Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 2 0
SAFNA FÉ EFTIR
AÐ FORSETINN
FLÚÐI LAND
CAPO VERDE
AIRLINES
Í ERFIÐLEIKUM
HOLLYWOOD
OG FYRSTA
BREIÐSKÍFAN
VIÐSKIPTAMOGGINN ATLI ÖRVARSSON 24HÓLMAR ÖRN 22
Línuflokkur á vegum Landsnets færði í gær mastur í Hnoðraholtslínu sem liggur á milli tengivirkja í Hafnarfirði
og í Hnoðraholti í Garðabæ. Mastrið var fært um 26 metra í sama línustæði til að rýma fyrir lagningu Ásvalla-
brautar í Hafnarfirði. Gekk verkið eins og í sögu, samkvæmt upplýsingum Landsnets, og síðdegis í gær átti að
setja straum á línuna á nýjan leik. Línuflokkurinn var búinn að undirbúa verkið með því að lagfæra slóða og útbúa
plan fyrir krana og undirstöður á nýjum stað. Krani var notaður til að fella mastrið og reisa það á ný. Línumenn-
irnir stilltu mastrið af og festu stögin.
Mastur í háspennulínu fært um 26
metra til að rýma fyrir nýjum vegi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Línuflokkur Landsnets að störfum við Hnoðraholtslínu í Hafnarfirði
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Komið hefur til tals að sett verði á
laggirnar nýtt stéttarfélag flug-
freyja. Þetta herma áreiðanlegar
heimildir Morgunblaðsins innan úr
Icelandair.
Ef af yrði myndi nýtt félag vera
skipað flugfreyjum sem ekki styðja
stefnu samninganefndar Flugfreyju-
félags Íslands (FFÍ). Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur
hugmyndin verið viðruð innan Ice-
landair, en vel kemur til greina að
semja við nýtt félag. Þá horfir flug-
félagið ekki til þess að fá inn sjálf-
stæða verktaka í stað núverandi
flugfreyja. Þess í stað verður fremur
gengið til samninga við nýtt stétt-
arfélag náist ekki samningar við
FFÍ.
Eins og mbl.is greindi frá í gær
óskaði samninganefnd Flugfreyju-
félags Íslands eftir frestun samn-
ingafundar í kjaradeildu félagsins og
Icelandair, sem átti að hefjast klukk-
an 17 síðdegis í gær. Síðasta sátta-
fundi í kjaradeilunni lauk um klukk-
an eitt í fyrrinótt en hann stóð yfir í
um 11 klukkustundir. Boðað hefur
verið til nýs fundar í deilunni klukk-
an 8:30 hjá ríkissáttasemjara. Að því
er heimildir Morgunblaðsins herma
er enn talsvert milli deiluaðila og er
staðan jafnframt viðkvæm.
Hluthafafundur á föstudag
Til að samningar náist er ljóst að
ná þarf samkomulagi sem gerir Ice-
landair betur samkeppnishæft á al-
þjóðavísu. Nú þegar hefur verið
samið við flugvirkja og flugmenn, en
ekki hefur enn tekist að semja við
flugfreyjur. Hefur Bogi Nils Boga-
son, forstjóri flugfélagsins, jafn-
framt sagt að kjarasamningar við
flugstéttir verði að liggja fyrir áður
en hluthafafundur fer fram nú á
föstudag. Á fundinum fer fram at-
kvæðagreiðsla um hvort ráðist verði
í nýtt hlutafjárútboð þar sem stefnt
er að því að safna 30 milljörðum
króna. Í skriflegu svari við fyrir-
spurn Morgunblaðsins fyrr í vikunni
var félagið ekki tilbúið að taka af-
stöðu til þess hvernig brugðist yrði
við ef samningar við flugfreyjur nást
ekki fyrir framangreinda dagsetn-
ingu.
Semji við nýtt
stéttarfélag
flugfreyja
Ekki útilokað að Icelandair geri
kjarasamning við annað stéttarfélag
Eftir fyrirhugaðar breytingar á stóra
bíósalnum í Bíóhöllinni í Álfabakka
verða þar 60% færri sæti en voru í
honum eftir að bíóið var opnað fyrst
árið 1982. Upphaflega voru 517 sæti í
salnum en eftir breytingarnar verða
þau 200 talsins. Árni Samúelsson,
forstjóri Sambíóanna, segir í samtali
við ViðskiptaMoggann að vegna
kórónuveirunnar hafi þurft að fresta
breytingum á bíósölunum í Álfa-
bakka, en hann vonast til að þeim
verði lokið næsta sumar. „Við mun-
um eftir þessar breytingar bjóða upp
á flottari sali og meiri þægindi fyrir
gesti.“
Öllum Sambíóunum var lokað
vegna samkomubannsins sem sett
var á vegna kórónuveirunnar, en nú
hafa Sambíóin í Álfabakka verið opn-
uð aftur. Árni segir að búið sé að
fresta fjölda stórmynda sem sýna
átti nú í vor, og óvíst sé hvenær
fyrsta nýja stórmyndin komi í bíó.
„Við stefnum á að sýna fyrstu nýju
stórmyndirnar síðsumars. Það verð-
ur boðið upp á leikna útgáfu af Mulan
og svo stórmynd Christopher Nolan,
Tenet. Svo koma myndirnar í bunum
og í haust opnast allar flóðgáttir.“
Í samtalinu ræðir Árni einnig um
setu sína í stjórn risafyrirtækisins
Cineworld, sem einnig hefur orðið
fyrir miklum áhrifum af kórónuveir-
unni.
Fækka bíósætun-
um niður í 200
Árni Samúelsson segir að mikið
hungur sé í nýjar stórmyndir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Árni Kórónuveiran hefur sett strik í
reikninginn hjá Sambíóunum.
Stofnað 1913 118. tölublað 108. árgangur