Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 8

Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 RAFLAGNAEFNI Í MIKLU ÚRVALI Tedros Adhanom er forstjóriAlþjóðlegu heilbrigðisstofn- unarinnar. Hann var áður heil- brigðisráðherra og svo utanrík- isráðherra í ríkisstjórn sem setið hefur ára- tugum saman í Eþíópíu.    Flokkur hanskenndi sig við marx- lenínisma en eftir fall Sovétríkjanna var nafni stjórnar- flokksins breytt og flokkurinn sagðist nú stjórn- arskrárbundinn lýðræðisflokkur.    Það breytti þóengu um ráðherraferil Te- drosar, því að stjórnarflokkurinn leiðir enn einn í Eþíópíu, sem er hið fullkomna lýðræði.    Tedros tók langan tíma í aðviðurkenna að kórónuvírus gæti smitast á milli manna. Sú af- staða stofnunar SÞ sem honum er trúað til að stjórna ýtti ekki und- ir að aðildarþjóðir hertu varnar- aðgerðir gagnvart faraldrinum. Þegar Tedros hafði verið trúað fyrir WHO skipaði hann Mugabe, slátarann frá Simbabve, sem sér- stakan friðarsendiherra stofn- unarinnar! Hann var þó síðar knúinn til að afturkalla þá skip- an.    Í vikunni fór fram netfundurríkja um stöðu þessarar um- deildu stofnunar. Svandís Svav- arsdóttir varði fyrir hönd Íslands Tedros forstjóra í bak og fyrir. Það væri fullmikið sagt að farið hafi vel á því, en það kom ekki al- veg á óvart. Vonandi hefur hún ávarpað hann sem Comrade í upphafsávarpi! Svandís Svavarsdóttir Comrade Tedros STAKSTEINAR Tedros Adhanom Ghebreyesus Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hafist verður handa í vikunni við að flytja malarefni í yfirborð á nýjum göngustíg á Skógaheiði með þyrlu. Af öryggisástæðum verður lokað fyrir aðgengi að bílastæðinu sem og að Skógafossi sjálfum á meðan þyrl- an er að störfum. Reiknað er með að verkið hefjist á föstudagsmorgun og taki fjóra til fimm daga. Unnin hefur verið grófvinna og landmótum síðustu mánuði og stytt- ist í verklok, en um er að ræða ann- an áfanga af þremur í uppbyggingu Umhverfisstofnunar á göngustígum á heiðinni. Að verki loknu verður hægt að virða fyrir sér fossaröð Skógaár á öruggan og sjálfbæran máta, segir í frétt á heimasíðu Um- hverfisstofnunar. Hingað til hefur verið gengið meðfram ánni á göml- um kindaslóðum og var svæðið veru- lega farið að láta á sjá sökum ágangs. Til að koma malarefni í yfirborð hins nýja stígs þarf að flytja nokkur hundruð rúmmetra með þyrlu upp af láglendinu. Í fréttinni segir að í ferðamannaleysinu hafi skapast tækifæri til að skipuleggja þyrlu- flutninginn á þann veg að notast verður við bílastæðið framan við fossinn sem vinnusvæði meðan á þyrluflutningum stendur. Áður stóð til að fljúga þyrlunni margfalt lengri vegalengd í hverri ferð til að komast hjá lokunum, enda hefur fossinn jafnan verið heimsótt- ur af þúsundum gesta á degi hverj- um á síðustu árum. aij@mbl.is Takmarkað aðgengi að Skógafossi Ljósmynd/Umhverfisstofnun Skógaheiði Bílastæði verður nýtt sem vinnusvæði í ferðamannaleysinu.  Þyrla notuð til að flytja efni í stíga Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Aðalmeðferð í máli byggingaverktak- ans Sérverks ehf. á hendur Reykja- víkurborg hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Borginni er stefnt til endurgreiðslu oftekinna gjalda en til vara að ólögmæti innviðagjalds verði viðurkennt. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum er það Sérverk sem stefnir borginni formlega en að baki mál- sókninni er hópur stórra verktaka- fyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður verktakafyrirtækjanna, segir í sam- tali við Morgunblaðið að annars veg- ar sé krafist endurgreiðslu á 120 milljóna innviðagjaldi sem Sérverk hafi greitt vegna framkvæmda í Vogabyggð. Einnig sé sett fram viðurkenningarkrafa í því skyni að fá fram álit dómsins á lögmæti gjalds- ins. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, hefur nefnt sem dæmi að innviðagjald vegna upp- byggingar í Vogabyggð nemi 23 þús- und krónum á fermetra, eða 2,3 millj- ónum á hverja 100 fermetra íbúð. „Það hefur mjög mikla þýðingu að leyst verði úr þessu máli. Bara í Vogabyggð var innviðagjaldið fimm milljarðar króna en gjaldið hefur ver- ið lagt víðar á í borginni. Hluti gjalds- ins á að fara í uppbyggingu skóla og gatna sem teljast til hefðbundinna verkefna sveitarfélaga. Það er uppi- staðan í málarekstrinum að það gangi ekki að leggja á frekari gjöld vegna þessara verkefna,“ segir Einar Hugi. Búast má við því að málflutningi ljúki í dag og að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Milljarðar í innviða- gjöld fyrir dómstóla  Aðalmeðferð í máli Sérverks gegn Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vogabyggð Mikil uppbygging er þegar hafin og innviðagjald rukkað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.