Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
A Secret Love er heimildar-mynd eftir Chris Bolansem dreift er á Netflix-streymisveitunni. Myndin
var valin inn á nokkrar kvikmynda-
hátíðir (sem hefur að vísu verið
aflýst) en hún er í það minnsta að-
gengileg á veitunni og hefur hlotið
góða dóma.
Myndin er tekin upp á sjö ára
tímabili og segir frá Terry Donahue
og Pat Henschel, kanadískum konum
á tíræðisaldri sem hafa búið saman í
hartnær 65 ár. Í öll þessi ár hafa þær
falið þá staðreynd fyrir fjölskyldu
sinni að þær eru elskendur, töldu öll-
um trú um að þær væru bara góðar
vinkonur. Þegar myndin hefst eru
þrjú ár liðin frá því að þær komu út
úr skápnum fyrir fjölskyldu sinni. Sú
fyrsta sem þær sögðu frá var Diana,
yngri frænka Terry, sem er eins og
dóttirin sem hún aldrei eignaðist.
Terry er orðin nokkuð illa haldin af
Parkinsonsveiki og fjölskyldan byrj-
uð að undirbúa að þær stöllur flytjist
á elliheimili.
Konurnar eru báðar frá Edmonton
í Kanada en búa í Bandaríkjunum.
Diana vill helst að þær flytji til Kan-
ada en Pat er ekki eins hrifin af því
og vill búa áfram í Bandaríkjunum,
nálægt vinum sínum. Terry er boðin
og búin að flytjast til Kanada, þaðan
á hún ljúfar æskuminningar. Pat
tengir staðinn hins vegar ekki við
góða hluti og vill ekki fara fet og
segja má að þær séu því í vissri patt-
stöðu. Það má skilja afstöðu Pat sem
þvermóðsku í gamalli kerlingu en við
sjáum að það er ekki það eina sem
liggur að baki.
Í myndinni er farið yfir ævi og
störf kvennanna, sem komu svo
sannarlega víða við. Terry lék hafna-
bolta í fyrstu hafnaboltadeild kvenna,
sem stofnuð var 1943. Terry hafði frá
unga aldri leikið hafnabolta með
bræðrum sínum og það var sann-
arlega draumi líkast fyrir hana að fá
að spila sem atvinnumaður. Þegar
þær kynnast er Terry á fullu í hafna-
boltanum en Pat eyðir flestum sínum
stundum í að yrkja ljóð. Þetta er ást
við fyrstu sýn og fljótlega ákveða
þær að flytja til Bandaríkjanna, þar
sem samfélagið er stærra og auð-
veldara að lifa í leynum.
Nokkuð er fjallað um líf samkyn-
hneigðra á árum áður í bland við sög-
una af konunum. Reyndar hefði verið
gaman að kafa aðeins dýpra í þetta
málefni en það er samt sem áður
ákveðinn kostur að hafa viðfangs-
efnið afmarkað, myndin fjallar jú
fyrst og fremst um þessar fínu
dömur. Sagnfræðingar og hinsegin
sérfræðingar eru teknir tali og þeir
tala m.a. um lesbíubari og -klúbba
sem urðu til eftir stríð. Slíkir barir
voru ofsóttir af yfirvöldum og reglu-
lega gerðar rassíur. Þar mátti hand-
taka konur fyrir það eitt að klæðast
buxum, því samkvæmt lögum voru
konur sem klæddu sig ekki í hefð-
bundin föt sekar um þann glæp að
„bregða sér í líki karlmanns“. Pat og
Terry stunduðu ekki slíka bari því
þeim fannst það of hættulegt. Þess í
stað hittu þær vini sína úr hinsegin
samfélaginu í veislum og heimapartí-
um.
Lesbíur hafa löngum „komist upp
með“ að lifa sínum lífsstíl og búa með
mökum sínum undir því yfirskini að
þær séu bara vinkonur. Pat og Terry
svöruðu því yfirleitt til, þegar þær
voru spurðar um sambúð sína, að
dýrt væri að búa í Bandaríkjunum og
því hagstæðara að vera tvær saman
og voru þær aldrei krafðar um frek-
ari svör. Þær tala samt ítrekað um
hvað þær þurftu að vera varkárar,
sem virðist hafa gengið vel enda voru
allir grunlausir, eins og sést til dæm-
is á því hvað það kom gjörsamlega
flatt upp á alla í fjölskyldunni þegar
þær komu út úr skápnum.
