Morgunblaðið - 20.05.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.05.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Íslandsbanki ætlar að loka tveimur útibúum sínum á höfuðborgarsvæð- inu á næstunni, annars vegar á Granda og hins vegar á Höfða, og verður útibú bankans á Suðurlands- braut þá hið eina sem eftir verður í Reykjavík. Auk þess verður bankinn áfram með afgreiðslu í höfuðstöðv- um sínum í Smáranum og útibúinu í Strandgötu í Hafnarfirði. Edda Hermannsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Íslandsbanka, sagði í samtali við mbl.is í gær að engum yrði sagt upp í tengslum við þessar breytingar, heldur færðist starfsfólk í útibúið á Suðurlandsbraut og í aðal- stöðvarnar. Samtals starfa 15 manns í útibúunum tveimur. Verður nú öll húsnæðislánaþjónusta bankans á Suðurlandsbraut. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaþjónusta hafi breyst mikið á undanförnum árum. Þá hafi kórónu- veirufaraldurinn flýtt fyrir þessari þróun og hafi notkun á bankaþjón- ustu í appi meðal annars margfald- ast. Samkvæmt upplýsingum frá Eddu hefur heimsóknum fyrstu dag- ana eftir að útibú bankans voru opn- uð að nýju eftir faraldurinn fækkað um 70% miðað við sama tíma í fyrra. Útibúum fækkað mjög Útibúum viðskiptabankanna hefur fækkað mikið undanfarinn áratug, en Landsbankinn rekur í dag fimm útibú í Reykjavík auk fyrirtækjamið- stöðvar og tveggja útibúa í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu. Arion banki rekur í dag þrjú útibú í Reykjavík og einn fyrirtækja- kjarna. Þá er Arion með tvö útibú í öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. Með aðeins eitt útibú í Reykjavík  Íslandsbanki hyggst loka útibúum sínum á Granda og Höfða á næstunni Morgunblaðið/Hallur Már Útibú Faraldurinn hefur haft áhrif á bankaþjónustu og heimsóknir í útibú. Opnað var fyrir umsóknir á endur- greiðslum á virðisaukaskatti vegna ýmiss konar vinnu við bílaviðgerðir í gær. Um er að ræða bílaviðgerðir, sprautanir og réttingar á fólks- bifreiðum einstaklinga sem felldar voru undir átakið „Allir vinna“ til að mæta efnahagslegum áhrifum kór- ónuveirunnar. Ekki er hægt að sækja um vegna atvinnubíla. Fjárhæð vinnuliðar í þessu sambandi þarf að vera að lágmarki 25.000 kr. án virð- isaukaskatts. Sótt er um á þjónustusíðu Skattsins en þar er umsóknir að finna undir flipanum „samskipti“. Jafnframt er nú hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisauka- skatti af vinnu við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði, vegna reikninga frá og með 1. mars síðastliðnum. Þetta á einnig við um reikninga vegna heimilisaðstoðar og reglu- legrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, s.s. garðvinnu, ræstingar sameignar og annarra þrifa. Þessi útfærsla á „Allir vinna“-úrræðinu gildir á tímabilinu 1. mars og til ársloka. hdm@mbl.is Opnað fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts Morgunblaðið/Golli Starfsemi Virðisaukaskattur af vinnu við hús er nú endurgreiddur. Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn 10. júní 2020 Aðrar upplýsingar: Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem er aðgengilegt á heimasíðu félagsins. Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en kl. 16:00 sunnudaginn 31. maí 2020. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en miðvikudaginn 3. júní 2020. Mál sem ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt ef framboð fleiri aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem kjósa skal um. Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil sem finna má á heimasíðu félagsins, undirrita og votta seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta lagi einni klukkustund fyrir upphaf aðalfundarins svo atkvæðið teljist gilt. Frestur til þess að senda tilnefningarnefnd félagsins framboð til stjórnar rann út 20. febrúar 2020 vegna aðalfundar sem stóð til að halda 2. apríl 2020 en var frestað vegna COVID-19 faraldursins. Ekki er ráðgert að tilnefningarnefnd fjalli um ný framboð til stjórnar vegna boðaðs fundar. Tillögur tilnefningarnefndar koma fram í skýrslu nefndarinnar sem er aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins. Fresti til að tilkynna um framboð til stjórnar á netfangið stjornun@eik.is lýkur sjö sólarhringum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 16:00 miðvikudaginn 3. júní 2020. Eyðublöð vegna framboðs til stjórnarsetu er að finna á heimasíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólarhring eftir að framboðsfrestur rennur út. Fresti til að tilkynna um framboð til setu í tilnefningarnefnd á netfangið stjornun@eik.is lýkur fimm sólarhringum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 16:00 föstudaginn 5. júní 2020. Eyðublöð vegna framboðs til setu í tilnefningarnefnd er að finna á heimasíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafundinn. Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, starfskjarastefna, skýrsla tilnefningar- nefndar félagsins, eyðublöð vegna umboðs og framboðs til stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæða- seðill vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir aðalfund, skjöl sem verða lögð fram á aðalfundi, upplýsingar um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæða- fjölda í félaginu, er - eða verður eftir því sem þau verða til - að finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/ hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105 Reykjavík, þremur vikum fyrir aðalfundinn. Upplýsingar um tillögur stjórnar um breytingar á starfs- kjarastefnu félagsins og samþykktum ásamt greinargerð með þeim má finna í heild sinni á heimasíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Í stuttu máli lúta tillögurnar að eftirfarandi: • Lögð er til breyting á grein 4.3 í starfskjarastefnu félagsins. Lagt er til að hámark árangurstengdra greiðslna, sem hlutfall ofan á heildarlaun starfsmannsins sem umbunað er, á ársgrundvelli, verði hækkað í 16%. Tillögunni er ætlað að auka svigrúm félagsins til þess að umbuna starfsmönnum fyrir árangur í starfi. • Lögð er til breyting á fjölda hluta í 4. gr. samþykkta félagsins verði tillaga um lækkun hlutafjár samþykkt. Reykjavík, 19. maí 2020 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn í salnum Háteig, á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 10. júní 2020 og hefst stundvíslega kl. 16:00. Eik fasteignafélag hf. Sóltún 26, 105 Reykjavík www.eik.is Framkvæmd aðalfundar félagsins kann að verða breytt með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda eða öðrum viðbrögðum vegna COVID-19 faraldursins. Upplýst verður um ráðstafanir af þessum sökum eftir því sem við verður komið. 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár 2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagðir fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og nefnda fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár 5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins 6. Kosning félagsstjórnar 7. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd 8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags 9. Heimild til kaupa á eigin hlutum 10. Tillaga um lækkun hlutafjár 11. Önnur mál sem löglega eru fram borin Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi: Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 12. júní 2020 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 27. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 19. maí 2020. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Samkvæmt gögnum Fiskistofu var hlutfall landaðs botnfiskafla á fisk- veiðiárinu 65% af aflaheimildum hinn 15. maí sl. en var tæp 70% á sama tíma í fyrra. Kristján Þór Júl- íusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur undirritað reglugerð þar sem heimild til flutn- ings aflamarks í botnfisktegundum yfir á næsta fiskveiðiár er aukin tímabundið úr 15% í 25%. Er þetta gert til að stuðla að meiri sveigjan- leika við veiðar og vinnslu til að bregðast við áhrifum COVID-19 á ís- lenskan sjávarútveg, segir í frétt frá ráðuneytinu. Mikill samdráttur í eftirspurn eft- ir ferskfiski í heiminum í kjölfar CO- VID-19 er helsta ástæða þessarar lækkunar en einnig hefur dregið úr eftirspurn eftir frosnum afurðum á síðustu vikum. Við þær aðstæður var talið rétt að veita tækifæri til frekari sveigjanleika við veiðar og vinnslu með því að hækka heimild til flutn- ings úr 15% í 25%, segir í fréttinni. Heimilt að flytja meira á milli ára Morgunblaðið/RAX Þorskur Hlutfallslega minna hefur verið veitt á þessu fiskveiðiári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.