Morgunblaðið - 20.05.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS
Fagmennska og þjónusta
ASSA ABLOY á heima hjá okkur - Lyklasmíði og vörur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kristján Þórður Snæbjarnarson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins, segir
um 10% félagsmanna, eða um 650
manns, hafa farið á hlutabætur eftir að
kórónuveirufaraldurinn braust út. Þá
hafi um 150 félagsmenn verið atvinnu-
lausir og í fullri atvinnuleit. Það sam-
svarar rúmlega 2% félagsmanna.
Um 6.500 félagsmenn eru í Rafiðn-
aðarsambandi Íslands.
Tölurnar koma frá Vinnumálastofn-
un og eiga við um marsmánuð. Því er
ekki ólíklegt að tölurnar hafi lækkað
með tilslökunum á samkomubanni.
„Maður heyrir að atvinnuástandið
sé mjög gott í okkar grein. Það er enn
nóg af verkefnum og töluverð vinna í
boði. Staðan er því betri en í mörgum
greinum,“ segir Kristján Þórður.
Að hans mati bendi flest til að fækka
muni á hlutabótaskránni en á móti
kunni atvinnuleysi að aukast.
Urðu að draga úr þjónustu
Kristján Þórður segir að almennt
hafi nýframkvæmdir haldið áfram í
faraldrinum en sum fyrirtækja hafi
þurft að draga úr þjónustu. Þá hafi
margir rafiðnaðar-
menn misst verk-
efni eftir að allt
viðburðahald féll
niður í faraldrin-
um. Ástandið sé
virkilega slæmt í
viðburðageiran-
um.
Töluvert er um
opinberar fram-
kvæmdir. M.a. á
að byggja nýtt skrifstofuhús Alþingis,
viðbyggingu við Stjórnarráðið og nýj-
ar höfuðstöðvar Landsbankans.
Verkefnin munu skapa störf
En hvaða áhrif skyldu þessi verk-
efni hafa á eftirspurn eftir rafiðnaðar-
mönnum? Kristján Þórður segir að al-
mennt skapi framkvæmdir störf fyrir
félagsmenn hans.
„Þó eru blikur á lofti varðandi verk-
efnastöðuna. Það er ekki sérlega bjart
yfir til lengri tíma,“ segir hann. Hætt
sé við að dregið verði úr yfirvinnu „við
þær aðstæður sem séu fram undan“.
Það geti aftur lækkað heildarlaun.
„Okkar geiri hefur haft töluverða yf-
irvinnu. Það hefur verið skortur á
mannskap,“ segir Kristján.
Spáir fækkun á
hlutabótaskrá
Formaður RSÍ segir stöðuna almennt góða
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við fögnum þessari niðurstöðu.
Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“
segir Sigurður Brynjar Pálsson, for-
stjóri Byko, í samtali við Morgun-
blaðið. Vísar hann þar til dóms
Mannréttindadómstóls Evrópu þar
sem sátt var náð milli íslenska rík-
isins og sex fyrrverandi starfsmanna
Húsasmiðjunnar og Byko. Efnislega
eru dómarnir sex allir eins.
Mennirnir sex voru hluti tólf
starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar
og Úlfsins byggingarvöruverslunar
sem voru upphaflega ákærðir fyrir
ólöglegt verðsamráð. Voru mennirn-
ir, að einum undanskildum, sýknaðir
í héraðsdómi. Hæstiréttur sneri hins
vegar sex dómum héraðsdóms við og
voru alls sjö starfsmenn Byko og
Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir
refsivert verðsamráð.
Á síðasta ári komst Mannréttinda-
dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
ríkið hefði brotið á Júlíusi Þór Sig-
urþórssyni, sem Hæstiréttur hafði
dæmt í níu mánaða skilorðsbundið
fangelsi, með því að snúa við dómi
héraðsdóms án þess að hafa hlýtt á
vitnisburð í málinu. Í kjölfarið viður-
kenndi ríkið brot sitt í málum hinna
mannanna sex. Í öllum málum var
brotið það sama, en Hæstiréttur var
talinn hafa brotið gegn lögum um
milliliðalausa málsmeðferð og sönn-
unarfærslu. Þá var sömuleiðis farið
gegn reglum Mannréttindasáttmála
Evrópu um réttláta málsmeðferð.
Fengu ekki að beita vörnum
„Þeir fengu ekki að beita vörnum
og það kemur skýrt fram í dómnum,“
segir Sigurður og bætir við að þetta
styðji málflutning Byko. Sjálfur
kveðst hann hafa átt von á niðurstöð-
unni. „Þetta kom okkur alls ekkert á
óvart enda áttum við von á þessu,“
segir Sigurður.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
MDE ályktar að brotið hafi verið
gegn reglum um milliliðalausa sönn-
unarfærslu með dómi í Hæstarétti.
„Þetta er ekki mál sem ég vil vera að
tjá mig um. Ég get hins vegar sagt
að þetta er ekki eina málið sem er að
koma til baka frá Mannréttindadóm-
stólnum. Það er auðvitað klárlega
umhugsunarefni,“ segir Sigurður.
Ríkið viðurkennir brot í Byko-máli
Forstjóri Byko segir niðurstöðuna mjög ánægjulega Farið gegn reglum um réttláta málsmeðferð
Morgunblaðið/Ómar
Byko Íslenska ríkið viðurkenndi
brot sitt í Byko-málinu svokallaða.
Aðsóknin í Laugardalslaugina hef-
ur verið prýðileg það sem af er vik-
unni að sögn Sigurðar Víðissonar,
forstöðumanns laugarinnar. Segir
Sigurður að aðsóknin hafi verið
mest á mánudeginum, en þegar
leyfilegt var að hafa laugina opna
frá miðnætti til kl. 6 um morguninn
hafi 560 manns farið í sund.
Fjöldi fólks í lauginni er tak-
markaður vegna samkomubanns
sóttvarnayfirvalda og einungis
mega vera 350 manns í lauginni í
einu. Sigurður segir það bara hafa
gerst einu sinni á mánudag, en að
jafnaði hafi verið um 280 manns í
einu í Laugardalslaug.
Sigurður segir aðspurður að að-
sóknin sé aðeins meiri en fólk hafi
átt von á, en þó ekki óvenjulega
mikil miðað við hvað veðrið hefur
verið gott.
Hins vegar sé ljóst að margir hafi
verið orðnir spenntir fyrir því að
geta fengið sér sundsprett á nýjan
leik. „Það hefur verið gaman að sjá
hvað það er margt fólk, og einnig
gaman að sjá hve margir af fasta-
gestum laugarinnar hafa lýst yfir
ánægju sinni með að vera komnir
aftur,“ segir Sigurður. sgs@mbl.is
Fólk fegið
að geta
farið í sund
Morgunblaðið/Eggert