Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 56
40-50%
afsláttur
af völdum vörum
25 til 40%
afsláttur
af völdum vörum
30% afsláttur
af völdum vörum
afsláttur völdum vörum
30%-50%
567 0120
Opið í dag frá kl. 11 til 17
Opið sunnudag kl. 13 til 17
Ballettinn Rómeó og Júlía eftir Helga Tómasson, list-
rænan stjórnanda San Francisco-ballettsins, verður
sýndur í streymi á Facebook-síðu Lincoln Center-
sviðslistamiðstöðvarinnar í New York á mánudagskvöld
kl. 21.30 að íslenskum tíma og verður hann aðgengileg-
ur öllum bæði það kvöld og einhverja næstu daga. Ball-
ett Helga hefur hlotið mikið lof og var hann saminn við
tónlist Sergei Prokofjeff. Maria Kochetkova og Davit
Karapetyan dansa hlutverk Rómeós og Júlíu.
San Francisco-ballettinn sýnir Róm-
eó og Júlíu í streymi Lincoln Center
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Ég hef verið úti frá árinu 2008 og mér finnst þess
vegna bara æðislegt að vera komin heim í smá ró og
næði. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvað væri
best fyrir okkur öll sem fjölskyldu og það er því frábær
lausn fyrir okkur að fara til Akureyrar,“ segir Rut Jóns-
dóttir, landsliðskona í handknattleik, sem flytur frá Es-
bjerg í Danmörku til Akureyrar og leikur með KA/Þór
næstu tvö árin. »49
Frábær lausn að flytja til Akureyrar
ÍÞRÓTTIR MENNING
Jafnaldrarnir eru allir farnir en Sigfríður heldur sínu
striki. „Ég hef átt afskaplega gott líf,“ segir hún dreymin
og fær sér „fjallaloft“ eins og hún kallar léttu sígarett-
una. „Ég er eini fíkillinn í fjölskyldunni.“ Rifjar upp sögu
eftir bekkjarsystur sinni að vestan. „Jónmundur Hall-
dórsson, prestur á Stað í Grunnavík, fór eitt sinn með
fermingarbörn upp á fjallið og bað þau um að syngja eitt-
hvað fallegt úr Biblíunni. „Ó, Jósep, Jósep, bágt á ég að
bíða …“ sungu þau, vinsælan slagara á þeim tíma!“
Hún hefur búið í sama húsnæði í 60 ár. „Hérna ólum
við upp börnin okkar þrjú, en annar sonur okkar, Júlíus
lögfræðingur, er látinn.“ Hin eru Ólöf sjúkraþjálfari og
Ársæll, skólameistari í Borgarholtsskóla. Barnabörnin
eru tíu og barnabarnabörnin sjö. „Það er hundleiðinlegt
að vera í sóttkví og þegar börnin koma í heimsókn spritta
þau sig í bak og fyrir, setja á sig hanska og standa fimm
metra frá mér. Ég er ekkert að spritta mig enda má ég
ekki koma við neinn, bara vinka. Ég á von á fjölskyldunni
í garðinn í tilefni afmælisins og má bara taka á móti 50
manns. Ekki hvarflar að mér að brjóta fjöldatakmark-
anir þríeykisins, svo mikið er víst.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lífsgleðin geislar af Sigfríði Nieljohníusdóttur sem er
100 ára í dag. „Ég er alltaf í góðu skapi og fer eftir því
sem móðuramma mín sagði, „gott er jafnan glaðlyndur
að vera og góðan hug til allra manna bera“. Aðalatriðið er
að vera sjálfum sér nægur, sjálfstæður og heiðarlegur.“
Sigfríður er stálminnug. „Ég man eftir mér þegar ég
var tveggja, þriggja ára,“ segir hún. Þá hafi hún reynt að
pota fingrunum inn í rafmagnsinnstungu heima á Vestur-
götunni. „Mamma og kona í heimsókn bönnuðu mér
þetta og konan rak tunguna út úr sér. Mér þótti þetta svo
leiðinlegt að ég fór að háskæla.“
Foreldrar Sigfríðar voru Nieljohnius Ólafsson, versl-
unarmaður og heiðursfélagi KR, VR og Karlakórs
Reykjavíkur, kallaður Nilli í Kol og salt, og Ólöf Sigurð-
ardóttir. Hún segir að þau hafi hugsað vel um fjölskyld-
una, en hún hafi einu sinni verið flengd. „Þegar ég var
sex ára langaði mig til að prófa að verða hrekkjusvín og
fór að sparka í frænku mína, sem var ári yngri. Pabbi
frétti þetta og rassskellti mig. Sagði að legðist ég aftur á
minnimáttar vissi ég hvað biði mín. Ég vorkenndi pabba
að vera að flengja mig og síðan hef ég ekki gert flugu
mein.“
Vonar að hún sé enn læs
Dugnaður hefur alltaf fylgt Sigfríði. „Pabbi sagði að
peningar gætu horfið eins og dögg fyrir sólu og lagði
áherslu á að við systkinin menntuðum okkur til að við
gætum bjargað okkur, en þegar ég vildi fara í tannlækn-
ingar í Danmörku eftir stúdentsprófið 1938 sagði hann að
engin ráð væru á því eftir kreppuna. Þegar ég spurði
hvort ekki væri hægt að taka lán vissi ég ekki hvert hann
ætlaði!“ Hún minnist þess líka að í stúdentsárgangi sín-
um hafi verið 26 í máladeild og þar af sex piltar, en 14 í
stærðfræðideild, allt piltar. „Sagt var að stúlkur gætu
ekki lært stærðfræði en það var tóm vitleysa.“
Sigfríður var í stjórn Kvenstúdentafélagsins, fór í
læknisfræði í Háskóla Íslands og lærði auk þess ensku og
þýsku þar til ensku og þýsku sendikennararnir voru kall-
aðir í herinn ári síðar. Þá fór hún að vinna á skrifstofu hjá
Stefáni Thorarensen apótekara og kynntist þar verðandi
eiginmanni sínum, Guðmundi B. Ársælssyni, síðar póst-
fulltrúa, sem andaðist 1995. Síðar vann hún við ýmislegt,
m.a. hjá Fiskimálasjóði 1968-1990.
„Ég er heyrnarlaus með heyrnartæki á báðum og er
bara með 5% sjón,“ segir þessi hrausta og skemmtilega
kona, sem fær sér lýsi á hverjum morgni og staup þegar
það á við. „Ég vona að ég sé ennþá læs og ég man furðu
mikið,“ segir hún og fer með ljóð eftir sig um fuglaflens-
una og annað um ellina:
Á mig dökkir litir læðast
sem líta mega ég og þú.
Á ég kannski að endurfæðast
í Afríku eða Katmandú?
„Mér dettur ýmisleg vitleysa í hug en mér leiðist ekki á
meðan. Ég nenni ekki að kvarta og þó ég komist ekki al-
mennilega í skó af því að mér er illt í litlu tánni lagast það
þegar ég kemst aftur í Heilsugæsluna.“
Lífsgleði í fyrirrúmi
Sigfríður Nieljohníusdóttir 100 ára virðir fjöldatakmarkanir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aldur Sigfríður Nieljohníusdóttir er 82 ára stúdent. Að-
eins tveir karlar hafa verið lengur á lífi eftir prófið.