frá okkur um það til hvers skuli líta, til dæmis til fjöl- breytileika myndanna sem og at- burðanna sem myndaðir eru. Þá er líka hugsað um heimildaskrán- inguna, sérstaklega í flokki frétta- mynda, að þar séu bestu mynd- irnar frá stærstu viðburðum ársins. Það sem við leggjum upp með er því fjölbreytileiki, heim- ildaskráning og flottar myndir.“ Ný sýn á stóra atburði Allur gangur er á því hvort myndirnar hafa áður birst í blöð- um eða tímaritum. „Ljósmyndurunum er frjálst að senda inn hvaða myndir sem er. Aðrar ljósmyndir en hafa birst í blöðunum hafa oft endað á sýning- unni þótt þær séu af sömu at- burðum,“ segir Kristinn. Stundum birtist því ný sýn á þekkta atburði á þeim ljósmyndum sem er að finna á sýningunni. Faraldur kórónuveiru hefur haft áhrif á sýninguna, en til að byrja með var óljóst hvort af henni yrði vegna takmarkana sem voru í gildi. „Svo eru náttúrulega fjöldatak- markanir á safninu, þar mega 40 manns vera í hvert skipti. Við höf- um alltaf verið með opna verð- launaafhendingu en nú var verð- launaafhendingin bara fyrir þá ljósmyndara sem sendu inn myndir, þar sem það komast ekki mikið fleiri inn í safnið en það,“ segir Kristinn. Ljósmyndasafn Reykjavíkur verður opnað klukkan 10 í dag og sýningin því samtímis. Sýningin stendur til 30. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjölbreytni Miklu máli skiptir að fjölbreyttar myndir verði fyrir valinu svo að sýningin verði sem fjölbreyttust, að sögn Kristins, en 836 ljósmyndir bárust. Stuðlar að sýnileika blaðaljósmyndunar Kristinn Magnússon  96 fjölbreyttar ljósmyndir á sýningunni Myndir ársins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.