Myndin samanstendur af viðtölum
í bland við upptökur af konunum í
daglegu lífi. Þar að auki birtist fjöld-
inn allur af gömlum ljósmyndum og
myndbandsupptökur af Pat og Terry
á sínum yngri árum, sem sýna stöll-
urnar í sumarfríum, veislum, eða
bara á gangi í borginni. Þessar gömlu
upptökur eru ofboðslega fallegar og
gaman sjá Pat og Terry svona ungar
og sprækar, líkt og í öðru lífi. Að
sjálfsögðu eru þessar upptökur líka
mikill fjársjóður, þar sem upptökur
af samkynhneigðum pörum frá þess-
um tíma eru nokkuð sjaldgæfar.
Hápunktur myndarinnar er þegar
Pat og Terry ganga loksins í hjóna-
band í fallegri athöfn umkringdar
vinum og fjölskyldu. Eftir það missir
myndin aðeins dampinn og loka-
hnykkurinn er nokkuð fljótfærnis-
legur. Á heildina litið er myndin þó
virkilega vel gerð.
Þetta er fyrst og fremst hjartnæm
og falleg ástarsaga en einnig er dreg-
in upp sannfærandi mynd af öllu sem
fylgir því að eldast, málefni sem flest-
ir hafa komist í tæri við. A Secret
Love fjallar um ást í leynum en ekki
síður um ástina yfirhöfuð.
Ást í leynum
Leyndarmál A Secret Love segir frá Terry Donahue og Pat Henschel, konum á tíræðisaldri sem hafa búið saman í
hartnær 65 ár. Í öll þessi ár fóru þær leynt með að þær væru elskendur og sögðust bara vera góðar vinkonur.
Netflix
A Secret Love bbbbn
Leikstjórn: Chris Bolan. Handrit: Chris
Bolan, Alexa L. Fogel og Brandan
Mason. Kvikmyndataka: Stephen Kaz-
mierski. Klipping: Bernadine Colish.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Nýsjálenski
kvikmyndaleik-
stjórinn Taika
Waititi mun
bæði leikstýra
og skrifa hand-
rit að kvikmynd
í Stjörnustríðs-
bálkinum, sam-
kvæmt tilkynn-
ingu frá Disney
sem framleiðir Stjörnustríðsmynd-
irnar og þætti sem tengjast þeim
sagnaheimi. Waititi mun skrifa
handritið með Krysty Wilson-
Cairns, sem kom að skrifum hand-
rits 1917.
Waititi hefur átt velgengni að
fagna í kvikmyndaheiminum hin
síðustu ár og hlaut fyrr á þessu
ári Óskarsverðlaun fyrir handrit
sitt að Jojo Rabbit, sem hann leik-
stýrði einnig.
Af öðrum fyrri kvikmyndum
hans má nefna ofurhetjumyndina
Thor: Ragnarok sem hlaut góðar
viðtökur á sínum tíma. Hann leik-
stýrði einnig lokaþætti syrpunnar
The Mandalorian sem segir af per-
sónu úr Stjörnustríði, hausaveið-
aranum Mando Din Djarin, og
ævintýrum hans.
Waititi leikstýrir
Stjörnustríðsmynd
Sýningin Glópa-
gull: þjóðsaga
eftir listakonuna
Steinunni Gunn-
laugsdóttur
verður opnuð í
Midpunkt,
Hamraborg 22 í
Kópavogi, í dag
kl. 14. Hún
samanstendur af
„tveimur sjálf-
stæðum verkum sem tengjast í
gegnum ólík en skyld vísindaleg
ferli sem fara fram á hríðdimmri
heiði í grennd við mannabyggðir,“
eins og segir í tilkynningu.
Steinunn útskrifaðist frá mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands
vorið 2008 og tók þátt í opnu list-
námi á mastersstigi í menningar-
stofnuninni Ashkal Alwan í Beirút í
Líbanon 2013-2014.
Glópagull: þjóð-
saga í Midpunkt
Steinunn
Gunnlaugsdóttir
Taika Waititi